Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 B 9
.1
flugvélin var þetta langt af leið, og
svona illa tókst til.“
í niðurlagi segir eftirfarandi: „Sú
niðurstaða, sem nefndin hefir komizt
að við rannsókn þessa, er, að frumor-
sök slyssins hafi verið siglinga-
skekkja. í öðru lagi verður meðverk-
andi ástæða slyssins að teljast sú,
hversu seint flugstjómarmiðstöðin í
Reykjavík sendi flugvélinni fyrir-
skipun um að breyta um hœðamælis-
stillingu.“
Eins og fram kemur í rammavið-
tali hér við Magnús Guðmundsson
flugstjóra þykir honum rannsóknin
hafa verið bæði einfold og ófullkom-
in; ekkert kannað hvort verið gæti,
að tækin í flugvélinni hafl verið í
ólagi, eða sendingum lóranstöðvanna
eitthvað ábótavant á þessum tíma,
eða hvort veðrið hafi sett strik í
reikninginn, en „mjög erfitt var að
lesa merkin frá stöðvunum þegar
maður var í skýjum og úrkomu.“ Og
þegar málið fór síðan í gegnum
dómskerfið, var Magnúsi skipaður
verjandi, sem aldrei hafði þó sam-
band við hann.
Dómur
Tveir úr áhöfn Geysis, þeir Guð-
mundur Sívertsen loftsiglingafræð-
ingur og _ Magnús Guðmundsson
flugstjóri, sem og flugumferðar-
stjórinn, sem verið hafði á vakt
kvöldið sem Geysir týndist, Arnór
Kristján Hjálmarsson, voru sóttir til
saka fyrir brot gegn 4. mgr. 42. gr.
laga nr. 32/1929 og 219. gr. laga nr.
19/1940.
Hinn 16. júní 1951 féll úrskurður
héraðsdóms. Guðmundur skyldi
greiða 3.000 krónur í sekt og missa
flugleiðsögumannsréttindi sín ævi-
langt. Magnús skyldi greiða 2.000
krónur í sekt og missa flugmanns-
réttindi sín í 6 mánuði. En Amór
skyldi vera sýkn.
Málið fór í hæstarétt, og hinn 24.
nóvember 1952 féll dómur hans.
Guðmundur missti atvinnuréttindi
sín ævilangt, eins og héraðsdómur
hafði úrskurðað, og var að auki gert
að sæta fjögurra mánaða varðhaldi.
Sektargreiðslan var hins vegar felld
niður. Hvað snertir Magnús Guð-
mundsson flugstjóra, var talið „að
honum hefði borið að fylgjast betur
en hann gerði með staðsetningum og
leiðarreikningi flugvélarinnar og
fullvissa sig um, eftir að flugvélin tók
að nálgast landið, að hún væri örugg-
lega ofar öllum fjöllum. Með því að
gæta ekki skyldu sinnar um þetta
hefur hann orðið samvaldur að slys-
inu.“ Var hann dæmdur í hærri fjár-
sekt en áður, eða 4.000 krónur, en
ákvæði héraðsdóms um að hann
skyldi tímabundið sviptur flug-
mannsréttindum ekki staðfest.
Flugumferðarstjórinn var hins
vegar, eins og í héraðsdómi, sýknað-
ur af ákærum um vanrækslu í starfi.
Er ekki laust við að það sé dálítið á
skjön við áðumefnda niðurstöðu
rannsóknamefndar flugslysa, enda
má heyra nokkurn afsökunartón í
dómi hæstaréttar, en þar segir:
„Samkvæmt fyrirmælum um fram-
kvæmd starfa hans bar honum að
vísu að leggja fyrir flugvélina Geysi
að hækka flug sitt, fyrr en hann
gerði. En þar sem hann gat ekki
Ljósmynd/Þorsteinn Jósefsson
Loftmynd af flaki Geysis á
Vatnajökli. Á myndinni sést slóð-
in, sem flugvélin skildi eftir sig
við brotlendinguna og hlutir úr
henni á víð og dreif. Hægri
vængurinn hefur rifnað af en
meginhluti búksins og vinstri
vængur eru heillegir. Eflaust.
hefur tveggja metra jafnfallinn
snjórinn gert það að verkum, að
ekki fór þó verr kvöldið örlaga-
ríka, 14. september 1950.
