Morgunblaðið - 17.09.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
i
!
i
!
ÍDAG
BRIDS
(inisjón Gnðmundur Páll
Arnarsun
ENGLENDINGAR stóðu
sig mjög vel á OL í Maas-
tricht; urðu efstir í sínum
riðli, felldu svo Belga í 16 liða
úrslitum og Norðmenn í 8
liða úrslitum. En ítalir
reyndust oflarlar þeirra í
næstu umferð og síðan töp-
uðu Englendingar fyrir
Bandaríkjamönnum í stutt-
um leik um bronsið. Fjórða
sætið varð því hlutskipti
þeirra í þetta sinn. Hér er
spil frá leik Englendinga og
ítala:
Noj-ður
* AG94
¥64
♦ KD1085
+ D10
Vestur Austur
• KD1083 + 65
¥ G2 ¥ K85
♦ 96 ♦ Á432
+ K976 + G542
Suður
+ 72
¥ ÁD10973
♦ G7
+ Á83
Á báðum borðum varð
suður sagnhafi í fjórum
hjörtum og útspilið var
spaðakóngur. Englending-
urinn Liggins drap strax á ás
og spilaði svo hjarta á tíuna
og gosa vesturs. Nú er spilið
vonlaust og Liggins endaði
tvo niður.
Hinum megin sat Duboin í
sagnhafasætinu og byrjaði á
því að dúkka spaðakónginn.
Vestur skipti þá yfir í tígul-
níu og austur drap með ás og
spilaði aftur tígli. Þetta var
þægileg byrjun fyrir Duboin,
sem tók slaginn í borði, svín-
aði hjartadrottningu, tók ás-
inn og spilaði enn hjarta.
Samningurinn var nú í húsi -
tígullinn frír og spaðaásinn í
borði sem innkoma.
Höfundar mótsblaðsins
veltu fyrir sér bestu spila-
mennsku og vörn. Það er ör-
ugglega rétt að dúkka spaða-
kónginn og sennilega er
besta vörnin að spila spaða
áfram og taka þar innkomu
blinds á tígulinn. En samt er
til vinningsleið. Sagnhafi
svínar spaðagosa, síðan
hjartadrottningu og tekur
ásinn. Spilar svo tígh á kóng-
inn. Ef austur dúkkar má
henda síðari tíglinum heima
niður í spaðaás og þá þarf
bara að hitta í laufið til að ná
í tíu slagi. Drepi austur strax
og spili laufi, svarar sagnhafi
með því að taka á laufás,
spila tígli og henda laufum
niður í spaðaás og þriðja tíg-
uhnn.
SKAK
Umsjðn Hclgi Áss
Grðtarsson
Hvítur á leik.
STAÐAN kom upp á Penta-
media-stórmeistaramótinu
sem lauk fyrir skömmu í
Kelambakkem á Indlandi.
Hvítt hafði indverski stór-
meistarinn Dibyendu Barua
(2502) gegn landa sínum
Devaki Prasad (2431).
20.Bxh6! gxh6 21.Hxh6 De5
22.Hg6+ Kf7 23.Dh7+ Ke8
24.Hdl Bc8 24...HÍ7 bauð
ekki heldur upp á haldbæra
vörn sökum 25.Hg8+ Ke7
26.Dh4+. 25.Hg7 ogsvartur
gafst upp.
Árnað heilla
ÁRA afmæli. Mánu-
daginn 18. septem-
ber verður sextug Margrét
Kristinsdóttir, Ólvisholti,
Flóa. Eiginmaður hennar er
Kjartan Runólfsson. Þau
taka á móti frændfólki og
vinum í félagsheimilinu
Þingborg, Hraungerðis-
hreppi, fóstudaginn 22. sept-
ember frá kl. 20.
pf /AÁRA afmæli. Á morg-
eJU un, mánudaginn 18.
september, verður fimmtug-
ur Ivar Magnússon, Sveig-
húsum 3, Reykjavík. í til-
efni afmælisins tekur hann
og eiginkona hans, Sigrún
Kjærnested, á móti ættingj-
um og vinum í Rafveitu-
heimihnu þann 29. septem-
ber nk. frá kl. 20-24.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Porkell
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 6.003 kr.
til styrktar Rauða krossi Islands. Þær heita Natalie Don,
Sandra Karen Magnúsdóttir og Ellen Ásta Wanbeek.
Með morgunkaffinu
það þyrfti að hressa
svolítið upp á þig.
LJOÐABRCT
HAUSTVÍSUR
Land kólnar. Lind fólnar.
