Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA STEINUNN ÁSLA UGSDÓTTIR + Anna Steinunn Áslaugsdóltir fæddist í Hrísey 1. júlí 1962. Hún iést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. september siðastlið- inn og fór útfór hennar fram frá Hríseyjarkirkju 12. september. Nú er Anna Steinunn æskuvinkona mín dáin, 38 ára gömul í blóma lífsins. Þegar við vorum litlar stelpur sátum við á bryggjusporðinum í Hrísey og veiddum marhnúta.Við vorum að spá í framtíðina, ákváðum þá að flytja aldrei úr eyjunni okkar, stofna út- gerð eins og pabbar okkar, kannski eignast böm, enga karla og vera allt- af vinkonur. Við vorum búnar að planleggja fram til ársins 2000 en eft- ir það skyldum við fara að hægja á okkur því þá yrðum við orðnar 38 ára gamlar kerlingar. Þetta atvik minnt- umst við oft á nú í seinni tíð og hlóg- um að því hvað við vorum vitlausar, lífið væri nú rétt að byrja. En nú er ljós sú sára staðreynd að Önnu var ekki ætlaður lengri tími. Við vomm svo lánsamar að alast upp í Hrísey, áttum yndislega æsku fulla af gleði og athafnarþrá okkar mikil. Níu ára gamlar réðum við okk- ur í vinnu við að frysta kola án þess að fá sérstakt leyfi hjá foreldrum okkar. Þetta var erfiðisvinna fyrir okkur svo ungar og endaði þannig að Anna gubbaði yfir fiskinn og verk- stjórinn kom og sagði okkur að koma aftur þegar við væmm eldri.Við mættum aftur árið eftir. Anna ólst upp í stómm systkina- hópi, var í miðjunni og átti bróður á sama ári og bróðir minn. Á Sólbakka, heimili þeirra vom á neðri hæðinni innréttingar úr gömlu pöntunarfé- lagi og lékum við okkur þar krakk- amir í búðarleik og oft vom settar upp heilu leiksýningarnar sem við Ánna vomm yfirleitt höfundar að. Við voram alltaf fúlar yfir því eftir að við fórum í skóla hve lítið leikhæfi- leikar okkar fengu að njóta sín,en við fengum bara að vera tjalda- eða ljósameistarar. Okkur kom saman um að fólk vissi ekki af hverju það missti að sjá okkur ekki á ijölunum. Einmitt þess vegna settum við upp þessar sýningar í pönt- unarfélaginu, með okk- ar húmor og okkar glensi sem bræður okk- ar tóku þátt í. Þrátt fyr- ir allan hávaðann sem óneitanlega íylgir stór- um bamahópi haggað- ist húsmóðirin Ragna aldrei þótt allt væri komið í rúst, kallaði bara á allan krakka- skarann upp á efrihæð í mjólk og bakkelsi. Ás- laugur og bömin hans urðu fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu að missa Rögnu árið 1985, en þá tók Anna við heimilinu sem hún stýrði af miklum myndarskap. Anna hafði mikið yndi af því að ferðast og fómm við íyrstu utan- landsferðina okkar saman til Ítalíu árið 81 þá 19 ára gamlar, og þóttumst þá aldeilis heimsvanar.Við ferðuð- umst þá víða um Italíu, urðum stór- hrifnar og ákveðnar í að fara fljót- lega aftur. Þremur ámm seinna fóram við aftur þá með bræðmm okkar og vini. Það var ógleymanlegt ferðalag. Anna ferðaðist til Ástralíu og Nýja-Sjálands með Jóa bróður sín- um, hún fór til Ameríku ofl. landa og alltaf var jafngaman að hlusta á ferðasögumar því Anna sagði svo skemmtilega frá. Síðustu ferðina fór hún í nóvember sl. og hafði ákveðið að fara aftur á þessu ári. í lok maí sl. greindist Anna með krabbamein og hófst þá erfið barátta sem hún tókst á við af miklu æðm- leysi og hetjuskap. Bjartsýnin ofar öllu og allan tímann var hún að hug- hreysta okkur hin, þessu ætlaði hún sér að sigrast á. Hjúkmnarfólk sem annaðist hana talar um hve sérstök hún hefði verið, gleðin og þakklætið sem hún gaf frá