Morgunblaðið - 17.09.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 37 .
MINNINGAR
MARGRET
KRISTRÚN
SIGURÐARDÓTTIR
+ Margrét Krist-
rún Sigurðar-
dóttir fæddist í
ganda Mýrarhúsa-
skóla á Seltjarnar-
nesi 20. mars 1931.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 28. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Seltjarnarneskirkju
6. september.
Elsku frænka mín
og nafna, Margrét
Kristrún Sigurðardóttir, er látin og
hennar á ég eftir að sakna mikið.
Það er erfitt að sætta sig við það að
hún sé farin. Eg var skírð í höfuðið á
henni og það fannst mér alltaf sér-
stakt.
Hún var eins og amma mín.
Eg var mikið hjá Möggu frænku
þegar ég var lítil. Hún passaði mig
oft og stundum vorum við mörg hjá
henni í einu og þá var nú fjör. Mér
eru minnisstæð fyrstu skiptin er ég,
Siggi, Anna og Iða frænka fengum
að gista hjá henni. Við fórum í föt.af
Möggu og Gústa og settum á svið
ýmsa leiki, ærsluðumst saman og
komumst upp með ýmislegt. Seinna
bættist Agúst í þann hóp og síðar
Tóta og Nína. Magga var dugleg að
kenna mér allar kvöldbænirnar og
sá til þess að ég færi með þær áður
en ég færi að sofa.
Það var alltaf gaman að vera hjá
Möggu og Gústa. Við lékum okkur í
garðinum og tíndum kartöflur og
radísur með henni. Ég eignaðist
meira að segja minn eigin part af
matjurtagarðinum. Þegar líða tók að
hausti fór ég sérstakar
ferðir til að tína berin
af trjánum. Garður
Möggu og Gústa var
sannkallaður ævintýra-
garður í augum okkar
krakkanna. Þar var
andapollurinn, lautin
og steinabeðið sem svo
gaman var að leika sér
í og öll fallegu blómin
og rósarunnamir. Tíð
voru fjölskylduboðin
hjá henni og alltaf var
hún jafn myndar- og
rausnarleg. Það var
alltaf sannkölluð
nammiveisla fyrir okkur krakkana
þegar hún og Gústi náðu í nammið
sem þau höfðu keypt í útlöndum.
Ég fór líka mikið í ferðalög með
Möggu og Gústa. Við fórum saman í
veiðiferðir, sumarbústað og berja-
mó. Og stundum fléttaðist þetta allt
saman.
Við keyrðum saman út í bæ til að
sækja orma fyrir Gústa í veiðiferð-
imar, fómm í Tívolí í Hveragerði og
fleiri ferðir af ýmsu tagi. Ég og
Agúst frændi slógumst oft í för með
þeim og skemmtum okkur vel enda
vomm við bæði svo mikið hjá þeim.
Við vomm eiginlega tvær kynslóðir
af Möggum og Gústum.
Á síðustu ámm fór Magga að
missa sjónina og þurfti þá að reiða
sig meir á aðra. Ég keyrði hana oft í
erindisferðir og það var alltaf gaman
að vera með henni. Við fómm upp í
kirkjugarð að leiði Gústa og heim-
sóttum svo Emmu í blómabúðina á
eftir. Svo fór ég með henni að versla
og þá þekkti hún annan hvern mann.
Eftir að Gústi dó var Magga hjá
okkur um jól og áramót og við
skemmtum okkur vel. Næstu jól
eiga eftir að vera tómleg án hennar.
Það er erfitt að kveðja Möggu
svona fljótt, við áttum eftir að gera
svo margt saman. Við ætluðum allt-
af að fara til Parísar, ég, hún og
mamma. En við gemm það bara
þegar við hittumst aftur. Þá verður
hún búin að hvíla sig og komin með
sjónina aftur.
Ég veit að Magga er núna hjá
Gústa sínum og líður vel. Þau hafa
ömgglega nóg fyrir stafni við að
hitta ættingja og vini sem á undan
em gengnir. Ég kveð Möggu með
trega og söknuði en þó umfram allt
með þakklæti í brjósti fyrir okkar
yndislegu stundir. Blessuð sé minn-
ing Margrétar frænku minnar.
Margrét Rúna Guðmundsdóttir.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá huga þinn og þú munt sjá að
þú grætur vegna þess sem var gleði
þín“ (Spámaðurinn, Kahlil Gibran).
Það em sannarlega góðu minn-
ingamar um þig, elsku Magga
frænka, sem koma támnum fram í
augum okkar núna og ekki síður
vegna þeirra minninga sem ekki
fengu að verða. Gleði- og sorgar-
stundir innan fjölskyldunnar þar
sem vem þinnar verður sárt saknað.
