Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 50

Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 50
50 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Hvenær var fyrst skrifað á íslenzku ? Ritlistin var í öndverðu erlendur lær- dómur, segir Stefán Friðbjarnarson, en Islendingar hófu að skrifa á móðurmáli sínu nálægt aldamótum 1100. * SÖGU Islands, Þjóðhátíðar- útgáfu (1975), segir Jónas Kristjánsson, prófessor og fv. forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar: vEins og fyrr er að vikið hófu Islendingar að skrifa á móðurmáli sínu ná- lægt aldamótunum 1100. Sjálf ritlistin var í öndverðu erlendur lærdómur, og hún var hjálpar- tæki kristinnar trúar. Frömuður íslenzku kirkjunnar, biskupar og aðrir lærðir menn, höfðu numið utanlands og fluttu með sér út hingað erlendar menntir, að nokkru leyti geymd- ar í skrifuðum bók- um.“ Jónas Kristjáns- j son skiptir sögu ís- j lenzkra bókmennta í nokkur skeið. Fyrst er skeið hinna j óskráðu bókmennta, aðallega í bundnu máli, sem nær frá landnámi fram um 1100. A þessu skeiði í vóru bókmenntir ekki skráðar að neinu ráði. Einstaka vísupartar höggnir á rúnasteina. Með kristnum sið bárust hingað latínubækur. I kjölfarið, eða um 1100, fara íslendingar að rita á móðurmáli sínu, einkum fræðirit til hagnýtra þarfa (Reyk- holtsannáls, að hluta skrifaður um 1185, er elzta skjal sem varð- veizt hefur, skráð á íslenzku). Það er annað bókmenntaskeið þjóðarinnar og nær yfír 12. öld- ina, lærdómsöldina. Á síðari hluta 12. aldar og í upphafí hinn- ar 13. hefst þriðja bókmennta- skeiðið. Þá er farið að skrifa sög- ur, Islendingasögur, frásagnir af mönnum og atburðum vítt og breitt um landið sem og erlendis. Helzta uppspretta sagnanna vóru munnmæli, fróðleikur, sem kyn- slóð skilaði kynslóð í frásögn. Fjórða bókmenntaskeið miðalda hefst síðan upp úr miðri þrett- ándu öld með erlendum áhrifum, m.a. frá svokölluðum riddarabók- menntum. Boðun kristni og kirkjustarf krafðist bóka og lærdóms. Marg- ir brautryðjendur kristninnar leituðu lærdóms erlendis. ísleifur Gizurarson biskup nam í Þýzka- landi. Sonur hans Gizur biskup ísleifsson sömuleiðis. Þorlákur biskup helgi nam bæði í Frakk- landi og Englandi. Páll biskup Jónsson stundaði og nám í Eng- landi. Þessir og fleiri kirkjunnar menn fluttu með sér út hingað bækur og lærdóm, sem tengist beint og óbeint því að íslendingar hófu að skrifa á eigin máli. Jónas Kristjánsson segir í tilvitnaðri bók: „íslendingar hafa snemma verið hvorttveggja í senn, miklir aðdráttarmenn um bækur og sjálfir miklir bókagerðarmenn... Án mikils kosts erlendra bóka hefðu íslendingar ekki getað sinnt svo mörgum greinum al- þjóðlegra fræða, ekki umsteypt og frumskapað lærdómsfull bók- menntaverk sem eru merkileg í sjálfum sér og bera í sér sáðkorn til þeirra frumlegu íslenzku bók- mennta sem á eftir komu.“ Hvar stóðu svo rætur íslenzkra bókmennta? Jónas Kristjánsson segir: „Ef spurt er hvar þessi bókmenntastarfsemi hafi farið fram, beinist hugurinn fyrst að biskupssetrunum Skálholti og Hólum, og einnig að tilteknum kirkjustöðum sem vitað er að voru miðstöðvar lærdóms og fræðslu, svo sem Odda og Hauka- dal.“ Klaustrin vóru og mikil bók- mennta- og lærdómssetur. Ekki sízt Benediktsklaustrin að Munkaþverá í Eyjafirði, Þingeyr- um í Húnaþingi og Yiðeyjar- klaustur. Það var þó ekki Bene- diktsregla sem mestan svip setti á íslenzkt klausturlíf 12. og 13. aldar, heldur Ágústínusarregla, sem var prestaregla. Meðal Ágústínusarklaustra vóru Helga- fellsklaustur og Þykkvabæjar- klaustur, en þar dvöldu m.a. Þor- lákur Þórhallsson, síðar biskup, Brandur Jónsson, síðar biskup og Eysteinn Ásgrímsson Liljuskáld. Einar Laxness segir í íslands- sögu sinni: „Klaustrin vóru ein af höfuðstoðum kaþólskrar kirkju og þaðan komu margir af helztu forystumönnum hennar á miðöld- um. Þau vóru mikil menntasetur og lögðu drjúgan skerf til ís- lenzkra bókmennta...