vænzt þess, að flugvélin væri komin
eins langt af réttri leið og raun varð
á, þykir ekki vera svo náið orsaka-
samband milli þessarar vangæzlu
hans og ófara flugvélarinnar, að hon-
um verði að lögum gefin orsök á slys-
inu.“
Lokaorð
Með niðurstöðu rannsóknarnefnd-
ar flugslysa í huga, sem og niður-
stöðu dómskerfisins, er fróðlegt að
endingu að lesa það, sem Trausti
Jónsson veðurfræðingur ritaði með
veðurkorti því, sem hann var beðinn
um að teikna upp í tilefni þessarar
umfjöllunar um Geysisslysið, og er
fellt inn í annað kort, þar sem jafn-
framt er sýnt flug vélarinnar til og
frá Lúxemborg. En orðrétt segir
Trausti:
„Mér sýnist nokkuð einfalt hvað
gerst hefur. Mjög djúp lægð var rétt
norðan Færeyja. Reyndar með
dýpstu lægðum á þessum árstíma,
953 hPa í lægðarmiðju. Sennilega
hefur hún því verið dýpri en menn
reiknuðu með þegar vélin lagði af
stað og vindur sunnan- og suðaustan
lægðarmiðjunnar verið umtalsvert
meiri en reiknað var með.
Mér sýnist að vindurinn sunnan
og suðaustan við lægðarmiðjuna hafi
verið allt að 40 m/s af suðvestri, sem
gæti verið 10-20 m/s meira en reikn-
að var með. Þetta hefur verið nóg til
að færa vélina lítils háttar af leið
þannig að hún hefur í raun farið ann-
aðhvort til norðnorðvesturs skammt
austur af Færeyjum eða yfir þeim.
Síðan er dálítið svæði með tiltölulega
hægri austanátt norðan lægðarmiðj-
unnar en aftur á móti mikill norð-
austanstrengur yfir Islandi, sem hef-
ur gætt sérstaklega eftir að vélin fór
að lækka flugið. Mér sýnist líklegt að
vindur yfir Vatnajökli hafi verið af
norðaustri og á bilinu 30-35 m/s.
I Hornafirði er skýjarof, sjálfsagt
mikil fjallabylgjuský yfir og sömu-
leiðis vestur með suðurströndinni og
vestur á land. Yfir Vatnajökli sjálf-
um og öllu svæðinu þar fyrir austan
og norðaustan var mikill kólgubakki
með talsverðri rigningu. Hlýtt var
sunnan jökla og kl. 18.00 var 13 stiga
hiti á Fagurhólsmýri. í Möðrudal
var hitinn þá 4 stig í rigningu. Mér
sýnist því næsta víst að vélin komi úr
austnorðaustri (kannski úr 80°) inn
til lendingarinnar á Bárðarbungu
eftir að hafa verið í kólgubakka mik-
ið til frá Færeyjum. Niðurstaða mín
er sumsé sú að óvenjulegur (þ.e. mið-
að við árstíma), snarpur og óvæntur
vindstrengur hafi borið vélina dálítið
af leið með þeim afleiðingum að hún
kom að landinu yfir Berufirði (eða
svo) í stað Mýrdals."
Jöklafararnir á leið upp að flaki Geysis, 20. september 1950, í glaða
sólskini. Að baki þeim rís Kistufell og þokan beltar sig í hlíðum þess. Á
myndinni eru Vignir Guðmundsson, Jón Sigurgeirsson, Ólafur Jónsson,
Tryggvi Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Þráinn Þórhallsson, Sig-
urður Steindórsson og aftastur fer Þórarinn Björnsson. Eðvarð Sigur-
geirsson, níundi leiðangursmaðurinn, tók myndina.
Dagur í lífi
björgunar-
manna
Morgunblaðiö/Jim Smart
Þórarinn Björnsson, sem nú er á
91. aldursári, var sá úr hópi reyk-
vísku leiðangursmannanna sem
gekk að flaki Geysis með Akur-
eyringunum átta, og var hann
lengst allra leiðangursmanna á
jökli, eða í alls 26 klukkustundir.
ÞÓRARINN BJÖRNSSON er á 91. al-
dursári. Hann gerðist skáti á vordög-
um 1925 og átti skátaheitið eftir að
veröa bakgrunnur að hegðan hans
alla tíð síðan. Fimm árum eftir að L.
H. Muller, sem var einn helsti brautr-
yðjandi skíðaíþrótta á íslandi, heldur
innreið sína í landið, en það var áriö
1928, er Þórarinn kominn þar í fylk-
ingarbrjóst og ásamt Guðmundi Jón-
assyni frá Kistufelli á Kjalarnesi og
þeim hópi sem fylgdi honum er hann
einnig brautryðjandi í jeppaferðum
inn á hálendi fslands. Fljótlega eftir
heimkomu sína ritaði hann ferða-
sögu leiöangursins og hefurtileink-
að skátahreyfingunni það rit, til að
hún megi draga lærdóm af því sem
aflaga fór. Hér er birtur í fyrsta sinn
opinberlega hluti úr þeirri sögu hans,
örlítið styttur. Gripið er niður í atburði
miðvikudagsins 20. september:
Þeir voru átta Akureyringarnir sem
völdustíferðina. Kaldurvar morg-
unninn og dimm þoka. Þegar hver
hafði skíðin sín á öxl lágu ein eftir á
fönninni og sýndust nothæf. Spurði
ég þá fararstjórann hvort þau væru
laus og hvort ég mætti taka þau og
slást með íjökulgönguna. Hann kvað
já við. Tájárnin pössuðu við mína skó
og þannig var ég kominn með skíði á
öxl, hinn níundi í ferðinni inn á jökul.
