Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 35

Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 35 sýndu þér til hinstu stundar. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að lokum biðjum við góðan Guð að styrkja og styðja alla aðstand- endur í sorginni. Systkinin frá Hraungerði og fjölskyldur. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma flnnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma mín, ég sakna þín ósköp sárt. Þinn ömmustrákur Jón Bjarni. Sólrún er dáin. Ekkert fær gert við því. Eftir sitjum við og söknum hinnar hljóðu hetju, sem um tveggja ára skeið barðist af hug- rekki og afli við vágest 20. aldarinn- ar. Þessi viljasterka kona, sem lét svo lítið yfir sér hélt sér ætíð til hlés, bar ekki erfiðleika sína á torg. Þess vegna vitum við minnst um þær þjáningar sem hún varð að þola. Þar endurspeglaðist að hún vann störf sín ætíð hljóðlega og án þess að láta á sér bera. Hún var vön að beita hinum sterka vilja sínum bak við tjöldin án þess að fjölyrða um það og beitti áhrifum sínum þannig án átaka við aðra. En hér hitti hún þann sem enginn getur stjórnað. Eg hitti Sólrúnu fyrst í fimm- tugsafmæli móður minnar þegar bróðir kom með unga stúlku þang- að og kynnti sem konuefni sitt. Það , var upphaf að vináttu, sem hélst síðan, þó ekki væri verið að fjölyrða um. Fljótt varð ljóst að bróðir hafði valið sér lífsförunaut sem styrkti hann til allra góðra hluta. Þau gerð- ust samhent hjónin og aldrei varð annars vart en að þau væru einhuga í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Sólrún var uppalin austur á Bakkafirði og mun strax í upp- vexti hafa byrjað vinnu við dagleg störf til sjávar og sveitar eins og títt var. Móðir hennar var sí- mstöðvarstjóri staðarins og kynntist hún þar starfsemi þess fyrirtækis, sem hún vann lengst hjá á fullorðinsárum. Hún fór til Vestfjarða undir tvítugt og fann þar mannsefnið. Hún hélt síðan stöðugt tryggð við þær slóðir og fóru þau hjónin margar ferðir þangað, sérstaklega til Aðalvíkur og Hornstranda. Þau byrjuðu sinn búskap á Bakkafirði. Eftir fá ár fluttu þau til Reykjavíkur og síð- ast til Hafnarfjarðar, þar sem þau bjuggu frá 1975. Eftir að þau fluttu suður fór Grétar fljótlega að vinna hjá Vita- og Hafnamálast- ofnun, sem þjónaði öllum höfnum landsins. Var hann þá langdvölum að heiman. Það féll því í hlut Sól- rúnar að annast búið og hvíldi barnauppeldið mest á herðum hennar. Af æðruleysi og í hljóði leysti hún allan vanda. Hún var i ein af hvunndagshetjum þessa lands, sem eru undirstaða þjóðfé- lagsins. Þannig var Sólrún. Þó Sólrún hefði sig ekki í frammi í fjölmenni, þá var hún hin ræðn- asta í fámennum hópi og alltaf kímin og sá skondnar hliðar á flestum málum. Sólrún var mjög hjálpfús við aðra, en eins og endranær auglýsti hún það ekki fyrir öðrum en hjálparinnar nutu við. í því sambandi má t.d. nefna þegar Harpa dóttir hennar tók að sér að vera stuðningsmaður við þroskahefta stúlku, tók Sóirún fullan þátt í því með henni og gætti eigi síður en eigin barna. Utivera hvers konar var Sólrúnu mjög að skapi. Fjölskyldan notaði því allan frítíma sinn í útiveru og ástundun á vetraríþróttir og var hún öll samhent í því. Þegar Grétar fór að vera meira á heimaslóðum gengu þau hjónin bæði til liðsinnis við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík og studdu hana með ráði og dáð. Börn þeirra voru einnig virkir þátttakendur þar. Það var eðlileg afleiðing uppeldis og áhuga- mála. Börnin tóku virkan þátt í skátastarfinu í Hafnarfirði og Sól- rún studdi starfið þar með ráðum og dáð og mat mikils uppeldisáhrif hreyfmgarinnar. Nú er mér ofarlega í huga sumarið 1984 þegar við ásamt fleiri skyldmennum vorum á ættarmóti í Aðalvík. Þá fórum við hjónin og þau ásamt móðurbróður okkar bræðra í gönguför, sem í upphafi átti að vera einn til tveir tímar en varð á endan- um 12 tímar. Við vorum illa undir svo langa ferð búin, en það rigndi þegar á leið. Ekki vorum við þó í neinni hættuför þó um fjöll og firn- indi væri farið, enda undir öruggri leiðsögn móðurbróður okkar. Gengum