Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 B 13 Sólin reynir að brjótast í gegnum dimma þokuna. Ijósmynd/Spessi fjalli í átt að mynni Bjamarfjarðar helltist skyndilega yfír okkur nokkuð þétt þoka. Við ætluðum að krossa Fijarnarfjörð þannig að við stoppuðum við lítið nes og tókum fram kortin til að mæla út stefnu yfir fjörðinn. Fyndin ömefni á ströndum. Við vorum sem sé staddir við „Skaufasel". Hinum megin við fjörðinn var annað sel, „Meyjarsel". Við reram í þokunni eftir áttavita. Stefnan var 142 gráður réttvísandi og okkur fannst eins og þessa stefnuna hefði margur vaskur sveinninn róið á áram áður. Það er eitthvað mjög heill- andi við að róa í þoku. Sléttum sjó og þoku sérstaklega. Við dóluðum með ströndinni, alit vaðandi í furðuveram og skúlptúram. Á einu nesinu hafði hópur hestamanna áð. Við reram með hraustlegan hrotukór í bakgranninn og hestamir horfðu á okkur forviða. Bærinn Drangar birtist í þokunni eins og leikmynd frá víkingatímanum. Þar er myndarlegt æðarvarp og ein- hver ferðaþjónusta. Áfram út með Drangahlíðinni. Við vissum af Dranga- skörðum. Sjö tignarlegir tindar yst á Skarðafjalli. Það væri synd að sjá þá ekki. Einn barði í borðstokkinn og sagðist ekki fara fet fyrir Drangaskörð í þessari þoku. Sagðist ætla að bíða Ólafur Þ. Jónsson, Óli kommi, fyrrverandi vitavörður og nú landvörður á Homi, með Maó-kaskertið sem Spessi gaf honum. Fyrsti eldurinn kveiktur í Látravík. Alls urðu bálin átján sem tendmð vom í ferðinni, enda nægur eldiviður til staðar. þess vegna allt sumarið þar til þokunni létti. Það var gerð málamiðlun. Rerum fyrir skörðin og inn í Drangavík. Þar innst í víkinni var tjaldað í lítilli para- dís. Við vöknuðum aftur inn í þokuna. Það var samt yndislegt veður, heitt og milt. Staðgóður morgunverður, varð- eldur, sundsprettur í ósnum og hver espressó-kannan á fætur annarri. Með samstilltri hugarorku tókst okkur loks- ins í lok dagsins að fæla þokuna af Drangaskörðunum. Biðin var þess virði. Þvflíkt útsýni. Sannarlega sigur- stranglegir keppendur í fegurðarsam- keppni fjallanna á Ströndum. Við héldum áfram í suður og rákum á undan okkur þokuna. Reram inn flóa sem geymir þá Eyvindar-, Ófeigs- og Ingólfsfjörð, nefnda eftir bræðram er þar námu land eftir að faðir þeirra hafði verið drepinn af Haraldi hárfagra og hans durtum. Þriggja rétta máltíð innst í Eyvindarfirði og síðan áfram. Farkostimir vora eitthvað svo vfljugir þennan dag. Við krossuðum Ófeigs- fjörð frá Hrúteyjamesi beint á Seljan- esvita. Fimm kílómetra kross í spegil- sléttum sjó. Ekki langt frá miðjum flóanum sáum við háhyming ekki langt frá okkur. Hann fylgdi okkur smá- Hvrtur fiörusandurinn í Bolungarvík á Ströndum tók mjúklega á móti ræðurun- um. Þeir breiddu út farangurinn í sólar- breiskjunni. stund í fjarlægð en hvarf svo í djúpin. Veðrið var ótrúlegt. Við fylgdumst með sólinni stinga tánni í Norður-íshafið og hífa sig svo aftur upp á festinguna. Við lentum innst í Ingólfsfirði aðfaranótt sunnudags tæpum þrem dögum á und- an áætlun eftir góðan dag á sjó. Síðasb’ áfanginn Við gáfum okkur góðan tíma daginn eftir tfl að skoða draugabæinn og verksmiðjuna sem var bara byggð, aldrei notuð. Allavega ekkert sem tal- andi er um. Þar er allt enn eins og farið hafi verið skyndilega, sennilega bara í kaffitímanum. Vegna þess hvað vel hafði gengið ákváðum við að róa lengra. Enda þetta í Djúpuvík þar sem Ási, frændi Spessa, og Eva, kona hans, reka hótel með miklum myndarbrag. Við ætluðum að gefa okkur tvo daga í viðbót til að komast þangað. Við feng- um vægan mótvind út Ingólfsfjörðinn, frískandi hafgolu. Fyrir Munaðames loksins örlítil kvika og smá lens inn með Krossnesinu. Við stoppuðum við laugina í fjöranni og syntum aðeins og nærðum okkur. Undarlegt kvikindi hafði endað ævina þama í fjörunni. 5- 600 kg flykki, sennilega sæljón eða rostungur. Það vantaði á það hausinn þannig að það var ekki gott að segja. Við kíktum á kortin og mældum vegalengdir. Við ákváðum að krossa Trékyllisvfldna beint yfir í Reykja- neshymuna. Tæplega 6 kflómetrar og þar undfr hymunni fundum við ansi skemmtflegan helli í klettinum. Hægt var að róa nokkrar bátslengdir inn í myrkrið. Hann ku heita Dugguhola. Ut með Reykjanesinu við Gjögur er flugvöllur. Þar tjölduðum við undir flugbrautarendanum. Skammt frá heitur pottur í skerjunum og endalauk fegurð hvert sem litið var. Það er ekki lengur neinn heilsárs ábúandi á Gjögri, en þar eins og víða annars staðar á Ströndum sækir fólk í átthagana yfir sumarið. Við reram inn í höfnina á Gjögri síðasta daginn okkar á sjó. Heimamenn vora að dytta að húsum sínum en gáfu sér samt tíma í smá- spjall. Kaffi og hressing vora borin út í sólina fyrir okkur áður en við krossuð- um Reykjafjörðinn og sigldum inn með Reykjaijarðarhymu í átt að Kúvíkum. Þar töfruðum við upp úr lestum bát- anna alls kyns kræsingar. Enn var samt nægur forði, og held ég að ég hafi ekki verið sá eini sem helst vfldi halda áfram í nokkra daga. En það er ekki endalaust hægt að leika sér. Síðasta spölinn bað Spessi okkur að róa í takt. Sagði að Ási frændi vfldi helst hafa það þannig. Og inn Djúpu- vfldna, síðustu kflómetrana var það taktfast „hægri, vinstri, hægri, vinstri" með fögram bogadregnum sveiflum aflir í takt. í Djúpuvík var verið að undirbúa komu herra Ólafs Ragnars. Við nutum góðs af því. Við voram beðnir um sér- fræðiálit á bakkelsinu sem til stóð að bjóða forsetanum og hans fylgifólki. Bragðaðist það alveg einstaklega vel. Daginn eftir var félagi okkar, Sigurður Hafberg, væntanlegur með keiru untJ^ ir kajakana að sækja okkur. Áður en við gengum til náða í litlu húsi sem þau hjónin buðu okkur til afnota gengum við spölkom inn með ffrðinum og brennuvargurinn í hópnum kveikti átjánda eldinn áður en hann Ijósmynd- aði hópinn sem nú hafði lagt að baki sex daga og 160 kflómetra á sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.