í sorginni er þó gott að geta omað
sér við góðar minningar um yndis-
lega frænku. Fyrsti vetrardagur
haustið 1975 er mér í fersku minni
og verður um aldur og ævi, ekki
vegna þess að þá átti ég fjögurra ára
afmæli og amma Þurí hafði saumað
á mig síðan kjól, heldur vegna þess
að við dönsuðum saman allt kvöldið
á stofugólfinu á Tjarnarbólinu og
mér fannst það svo ofboðslega
skemmtilegt. Én þannig varstu ein-
mitt, elsku frænka, svo skemmtileg,
alltaf stutt í hláturinn og svo ofboðs-
lega hlý og góð. Minningar úr æsku
er við systkinin voram í pössun hjá
þér og Gústa á Nesbalanum og þú
varst svo óþreytandi að leika við
okkur. Leyfðir okkur að leika með
fötin þín og skartgripi og æfa okkur
+ Bárður Gunnars-
son fæddist f
Rcykjavík hinn 24.
maí 1931. Hann lést á
heimili sínu aðfara-
nótt 4. september síð-
astliðins. Foreldrar
hans voru Gunnar Ól-
afur Kristófersson
sjómaður og Jóhanna
Sæunn Sigurðardótt-
ir húsmóðir. Bræður
Bárðar voru 1) Gunn-
ar, látinn. Hann átti
fimm börn. 2) Óskar,
látinn. Hann var
barnlaus. Jóhanna
Sæunn átti fyrir hjónaband soninn
Sigurð Magnússon, látinn. Hann
átti Qögur böm. Á æskuheimili
Bárðar ólst auk þess upp bróður-
dóttir hans, Dagný Gunnarsdótt-
ir.
Bárður útskrifaðist úr Loft-
skeytaskólanum árið 1954 og
vann lengst af sem loftskeytamað-
ur á togurum Utgerðarfélags Ak-
Elsku afi minn, mig langaði að
kveðja þig með nokkrum orðum og
þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman fyrir
norðan hjá ykkur. Ég man hvað
mér fannst gaman þegar við fórum
saman í ferðalög á húsbílnum, þeg-
ar við fórum á hverjum morgni í
sund, líka alla bíltúrana um Akur-
eyiá með þér og ömmu. Ég þakka
þér einfaldlega fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og ég er þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
þér.
Þín
Eva Halldóra.
Sunnudagurinn 3. þ.m. var við-
burðaríkur dagur á Akureyri.
Veðrið eins og best verður í Eyja-
ureyringa og síðar á
skrifstofu félagsins.
Bárður kvæntist
Halldóru Guðmunds-
dóttur frá Raufar-
höfn hinn 6. septem-
ber árið 1958. Böm
þeirra em: 1) Guð-
mundur, f. 14. jan-
úar 1959, kvæntur
Steingerði Steinars-
dóttur. Börn þeirra
eru Andri, f. 4. októ-
ber 1980, og Eva
Halldóra, f. 12. jan-
úar 1988. 2) Jó-
hanna, f. 22. desem-
ber 1963. Hún giftist Kristjáni
Ásmundssyni. Þau slitu samvistir.
Þeirra sonur er Ásmundur, f. 18.
júní 1986. Sambýlismaður Jó-
hönnu er Guðni Þóroddsson og
þeirra sonur er Bjarki Þór, f. 4.
september 1996.
títför Bárðar fer fram frá Gler-
árkirkju 18. september og hefst
athöfnin klukkan 14.
firði, heiðskírt, logn og hlýindi.
Þennan dag skírði Anna Kristjáns-
dóttir, ekkja Vilhelms Þorsteins-
sonar, framkvæmdastjóra UA,
Samherjaskipið Vilhelm Þorsteins-
son EA 11. í tilefni þessa var
mörgum boðið að vera viðstaddir,
þar á meðal Bárði Gunnarssyni,
loftskeytamanni.
Bárður, sem var uppalinn Hafn-
firðingur, átti ættir sínar í Skafta-
fells- og Barðastrandasýslum,
fluttist til Akureyrar árið 1956, er
hann gerðist loftskeytamaður á
b.v. Svalbak EA 2.
Frá því ári og fram til dánar-
dægurs hans stóðu okkar kynni.
Hann var ákaflega fjölhæfur mað-
ur, vélstjóri á yngri árum og mús-
íkant, loftskeytamaður 1954-1972,
radíóamator í mörg ár, skrifstofu-
maður 1972-1997, kennari við sjó-
mannadeildina á Dalvík um tíma,
eldhugi um mörg mál, eins og
íþróttir, veiðiskap og fleira. Hann
var einstaklega bóngóður maður. í
huga mínum er þó efstur heiðar-
leiki hans, ég hef vart kynnst heið-
virðari manni um mína daga.
Ég vil með þessum fáu orðum
minnast þessa góða drengs og sam-
starfsmanni um árabil og þakka
samfylgdina.
Ég bið þann er öllu ræður að
blessa ekkju hans, Halldóm Guð-
mundsdóttur, börnin Guðmund og
Jóhönnu og fjölskyldur þeirra.
Jón E. Aspar.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Formáli
minning-
argreina
ÆSKILEGT er að minning-
argreinum fylgi á sérblaði
upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, er
fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systk-
ini, maka og börn, skólagöngu
og störf og loks hvaðan útför
hans fer fram. Ætlast er til
að þessar upplýsingar komi
aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
greinunum sjálfum.
