Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 34
34 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
GUÐJÓN JÓNATANSSON,
Melabraut 29,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mið-
vikudaginn 20. september kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja
minnast Guðjóns, er bent á Björgunarsveitina
Ársæl.
Bára Vestmann,
Jónatan Guðjónsson,
Ottó Vestmann Guðjónsson, Elín Kolbeins,
Valborg G. Guðjónsdóttir, Wim Verheul,
Guðjón Sig. Guðjónsson, Hrefna Þórðardóttir,
Ásta Kristjónsdóttir,
Rósbjörg Jónatansdóttir,
Elín Jónatansdóttir,
Jóhann Jónatansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
JÓN J. JAKOBSSON
húsa- og bifreiðasmíðameistari,
Berjarima 23,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 7. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þórarinn J. Jónsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Jakob J. Jónsson,
Jón Bragi Jakobsson,
Helga Þ. Jakobsdóttir,
Jónas Þ. Jakobsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓN SIGURGEIRSSON
frá Helluvaði,
sem lést mánudaginn 11. september, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
19. september kl. 13.30.
Ragnhildur Jónsdóttir,
Jón Gauti Jónsson, Helga Pálína Brynjólfsdóttir,
Geirfinnur Jónsson, Hlíf Sigurjónsdóttir,
Sólveig Anna Jónsdóttir, Edward Frederiksen,
Herdís Jónsdóttir, Steef van Oosterhout
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir okkar og systir,
HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR,
Stúfholti,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 20.september ki. 10.30.
Jarðsett verður í Hagakirkjugarði í Holtum
sama dag.
Kjartan Ólafsson og fjölskylda,
Sturlaugur Jóhannesson.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför okkar ást-
kæru,
MARGRÉTAR KRISTRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Austurströnd 4,
Seltjarnarnesi,
sem lést mánudaginn 28. ágúst sl.
Kærar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi,
sem annaðist Margréti á sjúkrabeði. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björns-
sonar, krabbameinslæknis.
Dóra Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson,
Svala Sigurðardóttir, Þorbjörn Karlsson,
Guðbjörg Hannesdóttir,
Emilía Ágústsdóttir, Yuzuru Ogino,
Guðbjörg Yuriko Ogino,
Bogi Ágústsson, Jónína María Kristjánsdóttir,
Ágúst Bogason, Þórunn Elísabet Bogadóttir,
Jónína Guðný Bogadóttir.
SÓLRÚN
MAGNÚSDÓTTIR
+ Sólrún Magnús-
dóttir fæddist á
Saurbæ í Skeggja-
staðahreppi,
N-Múlasýslu 11. apr-
íl 1945. Hún andað-
ist á heimili sínu í
Eyrarholti 3 í Hafn-
arfirði 10. septem-
ber siðastliðinn. Sól-
rún var dóttir
hjónanna Járnbráar
Einarsdóttur, f.
13.4. 1918, og Magn-
úsar Jónasar Jó-
hannesarsonar, f.
20.10. 1913. Járnbrá
er af þingeyskum ættum, dóttir
Einars Ofeigs Hjartarsonar, f.
11.5. 1896, d. 11.4. 1963, bónda,
síðast á Saurbæ, og konu hans,
Stefaníu Jónsdóttur, f. 23.3.
1892, d. 12.5. 1960. Járnbrá var
símstöðvarstjóri á Bakkafirði í
35 ár og flugvallarstjóri að auki
meðan áætlunarflug var stundað
þangað. Magnús er af vestfirzk-
um ættum, sonur Jóhannesar
Kjartanssonar, f. 1.12. 1882, d.
29.3. 1918, siðast bónda á Hrís-
nesi á Barðaströnd, og konu
hans Guðrúnar Guðmundsdótt-
ur, f. 19.4. 1874, d. 20.11. 1954.
Magnús var útgerðarmaður og
sjómaður á Bakkafirði frá því að
þau fluttu þangað 1947 og odd-
viti þar 1958-74. Þau hjón hafa
unnið inikið að félagsmálum.
Systkini Sólrúnar eru Gunnar
Jóhannes, f. 29.4. 1942, áður
sparisjóösstjóri á Laugum,
kvæntur Ólínu Ingibjörgu Há-
konardóttur húsmóður og eiga
þau einn son; Stefnir Einar, f.
