Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 B 11 Kanadafossinn við Niagara. Bátarnir sigla með ferðamennina nær alveg að fossinum. Ljósmynd/Magnús Porkelsson um húsið. Boðið leystist upp í skyndi. Hundurinn hafði hitt skunk og skunkurinn sprændi á hann. Okkur þótti skondið að leigubílstjórinn vildi hafa alla gluggana opna í bflnum á leiðinni heim... Að rennblotna og borga fyrir það! Föstudaginn 7. júlí var farið í rútuferðir að Niagra-fossum. Foss- amir eru furðulegt svæði. Þetta mikla náttúrubákn er umvafíð ferða- mennsku. Svolítið annað en íslensku fossamir. Ég játa að það var vem- lega mikil blöndun spennu og kvíða í mér á leiðinni. Frá bamæsku hafði ég látið mig dreyma um að koma á þennan stað. Þá hafði ég heyrt fjöl- marga lýsa fossunum. Myndi ég verða fyrir vonbrigðum? Þegar við komum þangað varð ég hissa. I fyrsta lagi var okkur alger- lega stýrt á leið okkar um svæðið. Girðingar og öryggishlið um allt. En vonbrigðin urðu engin. Það var auð- velt að njóta fossanna. Við sigldum að fossunum, fórum nánast upp að þeim og fóram svo á bak við þá inn um göng sem titraðu og skulfu. Minnugur Suðurlandsskjálftans 17. júní var ég örlítið á tauginni. En allt í allt var þetta ótrúleg upplifun í mjög vemduðu umhverfi. Að því búnu vora tónleikar í litlum bæ sem heitir St. Catharines þar sem allir kóramir syngja hver sína dagskrá. Það var gaman að sjá hvað hinir vora að gera. Söngskrá kór- anna var oft glæsileg og bar jafnan keim af heimalandi þeirra. T.d. voru austur-evrópsku kórarnir með margs konar hreyfíleiki í lögum sín- um en sá spænski og kórinn frá Ný- fundnalandi afar hátíðlegir. Kórinn frá Nýja-Sjálandi flutti lög sem bára með sér hlýjan blæ Kyrrahafsins og Ljósmynd/Magnús Þorkelsson Borgin Ontario stendur við Ontariovatn, sem er líkara hafi en stöðu- vatni. Það var farið beint í NAC eða Nat- ional Arts Centre (að vísu var stopp- að í smánesti á leiðinni og skotið á æfingu. Kórstjórar láta ekki að sér hæða). Kórinn stóð sig vel og var hreint bráðsnjall enda vora móttök- umar góðar. Því var sérstaklega fagnað þegar þess var minnst að 1000 ár væra frá því að Leifur fann Ameríku og hafi því verið kallaður heppinn (sem er að vísu ekki alveg nákvæmt en...). Um kvöldið var bærinn kannaður en hann er snyrtilegur og ef grannt er leitað má finna afar huggulegt kaffihúsahverfi. Þá er það sérstakt hve manni finnst maður vera öragg- ur í kanadískum borgum. Kanada- menn era ekki skipulagðasta fólk í heimi en þeir era viljugir til að láta hlutina ganga. Dálítið íslenskir. Þeir yppta öxlum og láta hlutina reddast. Næsta dag var dagskrá stóra kórsins endurflutt fyrir fullu húsi. Og viðstaddir stóðu undir dynjandi lófataki í lokin. Sama dagskrá, sama fólk nema - bæði sólóin í And so it Goes vora sungin af íslendingum, þeim Stefáni Erni og Ásdísi Kri- stjánsdóttur. Það er grand að syngja sóló og vera með 400 bakraddir! Að þessu búnu var Kaggik lokið nema við áttum eftir að fara í rosa- grillveislu. Fyrst var farið í siglingu á St. Lawrence ánni, milli Ottawa og Hull - Ontaríó og Quebec, ásamt sló- vensku og spænsku kóranum. En rosagrillveislan þótti fremur ómerki- leg og aðstæður lummulegar. Mælikvarðamir hér heima og þarna úti era ólflör. Hins vegar sagði Bill okkur að hann hefði á dögunum verið með hóp í þinghúsinu í Ottawa og þá hefði þar borið að Cretien for- sætisráðherra Kanada og Mr. Odds- son, forsætisráðherra íslands. Ljósmynd/Birgir Finnbogason Slakað á í garðveislu í Boston. Lagið var tekið á milli rétta fyrir gestgjafa og nágranna þeirra. Slóvenarnir fluttu eins konar leikrit sem endurspeglaði götuhljóð og dýrahljóð og það þegar skordýr ráð- ast á ferðamann og éta hann! Tekið var fram að slíkt væri þó mjög óvanalegt í raun. Hér kom upp mikil- vægi svona móts. Eitt kom í ljós. All- ir kórstjórarnir áttu í sama slagnum við sína kóra og allir kórarnir áttu í erfiðleikum með misdyntótta kór- stjóra. Þrátt fýrir að allir væru spenntir fyrir því að hittast og vera saman þá var hópurinn dasaður eftir ferðina að fossunum og undan nærri 35 stiga hita þegar hæst bar. En það var sæl- usvipur í bland við þreytuna eftir viðburðaríkan dag. Ottawa - höfuðborgin Næsta dag átti að fara í miklum spreng til Ottawa því þar vora næstu tónleikar. Reiknað var með að við færam kl. átta, mættum um kl. 13 og syngjum um kl. 14. Kórarnir skyldu leggja af stað í þeirri röð sem þeir áttu að syngja en ein rútan bilaði og okkar