Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Jöklafararnir Jón Sigurgeirsson og Ólafur Jónsson vlð flak Geys- is 20. september 1950. Einstök ferð „ÞETTA VAR náttúrlega einstök ferö aö því leyti aö þaö var ekkert auglýst eöa kallaö til hennar. Menn bara komu á afgreiöslustað flugsins og gáfu sig fram til að fara og gera eitt- hvaö. Allir jeppaeigendur á Akureyri voru í þessum hópi, gáfu sig fram til stuðnings," sagði Jón Sigurgeirsson, frá Helluvaði í Mývatnssveit, en hann var lykilmaður í björgunarleiðangrin- um sem lagði af staö frá Akureyri 18. september 1950. Sjálfurgekk hann viö níunda mann aö flaki Geysis á Báröarbungu hinn 20. september. Jón andaðist 11. september síöast- liöinn, tæpum þremurvikum eftirað viötaliö, sem hérfer, vartekiö við hann. Hann var þá 92 ára aö aldri. Erfitt að komast af stað „ Ég man aö þaö var erfitt aö kom- ast af staö því mennirnir komu úr öll- um áttum og allir þurftu aö hafa meö matogallt þaö, einsoggefurað skilja. Svo aö viö komumst ekki upp í Reykjahlíð fyrr en á háttatíma. Þá hringdu þeir aö sunnan frá flugfélag- inu til aö reyna aö útskýra hvar þetta væri. Þaö var hin mesta vitleysa. Ég held aö viö höfum eytt einum fjórum tímum í þaö aö hlusta á eitthvert tal um gráöurogsvoleiöis, en þaö vartil einskis því enginn hafði haft vit á því aö taka meö kort. Viö komumst ekki af staö fyrr en um klukkan fimm um morguninn austurí Herðubreiöarlind- ir. Þaö varö að taka vatn af öllum bíl- um því viö höföum ekki frostvökva, og einn tappinn náöist ekki úr þannig aö sá jeppi var látinn ganga allan tímann, frá upphafl feröartil enda. Flugvélar flugu yfir okkur og sögöu okkurtil um gangmálsins svolítiö og aö þaö þyrfti kannski ekkert á okkur aö halda því aö fengist heföi flugvél frá Kanada til aö setjast á jökulinn. En viö vorum þó beónir um aö halda áfram, okkuryröi sagt hvaö viö ætt- um aögera þegarviö kæmum aö flakinu. Þaö var í okkur hálfgerö grá- gletta; viö sögöum aö viö færum náttúrlega ekki feti lengra ef viö fengjum sannanirfyrir því að fólkinu heföi veriö bjargaö. Því þetta er óra helvítis leið, eitthvaö um 200 kíló- metrar suöur aö Vatnajökli úr Heröu- breiðarlindum, til dæmis. Ógleymanleg sýn Við komum svo þangaö um kvöld- iö. Þaö var kyrrt veöur og gott og leit eiginlega heldur vel út meö leitina. Menn fóru aö reyna aö gera sig Jón Sigurgeirsson var einn af iykilmönnum björgunarleiö- angursins. Hann andaðist 11. september sl., 92 ára gamall. klára, setja upptjaldbúöiro.s.frv. En svo þegar vió vöknum um klukkan þrjú um nóttina er kominn dimmviör- is hríóarhreytingur, meö dálitlum stormi að noröan. Og manni datt satt best aö segja ekki í hug aó þaö yrði farið uppájökulinn. Þaö varíraun vonlaust aö ætla aö ráðast til jökul- göngu í svona veðri en jafnframt var ekki hægt aö bföa því okkar var þörf. Viö höföum fariö kvöldió áöur upp á Kistufell til aö merkja leiöina svo við gætum fariö hana í myrkri um morguninn. Þegar viö stungum höfö- inu upp úr þokuhríöarmuggunni var gljáandi sólskin aö sjá inn á jökul. Þaö er eitt af því sem ég mun aldrei gleyma. Viö héldum aö þaö yröi dimmt um allt Noröurland en þaö var sko ekki. Mlkllr fagnaðarfundir Svo er ekkert annaö um það aö segja en að við gengum og gengum oggengum. En þaö kom engin flug- vél. Okkurgramdist þaö því viö sáum þaö kvöldið áður aö þaö voru hópar af smáflugvélum yfir slysstaönum, eitthvað aö lóna yfir. Þarna áttu þeir að skammast sín, að senda okkur ekki flugvél