Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 39
MINNINGAR
GUÐMUNDUR R.
BJARNLEIFSSON
+ Guðmundur
Rúnar Bjarn-
leifsson fæddist í
Reykjavík 28. maí
1945. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 6. septem-
ber siðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Bústaðakirkju
14. september.
Góður félagi er fall-
inn frá. Félagi okkar
Guðmundur Rúnar
Bjarnleifsson var
hægur maður, yfir-
vegaður og viðræðugóður. Hann
var mikill áhugamaður um pólitík
og fylgdist vel með í þeim efnum
og fórnfús er til hans var leitað.
Guðmundur starfaði frá unga al-
dri innan verkalýðshreyfingarinn-
ar og Alþýðubandalagsins. Hann
sat m.a annars í miðstjórn flokks-
ins. Hann var maður sátta og vildi
leggja mikið á sig og aðra í sátta-
umleitunum innan flokksins.
Hann var einlægur sameiningar-
sinni og einn af stofnfélögum bæði
Birtingar og Framsýnar, félaga
sameiningarsinna og frjálslyndra
alþýðubandalagsmanna. Hann átti
sér þann draum að sjá stóran flokk
félagshyggjufólks verða til. Flokk
sem gæti veitt Sjálfstæðisflokkn-
um aðhald og verið launafólki á ísl-
andi skjól í köldum heimi frjáls-
hyggjunnar. Guðmundur sá hluta
þess draums rætast með þátttöku í
stofnfundi Samfylkingarinnar í maí
sl. Með Guðmundi er genginn góð-
ur félagi sem naut traust félaga
sinna. Um leið og við félagar hans
á langri pólitískri vegferð sendum
fjölskyldu hans okkar dýpstu sam-
úðarkveðju, þökkum við samfylgd-
ina og minnumst með hlýju þeirra
tíma sem Guðmundur gaf í barátt-
unni fyrir sameiningu jafnaðar-
manna og félagshyggjufólks.
Hafðu þökk fyrir.
Arthur Morthens,
Bryndís Hlöðvers-
dóttir, Gísli Gunn-
arsson, Helgi
Hjörvar, Kristinn
Karlsson og Krist-
ján Valdimarsson.
Það var með ótrú-
legri reisn sem vinur
okkar, Guðmundur
Rúnar Bjamleifsson,
tilkynnti okkur að
hann yrði ekki gamal-
menni og að hann
væri að undirbúa brotthvarf sitt.
Fyrirvarinn sem gefinn var taldist
aðeins í mánuðum.
Sjúkdómurinn sem á hann herj-
aði var illvígur og Guðmundi var
það greinilega efst í huga að hafa
sitt á hreinu þegar kallið kæmi.
Fyrir fjölskyldu að takast á við svo
óskaplega ótímabært fráfall er eitt
og sér nógu erfitt. Guðmundi
kynntumst við fyrst fyrir tíu árum.
Hann var ávallt mikill aufúsugest-
ur, hreinskiptinn og glaðvær en um
leið kurteis og traustur. Hann kom
gjarnan í morgunkaffi og hjálpaði
sér alltaf sjálfur. Guðmundur
studdi knattspyrnufélagið Fram og
R-listann og var hlýtt til gömlu So-
vétríkjanna, sem hann kunni góð
skil á, auk þess að kunna nokkuð í
rússneskri tungu. Guðmundur var
fastur á meiningunni og það var
gaman að rökræða við hann hin
ólíku málefni, alls ekki alltaf sam-
mála, en alltaf var kvaðst í góðum
vinskap. Við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til allra ætt-
ingja og vina sem nú finna til mik-
ils saknaðar. Um leið þökkum við
fyrir hin ánægjulegu og mannbæt-
andi kynni. Minningin um góðan
dreng mun lifa og vissan um end-
urfundi hjálpar á erfiðum stundum.
Halldór og Esther.
GUÐRUN HAFDIS
ÁGÚSTSDÓTTIR
+ Guðrún Ilafdís
Ágústsdóttir
fæddist á Siglufirði
7. maí 1915. Hún lést
á Heilsugæslustofn-
un Sigluljarðar 28.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Siglufjarð-
arkirkju 9. septem-
ber.
„Ýmist ber menn
áfram eða aftur á bak;
ýmist er heitt eða
kalt; styrkur og veik-
leiki skiptast á; ham-
ingjan veltur á endum.“ Þannig
mælti hinn kínverski spekingur
Lao-tse.
Ég held að lífsgangan hennar
Gunnu frænku hafi verið í líkingu
við þetta. Gunna lést á Heilbrigð-
isstofnun Siglufjarðar í ágúst sl.
Hún hélt sinni reisn til hinsta dags
eins og hún svo oft hafði óskað sér.
Hún var dóttir Steinþóru Barða-
dóttur og Ágústs E. Sæby, sem
ávallt áttu heimili á Siglufirði.
Gunna var þríðja í röð fimm systk-
ina og kært var með þeim. I æsk-
uminningunni heyri ég jafnan föð-
ur minn segja „hún Gunna systir".
Samgangur og samheldni var mik-
ill milli heimilanna. Gunna var
söngelsk, söng í kirkjukór Siglu-
fjarðar um árabil og spilaði á orgel
á sínum yngri árum. Eiginmaður
Gunnu var Stefán Þórarinsson sem
er látinn. Þau eignuðust fjögur
börn, Sigríði, Sjöfn, Ágúst og And-
rés. Sigríður lést á besta aldri frá
eiginmanni og þremur börnum og
var sárt saknað. Heimili Gunnu og
Stebba var lengst af við Vallargötu
1.