Ég bætti á mig peysu og stakk auka-
vettlingum og viðbótarnesti inn á mig
því bakpoka hafði ég engan.
Engin talstöð
Leiðin upp Kistufelliö var brött en
gekk þó vel og þegar upp var komið
vorum við komnir upp úr þokunni.
Hérvarægifagurt, hvít fannbreiðan
svo langt sem auga eygði, sólskin en
nokkurt frost, stillt veður, klukkan er
06.00. Hér er stungið niöur merkis-
stöng. Nú var stigið á skíðin. Við
brekkurótina er safnast saman og
hér er stungið niður annarri merkis-
stöng, og hvannastöngunum úr
Herðubreiðarlindum með svarta lop-
anum ítoppinn. Svo vartekin stefna
eftir áttavita og gengið í halarófu.
Skiptu menn með sér að ganga fyrir
en ég rak lestina og hafði auga með
að stefnan breyttist ekki.
„Við komum með ykkur“
Gengið var hvíldarlaust fyrstu fjóra
tímana. Ég var mikið klæddur og
hitnaði afgöngunni ognartaði í nest-
ið eftir því sem hægt var. Veöriö hélst
hið fegursta sem fáanlegt er og færi
ágætt. Já, égvaróþægilega heitur
og því fegnastur þegarflugvél fóryfir
og kastaði niður skilaboöum um að
við værum á réttri leið. Hér var því
nokkurt stans og ég gat fækkað föt-
um og boröaö. Enn var haldiö áfram
og um klukkan 13.00, sást í dökkan
depil framundan, það reyndist vera
bandarfska ,,björgunarvélin“. Þegar
nær dró kom hópurinn á móti okkur,
heilsaði okkur innilega og kveða öll
einum rómi: „Við komum meðykkur,
við höfum skíði og sleða".
Mér varð fyrst á að spyija um
drykkjarvatn, en hérvarekkert vatn
að fá. Einn prímus áttu þau. Tók ég
að mér að bræöa snjó en þetta var
sá minnsti prímus sem ég haföi séð.
Var ég nú lengst af að bræða snjó og
brynna félögum mínum.
Þegar ég sit og bræði snjó og ét
mitt nesti, heyrist mikill hvinur. Þar
var „björgunarvélin" komin á skrið
og gerði nú þriðju tilraun til að kom-
ast af jöklinum. Vélin seig hægt eftir
snjóbreiðunni, svo eykst hávaðinn
þegar rakettunum var beitt og vélin
þeyttist áfram og hverfur í snjókóf.
Hefur vélin komist á loft? Nei, þegar •
snjókófinu lægir sé ég hvar vélin er
stutt frá okkur og sígur hægt að sínu
fyrra stæði og stansar þar. Dagfinn-
ur, sem vartalsvert meiddurí andliti,
og Sigurðurflugmaöurfrá flug-
eftirlitinu komu nú út úr „björgunar-
vélinni" og sögðust vera búnir að fá
nóg af svo góðu og myndu ekki
leggja upp í þetta farartæki aftur.
Þeirvildu heldur leggja á sig langa
göngu. Alltvarnú að verða tilbúið til
heimferðar.
Ingigerður meidd
Farangur áhafnarinnar var kominn
á sleðann, nokkuð háfermi og sleð-
inn hefði mátt vera betri. Já, ótrúlegt
að nokkur viti borinn maður sendi
slíkan griþ frá sér. Ég var beðinn að
ganga frá farangrinum og búa upp á
sleöa þennan. Til þess notaði égfall-
hlíf úr næloni eða silki og næl-
onbönd. Ingigerðurvarmeiddíbaki
og átti erfitt um gang. Hún reyndi því
að tylla sér á sleðann til hvíldar. Am-
erísku flugmönnunum þremur var
boðið að vera með niður af jöklinum.
Tveir vildu koma með en foringinn
kvaðst ekki geta komið fyrr en hann
hefði leyfi frá sínum yfirmönnum og
þá ákváðu hinirtveiraövera kyrrir.
