Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 64
V fÐSKIPTAH UCBÚN AÐUR A HEIMSMÆUKVARÐA SAP r NÝHERJI S: 569 7700 w PÓSTURINN Einn heimur - eitt dreifikerfi! VAVvv@postur.is j§ MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Forystumenn kennarasamtakanna á kjaramálaráðstefnu í Reykjavfk í gær , Hagurallra að kjör kenn- ara verði bætt FORYSTUMENN kennararsam- takanna lögðu á það mikla áherslu, á kjaramálaráðstefnu Kennarasam- bands íslands í gær, að óhjákvæmi- legt væri að kjör kennara í landinu yrðu bætt. Það væri hagur allra að laun kennara yrðu bætt enda væri mikilvægt fyrir allt þjóðfélagið að ^góðir kennarar fengjust til starfa. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að þrátt fyrir góð orð ráða- manna á tyllidögum um mikilvægi skólastarfs virtust viðsemjendur æði oft hafa það markmið eitt að draga lappirnar þegar kæmi að launaviðræðum við kennara. Eiríkur sagði það óviðunandi ástand að við upphaf hvers skólaárs þyrftu skólastjórar að hafa úti öll veiðarfæri til að reyna að ráða kennara til starfa. Benti hann á að fcáhyggjur í ráðningarmálum væi-u ekki einkamál skólanna, það skap- aði verulega óvissu fyrir nemendur og foreldra þegar útlit væri fyrir að enginn fengist til að kenna bömun- um. Fleiri lögðu áherslu á samlegðar- áhrif þess að kennurum væru greidd sómasamleg laun. Guðrún Ebba Olafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, gerði það m.a. að umtalsefni að það væri hagur allra að kjör kennara yrðu bætt. Sagðist Guðrún Ebba oft spurð að því hvort til verkfalls kennara myndi koma nú í haust. Hún svaraði því iðulega til að hún vonaði ekki. „Ekki vegna þess að ég haldi ekki að það verði samþykkt í allsherjar- atkvæðagreiðslu," sagði hún. „Ég er sannfærð um að við fengjum nánast 100% þátttöku og 100% já. Og við eigum digran vinnudeilusjóð sem getur haldið okkur lengi í verkfalli." Hins vegar kæmi þetta einungis til ef fulltrúar í launanefnd sveitar- félaga héldu til streitu því sem kalla mætti þráhyggju varðandi breyt- ingar á vinnutímanum með það að yfirlýstu markmiði að ná meiri kennslu út úr kennurum og afnema kennsluafsláttinn. Þarf meðvitandi pólitiska ákvörðun Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og varaformaður KÍ, brýndi kennara einnig áfram, en samningar aðildar- manna í Félagi framhaldsskóla- kennara eru lausir 1. október. Hún sagði að í komandi samningagerð þyrfti alvöru samstarf milli samn- ingsaðila um skilgreind viðfangs- efni, víðtæka upplýsingagjöf og þátttöku meðal almennings í land- inu. „En mest af öllu þarf þó meðvit- aða pólitíska ákvörðun um það að fjármagna nýja kennarasamninga sem færa okkur laun og kjör sem eru líkleg til þess að unga fólkið vilji koma inn í skólana, og þeir, sem eldri eru, vilji vera þar,“ sagði Elna Katrín. Morgunblaðið/Golli Fjölmenni var á kjaramálaráðstefnu Kennarasambandsins í gær. Rannsókn á þunglyndissjúkdómum 300 þúsund vinnu stundir tapast Norskt fyrirtæki byrjar rafræn viðskipti með físk og ætlar sér storan hlut í Evrópumarkaði Hyggst opna skrif- stofu hér á landi INÝRRI rannsókn Tinnu Trausta- dóttur lyfjafræðings kemur fram að um 300 þúsund vinnudagar tapast árlega vegna þunglyndissjúkdóma hér á landi. Beinn og óbeinn kostn- aður samfélagsins vegna þunglynd- issjúkdóma er a.m.k. sex milljarðar króna, að mati Tinnu. T Tinna, sem lauk kandídatsprófi í lyljafræði við Háskóla Islands sl. vor, Iagði spurningalista fyrir 2.000 Islendinga sem fæddir voru á ár- unum 1973-1980. Niðurstaðan var sú að 17,2% ungs fólks hefðu fundið fyrir þunglyndisröskunum. Hlut- fallið var heldur hærra meðal kvenna en karla. 