Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Um þessar mundir eru 50 ár liöin frá því aö Geysir, millilandaflugvél Loftleiða, brotlenti á Vatnajökli, með sex manna áhöfn, sem öll lifði af þótt ótrúlegt megi heita. Leitin sem þá fór af stað mun vera sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á og við ísland, fýrr og síðar, og markaði slysið tímamót í sögu björgunarmála á íslandi. Sigurður Ægisson rifjar hér upp þessa sögu, sem hefur verið kölluð „eitthvert undarlegasta og stórbrotn- asta ævintýri, sem þjóðin hefur lifaö". í UPPHAFI er þó rétt að kanna bakgrunninn, til að átta sig betur á þeim atburði sem um ræðir. Um þetta leyti voru tvö flugfélög starfandi í landinu. Annað er Plugfé- lag íslands, endurskipulagt árið 1940 upp úr Flugfélagi Akureyrar, sem hafði verið stofnað árið 1937. Hitt er Loftleiðir, sem stofnað hafði verið 1944. Millilandaflug hófst á íslandi þeg- ar heimsstyrjöldinni síðari lauk, og átti fyrsta ferðin sér stað 11. júlí 1945. Flogið var frá Reykjavfk til Largs Bay í Skotlandi og var far- kosturinn Catalina-flugbátur Flug- félags íslands, TF-ISP. Sú flugvéla- gerð var hins vegar ekki talin heppileg til millilandaflugs, svo að félagið tók árið 1946 á leigu þrjár flugvélar af gerðinni Liberator B-24 af skosku flugfélagi. Þetta voru fyrr- verandi sprengjuflugvélar, en nú út- búnar farþegasætum. Geysir kemur til landsins Hitt íslenska flugfélagið, Loftleið- ir, hugði einnig á millilandaflug og keypti í því skyni árið 1947 flugvél af gerðinni Skymaster DC-4 (öðru nafni C-54), sem hlaut nafnið Hekla. Hófust nú áætlunarferðir til Norður- landa, með viðkomu á Bretlandseyj- um. I júnflok árið 1948 keyptu svo Loftleiðir þá flugvél, sem átti eftir að enda ævi sína á hábungu Vatnajök- uls, 14. september 1950. Það var Geysir. Hún var sömu gerðar og Hekla, en smíðuð árið 1944 og tók í fyrsta skipti á loft 10. desember það ár. Varhún því yngsta millilanda- flugvél íslendinga. Hún var keypt í Oakland í Kaliforníu, af bandaríska flugfélaginu Transocean Airlines. Bandaríkjaher hafði átt hana þar á undan, hafði eignast hana nýja, 22. desember 1944. Geysir kom til íslands 8. júlí 1948. í endaðan ágúst 1948 fór hann í fyrsta íslenska áætlunarflugið til Ameríku, fullskipaður farþegum. Áfangastaður var New York, en millilent á Gander á Nýfundnalandi. Leigður bandarísku flugfélagi í mars árið 1950 felldi íslenska rík- isstjórnin gengið um 42,6% og dró þá mjög úr flugstarfsemi Loftleiða vegna gjaldeyriserfiðleika; skulda- byrðin varð yfirþyrmandi og dagleg- ur skortur á rekstrarfé. Var þá ekki um annað að ræða en leggja Heklu, því menn höfðu ekki handbært fé til að láta gera á henni lögboðna aðal- skoðun. Fyrsta millilandaflugvél Loftleiða beið því í aðgerðaleysi í meira en hálft ár, af þessum sökum. Um haustið 1950 komust Loftleiðir að samkomulagi við bandaríska vöruflutningafélagið Seaboard & Western um að sjá um lógboðna að- alskoðun og gera jafnframt umtals- verðar