BÁRÐUR
GUNNARSSON
að ganga á háhæluðu skónum þín-
um. Inni í geymslu var svo allt
nammið sem Gústi kom með af sjón-
um, útlenskt nammi sem við höfðum
aldrei séð áður, að ógleymdum koj-
ak-sleikibrjóstsykrinum. I garðinum
ykkar sem þú varst svo dugleg að
vinna í ræktaðir þú m.a. radísurnar
góðu sem við fengum aldrei nóg af.
Þið ferðuðust mikið saman, þið
Gústi, og ég man hvað það var gam-
an að fá ykkur aftur heim. Öll fjöl-
skyldan fór út á flugvöll að sækja
ykkur og það þurfti að skipta ykkur
niður í bílana. Svo hittumst við öll
heima hjá ykkur á Nesbalanum og
gerðum okkur glaðan dag. Jólin
1996 dó Gústi. Hann hafði verið
hjartveikur í mörg ár og oft orðið al-
varlega veikur en alltaf náð sér aftur
og án efa hefur umhyggja þín og
natni átt stóran þátt í bata hans. Lát
Gústa hafði mikil áhrif á þig og þú
sem aldrei hafðir kennt þér meins
öll þessi ár varst allt í einu orðin
veik. Fyrst var það sjónin sem tók
stóran skerf af sjálfstæði þínu. Verst
þótti þér að eiga á hættu að ganga
fram hjá einhverjum sem þú þekktir
án þess að heilsa enda hafðir þú alla
tíð verið mjög félagslynd, áttir
marga vini og kunningja. Það var
svo gaman að fara með þér í bæinn,
þú þekktir alltaf svo marga og alltaf
enduðu ferðirnar á kaffihúsi þar sem
við nutum góðra veitinga. Svo var
það krabbameinið sem fyrst var svo
lítið að nútímalæknavísindi virtust
auðveldlega geta ráðið við það en c
var síðan allt í einu orðið óviðráðan-
legt. Lyfjameðferðin var þér erfið
en þú gast samt séð spaugilegar
hliðar á tilvemnni jafnvel þá, eins og
þegar þú fékkst Dúddu frænku til að
bmna með þér á Bæjarins bestu til
þess að fá þér eina með öllu þegar
matarlystin kom aftur.
Það var svo miðvikudaginn 9.
ágúst að þú varst lögð inn á spítal-
ann.
I heimsóknum til þín á spítalann
vildir þú ræða allt annað en veikindi
þín og það var, þrátt fyrir erfiðar
stundir, alltaf gott að koma til þín.
Þú lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 28. ágúst. Ferðir okkar
saman í kirkjugarðinn að leiðum
Gústa, Grétars, Rutar, Einars og
ömmu og afa verða ekki fleiri. Næst
verður farin ferð til að huga að þínu
leiði.
Það er huggun harmi gegn að nú
emð þið Gústi saman á ný og allir
ástvinir þínir sem á undan þér fóm.
Elsku frænka, takk fyrir allt. Þín er
sárt saknað.
Þín
Anna.
HELGI
STEINSSON
+ Helgi Steinsson fæddist í
Reykjavík 27. desember 1928.
Hann lést á heimili si'nu 4. ágúst
síðastliðinn og fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju 11. ágúst.
I minningu Helga Steinsson sem
var vinur minn og fyrsti lærifaðir
þegar ég byrjaði sem háseti um borð
í skipi hjá Eimskipafélaginu, vil ég
þakka honum góð kynni og votta
aðstandendum hans fyllsu samúð
með virðingu fyrir hinum látna.
Dvelur í draumsins muna sölum
djúpt inn í hafs og himnadölum
Drottinn lát þér ganga vel,
skemmtan var á skipsins Qölum
skammdegi og sólskins þel.
Gunnar Ó. Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður. afa og langafa,
ÓLAFS S. ÓLAFSSONAR
rennismiðs,
Álfheimum 29,
Reykjavík.
Sóley Tómasdóttir,
Jakob H. Ólafsson, Steinunn Theódórsdóttir,
Jón V. Ólafsson, Kristín Elva Bragadóttir,
Jóhannes Ó. Ólafsson, Ingveldur Pálsdóttir,
Borgar V. Ólafsson, Hildur Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för okkar ástkæru,
LOVÍSU MARGRÉTAR ÞORVALDSDÓTTUR,
Snorrabraut 56,
Reykjavík.
Einar Páll Stefánsson, Guðfinna Ingólfsdóttir,
Sólveig Stefánsdóttir, Snorri Loftsson,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Jón Kárason,
Davíð Stefánsson, Inger Stefánsson
og fjölskyldur.
t
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við fráfall
og útför ástkærrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU AÐALSTEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
C-gangi Hlíðar fyrir alúðlega umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Magnús Aðalbjörnsson, Ragna Magnúsdóttir,
Svana Aðalbjörnsdóttir, Páll Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
j
I