Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 DÆGURTÓNLIST m Wm. ' ■ ]|y|IKIÐ hefur verið íjall- IVl að um kvikmyndina Myrkradansarann sem frumsýnd verður á næst- unni, en eins og kunnugt er _ Jeikur Bjðrk Guðmunds- ddttir aðalhlutverk í mynd- inni. Margur virðist aftur á mdti hafa gleymt því að Björk sér einnig um tdnlist- ina í myndinni, en sú tdnlist kemur útá skífunni Selma- songs á morgun. Tdnlistin í myndinni er úr smiðju Bjarkar, en ýms- ir lögðu henni Iið við sam- setningu hennar, þar á mcöal Valgeir Sigurðsson, sem áður skipaði Birth- mark og Orange Empire. •Valgeir, sem rekur hljdð- verið Grdðurhiísið, segir að vinna við tdnlistina hafi lmfíst í janúar 1998 og staðið til apríl á þessu ári raeð hiéum. „Lagasmíðar og grunnar voru gerðir í Grdðurhúsinu hjá mdr,“ segir Valgeir, „en á meðan tökumar vora í gangi í fyrrasumar settum við upp stúdíd úti íDanmörku og unnum þar samhliða raynd- inni, eftir því sem aðrir leikarar sldgust í hdpinn og textamir voru að mdtast. Sinfdníuhljdmsvcitin var svo tekin upp í Air- stúdidinu í London, 94 manna hljdmsveit þegar mest var. Það var magnað að vera með í því og vinna með Vince Mendoza, sem sá um útsetningarnar og stjdrnaði hljdmsvcitinni, en hann er sá mesti meistari á sínu sviði sem dg hef unnið með. Við byijuðum með fullskipaða hljdmsveit, yfir 90 inanns, en síðan var fækkað eftir því sem okkur miðaði áfram og þegar strengirnir voru teknir upp var það mcð 30 manna strengjasvcit. Loka hljdð- vinnsia fdr siðan fram í OI- ympie-stúdídinu í London. Þegar búið var að gera myndina þurftum við síðan að setja inn rétt hydð, enda kvikna lögin út frá hljóðum í myndinni og þcgar við unnum lögin voru endanleg hljdð ekki komin. Það var seinleg vinna, tdk að minnsta kosti mánuð í hljdðveri." Valgeir segir að víst hafi þessi vinna kallað á tals- vert flandur um heiminn og verið býsna mikil enda var Björk líka að vinna að næstu plötu sinni og þannig voru ný lög unnin á fullu í sumar á meðan tökur voru í gangi og síðan þurfti að Ijúka við lag sein var í myndinni Bcing John Malcovitch. „Þetta var þd afskaplega skemmtilegt, ég hef ekki uimið kvik- myndatdnlist áður en gæti vel hugsað mér að gera það aftur. Þetta er fjölbreytt vinna og gaman að hafa líka ákveðin tímamörk til að vmna eftir.“ Framúrstefnudj ass og síðrokk EGAR GRANNT er skoðað hefur eitt helsta hreyfiafl bandarískrar nýbylgju siðustu ár verið hdpur dvenju virkra tdnlist- armanna sem hafa unnið saman á dlíka vegu í dlíkum hljdmsveitum. Flestir eru þeir í mörgum sveitum samtímis og jafn- vel gerdlíkum. Nýlegt dæmi um það hversu langt má ná í sköpun og frum- leika er framúrskarandi skífa Isot- ope 217 sem kom út fyrir skemmstu. Liðsmenn Isotope 217 eru úr ólík- um áttum, en eiga það sameiginlegt að hafa verið í flestum helstu nýbylgjusveitum vestan hafs á þess- um áratug, sveitum eins og Tortoise, Chicago Underground, Brokeback, Pan Am- erican, 5ive Style, For Camation og Tar Ba- bies svo dæmi séu tekin. Þannig hafa þeir John Herndon, sem leikur á trommur og slagverk, og Dan Bitney, sem leikur einnig á trommur og slagverk, verið í Tortoise síðast- liðin tíu ár eða svo. Jeff Parker gftarleikari gekk til liðs við Tortoise 1995, en hann er helst þekktur fyrir gítarleik sinn með ýmsum djassrisum, þar á meðal Joshua Redman, Roy Hargrove, Marsalis-slektinu og Lester Bowie. Hann var einnig um tíma og er ef til vill enn meðal liðsmanna Chicago Underground Orchestra, hljómsveit Robs Mazureks kornett- leikara, sem einnig er meðal liðsmanna Isotope 217. Básúnuleikari þeirrar sveitar, Sara P. Smith, er einnig í Isotope 217. Bassaleikarinn Matt Lux, sem þykir mikill fönkmeistari og spunaforkur, fyllir svo flokk þeirra Isotope 217 manna. Eins og sjá má af upptalningunni er Isotope 217 skipuð dlíkum tdnlistar- mönnum sem fengist hafa við ólíkar gerðir tönlistar, allt frá naumhyggju- legri rokkframúrstefnu