“ Rætur íslenzkra bókmennta liggja án nokkurs vafa nærri kristnitöku og kirkju- og klaust- urstarfi á fyrstu öldum Islands sögu. Sá veruleiki segir okkur mikið um dýrmætan menningar- arf okkar, margslunginn, sem þjóðemi okkar, þjóðarvitund og fullveldi hvíla á. Og ekki er sagan fullsögð. Þegar svarf að norræn- um tungum með sögulegum af- leiðingum fyrir grannþjóðir var þýðing Guðbrandar biskups á biblíunni á 16. öld mikilvirkasti bjargvættur móðurmálsins. Guð- brandarbibiía er talin eiga hvað drýgstan þáttinn í því að íslenzk- an hefur varðveitzt lítt breytt fram á okkar daga. Kirkjan hefur verið bakhjarl þessarar þjóðar í þúsund ár í fleiri en einum skiln- ingi. Trúin, tungan og þjóðin, þetta þrennt, má aldrei sundur skilja. Látum ekki þá fyrir sjá „sem mest vilja í gegn gangast", sagði Þorgeir Ljósvetningagoði fyrir þúsund árum, „höfum öll ein lög og einn sið“. Þau vísdómsorð eiga ríkulegt erindi við okkur enn í dag. Rætur íslenzks þjóðernis og þjóðkirkju liggja á svipaðri dýpt í moldu sögunnar. Kirkja byggð í minningu Þorgeirs Ljósvetningagoða. ÍDAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Á ÞRIÐJA og fjórða ára- tugnum ferðuðust töluvert margir útlendingar um Is- land. Meðal þeirra voru þrír ungir Þjóðverjar, Hans Kuhn, Reinhard Prinz og Bruno Schweizer. Þeir fóru gangandi og ríð- andi um landið, tóku ljós- myndir og héldu dagbæk- ur. Þeir höfðu auga fyrir ýmsum sérkennum í ís- lensku mannlífi, vinnu- brögðum, húsakynnum og verkfærum, sem þá voru að hverfa úr sögu og íslend- ingum sjálfum datt síður i hug að taka myndir af. Bókaútgáfan Orn og Or- lygur óskar eftir upplýsing- um um hverjir séu á með- fylgjandi myndum og hvar þær eru teknar. Sími bóka- útgáfunnar er 588-2013 og heimilisfangið er Hjarðar- hagi 54,107 Reykjavík. Kona í íslenskum búningi (upphlut eða peysufötum?). Hún er nálægt Gullfossi, við Geysi eða í Þrastar- lundi. Þessi mynd var tekin af Bruno Schweitzer árið 1936 að öllum líkindum. Ekki er Kannast einhver við myndirnar? vitað fyrir víst hvar myndin er tekin, en hún er í hópi mynda sem höfundurinn tók fyrir austan fjall, til dæmis hjá Gullfossi og Geysi. Myndin þarf þó ekki að hafa verið tekin á þessum slóðum. Þessi mynd er tekin af Bruno Schweitzer árið 1935. Ekki er vit- að fyrir vist hvar myndin er tekin en hún er í hópi mynda sem höf- undurinn tók i Húnavatnssýslu. Þessi mynd er tekin af Bruno Schweitzer árið 1935. Ekki er vit- að hvar myndin er tekin, en hún er í hópi á leið sinni með áætlunarbíl mynda sem höfundurinn tók frá Reykjavík til Akureyrar. Leikgleði í fyrirrúmi SÍÐASTLIÐINN mánu- dag, 11. september, hlust- aði ég samkvæmt venju á hádegisfréttir Bylgjunnar. Eins og eðlilegt er kom fátt til að auka trúna á til- gang lífsins. Samt kom íþróttafréttaþulurinn mér til að hrökkva frá núllinu - sem maður heldur sig á - með því að segja að í kom- andi knattspyrnuleik skiptu úrslit þess leiks Kefivikinga engu máli. Einu sinni hafði ég þann heiður að leika fótbolta með hetjum eins og Jóhannesi Edvalds, Guðgeir Leifs- syni, Sigurði Jóns í Val og Ársæli Kjartans í KR og allt upp í Friðrik Theodórs djassista. Þá var gaman að fótbolta og heiðarleg leikgleði í fyr- irrúmi. Þegar við unnum var tekist í hendur eða klappað á öxl - ekki hoppað upp á samherja til að sliga hann niður - (hvað þá að leggjast með honum). Ekki hvarfl- aði að neinum að láta sig falla viljandi við brot and- spilara - eða hvað þá að geta kannski meitt hann. En hver leikur okkar, áhugamannanna, skipti máli. Samkvæmt iþrótta- fréttamanni Bylgjunnar verður það eiginlega óska- staða fyrir þá sem keppa næst við Keflvíkinga að spila á þann hátt sem áður tíðkaðist. Við vinnum - höfum gleði af leiknum. Helgi Steingrímsson, Jörfabakka 18. Víkverji skrifar... FRAKKAR, þar á meðal vöru- bílstjórar, bændur og sjó- menn, eru þekktir fyrir baráttuað- ferðir sínar gegn þarlendum