sér. Þannig var Anna. Ég á mikinn fjársjóð fallegra minninga um góða vinkonu sem ég gat alltaf leitað til í gleði og í sorg.Við þurftum ekki að tala til að skilja hvor aðra. Ég þakka íyrir að hafa átt stund með henni daginn áður en hún dó, að fá að halda í hendina hennar og kveðja hana. Það var heilög stund. Elsku Ásrún Ýr, Áslaugur og Heimir, Vallý, Inga, Jói, Baddi, og fjölskyldur, ég og fjölskylda mín biðjum Guð að blessa ykkur og LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjánm um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. S oerrir Einarsson útfararstjóri, ími 896 8242 lllp^iÍW Frcderiksen itfararstjóri, w/tmi 895 9199 Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is styrkja í þessari miklu sorg. Litli fjögurra ára sonur minn segir að nú sé Anna orðin engill, búin að fá vængina sína og nú líði henni vel. Ég trúi því að við hittumst aftur og þá ferðumst við saman á ný eins og við vomm búnar að ætla okkur. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann meðharmiogótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertirmigogkvelur, en þegar þig hlæið og syngið meðglöðumhug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Hvíl í friði elsku Anna. Þú átt alltaf þinn stað í hj arta mínu. Þín vinkona að eilífu, Alda Lovísa. Kæra frænka mín, mig langar til að kveðja þig með nokkmm orðum. Er ég hitti þig fór ég glaðari í burtu, það var svo hressandi að spjalla við þig. Aldrei gleymi ég því þegar ég var nýbúin að eiga Petm og þú komst í heimsókn til að líta á stelpuna. Þeg- ar þú varst farin fann ég fullan halda- poka af bamafötum, ég hljóp á eftir þér með pokann, en þú sagðir að ég ætti þetta. Þetta vom föt sem þú hafðir saumað í skólanum. Þetta em minningar um góðmennsku þína og glaðværð sem streyma um hugann núna. Ég dáðist að baráttu þinni og ákveðni þinni þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið, þá varstu orðin mikið veik. Ég hafði orð á því heima hvern- ig þetta væri hægt, þú sýndir svo mikið æðruleysi. Margir eiga um sárt að binda núna, ekki síst dóttir þín unga sem þú varst svo hreykin af og gaman var að heyra þig tala um hana. Megi góður guð styrkja alla ástvini þína. Ég veit að mamma þín hefur tekið þig í faðm sinn núna. Hvíl í friði, elsku vina, og hafðu þökk fyrir allt. Þín frænka, Ágústína. Kæra Anna. Að kvöldi 31. maí sl. frétti ég að þú hefðir greinst með krabbamein. Sjálfur var ég að koma heim eftir sjö vikna spítalavist og gleðin sem hjá mér ríkti þetta kvöld yfir því að vera loks kominn heim hvarf í einu vetfangi. Við voram ætíð góðir kunningjar því mikill samgang- ur var á milli fjölskyldna okkar alla okkar tíð, ekki síst þegar við bjugg- um öll í Hrísey. Ferðalögin með fjöl- skyldum okkar í gamla daga em ógleymanleg, og atvik úr þeim, og einnig úr leiksýningunum sem fram fóra í kjallaranum heima hjá þér. Þetta rifjuðum við oft upp þegar við hittumst. Ítalíuferðin sem við fóram um árið með systkinum okkar og vini var toppurinn á öllu saman, og frá- bær skemmtun, þar sem þú og systir mín vomð fararstjóramir og höfðuð eftirlit með okkur strákunum. Það var líka gott að hafa þig með í Dubl- inarferðinni, því skemmtilegri ferða- félagi er vandfundinn. Þú hafðir mik- ið yndi af ferðalögum og hef ég ekki tölu á fjölda þeirra landa sem þú hef- ur komið til. Elsku Anna, síðast þegar við hitt- umst, aðeins þrem dögum fyrir and- lát þitt, kvaddi ég þig og bað þig um að láta þér batna og þú sagðir já, nú veit ég