þurfti að bíða því nokkrir fóru með föt í hreinsun. Hreinsunin átti ekki að opna fyrr en hálf níu! Bill var mjög órólegur því fyrirmælin vora að fara ekki mínútunni seinna en átta! Aftur til Boston Eftir vikudvöl og ferðalög í Onta- riofylki var farið aftur til Boston. Gary bílstjóri ók fremur greitt enda þurftum við að ná til Boston fyrir kl. 20 og ná að versla í Manchester (New Hampshire en þar er enginn söluskattur á vöra). Bflstjórar þurfa jú sinn matar-, kaffi- og hvfldartíma. í Boston átti að slaka á, þó með þeim fyrirvara að syngja átti tvíveg- is. Annars vegar í Quincy Market sem er fallegt svæði og skemmtilegt við miðbæ Boston. Hins vegar í Bell- mont á Payson Park Music Festival. Boston er í margra huga yndisleg borg og býður upp á fjölmargt. Hún er afar evrópsk þó svo hún sé einnig þekkt fyrir Kínahverfi sitt. Þarna má án efa finna hvað sem er ef vel er leit- að. I borginni er mikið menningarlíf, fallegir garðar og fjölbreytt verslun. I borginni er einnig mikið skólalíf ef svo má segja. Þeim mun meira sem menn nálgast Charles-ána enda era þeir þá komnir í nánd við Harvard- háskólann. í borginni era á sjötta tug skilgreindra háskóla fyrir utan allt annað. Paradís skólamannsins. Engu að síður er margt öðravísi í Ameríku en hér heima. Til dæmis er annar skítastuðull og oft var kvartað yfir lykt í herbergjum. Þá var maga- kveisa tíð í hópnum. Svo era mat- seðlar svolítið annars háttar en hér sem sumum finnst spennandi en öðr- um finnst kvíðavænlegt. Daginn sem tónleikamir vora í Quincy Market var siglingahátíð í Boston. Glæsileg hámastra skip komu frá Indónesíu, Japan, Rúss- landi og víðar. Þrælsætir dátar í sjó- liðabúningum fylltu bæinn. Strák- arnir þóttust afskiptir og spáðu í hvar væri hægt að fá matrósaföt. í miðbænum tók Helen á móti okkur, íyrrverandi kennari og kór- stjóri. Hún sýndi okkur miðbæinn og söguslóðir en þarna hófst frelsisstríð Bandaríkjanna gegn Bretum. Eitt hverfið er kallað Litla-Ítalía og er af- ar ítalskt. Sumir horfðu í kringum sig og veltu vöngum yfir því hvort þeir sæju alvöra maíiósa. Þegar kórinn hóf upp raust sína á tröppum Fenuil Hall í Quincy Mark- et var Helen búin að setja fram körf- ur og viti menn - peningamir streymdu inn! Skyldi þetta ganga sem fjáröflun var spurt? En það er ekki vist að við finnum jafnfallegt veður og léttklætt/léttlynt fólk á Lækjartorgi. Þrátt fyrir hitann gekk allt vel og stemmningin var góð enda var þeim vel fagnað og stór hópur safnaðist saman til að hlusta á. Bellmont Music Festival var að vísu ekki af þeim stærðarflokki sem okkur skildist af Helen. Þetta var ekkert Woodstock. En kórnum var vel tekið og með þessu var skyldu- störfum lokið. Svona rétt í lokin var farið saman á stórt veitingahús þar sem við fengum okkur lokamáltíð með góðum vinum, s.s. Kevin Leong, Gary Morgan bflstjóra (ógeðslega sætur sögðu stelpurnar og rosa sval- ur sögðu strákarnir) og Hannesi Högna Vilhjálmssyni sem er við nám í MIT og tók hópinn heim til sín eina kvöldstund. íslensk gestrisni lætur ekki að sér hæða. Og þarna var sungið og sungið og sungið. Þegar upp er staðið... Þegar lagt var af stað til baka vora flestir glaðir að komast heim. En all- ir vora einnig vináttunni og reynsl- unni ríkari. Það var auðfundið hve vel þeim var tekið. Við fundum hjá fólkinu í kirkjunni í Cambridge, áheyrendum í Quincy Market og annars staðar að áheyrendur vora snortnir af sönggleði þeirra og glæsilegri framkomu. Við vorum spurð í þaula og fólk vatt sér að Hrafnhildi kórstjóra á götu í Boston og þakkaði henni fyrir konsertinn í Quincy - síðast kona á Logan-flug- velli fyrir framan kórinn. Einn gest- gjafinn sagði við okkur að hann væri snortinn af kurteisi þeirra og því hve stolt þau væra af upprana sínum. Ameríka er stór og margbrotin. Við fóram 2.300 kflómetra og sáum aðeins brotabrot álfunnar. Kórinn söng í almenningsgarði, á torgi, í kirkju, í útvarpi, húsagarði og í stór- um tónleikasal þar sem gestir stóðu upp til að fagna þeim. Þau tóku lagið í lyftuhúsi við Niagara þar sem hljómurinn var óskaplega glæsilegur og reyndar gerðu þau það hvar sem var von á góðum hljómi. Hvar sem þau komu tók fólkið eftir þeim og all- staðar var þeim fagnað vel. Það era spor í Bandaríkjunum eftir Kór Flensborgarskólans. Það gerir ferðina eftirminnilega fyrir kórinn - og þá sem hittu hann. Höfundur er aðstoðarskdlameistari Flensborgarskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.