Tveirsnúa við
Við vorum sex sem drógum sleð-
ann. Viðförum hægar og drógumst
fljótt aftur úr. Eftir um klukkustundar
göngu kom flugvél yfir og kastaöi nið-
ur litlum poka með löngu skotti.
Þetta var beiöni um að senda tvo
menntil bakaogfylgjaflugmönnun-
um til byggöa. Tryggvi bað um sjálf-
boðaliða til þessa starfs. Éggaf mig
strax fram til þessarar feröar svo og
Þorsteinn Svanlaugsson. Við Þor-
steinn hröðuðum okkurtil baka aö
flakinu.
Flugmennirnir þrír voru þá að und-
irbúa vióskilnaö viö „björgunarvél-
ina" ogtókallt sinntíma.Viösettum
þeim því tímamörk til brottfarar, í síð-
asta lagi klukkan 19.00. Við vildum
náfram ájökulinn þarsem sæist
fram til fjalla áður en tæki að
skyggja. Nú voru hóparnir orðnir þrír.
Erfið ganga
Ameríkumönnunum hafði veriö lof-
að að þeim yrðu send skíöi, en þau
komu aldrei. Fótabúnaður þeirra var
„moonboots" sem náðu upp á miðja
kálfa; ekki sem bestur. Annarfatnað-
ur var í lagi og einhvern smápoka
voru þeir með hver og einn, en skíðin
vantaði. Hjarnið hélt ekki og þeir
brutu niður úrí öðru hverju spori; erf-
ið ganga. Fram á jökulbrúnina náð-
um við fyrir rökkur og sáum greini-
lega til Kistufells og slóð þeirra sem
á undan voru farnir. Slóðin varfurðu
greinileg en feröiií sóttist hægt. Áður
en dimmdi sást dökk rák við rætur
Kistufells og einn flugmannanna
spurði hvort þetta væri jökulröndin.
Égjátaði því, þótt ég vissi að þetta
myndi vera þokubelti sem lá á milli
okkar og Kistufells. Þremenningamir
urðu nú þreyttir og við þurftum oft að
stansa og þeirfengu sér að reykja.
Annar aðstoðarflugmaðurinn var
þreyttastur og þótt félagar hans töl-
uðu í hann kjark kom að því að hann
varð reikull í spori; illtí efni. Klukkan
um 22.30 var komið náttmyrkur en
veður stillt. Við gerðum góóan stans,
reykpásu og hvíld. Við heyrðum í flug-
vél; líklega með skíðin til flugmann-
anna?
Þorsteinn sækir hjálp
Meðan við hvíldumst og borðuðum
lagðist að þoka, köld þoka, ekki
bætti þaö aöstæður. Við sáum fram
á að nauðsynlegt var að fá aöstoö
sem fyrst. Það varð úr aö Þorsteinn
fór að leita hjálpar, Ijóslaus, því vasa-
Ijósið var bara eitt. Eftir góða hvíld
hélt hópurinn af stað aftur hægt og
rólega og við mjökuðumst áleiðis.
Með vasaljósinu var auðvelt að
halda sporunum, það hafði allt að
segja. Við vorum á réttri leiö.
Svo brá fyrir blysi á lofti það var
einsogviðmanninn mælt, „það
mun ekki vera langt eftir" og allir
urðu hressir, en bara um stund. Fljótt
sótti í sama farið og nú gekk yngri að-
stoöarflugmaðurinn undirfélaga sín-
um ogtalaði í hann kjark og vilja. En
tíminn er lengi að líða og biðin löng.
Loks sást bregða fyrir Ijósbjarma
framundan, hérvoru komnirþeir
Gísli Eiríksson og Jóhann Helgason
með sleöann „góða". Hinn lasburða
og þreytti var nú lagður á sleöann og
hlúð að honum eftirföngum.
Mikilfengleg sýn
Efst í fjallinu sunnanverðu mætt-
um við svo fjórum félögum mínum
með nesti, heita mjólk, brauð og kaf-
fi.Eftir nokkra stund hresstist flug-
maðurinn og komst á fætur og gekk
feróin nú greiölega. Þegar kom á
norðurbrún Kistufells stóðu fjalls-
hlíðin ogtjaldbúðimarí „flóöljósi" frá
bílunum. Það varstórkostlegsýn.
Réttfyrir klukkan 06.00 að morgni
opnaði égjeppadymar; þarvarhvert
sæti skipað og í svefnpoka mínum
inni í tjaldi lá Siggi „flug" steinsof-
andi. Ég fékk svona tvegga tíma
hvíld áður en heimferðin skyldi hefj-
ast, en búið var að ákveða brottför
kl. 08.00.