breytingar á flugvélinni, og skyldi allur kostnaður greiðast með leigu Heklu til bandaríska flugfé- lagsins. Litlu síðar er ákveðið að leggja niður um sinn allt millilandaflug Loftleiða og fer því eins fyrir Geysi og Heklu, að vélin er leigð Seaboard & Western, með áhöfn. Aðfaranótt 14. september 1950 hélt Geysir frá íslandi og flaug til London, þar sem nokkrir farþegar stigu frá borði. Síðan var haldið áfram til Lúxemborgar og þar var flugvélin hlaðin. Farmurinn var sitt lítið af hverju, vefnaðarvara, blúndu- slæður og silkihanskar, postulín, vél- arhlutir og margt fleira smálegt, ás- amt 18 lifandi hundum í rimlakössum; ennfremur var þar rammlegur trékassi úr óhefluðum viði, sem hafði að geyma líkkistu úr eik. Á málmplötu á loki hennar var skráð: Ester Perry, 1904-1950. Allt þetta átti að flytja vestur um haf, með viðkomu í Reykjavfk. Þetta var fyrsta ferð Geysis á vegum Seaboard & Western. Ahafnarmeðlimir voru Magnús Guðmundsson flugstjóri, Dagfinnur Stefánsson flugmaður, Einar Runólfsson vélamaður, Guð- mundur Sívertsen loftsiglingafræð- ingur, Bolli Gunnarsson loftskeyta- maður og Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja. Ferðin örlagaríka Geysir lagði af stað frá Lúxem- borg kl. 16.30 að íslenskum tíma, fimmtudaginn 14. september 1950. Gert var ráð fyrir að fljúga aðeins austur af venjulegri leið, sem var norðvestur yfir North Ronaldsay á Orkneyjum, síðan norður yfir Fær- eyjar, þaðan beina stefnu á ísland og yfir Vestmannaeyjar og til Reykja- víkur. Þar átti svo að taka eldsneyti og skipta um áhöfn, og átti Jóhannes Markússon að fljúga vélinni til áfangastaðar hennar í Bandaríkjun- um. Áætlaði Magnús flugstjóri að lenda í Reykjavík 10 mínútum eftir miðnætti, 15. september. Milli Fær- eyja og íslands var þá djúp lægð, og því mjög hvasst suðvestan, bæði við jörð og hátt í lofti. Eftir að komið var í nánd við Færeyjar var eðlilegt loft- skeyta- og talsamband við Geysi frá Reykjavíkurflugvelli. Kl. 21.30 taldi áhöfnin sig vera skammt frá Færeyj- um og allt var með felldu. Flogið var í 8.000 feta hæð og bjóst flugstjórinn við að koma til Reykjavfkur lítið eitt á undan áætlun. Kl. 22.25 kemur skeyti til flugmálastjórnarinnar í Reykjavfk um áætlaðan komutíma kl. 23.30, eða 40 mínútum á undan áætlun. Kveðst flugstjórinn ætla að hafa samband við flugturninn kl. 23.10, þá verði flugvélinkomin í nánd við Vestmannaeyjar. Úti var niða- myrkur og allmikil snjókoma, og töluverð ísing fór að hlaðast á flug- vélina. Um kl. 22.45 bað Magnús þá Dagfinn og Einar að koma afísingar- búnaðinum í gang. I þann mund tók Bolli að stilla loftskeytatæki sín og ætlaði að fara að kalla í flugturninn í Reykjavfk og Guðmundur var byrj- aður að reikna nýja staðarákvörðun. Þetta var á milli kl. 22.45 og 22.50. Þá er eins og Geysir verði fyrir risa- höggi, vinstri vængurinn rekst í eitt- hvað, vélin sviptist fyrst upp og stingst síðan fram á við. Hún virðist kastast langar leiðir, þungur