Hún Gunna var stórbrotin pers-
BERTHA
KARLSDÓTTIR
+ Bertha Karls-
dóttir fæddist í
Reykjavík 16. maí
1921. Hún Iést á
heimili sínu 5. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fella- og
Hólakirkju 15. sept-
ember.
Elsku besta amma
mín, þá ertu farin frá
okkur.
Þrátt fyrir að ævi
þín hafi spannað 79 ár
erum við sem eftir lifum harmi
slegin yfir sviplegu andláti þínu.
Þannig höfðum við það á orði eftir
síðustu heimsóknina til þín að þú
ættir mörg ár eftir meðal okkar.
Svo hress og kát varstu. Ekki ór-
aði okkur fyrir að lífsvagninn þinn
væri kominn á leiðarenda. Lífið er
hverfult og í hugum okkar hrann-
ast upp minningar og söknuður.
Minningar úr bernsku minni og
frá unglisárunum, er ég heimsótti
ykkur afa Magnús og eftir að afi
dó, þig eina í Suðurhóla, skjóta
upp kollinum. Af hversu miklum
hlýhug þú ávallt tókst mér fæ ég
aldrei gleymt. Við töluðum um allt
milli himins og jarðar og er mér
minnisstæð frásagnarhæfni þín og
hversu vel þú glæddir frásagnir
þess tíma er þú sem ung kona ólst
upp í hinni ört vaxandi Reykjavík.
Lýsingar þínar á íþróttaviðburðum
á Melavellinum gamla standa þar
upp úr. Einnig sá ég Laugaveginn
í nýju ljósi eftir að hafa ekið með
þig niður hann. Ekki má gleyma
jólaboðunum er þú hélst ár hvert
óna, var hrein og bein
og sagði skoðanir sín-
ar umbúðalaust. Hún
kunni m.a. þá list, að
hvetja nærstadda til
góðra hluta. Mér er í
minni sá tími þegar
ég var í Gagnfræða-
skóla Siglufjarðar og
kom til hennar í kaffi.
Þar beið dúkað borð,
allar mögulegar kræs-
ingar og ekki hvað
síst öll hvatningarorð-
in hennar, hún jós lát-
laust úr viskubrunnin-
um. Glaðværð og
snyrtimennska einkenndi heimilið
í Vallargötunni. Flest sem mann-
inn snertir bar þar á góma og urðu
umræðurnar oft fjörugar því ekki
var gefið að allir hefðu sömu skoð-
anir á hlutunum. Ég held að
Gunna hafi átt hamingjuríka ævi.
Hennar gæfa var eiginmaðurinn,
börnin og afkomendur þeirra sem
umvöfðu hana alla tíð. Hún sáði
vel og uppskar ríkulega.
Á kveðjustund er ég þakklát
fyrir stundirnar er ég átti með
Gunnu sem barn og unglingur og
geng ríkari af þeim fundum.
Ég votta börnum hennar og öll-
um öðrum ættingjum samúð mína.
Auður Vilhelmsdóttir.
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
ADALSTRÆTI 4B • 101 RKYKJAVÍK
Ditvíð Iitgei' Olafur
Otfítrimtj. I Itfiirimtj. I 'tfnrnrstj.
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
1899
O ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúið og séð um útfarir
fyrir landsmenn í 10 ár.
Sími 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@utfarir.is
EHE
með miklum myndar-
brag og hversu mikla
áherslu þú lagðir á að
allir mættu, ekki til
þess eins að njóta
veitinga, heldur til að
ættingjarnir mættu
eiga stund saman.
Við áttum vel sam-
an þú og ég elsku
amma mín. Ég kunni
einstaklega vel að
meta það jafnaðargeð
er þú sýndir mér og
ávallt var stutt í hlát-
urinn þótt lífið hafi
ekki alltaf verið dans
á rósum. Þú fylgdist einstaklega
vel með öllu sem var í kringum þig,
hvort heldur þjóðfélagsumræðunni
sem fólkinu þínu. Fluttir þú mér
fréttir af frændfólki mínu, einkum
honum Magga litla sem þér fannst
líkjast mér að mörgu leyti.
Þú varst stórglæsileg kona,
hvernig þú barst þig að er þú mát-
aðir fyrir mig og Helen kjólinn, £
kápuna og húfuna færðu okkur
sannindi þess. Ekki komstu heldur
til dyra án þess að vera vel tilhöfð.
Sem vott um smekkvísi þína varstu
að íhuga að fá þér nýja dragt fyrir
áttræðisafmælið. Þú hefðir litið
glæsilega út í henni.
Elsku amma mín, við söknum
þín mikið. Nú er komið að leiðar-
enda en minningin um þig mun lifa
í hjörtum okkar um aldur og ævi.
Og dagurinn leið í djúpið vestur,
og Dauðinn kom inn tÖ þín.
Þú lokaðir augunum - andartak
sem ofbirta glepti þér sýn.
Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra,
sem bíða í myrkrinu og þrá
daginn - og sólina allt í einu
í austrinu rísa sji
(Tómas Guðm.)
Anton Björn Markússon
og fjölskylda.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur f veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfúndar em beðnir að hafa
skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓN SIGURGEIRSSON
frá Helluvaði,
sem lést mánudaginn 11. september, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
19. september kl. 13.30.
Ragnhildur Jónsdóttir,
Jón Gauti Jónsson, Helga Pálína Brynjólfsdóttir,
Geirfinnur Jónsson, Hlíf Sigurjónsdóttir,
Sólveig Anna Jónsdóttir, Edward Frederiksen,
Herdís Jónsdóttir, Steef van Oosterhout
og barnabörn.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
Blómastofa
Friðfinns,
V*" ik' Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Rúnar Gcirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri_________________útfararstjóri
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
^ sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
t
f
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.