að þú hefur staðið við það. Og alveg er ég viss um að hún mamma þín hefur tekið vel á móti þér eftir rúmlega fimmtán ára aðskilnað. Minninguna um þig mun ég ætíð geyma. Elsku Ásrún, Ási, Vallý, Inga, Jói, Baddi, Heimir og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur og bið Guð um að styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Ingimar Tryggvason. Mánudaginn 4. september byrjaði skólinn fyrir alvöm og við voram glöð og spennt. Veðrið var gott um morguninn en þegar líða tók á dag- inn þykknaði upp. Seinni partinn sá- um við að flaggað var í hálfa stöng fyrir utan heimili Önnu Steinunnar. Þá vissum við að Anna Steinunn væri dáin. Nú fór að rigna og himinninn grét, það gerðum við líka. Anna Steinunn kenndi okkur á síð- asta skólaári. Hún var mjög góður kennari því að hún var skemmtileg og fyndin. Ef við ekki skildum út- skýrði hún bara fimmtíu sinnum eða þangað til við náðum þessu. Á morgnana þegar hún mætti var hún í góðu skapi og þá urðum við hress og kát. Við vitum núna að Anna Stein- unn fann mikið til en aldrei urðum við vör við það því að hún var alltaf svo hraustleg og glöð. Þess vegna héldum við að hún væri ekki alvar- lega veik og að hún kæmi til með að ná sér. Við vonuðum og héldum að hún kæmi aftur í skólann, fyrst sem forfallakennari og síðan í fulla kennslu. Nú er aftur komið haust og allt er að falla í dvala og deyja í náttúmnni í kringum okkur. En við eigum góðar GUÐRÚN BJÖRK GÍSLADÓTTIR + Guðrún Björk Gísladóttir fædd- ist í Reykjavík 22. apríl 1983. Hún lést af slysförum 10. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 16. ágúst. Elsku Guðrún Björk mín, það er svo sárt að missa þig og að vita að ég fái aldrei að sjá þig nema í draumum mín- um og á myndum. Mér finnst eins og hluti af mér sé dáinn því við emm tvíbura- systur, bestu vinkonur og bestu syst- ur. Við áttum allt saman og gerðum allt saman. Ég er búin að vera að skoða myndir frá því að við vomm litlar og á hverri einustu mynd þá voram við saman. Við höfum líka alltaf verið saman, þú hjálpaðir mér þegar eitthvað var að hjá mér og ég hjálpaði þér þegar eitthvað var að hjá þér. Ég veit eiginlega ekki hvern ég á að tala við núna og leita ráða hjá en eins og þú veist eigum við þrjár yndislegar systur og góða foreldra sem ég get talað við og góða vini en það er bara þannig að við skiljum hvor aðra svo vel. Manstu eftir ljóð- inu sem ég skrifaði í dagbókina þína þann 24. febrúar 2000, það er ljóðið okkar sem við tvær eigum. Ég mun aldrei gleyma þér elsku tvíburasystir mín og ég mun varðveita vel allar þær minningar um þig í hjarta mínu. Guð geymi þig. Égveitaðþúerthér ogþúveistaðaldreiég fer. Einhvemtímaferðþú, einhvemtímaferég, enviðvitumbáðar aðávalltemmviðhér. (Anna Dögg Gísladóttir.) Hér em Ijóð sem Guðrún Björk samdi og em þau tileinkuð öllum vin- um okkar. Ekki ganga á undan mér kannski fylgi ég þér ekld. Ekkigangaáeftirmér kannski fer ég ekki á undan. Gakktu við hlið mér og vertu bara vinur minn. Vinur heyrir sönginn í hjarta mér og syngurhann fyrir mig, þegar ég man hann ekki lengur. (G.B.G.) Þín tvíburasystir, Anna Dögg Gísladóttir. minningar um sumarið sem mun lifa með okkur. Eins er með Önnu Stein- unni, minningin um hana mun lifa með okkur og veita okkur gleði og styrk. Það verður gott að hugsa til hennar og minnast allra góðu stund- anna með henni. Það sem áður var gleði okkar veldur okkur nú sorg. En sársaukinn á eftir að breytast í sökn- uð og góðar minningar. Elsku