til leiðbeiningar, því viö vissum í raun og veru ekki hvort vió vorum á réttri stefnu. Mig minnir aö klukkan hafi veriö aö ganga 11 þegar loksins flýgur yfir okkur flugbátur og hendir niöur miöa sem segir aö viö séum á réttri leið. Þetta heföi átt aö vera komiö þrem tímum fyrr, svona til aö hvetja mannskapinn, þvf viö geng- um þetta hálfpartinn eins og út f óvissuna. En viö vorum samt búnir aö taka stefnuna kvöldiö áöur þann- ig að viö höföum nú hér um bil komp- ásstefnuna. Nú, þaö kom þarna á móti okkur fólkiö og viö föömuöumst og kysst- umst. Þetta voru miklirfagnaöar- fundir." Þess má aö lokum geta, aö Jóni varfaliö þaö hlutverk aö aflífa þá smáhunda, sem lifaö höfðu af brot- lendinguna, en þeirvoru flestir eitt- hvaö meiddir. Hjá þessi varö ekki komist, eins og málum var þá hátt- aö. Jón tók samt mjög nærri sér aö þurfa aö gera þetta, enda alla tíö mikill dýraverndunarmaöur. Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson Áhöfn Geysis búin til heimferðar af jöklinum. Talið frá vinstri: Einar Runólfsson, Magnús Guðmundsson, Bolli Gunnarsson, Ingigerður Karlsdóttir, Dagfinnur Stefánsson og Guðmundur Sívertsen. Ingigerð- ur og Dagfinnur meiddust töluvert í brotlendingunni. Ingigerður reyndist vera með sjö brotin rifbein og þijá hryggjarliði skaddaða, en Dagfinnur hlaut mikið andlitshögg og skarst við það illa. Ljðsmynd/Haukur Snorrason Björgunarleiðangurinn á heimleið. Sitjandi, frá vinstri: Sigurgeir Jóns- son, Jónas Jónasson, Gísli Eiríksson, Þórarinn Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Ólafur Jónsson og Vignir Guð- mundsson. Standandi, frá vinstri: Magnús Sigurgeirsson, Einar Arason, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Jónasson, Jón Sigurgeirsson, Grímur Valdemarsson, Tryggvi Þorsteinsson, Jóhann Helgason, Eðvarð Sigur- geirsson, Kristján P. Guðmundsson, Hólmsteinn Egilsson, Þráinn Þór- hallsson, Sigurður Steindórsson og Bragi Svanlaugsson. Myndina tók Haukur Snorrason á vél Eðvarðs. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Magnús Guðmundsson ásamt eiginkonu og dóttur, við heimkomuna. Ömurleg aðkoma Þetta var um kl. 14.00 og jöklafar- amir þá búnir að vera á göngu í 10 klukkustundir. Um það sem blasti við ritar Jón: „Fólkið kom á móti okkur og heils- ast var með faðmlögum. Þarna var ömurlegt um að litast, vængjalaus flugvélarskrokkur eins og snævi drifinn fjallgarður, en mótorar, vængir og allskonar vamingur lá dreift um jökulinn, að hálfu leyti fennt í kaf. Margraddað hunda- spangól lét illa í eyrum en aumast var þó að sjá fólkið sjálft, vafið og dúðað í allskonar efni, með blóð- hlaupin augu, marið í andliti og blátt af kulda, í frostnæðingnum. Því var nú gefinn kostur á að setjast inn í björgunarvélina sem albúin var, til að reyna að komast á loft. „Eg fer ekki, ég fer ekki,“ kvað við hjá fólk- inu... Einn af áhöfninni fékkst þó til að fara inn í vélina. Reynslan frá deginum áður, þegar vélin komst ekki á loft, skapaði fólkinu hræðslu og óvissu og fannst sér best borgið undir handleiðslu okkar komu- manna... í öllum þeim forvitnisferðum sem flugvélar höfðu sveimað yfir fólkinu hafði láðst að koma til þess raunhæf- um jöklabúnaði... Það hafði að vísu fengið smá prímus, algerlega ónot- hæfan, svo og baukamat, vítamíns- töflur, súkkulaði og smá vatnsbrúsa, skíði og skíðaskó en of lítið af brúk- legum skjólfatnaði. Vistin á jöklinum var óþolandi. Fólkið hélt til í bol vél- arinnar sem lá á hvolfi, hurðir voru á bak og burt og dymar of stórar til að hægt væri að byrgja þær. Skafrenn- ingur átti greiðan aðgang, en bót var það í máli að þama inni var mikið af álnavöru og taui ýmiskonar sem fólkið jafnaði undir sig og hafði skjól af. Ingigerður hafði stagað saman úr þykku efni svefnpoka sem rúmaði þau öll. Vatnsbaukana þíddu þau við líkamshita og hjuggu sundur frosnar kjötdósir með exi.