30.9. 1943, útgerðarmaður og
sjómaður á Bakkafirði, kvæntur
Kristbjörgu Khorchai frá Taí-
landi og eiga þau tvö börn;
Björg, f. 3.4. 1947, húsmóðir og
starfsmaður Landsbankans í
Reykjavík, gift Þórði Sigurgeirs-
syni rafeindavirkja og eiga þau
fjögur börn og tvö barnabörn;
Freydís Sjöfn, f. 12.8. 1951, hús-
móðir, gift Eliasi Ingjaldi Helga-
syni útgerðarmanni
á Bakkafirði og
eiga þau fimm börn;
Rósa Björk, f. 27.7.
1957, húsmóðir og
stöðvarstjóri Is-
landspósts á Bakka-
firði, gift Ólafi
Birni Sveinssyni og
eiga þau fjögur
börn.
Sólrún giftist eft-
irlifandi eiginmanni
si'num, Grétari
Bjarnasyni húsa-
smíðameistara frá
Bolungarvík, 30.
júlí 1966. Hann er fæddur 15.6.
1943 í Aðalvík og er ættaður úr
Landeyjum í Rangárvallarsýslu
og af Hornströndum. Börn
þeirra eru: 1) Sindri, slökkviliðs-
maður, f. 15.1. 1967, kvæntur El-
ínu Björgu Ragnarsdóttur fram-
leiðslustjóra og er sonur þeirra
Jón Bjarni, f. 25.9. 1997. Stjúp-
sonur Sindra og sonur Elínar er
Hermann Örn Sigurðsson, f. 1.8.
1985. 2) Óskírð, f. 27.8. 1968, d.
sama dag. 3) Harpa Hrönn, f.
15.6. 1972, d. 15.12. 1973. 4)
Harpa Hrönn, leikskólakennari,
f. 1.11. 1974, býr með Hannesi
Jóni Marteinssyni flugmanni. 5)
Erna Mjöll, flugumferðarstjóri,
f. 12.1. 1976, býr með Guðlaugi
Jóni Þórðarsyni málara.
Sólrún var í Héraðsskólanum
á Laugum 1961-63 og Hús-
mæðraskólanum Ósk á Isafirði
1964-65. Sólrún vann með heim-
ilisstörfum lengst af ýmis störf á
vegum Pósts og síma, en þeirri
stofnun var hún tengd frá barns-
aldri og vann hjá henni frá ungl-
ingsárum og tók próf frá skóla
P&S. Nokkur ár vann hún hjá
Skattstjóranum í Reykjanesum-
dæmi, en síðustu árin vann hún
aftur hjá P&S og Landssíman-
um.
Utför Sólrúnar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánu-
daginn 18. september og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þá sælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Eg þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þótt þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir og lýsir
um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð blessi þig og þína fjölskyldu
með þökk fyrir allt.
Pabbi og mamma.
Það er sárt að kveðja eins góða
konu og hún Sólrún okkar var. En
lífið hefur sinn gang og nú var
hennar þörf annars staðar. Eftir
lifa í minningunni yndislegar sam-
verustundir eins og öll þau fjöl-
mörgu skipti sem við Harpa vor-
um tímunum saman heima hjá
þeim Sólrúnu og Grétari á Öldu-
slóðinni, þar sem við sátum og
spjölluðum um allt og ekkert. Það
var svo gott að tala við Sólrúnu,
hún vissi svo margt og hún mundi
allt. Það var hægt að bera hugsan-
ir sínar undir Sólrúnu því hún
hafði góð ráð á reiðum höndum.
Hann var heldur ekki slæmur ilm-
urinn úr eldhúsinu hennar Sólrún-
ar, hún var ekki lengi að setja
nokkar dýrindis vöfflur á eldhús-
borðið ef svo bar undir.
Eg gleymi heldur aldrei stór-
kostlegri ferð okkar Hörpu og Sól-
rúnar upp á Síðujökul í febrúar
1994. Sólrún hafði ótakmarkaða
ánægju af náttúrunni og að skoða
jökulinn í ham var ógleymanleg
upplifun. Ferðin til Grænlands var
ekki síðri, það var svo gaman að
geta farið þangað saman með for-
eldrum og tengdaforeldrum. Ótal
minningar koma upp í hugann og
víst er að Sólrúnu mömmu mun ég
seint gleyma.
Það er mér dýrmætt að hafa
fengið að kynnast þér Sólrún, ég
þakka fyrir það.
Guð blessi og varðveiti þig.
Hannes Jón.
Elsku mamma.