dynur hreyflanna hljóðnar og þögnin tekur við. Neyðarástandi lýst yfir Kl. 22.52 sendi flugturnirm í Reykjavfk eftirfarandi skeyti til Geysis: „Fljúgið í 8.000 fetum á loft- þrýstingi 2844 tommmur. Látið okk- Atburðarásin í réttri tímaröð ________gsepteffiber195f)________ Um kl. 16.30: Um kl. 1730: Um kl. 2030: Umkl. 21.00: Kl. 22.25: Um kl. 2230: Um kl. 22.50: Geysir hefur sig til flugs frá Luxemborg. Ceysir yfir Amsterdam. Áhöfnin telur sig vera yfir Færeyjum. Vélin kemur inn á íslenskt flugstiórnarsvæði. Geysismenn kalla flugturn í Reykjavík og áætla að verða yfir Vestmannaeyjum kl. 23.10, og í Reykjavík 23.30. Menn í Papey og Álftafirði heyra flugvélardyn. Sextán ára piltur á Ceithellnum sér flugvélarljós. Ceysir brotlendir á Vatnajökli (Bárðarbungu i Dyngjujökli). Þá er hríðarveður og 10 vindstig. Kl. 00.05: Lýst yfir neyðarástandi vegna TF-RVC (kallmerki Ceysis og einkennisstafir). Kl. 00.53: Ein flugvéla bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli hefur leitarflug. Um svipað leyti: Menn frá Kirkjubæjarklaustri farnir af stað til að leita á söndunum. Aðrir á þeim slóðum fara í kiölfarið. Kl. 02.13: Catalina-flugbáturinn Vestfirðingur hefur íeit. Um kl. 04.00: Fregnin um hvarf Ceysis berst tií Hornafjarðar. Menn þaðan hefja leit strax í birtingu, á sjó og landi. Um morgun: Alls 11 flugvélar farnar til leitar, atta íslenskar og þriár frá hernum á Keflavíkurflugvelli. Bóndinn á Starmyri í Alftafirði lætur flugturninn í Reykjavík vita af flugvélardyninum kvöldið aður. Litlu seinna beðinn um að manna leitarflokk inn Álftafjörð og upp, sem hann og gerir. Lónbúarfara einnig af stað, og eins menn í Öræfum og Suðursveit. Sömuleiðis leitað um fjalllendið vestan Jökulsar í Fljótsdal allt suður að jaðri Vatnaiökuls og þar um kring. Átta Reykvikingar a fjorum vel útbúnum jeppum, en veðurtepptir ÍGæsavötnum, heyra í útvarpi um hvarf Ceysis. Um miðjan dag: Menn fra Ceithellnum og Múla fara til leitar um Geithellnadal og Múlafjallgarðinn vestan hans. Um kl. 18.00: Menn frá Djúpavogi leita um Hamarsdal og fjöllin í grennd. Um kvöld: Reykvíkingarnir ákveða að halda til byggða og bjóða fram aðstoð við frekari leit. Um morgun: Halda áleiðis að Mýri í Bárðardal. Ferðin tekur allan daginn. Um hádegi: Koma að Mýri. Ná sambandi við flugturninn í Reykjavík. Slæmt símasamband, en boðið þegið. Beðnir um að undirbúa sig undir ferð og leit í Dyngjufjöllum. Upp úr hádegi: Loftskeytamaðurinn á varðskipinu Ægi, sem þá er statt út af Skálum á Langanesi, nær merkjasendingu Geysismanna. Um miðjan dag: Reykvíkingarmr koma að Fosshóli í Bárðardal. Sjö úr hópnum fara til Akureyrar að sækja vistir og láta smyrja bítana, en einn leiðangursmanna, Þórarinn Bjömsson, verður eftir í Fosshóli. Hefur aftur samband við flugturn. Fyrri beiðni staðfest. Áætlað að leggja af stað daginn eftir. Kl. 1630: Þórarinn Björnsson heyrir að Geysir sé ekki í Dyngjufjöllum, heldur í Dvngjujökli. Lætur félaga sína