Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Bjami Kristófer Kristjánsson.
Þijár útgáfur íslenskra homsfla.
Afbrigði homsfla úr Galtabóli. Annað rennilegra með háa gadda.
Hitt kubbslegra með sveigða gadda.
/
Otrúlegur breytileiki
íslenskra homsíla
í hugum flestra íslendinga eru hornsíli lík-
lega ekkert annað en nytsamir sakleysingj-
ar sem börn dunda sér við að setja í krukk-
ur. Rannsóknir vísindamanna sýna hins
vegar að hornsílið íslenska er ekki allt þar
sem það er séð. Guðmundur Guðjónsson
ræddi við Bjarna Jónsson, fískifræðing á
Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar á
Hólum í Hjaltadal, og varð margs vísari.
ANNSÓKNIRNAR
sem Bjarni hefur
staðið fyrir ásamt
Bjarna Kristófer
Kristjánssyni, sem
unnið hefur að mastersverkefni um
aðlögum hornsfla við Guelph-há-
skólann í Ontario, hófust í byrjun
árs 1998. Er um að ræða sam-
starfsverkefni Norðurlandsdeildar
Veiðimálastofnunar, sem Bjarni
veitir forstöðu, Líffræðistofnunar
Háskóla íslands og erlendra há-
skóla sem koma að rannsóknunum
með nemendaverkefnum. Um er að
ræða grunnrannsóknir á vistfræði
íslenskra hornsfla, fisktegundar
sem hefur verið gríðarlega mikið
rannsökuð víða erlendis en ekkert
hér á landi þar til nú.
Það sem að Bjarni segir einna
mest heillandi við íslensku hornsíl-
in er hinn gífurlega mikli breyti-
leiki innan tegundarinnar. Það
megi tala um sjávarsfli, straum-
vatnssfli, síli sem ganga til sjávar
og aftur í ferskvatn eða hálfsalt til
hrygningar, sfli með mismikilli
brynvörn eftir umhverfi, síli sem
ala allan sinn aldur í stöðuvötnum
og fleira og fleira. Ailt sé þetta
sama tegundin þótt útlitsmunur
geti verið umtalsverður. Sjávarsílið
sé hins vegar „forfaðirinn“ eins og
Bjarni kemst að orði, en þau hafa
fundist úti á rúmsjó, milli íslands
og Noregs.
Skrautlegt lífshlaup
Talið er að hornsfli nái vart
meira en þriggja ára aldri, en þótt
lífshlaupið sé stutt miðað við
mannsaldur er óhætt að segja að
það gangi á ýmsu. Þótt sflin séu af-
ar breytileg í útliti og velji sér
mjög svo breytileg búsvæði er
ákveðin grundvallarhegðun þeim
þó sameiginleg. Hrygningin er
mikilvægasti tíminn í lífi hornsfla.
Lengst af halda kynin saman og
ganga í torfum um ætisslóðina
hvort heldur hún er í söltu, hálf-
söltu eða ósöltu vatni. Á bilini júní
til júlí fer hins vegar að bera á
kunnuglegum fiðringi. Hængarnir
draga sig þá frá torfunni og breyt-
ast talsvert í útliti. Má þar einkum
nefna rauða litinn sem verður mjög
áberandi hjá kynþroska hængum
og gæti verið til þess ætlaður að
falla í kramið hjá hrygnunum.
Minna fer fyrir breytingum á
hrygnunum en þær dökkna þó lítið
eitt. Hængarnir velja sér svæði
sem þeir taka til við að verja af
talsverðri hörku og hóta þá beit-
ingu horna sinna. Jafnvel mun
stærri fiskar á borð við laxa- og sil-
ungaseiði gætu þurft að forða sér
undan vígmóðum hornsílahængum.
Þegar friður ríkir byggja hæng-
arnir hreiðurkúlur og nota til þess
jurtaleifar sem límdar eru saman
með slími sem fiskarnir framleiða í
nýrunum. Þetta eru haganlega
gerðar kúlur með gati í gegn í
miðju og þeir vita hvað þeir eru að
gera, karlarnir.
Þegar hreiðurkúlan er tilbúin
hefst óborganleg atburðarás sem
segja má að flestar dýrategundir
geti heimfært upp á sig sjálf, hvert
á sinn hátt.
Ekki við eina fjölina felldur
Hængurinn gerist nú mjög
••"
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Bjarni Jónsson fískifræðingur.
spenntur, því líklegustu hrygnum-
ar draga sig einnig út úr torfunni.
Tekur þá hængurinn allur að iða
eða hlykkjast og ef hann verður
þess var að hrygna hafi gefið hon-
um auga og auðsýnt það með því
að spenna upp hausinn stormar
hængurinn að hreiðurkúlunni og
dyttar að henni svo að hrygnan sjái
hvflíkur hvalreki hann hljóti að
vera. Sinni hrygnan ekki hængnum
á þessu stigi stígur hann aftur
hlykkjudansinn og lýkur honum
með því að snerta hrygnuna og
þjóta aftur að hreiðurkúlunni. Yfir-
leitt lætur hrygnan hér sannfærast
um að hér sé sá eini rétti á ferðinni
og hraðar sér að kúlunni. Hængur-
inn viðhefur því næst sýnikennslu
um það hvernig hrygnan eigi að
synda inn í kúluna og athafna sig
þar. Hrygnan leikur það eftir og
kemur sér fyrir í kúlunni þannig að
hausinn stendur út öðrum megin,
en sporðurinn hinum megin. Síðan
hrygnir hrygnan.
Þegar hér er komið sögu kemur
aftur á móti í ljós að sambandinu
er ekki ætlað að endast, enda tím-
inn dýrmætur. Skilnaður er í kort-
unum, hængurinn rekur hrygnuna
með látum út úr kúlunni, hagræðir
hrognunum og tekur til við að
sverma fyrir næstu hrygnu. Þannig
geta þeir endurtekið leikinn með
allt að sjö til átta hrygnum í sömu
kúlunni.
En þetta er ekki búið. Hængur-
inn hefur í nógu að snúast. Þegar
nógu margar hrygnur hafa hrygnt
í kúluna tekur hængurinn til við að
mynda vatnsstreymi í gegnum kúl-
una með því að tifa uggunum.
Þetta gerir hann til að nægt súr-
efni leiki um fjölskylduna. Hann
heldur uppteknum hætti uns
hrognin klekjast, en það getur tek-
ið allt frá 6-8 dögum upp í 40-50
daga, allt eftir hitastigi vatnsins.
Hraðast gengur það fyrir sig í
hlýrra vatni. Þegar klakið byrjar
tætir hængurinn kúluna í sundur,
en leyfir samt seiðunum, sem
klekjast með kviðpoka, ekki að
synda burt. Hann æðir um, tekur
óstýrilát börnin sín í munninn og
spýtir þeim aftur að leifunum af
kúlunni. Þar kemur þó að seiðin
eru svo mörg og áköf að karlinn
ræður ekki við neitt lengur og
gefst hann þá upp og, ef tími er til,
hefur störf við nýja hreiðurkúlu.
Við góð skilyrði getur hængurinn
lokið þessari hringrás nokkrum
sinnum. Að hrygningartíma lokn-
um deyja fjölmörg hrygningarsfli,
en þau sem skrimta halda aftur á
ætisslóðina ásamt seiðunum og
blandast torfunni á nýjan leik.
Breytileikinn mikli
I sama vatninu geta verið tvö af-
brigði sem eru útlitslega mjög ólík
og fer það eftir því svæði sem við-
komandi afbrigði hafa helgað sér.