við m.a. að Stað og stöldr- uðum þar við í algeru logni en úða- rigningu. Stóðum við þá þögul og nutum kyrrðarinnar, sem þó var rofin af vængslætti álftanna á Stað- arvatni og gaggi tóunnar í fjallinu á bakvið. Áfram var haldið og reynt á þolrifin en ekki heyrðist ein einasta kvörtun um svengd eða þreytu, en gott var að hvíla á leiðarenda. Þessi dagur gleymist okkur aldrei. Eg minnist líka samveru með þeim hjónum á sama stað 1998. Þá var Sólrún byrjuð að kenna sér meins þó á engu léti bera. Ekki grunaði okkur þá að hér væri upp- hafið að tveggja ára bardaga. Um haustið var gerð rannsókn og að- gerð. Þar með hófst bardaginn. Nú er bardaganum lokið og minningin situr ein eftir. Við hjónin kveðjum því Sólrúnu með trega og biðjum hinni samheldnu fjölskyldu henn- ar styrks til þess að standast raun- ina. Enginn veit hver annan grefur ævina enginn fyrir veit. Hjá Guði sínum Sólrún sefur, sæl er komin í hans sveit. Magnús Bjarnason. Það er alltaf erfitt að sætta sig við að vinir og samferðafólk falli frá, jafnvel þótt löngu hafi verið ljóst að hverju stefndi. Vinkona okkar Sólrún er látin, langt um ald- ur fram, eftir langa og hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Sólrún gekk til liðs við okkar litla félag fyrir tíu árum, en Grétar eig- inmaður hennar og sonurinn Sindri höfðu þá verið mjög virkir félagar í Flugbjörgunarsveitinni um alllangt skeið. Sólrún varð þegar mjög dyggur félagi og ósérhlífin og eins og oft vill verða um slíka fljótlega kosin til forystu og formannsstarf- inu gegndi hún frá 1993 þar til í febrúar sl., er hún lét af störfum vegna veikinda. Hún gegndi starf- inu vel eins og hennar var von og vísa og oft meira af vilja en mætti, en starfsemi Flugbjörgunarsveit- arinnar var henni og þeim hjónum báðum mjög hugleikin. Dugnaður og æðruleysi einkenndu hennar dagfar. Við kveðjum Sólrúnu með þakk- læti fyrir fórnfúst starf og samverustundirnar og vottum Grétari og fjölskyldunni allri djúpa samúð. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sonur okkar hringdi til okkar á sunnudagskvöldið 10. september og tilkynnti okkur að Sólrún væri dá- in. Hún dó á heimili sínu hjá þeim sem henni þótti vænst um. Þótt þessi atburður hefði átt sér nokk- urn aðdraganda, kom hann okkur í opna skjöldu. Raunveruleikinn blasti við. Sólrún er farin í ferðina miklu sem bíður okkar allra. Minn- ingarnar um liðnar samverustundir komu upp í hugann, ásamt þakklæti fyrir það að hafa átt samleið með þessari góðu konu og fjölskyldu hennar í nokkur ár. Þessi kynni hófust með því, að Harpa Hrönn, dóttir Sólrúnar og Grétars, og sonur okkar Hannes Jón felldu hugi saman. Við tölum oft um það, þegar við hittum Sól- rúnu og Grétar fyrst. Það var ekki eins og að hitta ókunnugt fólk. Það var strax nóg um að tala, sameig- inleg áhugamál, útivist og ferða- lög bar þar hæst. Þetta var eins og að hitta gamla vini. Oft höfum við talað um það, hvað við vorum áhuggjulaus yfir því, þegar Hann- es Jón flutti inn á heimilið á Öldus- lóðinni. Við þóttumst viss um, að honum mundi líka vel hjá húsmóð- urinni þar. Það kom líka á daginn. Það fór ekki fram hjá okkur hvernig hún umgekkst heimilis- fólkið með kærleika og af menn- þekkingu. Það ríkti friður og til- litssemi í kringum Sólrúnu. Við fórum alltaf þakklát og ánægð frá þeim. Við minnumst þess líka þegar Sólrún og Grétar heimsóttu okkur að Skógum. Þau komu úr Þórs- mörk gangandi yfir Hálsinn í rökkri og rigningu eitt haustkvöld 1994. Við löbbuðum á móti þeim inná heiðina. Svo birtust þau á bugðu á slóðinni. Þau leiddust eins og þau hafa gert gegnum lífið. Þau geisluðu af ánægju í rigningunni eftir níu tíma göngu. Við fórum heim og áttum gott kvöld saman. Þau gistu hjá okkur um nóttina og við morgunverðarborðið daginn eftir tókum við upp spjallið þar sem frá var horfið kvöldið áður. Við töluðum um að fara saman upp á hálendið. Sólrún kom síðast til okkar í vor. Þá var orðið ljóst að hún gekk með ólæknandi sjúkdóm. Þess var þó ekki vart hvorki í tali hennar né á annan hátt. Síðast hittum við hana fyrir rúmum mánuði