Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR17. SEPTEMBER 2000 55 - FÓLK í FRÉTTUM maC5C5F=!BLJOI mýndbönd Fávitarnir/ldioterne ★★% Eins og við mátti búast nýtir sér- vitringurinn Lars von Trier sér Dogma-formið út í ystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrann- sókn en ekki nógu heilsteypt. Hvaö varð eiginlega um Haroid Smith?/Whatever Happened to Harold Smith? ★★★ Fortíðardýrkunin er hér allsráð- andi og í þetta sinn áttundi ára- tugurinn á mörkum diskósins og pönksins. Klikkuð og bráð- skemmtUeg bresk eðalmynd. Hústökuraunir/Scarfies ★★★ Enn einn óvænti glaðningurinn frá Nýsjálendingum. í þetta sinn pottþétt spennumynd í anda Shall- ow Grave. Fylgist með höfundin- um Sarkies í framtíðinni. Fucking Ámál/Árans Ámál ★★★% Einfaldlega með betri myndum um líf og raunir unglinga. Allt í senn átakanleg, trúverðug og góð skemmtun. Stúlkumar tvær vinna kláran leiksigur. Risinn sigraður/Kill the Man ★★% Lúmskt fyndin gamanmynd sem setur Davíð og Golíat-minnið inn í nútímaviðskiptaumhverfí. Nokkrir frábærir brandarar gefa myndinni gildi. Ég gerði það ekki/ C’est pas ma faute ★★% Vönduð og skemmtileg barna- mynd sem lýsir ævintýrum óheilla- krákunnar Martins og leikfélaga hans. RK0 281 ★★★ Afar fagmannlega gerð mynd um meintar tilraunir blaðakóngs- ins Wilhams Randolphs Hearst til að koma í veg fyrir gerð meistara- verksins Citizen Kane. Snaran/Noose ★★V4 Nokkuð sterkt lítið glæpadrama um átök meðal írskættaðra smá- krimma í Boston. Denis Leary er sterkur. Uppljóstrarinn/THe Insider ★★★★ Michael Mann hefur náð ótrú- legum tökum á sérstæðum stíl sín- um og skilar sinni bestu mynd til þessa. íréttlátum heimi hefðiþessi sópað að sér Oskarsverðlaununum - og öllum hinum líka. Magnólía/Magnolia ★★★★ Mikið og magnað snilldarverk Phils Thomas Anderson sem rök- styður með árangursríkum hætti aðílífínu séu cngar tilvHjanir. Tom Cruise fer fyrir hópi frábærra leik- ara. Réttlátur maður/ A Reasonable Man ★★★ AldeiUs óvænt og áhugavert réttardrama frá Suður-Afríku og raun löngu tímabært uppgjör við Funny People og Gods Must Be Crazy-böm aðskilnaðarstefnunn- ar. Pessa verður að leigja. •Jim Carrey sýnir magnaðan leik í Man on the Moon. Stúlkan úr borginni/Xiu Xiu: The Sent Down Girl ★★★ Stúlkan úr borginni er mögnuð harmsaga sem gerist á tímum menningarbyltingarinnar í Kína. Töfrar/Paljas ★★% Lágstemmd og rólyndisleg suð- urafrísk kvikmynd sem byggir smám saman upp hjartnæmt fjöl- skyldudrama. Greenwich-staðartími/ Greenwich Mean Time ★★% ForvitnUeg mynd um gleði og sorg í lífí nokkurra vina. Góð tón- Ust kryddar myndina. Efnalaugín/Nettoyage á sec ★★% Bældar hvatir eru megininntak þessa áhugaverða franska drama um flókinn ástarþríhyming. Herbergi handa Romeo Brass/A Room for Romeo Brass ★★★ AldeUis fersk og skemmtileg mynd frá hinum mjög svo athyglis- verða Shane Meadows. OIúi öllum öðmm á leigunum í dag. Fíaskó ★★★% Fíaskó er sérlega skemmtileg og vel gerð íslensk gamanmynd