vita. Kl. 16.43: Catalina-ffugbáturinn Vestfirðingur tilkynnir að Geysir sé fundinn og allir á IE Lltlu síðar: Akureyringar beðnir um að undirbúa leiðangur. Reykvíkingarnir bjóða fram aðstoð sína. Hún þegin. Um kl. 20.30: Reykvíkingarnir sjö leggja af staðfrá Akureyri á jeppunum fjórum og koma i Fosshól í Bároardal um kl. 21.30. Um kl. 21.00: Fimmtán Akureyringar á fimm jeppum og einum vörubíl leggja af stað frá Akureyri. Koma í Fosshol um kí. 22.00. Um miðnætti: Leiðangursmennirnir 23 koma í Reykjahlíð. Kl. 05.15: Leiðangursmennirnir halda af stað frá Reykjahlíð og fara þaðan eystri leið upp eftir, yfir Lindaá. Kl. 10.00: Áð í Herðubreiðarlindum. Litlu síðar haldið inn að Urðarhálsi. Kl. 13.30: Komnir að Vaðöldu. Um kl. 17.00: Komnir í Kistuf ellskrika. Kl. 18.08: Skíðaflugvél Bandaríkjahers lent á jöklinum. Um kvöld: Leiðangursmenn frétta að búið sé að bjarga áhöfninni, en þeir samt beðnir um að halda áfram og bjarga verðmætum farmi. Umkl. 04.00: Umkl. 13.00: Um kl. 14.00: Um kl. 16.00: Umkl. 17.00: Um kl. 18.00: Um kl. 19.00: Atta Akureyringar og einn Reykvíkingur halda áfram för upp á jökulinn. Leiðangursmenn sjá bandarísku flugvélina. Leiðangursmenn koma að flaki Geysis. Björgunarflugið hefur misheppnast, skíðafiugvélin ekki náðst á loft. Mennleggja gangandi af stað heimleiðis. Bandarísku flugmennirnir verða eftir. Beiðni um að senda tvo menn til baka og fylgja bandarísku flugmönnunum niður af jöklinum. Það er gert. Tvimenningamir við flak Ceysis öðru sinni. Tvímenningarnir og bandansku flugmennirnir leggja af stað niður af jöklinum. % Umkl. 00.10: Umkl. 04.00: Umkl. 06.00: Um kl. 07.00: Um kl. 08.00: Um kl. 09.00: Um kl. 10.00 Umkl. 11.00: Um kl. 16.00: Fyrsti hópur (áhöfn Geysis (nema Ingigerður), Sigurður jónsson og einn Akureyringur) kemur í tjaldbúðirnar við Kistufell. Annar hópur (sex Akureyringar og Ingigerður) kemur í tjaldbúðirnar við Kistufeíl. Þriðp hópur (tvímenningarnir og bandarísku flugmennirnir þrír) kemur niður í tjaldbúðirnar. Fjórir Reykvíkingar, sem hafa farið með sleða úr tjaldbúðunum að sækja farangur áhafnar Ceysis, sem var í kvos sunnan Kistufells, koma til baka og eru síðastir af jökli. Lagt af stað til byggða. Tvær flugvélar lenda í uppþornuðum árfarvegi Jökulsár, norðan við Urðarháls. Áhöfn Geysis flogið til Reykjavíkur, en aðrir leggja af stað akandi heim. Áhöfn Geysis komin til Reykjavfkur. Hinn sameiginlegi björgunarleiðangur Akureyringa og Reykvíkinga kominn ÍHerðubreiðaríindir._______________ tt» Umkl.01.30: Akureyri. ur vita þegar þið eruð yfir Vest- mannaeyjum." Þegar Geysir svaraði ekki eftir ítrekuð boð, varð mönnum ljóst að eitthvað hafði komið fyrir. I fyrstu var talið að senditæki flugvél- arinnar hefðu bilað. I þeirri von að móttökutækin væru í lagi, tók flug- turninn að senda út blint, þ.e. að senda með jöfnu millibili veðurskeyti og upplýsingar um flugskilyrði. Jafnframt hóf útvarpsstöðin á Vatnsenda að senda stöðugan tón, ef vera