á heimili henn- ar, drukkum kvöldkaffi með henni og Grétari. Hún sat í stólnum sín- um og spjallaði við okkur um dag- inn og veginn. Nú kveðjum við Sólrúnu með virðingu. Hún barst ekki mikið á í lífinu en lifði því í kærleika og af æðruleysi, sem er verðugt for- dæmi. Eftir standa góðar minning- ar og þakklæti fyrir að hafa þekkt heiðurskonuna Sólrúnu Magnús- dóttur. Ættingjum hennar og tengda- fólki sendum við innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Gerður og Marteinn. Sólrún Magnúsdóttir, formaður Kvennadeildar Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík, er látin. Með henni er genginn öflugur liðs- maður sveitarinnar og verður henni seint fullþakkað framlag hennar til starfseminnar. Það er kannski ekki von að allir geri sér grein fyrir því hve mikið starf þessi hógværa og hljóðláta kona innti af hendi. Henn- ar háttur var ekki að hafa hátt um hlutina heldur lét hún verkin tala. Hún og Grétar, eiginmaður hennar, störfuðu bæði ötullega í þessum fé- lagsskap og börn þeirra einnig. Heimili þeirra hjóna varð oftlega fyrir valinu þegar ræða þurfti ein- hver mál og margar hugmyndir fæddust þar yfir kaffibolla. Við fé- lagar Flugbjörgunarsveitarinnar viljum þakka henni fyrir fórnfúst starf í okkar þágu, hlýlegt viðmót, gestrisni og þolinmæði. Missir þeirra Grétars, Ernu, Sindra og Hörpu, foreldra Sólrúnar og systkina er mikill. Við biðjum guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Félagar FBSR. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR BÖÐVARSDÓTTIR, frá Minniborg í Grimsnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 10. september. Kveðjuathöfn fer fram frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 19. september kl. 10.30. Jarðsett verður frá Stóruborgarkirkju kl. 15 sama dag. Böðvar Stefánsson, Ingunn Stefánsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Áslaug Stefánsdóttir, Hörður Stefánsson, Sigrún Stefánsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Kristrún Stefánsdóttir, Arnheiður Helgadóttir, Guðmundur Jónsson, Einar Einarsson, Halldóra Haraldsdóttir, Halldór Einarsson, Sigurþór Sigurðsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN EVLALÍA ÞORKELSDÓTTIR, Eyjabakka 22, Reykjavík, sem lést á heimili sínu mánudaginn 11. sept- ember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 19. september, kl. 13.30. Kristján B. Samúelsson, Bergþór Kristjánsson, Valdís Gestsdóttir, Björn Kristjánsson, Sigríður Lindbergsdóttir, Kristján Lindberg Björnsson, Anna Karen Björnsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, f og vináttu við andlát og útför ástkærs okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS H. KRISTINSSONAR fyrrv. hitaveitustjóra, Stekkjarflöt 15, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflæki deildar St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Gunnar I. Birgisson, Þórarinn Sigurðsson, Kristinn H. Gunnarsson, Sigrún B. Gunnarsdóttir, Karl Á. Gunnarsson, Guðrún J. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Hafsteinn H. Gunnarsson, Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, Bjarki V. Guðnason, barnabörn og barnabamaböm. ilýhug föður Vigdís Karlsdóttir, María Sif Sveinsdóttir, Elsa Friðfinnsdóttir, Hjörleifur Ingólfsson, Guðlaug Bernódusdóttir, + Innilegar þakkirtil ykkar allra sem sýnduð okk- ur samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALTÝS GÍSLASONAR, frá Ríp, Aflagranda 40. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar B-7, Landspítala í Fossvogi. Eva Benediktsdóttir, Rósa Valtýsdóttir, Baldur Baldursson, Gísli Valtýsson, Elísabet Alla Gunnlaugsdóttir, Bára Valtýsdóttir, Ragnar Jónsson, Björg Valtýsdóttir, Kristinn Pálsson, Óskar Valtýsson, Guðbjörg Rannveig Jónsdóttir, Benedikt Valtýsson, Valdís Axfjörð, Már Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát systur okkar og mágkonu, BRYNDÍSAR ZOÉGA, fv. forstöðukonu Drafnarborgar. Áslaug Zoega, Inga Zoega, Geir Agnar Zoega, Kristín Zoega, Gunnar Zoega, Hebba Herbertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.