með hrollköldum undirtóni. Ragnar Bragason á hrós skilið fyrir þessa frumraun, sem og aðrir sem að myndinni standa. Berið út þá dauðu/Bringíng Out the Dead ★★★★ Þessi myrka borgarmynd leik- stjórans Martins Scorsese kaUast á áhugaverðan hátt á við meistara- verk hans Taxi Driver frá áttunda áratugnum. Áhrifarík kvikmynd. Amerísk fegurð/American Beauty ★★★% Hárbeitt, bráðskemmtileg og ljóðræn könnun á bandarísku mið- stéttarsamfélagi. Kevin Spaceyfer á kostum. Annars staðar en hér/ Anywhere But Here ★★★ Vel leikið drama um samskipti mæðgna sem horfa gjörólíkum augum á lífíð. Blessunarlega Jaus við væmni, þökk sé leikstjóm Waynes Wang. Karlinn í tunglinu/ Man on the Moon ★★★% Milos Forman bregður hér upp sérlega Ufandi og áhugaverðri mynd af grínistanum Andy Kauf- man. Jim Carrey túlkar Kaufman af mikUU Ust. Vofan: Leið samúræjans/Ghost Dog: The Way of the Samurai ★★% Hvað gerist þegar lífsgildi sam- úræjans eru heimfærð upp á harða lífsbaráttuna í skuggahverfum stórborgarinnar? Jim Jarmusch kannar það i nýjustu mynd sinni. Vígvöllur/War Zone ★★★ Atakanlega opinská lýsing áeinu mesta böU samfélagsins. Enn og aftur er Ray Winstone magnaður - sem ogreyndar allir ímyndinni. Aska Angelu/Angela’s Ashes ★★★ Yndislega Ijúfsár mynd um eymdarleg uppvaxtarár Franks McCourts í fátækrahverfí Limer- ick á írlandi. Skattmann/Taxman *★% Gamansöm glæpamynd sem kemur verulega á óvart, ekM síst vegna hlýrrar kímnigáfu oggóðrar persónusköpunar. í Kina borða menn hunda/l Kina spiser de hunde ★★% Danir á Tarantino-slóðum. Fersk og fcikikröftug en yfírgengi- legar blóðsúthellingar menga út- komuna. Þrír kóngar/Three Kings ★★★% Mögnuð kvikmyndagerð. A yfír- borðinu hörkuhasarmynd en þegar dýpra er kafað kemur fram hár- beittur ádeUubroddur sem stingur. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson Reuters Er þetta hjónasvipur? Draumafjöl- skylda Jennifer SJÓÐHEITA suður-ameríska heilladísin Jennifer Lopez hyggur senn á bameignir, en ekki fyrr en glóir á gull á baugfingri. „Ég er kominn á þann aldur að mig langar í fjölskyldu," segir Jenni- fer, „en alls ekki fyrr en ég er orðin gift kona því annars myndu foreldr- ar mínir gera út af við mig. Málið er nú í höndum kærastans míns.“ Jennifer segir einnig að hún sé eins skotin í Puffy sínum vegna þess að þau eiga sama bakgrunn og dreymir sömu stóru draumana. „Það halda allir að að Puffy sé einhver harðjaxl en þrátt fyrir alla vankanta sem hann kannski hefur, þá er hann draumamaðurinn minn.“ mitopa Elskum^1% óhikað Segjum sei við vímuefnaneyslu barna og unglinga www.islandaneiturlyfja.is E-vítamín er öflug vörn fyrír frumur líkamans n 6 iJUe náttúrule§a! ilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi flottir bolir og skyrtur frá Ralph Lauren, Joráan o.fl Leðurjakka frá 5.900 kr;• Leðurpils 3.900 kr.■ Leðurbuxur 3.900 kr.- Tískukápur frá 3.900 kr,- Stretchbmr, gallabmr og margt fleira

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.