stjórnvöldum. Hafi þeir viljað koma breytingum á hinum ýmsu málum í gegnum kerfið í gegnum árin hafa þeir oft gripið til óvenju- legra ráða; bændur sturtað skít eða landbúnaðarafruðum á torg eða fyrir framan stjórnsýslubygg- ingar, sjómenn skilið eftir sjávar- fang af ýmsu tagi á sömu stöðum og bílstjórar lokað götum og veg- um. Þessi baráttuaðferð er að breið- ast út; í vikunni hindruðu flutn- ingabílstjórar og bændur för olíu- bíla frá mörgum hreinsi- og dreifíngarstöðvum og stöðvuðu þannig dreifingu eldsneytis í Bret- landi til þess að þrýsta á stjórn- völd að lækka verð á eldsneyti. Víkverji getur ekki að því gert að hann hefur lúmskt gaman af því þegar almenningur tekur málin í sínar hendur með þessum hætti, þótt það geti líklega ekki talist til fyrirmyndar. xxx FRÓÐLEGT hefur verið að fylgjast með fréttaflutningi af útboði vegna siglinga Herjólfs milli lands og Vestmannaeyja. Eyjamönnum brá greinilega veru- lega í brún þegar í ljós kom að til- boðið sem barst frá „utanbæjar- mönnunum" hjá Samskipum var ótrúlega miklu lægra en tilboð heimamanna. Þeir hafa séð um rekstur skips- ins um árabil en þegar aðkomu- menn bjóða mun lægri upphæð í verkið er allt ómögulegt. Þeir eru logandi hræddir um að þjónustan versni. Til hvers er verið að bjóða rekstur Herjólfs? Hlýtur það ekki að vera gert í því skyni að rekstur- inn verði ríkinu sem hagkvæmast- ur? Er það ef til vill misskilning- ur? xxx LYMPÍULEIKARNIR voru settir með glæsibrag í Sydn- ey í Ástralíu á föstudagsmorgun- inn að íslenskum tíma en þá var dagur að kveldi kominn austur þar. Bestu íþróttamenn í flestum greinum safnast saman á fjögurra ára fresti á leikum þessum og heimsbyggðin fylgist jafnan spennt með. Islenskir íþróttamenn eru jafnan meðal þátttakenda og sumir hafa staðið sig með mikilli prýði á þessum vettvangi. Er þar skemmst að minnast þess að Vil- hjálmur Einarsson varð annar, og hreppti þar af leiðandi silfurverð- laun, í þrístökki síðast þegar leik- arnir fóru fram í Ástralíu, í Mel- bourne 1956. Þá varð Sigurður Einarsson fimmti í spjótkasti í Barcelona 1992 og á sömu leikum varð handboltalandsliðið í fjórða sæti. Víkverji gerir sér engar sérstak- ar vonir um að íslensku keppend- urnir komi heim með verðlaun frá Sydney enda slíkt varla raunhæft. Aðalatriðið er að fólk geri sitt besta og bæti eigin árangur. I sumum greinum er auðvelt að mæla slíkt, til dæmis í sundi og frjálsíþróttum. xxx VÍKVERJI tók eitt sinn dóm- arapróf í knattspyrnu og býsnaðist yfir því á dögunum að knattspyrnumenn hvarvetna brytu oft lög með því að stíga á hliðarlín- una þegar þeir köstuðu inn á völl- inn. Knattspyrnureglurnar sem Vík- verji á í fórum sínum eru greini- lega farnar að rykflalla því honum hefur nú vinsamlega verið bent á að hann fór með rangt mál. Þess vegna er það honum auðvitað skylt, að ekki sé sagt ljúft, að biðj- ast velvirðingar og leiðrétta vit- leysuna. Eitt þeirra atriða sem kennarinn á dómaranámskeiði því sem Vík- verji sótti um árið lagði mikla áherslu á var einmitt það að alls ekki mætti stíga á hliðarlínuna þegar knettinum væri varpað inn. Og ástæðan var augljós: þar sem línan telst hluti vallarins teldist viðkomandi innan vallar ef hann stæði á línunni. Knattspyrnulögunum hefur nú hins vegar verið breytt, hvenær veit Víkverji ekki, þannig að mönnum er algjörlega frjálst að vera „innan vallar“ þegar þeir framkvæma innkast. Fimmtánda grein knattspyrnu- laganna hljóðar nefnilega svo: „Þegar sá sem kastar inn losar sig við knöttinn skal hann: • snúa að leikvellinum • hafa hluta af hvorum fæti ann- að hvort á hliðarlínu eða á jörðu utan hennar • nota báðar hendur • kasta knettinum úr bakstöðu og fram yfir höfuðið Sá sem kastar inn má ekki snerta knöttinn aftur fyrr en knötturinn hefur snert annan leik- mann. Knötturinn er í leik samstundis og hann kemur inn á leikvöllinn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.