Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Þórhallur Sverrisson leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Islenska draumnum Helgarpabb- ar og draum- óramenn * Islenski draumurinn er vinsælasta kvik- myndin í bíóhúsum landsins þessa dagana. Birgir Örn Steinarsson hitti Þórhall Sverr- isson, aðalleikara myndarinnar, og spjallaði m.a. við hann um helgarpabba, frumlegar vinnuaðferðir og fótbolta. OLL höfum við einhvem tímann átt okkur draum um það að búa í góðu hús- næði, keyra um á flottum bílum eða klasðast fínustu fotunum. Þegar svo kemur að því stoppi á líf- sleiðinni þar sem göngustígurinn endar og hlaupabrautin tekur við, þegar við áttum okkur á því að þessir hlutir eru engan veginn sjálfgefnir, verða viðbrögðin misjöfn. Það eru til menn sem hita upp og setja sig svo í startholurnar. Það eru einnig til menn sem sjá sjarmann af endamarkinu dofna og enn aðrir sem ákveða að stíga af hlaupabrautinni og halda röltinu áfram á sínum eigin hraða. Hvort sem þeir eru sporfarar eða fara áður ótroðnar slóðir. Þetta er viðfangsefni kvikmyndarinnar ís- lenski draumurinn eftir Róbert Douglas en hann hefur margoft unn- ið til verðlauna á Stuttmyndadögum í Reykjavík. Islenski draumurinn kemur eins og ferskur blær inn í íslenskt kvik- myndalíf því hún er ekki aðeins frumraun leikstjórans við kvik- myndagerð í fullri lengd, heldur not- ast hún við nýjar vinnuaðferðir og kynnir ný andlit. Þórhallur er ekki Tóti „Það er náttúrulega mjög margt ólíkt með okkur,“ segir Þórhallur Sverrisson, áður óþekktur leikari sem fer með aðalhlutverkið í mynd- inni. „Eg er t.d. ekki að gera mér vonir um frægð og frama í viðskipt- um. Eg er ekki helgarpabbi. Það er ekkert að því þannig séð en bara með því að vera héma þá upplifír maður það að helmingur þjóðarinnar eru helgarpabbar. Persónan mín er eins konar „steríótýpa" af nútíma íslend- ingi.“ Persóna Þórhalls í myndinni er nefnd eftir honum. Það gerir það að verkum að auðvelt er fyrir áhorfand- ann að ímynda sér að persónugerð leikarans svipi til persónu myndar- innar. Staðreyndin er víst önnur. „Hann er mjög tengdur mér með því að heita sama nafni og ég. Enda Þórhallur Sverrisson, alltaf í boltanum. Morgunblaðið/Ami Sæberg hef ég kallað hann Tóta en sjálfan mig Þórhall svona til þess að aðskilja okkur.“ Astæðan fyrir því að persóna Þór- halls ber sama nafn og hann er af öðrum og eldri toga. „Eina leiðin til þess að leika hann var bara að vera hann. Þegar við gerðum stuttmyndina á sínum tíma þá kom þessi persóna eiginlega upp óboðin og strax nokkuð vel mótuð. Það var bara eins og hann hafi viljað koma fram.“ Stuttmyndin sem Þórhallur talar um hét „Island er draumurinn“ og var upphafsneistinn að kvikmynd- inni. Hana gerðu þau Róbert Doug- las og Ingibjörg Magnadóttir fyrir Stuttmyndadaga. I þeirri mynd hétu allar persónumar í höfuðið á þeim leikurum sem léku þær. „Það sem var sniðugt við það var að áhorfendur vissu ekki hvort hún var leikin eða raunveruleg," segir Þórhallur. Persónan sem braust út úr Þór- halli í þeirri stuttmynd heillaði að- standendur stuttmyndarinnar það mikið að þeim fannst ástæða til þess að framlengja ævidaga hennar yfir í fulla kvikmyndalengd. Nýjar vinnuaðferðir Mikið var lagt upp úr því við gerð myndarinnar að öll samtöl og við- brögð yrðu sem eðlilegust. Til að ná því fram notaðist Róbert Douglas við allsérstæða vinnuaðferð. Þar fengu leikaramir að leggja persónum sín- um orð í munn. Atburðarásin var lyrir fram ákveðin án þess að búið væri að skrifa niður nákvæmlega hvað hver ætti að segja. Þannig að þegar Tóti fer inn í sjoppu í mynd- inni í þeim tilgangi að reyna að selja vöra sína var Þórhallur í raun og vera sendur inn í sjoppu með fyrir- mælum leikstjórans um að haga sér eins og raunveralegur sölumaður. Það kom jafnvel fyrir nokkram sinn- um að afgreiðslufólkið fékk engan fyrirvara um komu myndatöku- mannsins eða leikarans. „Það var reynt að fá eðlilegt flæði, íslenskan átti að vera eins og hún er töluð í dag.“ Þórhallur og blaðamaður vora sammála því að leikstjóranum hafði tekist með þessari vinnuaðferð að færa persónumar nær raunveraleik- anum. „Þegar leikstjóri er að reyna koma því nákvæmlega inn í leikarann hvernig er best að koma einhverju til skila getur eitthvað tapast á leiðinni. Það er líka alltaf erfitt ef einhver segir þér nákvæmlega hvemig þú átt að vera. Þá verða leikaramir kannski stressaðir. Þú ert kannski Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT VILT ÞU BESTU FRAMKÖLLUNINA? Fujifilm Ijósmyndapappír endist 334% lengur en sá næst besti IIFUJI FRAMKOLLUN UM LAND ALLT Ljósmyndavörur, Skipholti 31 • Úlfarsfell, Hagamel 67 • Barna og fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1 • Ljósmyndastofa Grafarvogs • Framköllun Mosfellsbæjar* Framköllunarþjónustan, Borgarnesi Ljósmyndavörur, Akureyri • Myndsmiðjan, Egilsstöðum • Ljósey, Höfn • Filmverk, Selfossi • Fótó, Vestmannaeyjum • Geirseyrarbúðin, Patreksfirði • Myndastofan, Sauðárkróki. mmmm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.