Þú lifir í minningu minni sem
sterk og sjálfstæð kona. Besta
mamma í heimi sem kenndir mér
svo margt og gafst mér svo falleg-
ar minningar. Eg er svo þakklát
fyrir allar minningarnar sem ég á
um þig og allt sem þú gerðir fyrir
mig. I mínum huga er ekkert sem
var þér ómögulegt, þú kunnir allt
og gast allt. Þú kenndir mér að
njóta náttúrunnar og þekkja land-
ið. Þú vissir allt og mundir allt, ef
einhver á heimilinu vissi ekki eitt-
hvað var viðkvæðið „spurðu
mömmu“ og þú gast svarað eða
vissir hvar svars var að leita.
Mér er ómögulegt að koma orðum
að öllu því sem mig langar að segja.
Það er af svo mörgu að taka svo ég
verð bara að geyma það allt í hug-
skoti mínu og segja svo bamabörn-
unum þínum frá þér seinna meir.
Kannski ertu bara engill sem
okkur var lánaður tímabundið til að
halda okkur á réttum kili, koma
okkur til manns og kíma yfir vit-
leysunni í okkur.
Það er sárt að kveðja en það er
+ Gunnar Stefánsson bóndi
fæddist á Hamri í Kollafirði,
Strandasýslu, 23. apríl 1909. Hann
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3.
scptember siðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Bessastaða-
kirkju 11. september.
Eg minnist Gunnars Stefánssonar
sem góðs manns og Magneu konu
hans og barna, allt frá því ég var
krakki. Það var fagnaðarefni að koma
huggun harmi gegn að systur mín-
ar taka á móti þér.
Þín dóttir,
Harpa Hrönn.
Elsku mamma, takk fyrir öll árin
sem þú varst hjá mér. Eg veit að
systur mínar taka vel á móti þér og
þér mun líða vel þar hjá þeim.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
í æsku léttu ís og myrkur jólin;
Nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður alltof fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Takk fyrir allt mamma.
Þín dóttir,
Erna Mjöll.
Elsku Sólrún okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
á heimili þeirra úr sveitinni að vestan.
Guð blessi ykkur öll. Ég vil svo á
þessari kveðjustund votta ættingjum
og aðstandendum dýpstu samúð. Ég
kveð svo nafna minn með þessum
Ijóðlínum;
Arinh'ðadagardvína
Dáinnernúvinurkær.
Sólin skín á milli lína
Sjáliur Ðrottinn kemur nær.
Gunnar Ó. Jónsson.
Elsku Sólrún, nú er stríði þínu
við erfiðan sjúkdóm lokið og komið
að kveðjustund. Margs er að minn-
ast frá uppvaxtarárunum og sam-
skiptum á fullorðinsárum. Skap þitt
var Ijúft og milt, en það gat blossað
upp og gustað, þegar þér þótti mæl-
irinn fullur.
Þegar þú varst þriggja ára tók
mamma það til bragðs að snoð-
klippa þig, svo hárið yrði þykkra,
þín viðbrögð voru; „Þetta er gott,
nú er ekki hægt að toga í hárið á
mér.“ Gunnar man hvernig gekk að
koma Grétari til Bakkafjarðar, svo
hægt væri að kynna hann fyrir
væntanlegum tengdaforeldrum.
Gamli jeppinn festist í snjó á Hellis-
heiðinni og Grétar þurfti að ganga
niður að Ketilstöðum eftir aðstoð.
Rósa minnist þess þegar hún var
viðstödd brúðkaup ykkar Grétars í
Bolungarvík, ein systkinanna, og
síðan „brúðkaupsferð“ í Trabantin-
um til Bakkafjarðar.
Þú hafðir yndi af útivist. Björg
man ferð, sem hún og Þórður fóru
með ykkur Grétari á Esjuna. Það
var sama hvort leiðin lá upp fjallið
eða niður; sami hraði, áreynslu-
laust. Björg átti hins vegar fullt í
fangi með að fylgja ykkur eftir og
harðsperrurnar daginn eftir voru
slæmar. Ferðirnar í Atlavík voru
þér mikils virði og þú hefðir gjarn-
an viljað fara þangað oftar.
Freydís minnist þess með þakk-
læti, að hún bjó hjá ykkur einn vet-
ur og flutti með ykkur milli bæjar-
félaga.
Um nokkurt árabil hittumst við á
„systramóti" um verslunarmanna-
helgina á ýmsum stöðum á landinu.
Talsvert þurfti að leggja á sig svo
þetta væri hægt, en alltaf var glatt
á hjalla á þessum samkomum.
Við fjölskyldan dáumst að og
þökkum Grétari og börnunum ykk-
ar fyrir þá umhyggju, sem þau
GUNNAR
STEFÁNSSON