Ásrún Yr, við þekktum mömmu þína vel og vitum að þú hef- ur misst mikið. Við stöndum við hlið- ina á þér og tökum þátt í sorginni. Við eram alltaf tilbúin að taka utan um þig þegar þú þarft á þvi að halda. Við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum alla góða engla að vaka yf- ir ykkur og veita ykkur styrk. Kær kveðja, Nemendur í 6., 7., 8. og 9. bekk Grunnskólans í Hrísey. Elsku Anna okkar. Aldrei hafði okkur dottið í hug að þú sem komst öllum til þess að hlæja yrðir fyrst úr vinkonuhópnum til þess að yfirgefa okkur. En svona er lífið, það er óútreiknanlegt. Margs er að minnast frá því Ella og Anna vom samferða í skólann í gamla daga. Skólinn var þá í gamla skólahúsinu, sem síðar varð ráðhús Hríseyinga. Leiðin var löng fyrir litl- ar sex ára stúlkur. Þá var mikið spjallað og hlegið, en ennþá meira á leiðinni heim úr skólanum. Öll kvöld- in sem þú og Alda gistuð heima í kjallaranum hjá Ellu í „Pressó" vom ógleymanleg. Þá var alltaf fjör langt fram á nótt og við sofnuðum með strengi í maganum af hlátri. Einn kaldan vetrardag í mars þeg- ar snjór var yfir öllu og svell á tjörn- inni fyrir neðan húsið hjá Oddu og Garðari ákváðu Ella og Anna að fara saman í héraðsskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Á Laugum fylgdust Ella og Anna að í þrjú ár og þú Anna sást um að stækka vinahópinn með smitandi hlátri þínum og kímnigáfu. Hvar sem þú varst hvort sem það var í Bláu-deildinni, Fjósinu, í sundlaug- inn eða í Þróttó, alls staðar gast þú komið af stað fjöri og gleði hjá okkur hinum. Þú varst dugleg að læra, góð í sundi og tókst þátt í öllum íþrótta- greinum. Margar keppnisferðir vom farnar í sundi þar sem þú áttir ríkan þátt í sigri Laugaliðsins. Margar ógleymanlegar minningar eigum við um þig. Manstu þegar þú varst nýkomin upp í gömlu kojuna á Fjalli og það skipti engum togum, kojan hrandi ofan á Þórkötlu. Hver man ekki eftir hundakexi og mjólk og þegar Anna fékk allt í einu hláturskast og allir í borðsalnum spmngu og aumingja Þura og Hoffy höfðu nóg að þrífa það sem eftir var kvöldsins. Eða þá í stærðfræði hjá Sigga Viðari þegar hætta varð kennslu vegna hlátraskalla. I júní þegar við fréttum að þú vær- ir orðin lasin gátum við ekki trúað okkar eigin eymrn. Hvemig gat það verið. Þú sem varst hrókur alls fagn- aðar eins og áður þegar Lauganem- endur hittust á Laugum til þess rifja upp minningar frá því 20 árum áður. Una Mæja fékk að vera samferða þér til Akureyrar eftir gleðskapinn og þú dreifst hana með þér á mynd- listarsýningu þar sem dóttir þín Ás- rún Ýr sýndi myndir sem hún hafði svo listilega gert. Ásrún Ýr var auga- steinninn þinn og síðastliðinn vetur höfðuð þið sama vinnustað þar sem þú tókst að þér kennslu sem leiðbein- andi í barnaskólanum í Hrísey. Þú varst vinsæl og naust þess að um- gangast bömin. Allan tímann þar til yfir lauk leyndi sér ekki hvað þú hafðir mildnn baráttuvilja og mildð keppnisskap. Elsku Anna, við sitjum hér saman með appelsín, hraun og buff og rifj- um upp gamlar minningar. Við emm ríkari af því að hafa þekkt þig og vilj- um þakka þér fyrir öll árin sem við höfum haldið sambandi. Þegar við hittumst aftur munum við öragglega hlæja mikið og rifja upp gamlar góð- ar stundir. Elsku Anna okkar, þang- að til munt þú alltaf eiga stað í huga okkar. Elsku Ásrún Ýr, Áslaugur, systk- ini og fjölskyldur. Guð varðveiti ykk- ur á erfiðum tímum. Elín Kára og Una María.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.