kynni að flugvélin gæti miðað sig eftir honum. Þannig liðu mínút- urnar ein af annarri, án þess að nokkuð spyrðist til Geysis. Nokkrum mínútum eftir miðnætti, föstudaginn 15. september, þótti sýnt, að eitt- hvert slys hefði hent Geysi og var nú lýst yfir neyðarástandi á flugleið vél- arinnar og öllum flugumferðarstöðv- um við norðanvert Atlantshaf til- kynnt um hvarf hennar. Víðtæk leit hafin Björgunarflugvél frá Keflavfkur- flugvelli varð fyrst til að hefja leitar- flug; það var kl. 00.53. Um svipað leyti var flokkur manna frá Kirkju- bæjarklaustri lagður af stað til leitar niður á sanda, en landssímastöðin hafði fljótlega upp úr miðnætti verið beðin að reyna að vekja upp á sím- stöðvum á suður- og suðaustur- strönd landsins til að biðja um að senda út leitarflokka. Kl. 02.13 fer svo Catalina-flugbátur Loftleiða í loftið, með þeirri áhöfn, sem átti að taka við af áhöfn Geysis og fljúga áleiðis til New York. Nokkru á eftir Vestfirðingi eru Gullfaxi og aðrar flugvélar byrjaðar leit. Upp úr því eru fjölmargir leitarflokkar komir af stað víða, og þau skip sem stödd eru á hafinu á því svæði, sem talið var að Geysir hefði verið, eru beðin um að svipast um eftir vélinni. Menn vissu að Geysir hafði eldsneyti, sem nægja átti tO flugs til kl. 05.00, en flestir ótt- uðust þó að vélin hefði farist. Og þeg- ar umræddur tími rann út, þótti aug- ljóst að flugvélin gat ekki verið á lofti, og jafnframt talið Ifklegast, að Geysir hefði annaðhvort hrapað í sjóinn eða rekist á fjall. í birtingu fóru átta íslenskar flug- vélar af stað og þrjár björgunarvélar af Keflavfkurflugvelli. Veður var sæmilega bjart, en þoka yfir austan- verðu hálendinu og niður í hlíðar Vatnajökuls og því erfið leitarskil- yrði. Itarlegri flugleit varð því ekki komið við þar, en þess í stað leituðu menn á suðurströndinni, við hana og langt á haf út, alls 95 þúsund ferkíló- metra svæði, allt austur til Færeyja og þaðan 60 sjómílur suður af venju- legri flugleið til íslands og 100 sjó; mflur norður af eðlilegri flugleið. Á sama tíma og upp úr því og síðar eru enn fleiri leitarflokkar komnir af stað á landi til að ganga fjallasvæðin. Leitin stendur allan daginn, en án árangurs. Dynur í lofti Kvöldið sem Geysir týndist, þ.e. 14. september, töldu menn í Papey og á mörgum bæjum í Álftafirði eystra sig hafa heyrt í fiugvél, og sextán ára drengur á Geithellnum, Ólafur Einarsson að nafni, taldi sig hafa séð bregða fyrir ljósglætu all- hátt í lofti, á að giska yfir miðjum botni Álftafjarðar, og kveðst hafa fylgt ljósbjarmanum með augunum um stund. Þetta mun hafa verið um kl. 22.30. Þegar svo hvarf Geysis fréttist þar um morguninn, lætur El- ís Þórarinsson, bóndi á Starmýri, flugturninn í Reykjavík vita af þessu. Fannst mönnum syðra þetta ótrúlegt. Engin flugvél önnur átti að, hafa verið á lofti á þessu svæði um- rætt kvöld, og hefði þetta veriá Geysir, merkti það að hann hefði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.