i harðan spunadjass. Tónlist sveitarinnar hefur jafnan byggst mikið á spuna og sumar skífur hennar verið meira og minna búnar til á staðnum ef svo má segja. Á plötunni nýju, Who Stole the I Walkman? gera liðsmenn aftur á mdti tilraunir með hefðbundin lög, eða í það minnsta eins hefðbundin og þeir geta hugsað sér. I bland við það er síðan hefðbundinn spuni þar sem stefn- umar framúrstefnudjass og síðrokk mætast og komast að því að þær eiga bara býsna margt sameiginlegt. eftir Árna Mattíasson Rokksveit Liðsmenn Singapore Sling. Morgunblaðið/Kristinn AÐ ER ævinlega gleðiefni þegar nýjar íslenskar rokksveitir láta í sér heyra og ekki er verra ef þær hafa eitt- hvað fram að færa. Singapore Sling hefur verið iðin við spila- mennsku undanfarið og sendi líka frá sér geisladisk íyrir skemmstu, Overdriver, þar sem boðið er upp á vagg og veltu. Á skífunni er hljómsveit- in aðeins eins manns, en á tón- leikum eru heldur fleiri í áhöfninni. Á plötunni Overdriver er Henrik Bjömsson einn á skút- unni, leikur á öll hljóðfæri, syngur og tekur upp, auk þess sem lög og textar eru öll eftir hann. Henrik segist hafa keypt sér fjögurra rása upptökutæki í Lundúnum fyrir nokkru og ákveðið síðan síðastliðið haust að taka upp lög og gefa út. Lögin urðu fjögur, en síðan bætti hann í púkkið fjórum eldri. Henrik leyfði Einari Þór Kristjánssyni félaga sínum að heyra upptökumar og honum leist svo vel á að áður en varði var orðin til hljómsveit, en Henrik segist reyndar hafa samið lögin með það í huga að spila þau á tónleikum. „Mér fannst líka endilega þurfa að gefa þau út og þá að gera það eins og mér sýndist, enda er ég ekkert að spá í útvarpshlustun eða komast inn á poppmark- að,“ segir Henrik, en hann sér Nýtt íslenskt rokk um útgáfuna að öllu leyti og framleiðir meira að segja disk- ana. Einar segist strax hafa kunnað að meta það sem Hen- rik var búinn að setja saman og þeir voru fljótir að kalla til mannskap og byrja að æfa, en í dag skipa sveitina auk Hen- riks, sem leikur á gítar og syngur, og Einars. sem leikur á gítar, þeir Helgi Om Péturs- son á hristur, Svavar Pétur Eysteinsson á gítar og hljóm- borð, Börkur Jónsson á trommur og Kristinn Schram á bassa og bakraddir. Fyrir ýmsar sakir féllu æfingar nið- ur um hríð, en vom teknar upp aftur af krafti fyrir skemmstu, enda ætlunin að spila sem mest og sem víðast. Þeir félagar segja að lögin hafi ekki breyst ýkja mikið þegar þeir fóm að æfa þau upp fyrir tónleikahald, það var helst að það bættist við bassi í einu lagi sem ekki var bassi í á skifunni, en einnig bættist sumt við sem ekki hefði verið hægt að koma fyrir í fjögurra rása upptöku. Þeir segja þó að verði farið í hyóðver aftur muni ekki öll lögin verða tekin upp aftur. „Ég myndi ekki nenna að taka sum þeirra upp aftur og önnur hafa einfaldlega ekki gengið upp hjá okkur,“ segir Henrik, og Einar bætir við að það séu líka ný lög kom- in í púkkið eftir Henrik. Á tón- leikum á Grand Rokk fyrir skemmstu lék Singapore Sling sex lög en á næstu tónleikum verða þau fleiri því þeir segjast stefna að því að bæta við lagi á viku fram að jólum. Frekari upptökur em reyndar ekki á dagskrá í bili, enda er trommu- leikari sveitarinnar hristuleik- ari á leið til útlanda. Þeir gera sér þó góðar vonir um að það muni ganga liðlega að finna af- leysingamenn og segjast ekki telja að það muni setja strik í reilminginn hvað varðar spilirí. Öll lög á skífunni og reyndar öll lög á tónleikadagskrá sveit- arinnar em eftir Henrik, eins og fram hefur komið. Hann segir að það hafi ekld verið rætt enn hvort aðrir liðsmenn leggi sveitinni til lög og Einar segir að það sé ekki mikil þörf á því á meðan nóg sé til af nýj- um og góðum lögum í smiðju Henriks. „Það leggja auðvitað allir sitt af mörkum þegar við vinnum lögin fyrir tónleika- hald,“ segir Henrik, „og það gengur ágætlega eins og er.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.