4% höfðu notað þunglyndislyf, sem er tífalt hærra hlutfall en í rannsókn frá 1984. 47% þátttakenda sögðust hafa fundið fyrir sjálfsvígshugsunum og rúmlega 5% höfðu reynt að stytta sér aldur. I rannsókninni kemur fram að samband er á milli þung- lyndisraskana og áfengis- og vímu- efnaneyslu. ■ Rétt greining/20 HÓPUR stórra fyrirtækja í norsk- um fiskiðnaði hefur tekið höndum saman um stofnun fiskmarkaðar á Netinu. Starfsemin er að hefjast og gera áætlanir ráð fyrir að við- skipti verði við íslenska fiskfram- leiðendur og útflytjendur. Frá stofnun þessa fyrirtækis var ný- lega greint í Financial Times. Alexander Woxen hjá fyrirtæk- inu Growth Factory í Noregi, en hann er einn af forsvarsmönnum FishMarket, eins og netfiskmark- aðurinn heitir, segir að FishMark- et eigi að verða leiðandi í sölu á fiski í Evrópu. Einnig verði horft til markaða í Ameríku og Asíu. Undanfarið hafa verið gerðir samningar milli fiskkaupenda og -seljenda og er samanlögð velta fyrirtækja sem hlut eiga að máli um 144 milljarðar ÍSK. Meðal selj- enda er Hydro Seafood, stærsti framleiðandi á eldislaxi í Noregi, og meðal kaupenda er fyrirtækið Pieters í Belgíu, samkvæmt því sem fram kemur í FT. Meðal þeirra sem standa að fyrirtækinu eru Jan Henry T. Olsen, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra í Nor- egi. Woxen segir að ráðgert sé að opna skrifstofu á Islandi innan tíð- ar en nú þegar eru komnar upp skrifstofur í Björgvin og Ósló. „Við erum að reyna að koma á tengsl- um við íslenska markaðinn, annað- hvort beint við íslenska fiskútflytj- endur eða sjávarútvegsfyrirtækin sjálf. Saman gætum við markaðs- sett sjávarafurðir úr Norður- Atlantshafi á evrópskan og alþjóð- legan markað. Við gerum ráð fyrir því að einkum verði seldur frosinn fiskur frá íslandi en aðallega ferskur fiskur frá Noregi. Saman eru Noregur og Island stærstu fiskútflytjendur á markað Evrópusambandsins. Bæði norskir og íslenskir fiskútflytjendur eru framarlega á sviði sölumála og þetta er afar mikilvægt vegna þess að í mörgum Evrópuríkjunum er sú staða að koma upp að kaupend- ur hafa tekið saman höndum og skapað sér góða vígstöðu við kaup á fiski og landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að þama náist betra jafnvægi milli kaupenda og seljenda,“ segir Woxen. Hann var hér á landi í vikunni til að kynna þessa nýju söluaðferð og koma á tengslum við íslensk fyrirtæki. Engin viðbrögð hafa enn borist frá íslenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum, að sögn Woxens, enda segir hann að nú sé verið að þróa fyrirtækið og kynna starf- semina. í frétt á heimasíðu FishMarket segir að fyrirtækið muni draga úr kostnaði við sölu og markaðssetn- ingu afurða og bæta markaðssetn- inguna með betri tengslum við seljendur og kaupendur. Mikil hagkvæmni sé jafnframt fólgin í rafrænum aðferðum við pantanir, skráningu og bókhald. Bestu ár Irfsþíns... www. namsmannalinan. is Geisladiskataska 3 Skipulagsmappa 1 Penni Námsmannalínudebetkort 3 Bilprófsstyrkir Námsmannalínureikningur 3 Netklúbbur Framfærslulán 3 Lægri yfirdráttarvextir Námsstyrkir 3 Námslokalán 3 Tölvukaupalán ISIC afsláttarkort 3 Heimilisbankinn @B0NAÐARBANKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.