“ Gengið af jökli Eftir að þriðja flugtakstilraun skíðavélarinnar hefur misheppnast, og ljóst að áhöfn Geysis verður að fara á annan hátt af jöklinum. Skíða- búnaði hafði áður verið varpað niður til áhafnarinnar, og kom hann nú í góðar þarfir. Ki. 16.00 þennan dag leggja jökulfararnir og áhöfn Geysis, sem og Sigurður Jónsson, því af stað áleiðis að bækistöð leiðangursins við Kistufell. Bandarísku flugmennimir hafa ekki leyfi yfirmanna sinna til að yfirgefa skíðaflugvélina og verða því eftir. En um klukkustund síðar kemur beiðni til hópsins, um að leyfa banda- rísku flugmönnunum að vera með í för niður af jöklinum. Em tveir leið- angursmanna, Þórarinn Bjömsson úr Reykjavík og Þorsteinn Svan- laugsson frá Akureyri, sendir til baka að sækja þá. Og um kl. 19.00 leggja þeir af stað niður af jöklinum öðm sinni, og áttu eftir að lenda þar í kröppum dansi, að ekki sé fastar að orði kveðið, því bandarísku flug- mennirnir vom illa undir slíka ferð búnir og litlu munaði að þeir gæfust upp. Allt fór þó vel að lokum. Um þessa ferð með Bandaríkjamennina hefur Þórarinn Björnsson sjálfur rit- að, og er sú frásögn hans birt í ramma með þessari grein. En skemmst er frá því að segja, að ferðin af jöklinum var erfið og ekki bættu nístingskuldi og jökulþoka úr skák. Fyrstu leiðangursmenn náðu til bækistöðvanna um miðnættið, en það er ekld fyrr en um kl. 07.00 morguninn eftir, þ.e.a.s. 21. septem- ber, að allir em komnir niður í tjald- búðirnar. Lengst allra björgunar- manna á jökulgöngunni var títtnefndur Þórarinn Bjömsson, í 26 klukkustundir samtals, og þótti mik- ið afrek að halda slíkt út, við þær að- stæður sem ríktu. Haldið til byggða Meðan á för leiðangursins niður af jöklinum stóð, höfðu möguleikar þess að lenda flugvél nærri búðunum verið kannaðir og komust menn að því, að slíkt væri gerlegt. Strax í birtingu 21. september fóra tvær vélar austur, í þeim tilgangi að sækja áhöfn Geysis. Um kl. 09.00 tókst þeim að lenda á söndunum við upp- tök Jökulsár á Fjöllum, um 8 km frá tjaldbúðum leiðangursins við Kistu- fell. Allt gekk að óskum. Um borð í flugvélamar stigu áhöfn Geysis, bandarísku flugmennimir og Sig- urður Jónsson. í Reykjavík lentu vélarnar um kl. 11.00, og var fjöldi manns þar samankominn til að fagna áhöfn Geysis. Þá vantaði ekki nema örfáar klukkustundir upp á, að liðin væri vika frá því að hún hefði að öllu eðlilegu átt að lenda í Reykjavík. En leiðangur norðan- og sunnan- manna ók norður óbyggðirnar, með Akureyri sem áfangastað. Og þang- að var komið upp úr miðnætti, 22. september. Opinber rannsókn En raunum áhafnar Geysis var ekki lokið, því nú fór í hönd rannsókn á slysinu. I áliti rannsóknarnefndar flugslysa segir orðrétt: „Nefndin hefir á fundum sínum reynt að vinna úr þeim fáu gögnum, sem fyrir hendi era varðandi leið- sögu flugvélarinnar frá Lúxemborg og þar til hún lendir á Vatnajökli. Gögn þessa em næsta fátækleg, en þó hefir verið hægt með aðstoð þeirra og við yfirheyrzlur að mynda sér skoðun um hvernig á því stóð að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.