Lund viknar. Grund bliknai-.
Svell frjósa. Fjöll lýsast.
Fley brotna. Hey þrotna.
Dug hættir. Dag styttir.
Drótt svengist. Nótt lengist.
Sól þrýtur. Sál þreytist.
Sær rýkur. Snær fýkur.
SYSTURMINNING
Fyrir vestan fjöll og höf
fullkomnað er skeiðið;
systur minni’ er grafin gröf,
gleymist bráðum leiðið.
Páii Ólafsson.
STJORNUSPA
cftir Frances Drakc
MEYJA
Afmælisbam dagsins:
Þú ert einstaklingur sem
kannt að njóta lífsins
og leiðir skuggahliðar
mannlífsins hjá þér.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú hefur lagt hart að þér og
ert þreyttur og vilt helst að
aðrir taki við ábyrgðinni.
Reyndu samt að halda þínu
striki hvað sem tautar og
raular.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það eru kaflaskipti í aðsigi
og þú sem hefur haft í meiru
en nógu að snúast átt nú allt
í einu lausa stund. Njóttu
hennar sem best þú getur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) WA
Það getur verið gott að fá
aðra í lið með sér þegar
verkefnin gerast flókin.
Mundu bara að þiggja að-
stoðina með jákvæðum
huga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Orð þín hafa meiri áhrif en
þú heldur þvi þótt þér finn-
ist ekki aðrir hlusta á þig þá
falla orð þín ekki í grýttan
jarðveg.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert ragur við að bera
áætlanir þínar undir aðra en
gerðu það nú samt því það
er þinn gróði þar sem betur
sjá augu en auga.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <SÍL
Það er allt í lagi að baða sig
í aðdáun annarra ef henni er
tekið með réttu hugarfari.
Að öðrum kosti kann að fara
hla fyrir þér.
Vog m
(23. sept. - 22. okt.)
Þú vekur athygli annarra
fyrir dugnað og orðheppni
og engu líkara er en allir
séu að berjast til þess að ná
athygli þinni.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki gefast upp þótt þér
fmnist útlitið svart nú um
stundir. Ræddu málin við
lánadrottna og þú munt
undrast hversu auðvelt
reynist að lagfæra hlutina.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) íBO
Þér er illa við breytingar
einkum þær sem þú hefur
ekki séð fyrir. Láttu þetta
samt ekki heltaka þig því
hver hlutur hefur sinn
tíma.
Steingeit „
(22. des. - 19. janúar)
Það er upplagt að eyða smá
tíma í það að sýna sig og sjá
aðra. Mundu samt að ganga
hægt um gleðinnar dyr svo
ekki fari allt í vitleysu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú dregur að þér athygli
annarra og bregst við af
djörfung og festu. Þú ert
hrókur alls fagnaðar en
mundu að dramb er falli
næst.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert eitthvað laus í rásinni
og átt erfitt með að einbeita
þér að þeim verkefnum sem
fyrir liggja. Taktu þér tak
og hristu af þér slenið.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 51
^ffmœlisþakkir
Hjartans þakkir til allra ættingja og vina, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla-
óskum á sjötugsafmœli mínu 31. ágúst.
Ruth Krístjánsdóttir,
Sœviðarsundi 100.
Tannlæknastofa
Hef opnað tannlæknastofu
Þangbakka 8, Mjódd, Breiðholti.
Viðtalstími 8.30 til 17.00 virka daga og 9.00-12.00 laugardaga.
Lúðvík K. Helgason, tannlæknir
sími 557 5708. GSM 698 6872.
Einkatímar • sími 694 5494 •Námskeið
Með dáleiðslu getur þu sigrast a kviða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Hnngdu nuna
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
Mikið úrval af
brúðarkjólum
fyrir áramótin
Einnig alltfyrir herra
Fataleiga Garðabæjar,
sími 565 6680.
Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14.
M
BRIDSSKOLINN
Námskeið
á haustönn
Byrjendur: Hefst 26. september og stendur yfir í 10
þriðjudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni
kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga.
Það geta allir lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að
ná tökum á grundvallarreglum Standard-sagnkerfisins. Það er
fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann.
Kennslubók fylgir námskeiðinu.
*Framhald: Hefst 28. september og stendur yfir í 10
fimmtudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Standard-sagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess
verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku
sagnhafa. Ný bók, Nútíma brids, eftir Guðmund Pál Arnarson,
verður lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér
nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er
nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247
milli kl. 13 og 18 virka daga.
Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands
(slands, Þönglabakka 1 í Mjódd, þriðju hæð.