Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4
Atján eld
á Strön
Fimm knáir kajakræöarar reru meö
Hornströndum, kveiktu átján elda og lögóu
aö baki 160 km á sex dögum. Pétur Blöndal
Gíslason skráói feróasöguna
ogSpessi Ijósmyndari tók myndir
í ævintýralandinu nyröra.
ÞAÐ SKORTIR ekki eldivið
á Ströndum. Þökk sé skóg-
arhöggsmönnum nyrst í
Rússlandi, og náttúrlega
hafstraumum. í júlíbyrjun
fórum við fímm félagar, undirritaður,
Spessi ljósmyndari, Halldór Svein-
bjömsson útgefandi, Baldur Pétursson
stálsmiður og Eyþór Páll Hauksson
prentari, í draumaferð kajakræðarans.
Farið var frá Isafirði á miðjum mið-
vikudegi. Homstrandaferjan Anna
kom okkur fyrsta spölinn, eða í Hom-
vik. Innst í Homvíldnni heitir Höfn og
þar vomm við ferjaðir upp í sandinn
með allt okkar hafurtask.
Það fer alltaf góður tími í að pakka í
bátana í upphafi. Framundan fimm til
tíu daga ferðalag og markmiðið að
komast allavega í Ingólfsfjörð á
Ströndum. Það er ekki ólíklegt að hver
bátur hafi mátt þiggja minnst 50 kg af
farangri því í kajakferðum er lúxus.
Ekkert þurrfæði.
Það var milt veður, hægur andvari
og þurrt. Vindur var nýgenginn niður
og úti var hæg undiralda. Það var tals-
verð spenna í hópnum að komast af
stað því í fyrsta áfanga var sjálft
Hombjargið með einhvem töfrahljóm í
sjálfu nafninu. Það em straumar og
rastir og brimkast og þverhnípt bjarg
og milljónir fugla og það var að koma
kvöld. Þegar dótið hafði íúndið sér leið
ofan í lestir bátanna eða inn í þurrpoka
á dekkinu, var dmkkinn bolli af espr-
essó-kaffi meðan pappakassar og aðrar
umbúðir brannu í fjömnni.
Undir fæðukistu forfa'ðarinnar
Kajakamir minntu helst á drekk-
hlaðin loðnuskip þegar loks var ýtt á
flot. Stemmningin sveif yfir Homvík-
inni. Framundan tæpir 14 kílómetrar
af bjargi, næsta landtaka hugsanlega í
Látravík. Við remm út Homvíkina
með stefnuna á Hom, vestasta hluta
bjargsins. Þar er röst sém reyndist þó
ekki nokkur farartálmi í þessu hæg-
viðri. Það var tignarleg stund þegar við
komum fyrir Hom og sáum bjargið
blasa við í allri sinni dýrð. Við héldum
hópinn en samt var hver og einn eins og
í eigin heimi dáleiddir af bjarginu. Nán-
ast hver einasta sylla í bjarginu hefur
sitt ömefni. Fæðukista fortíðarinnar,
margsigrað á skinnskóm með hamp-
köðlum, ekki laust við að mann langaði
íegg.
Alveg inn undir bjarginu, í liðlega
fimm metra löngum kajak sem fleytir
kannski 30 sentímetra yfir hafflötinn,
finnur maður vel fyrir smæð sinni í ver-
öldinni. Maður horfði upp, 500 metrar
þverhmpt og fuglamir rótuðu niður
smásteinum sem lentu með byssukúlu-
smelli í sjónum þannig að maður forð-
aði sér utar í öryggi úthafsins.
Lifi byttingin
Kálfatindar, Hólmur, Eilífstindur,
Skófnaberg, Forvaði, Fjalimar, Brýni
og fyrr en varði vomm við komnir í
Látravík. Hombjargsvitinn stóð tign-
arlegur á kletti og við tókum land í
gijótinu fyrir neðan. Leifar af rennu til
að draga vistir upp klettinn ásamt hálf-
um stiga sögðu til um velmegtartíma
vitavörslunnar. í dag em það sólarraf-
hlöður og sjálfvirkur tölvubúnaður
sem leysa af hetjur einsemdarinnar,
vitaverðina, Óla komma og þá alla. Við
lásum okkur upp klettinn eftir kaðli
sem kominn var í stað stigans foma.
Vitavarðahúsið var tómlegt á að líta
inn um gluggana, en samt stóð það opið
okkur til mikillar furðu. Við æddum inn
en fengum fljótlega á okkur dimm-
raddað „Hver er þar?“ innan úr einu
herberginu. Þar var komin gamla hetj-
an, Óli kommi, nú ekki lengur vitavörð-
ur heldur landvörður í norðurhluta
Homstranda. Óli var fijótur að jafna
sig á innrásinni og dreif okkur inn í
kaffi, sýndi okkur vitann, sólarrafhlöð-
umar og sjálfvirka búnaðinn sem leysti
hann af hólmi, sagði okkur frá fyrri tíð
ogbauðkex.
Síðastliðinn vetur var Spessi með
ljósmyndasýningu í New York. Þar
komst hann yfir kaskeiti sem, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum, sjálf-
ur Maó formaður hafði borið, fagur-
grænt með rauðri stjömu. Þótti við
hæfi að enda heimsóknina með mynda-
töku fyrir utan vitann, og fékk Óli það
hlutverk að bera kaskeitið. Spessi sá
það strax í gegnum linsuna að þarna
var kaskeitið komið heim. Hann bað
Óla að þiggja gripinn og gamli
byltingarefurinn ljómaði. Þegar við
remm áfram inn í nóttina fannst okkur
r
Hrikalegt Hornbjargið gnæfir yfir, þessi fyrrverandi matarkista Homstrendinga. Næstum hver sylla og steinn á sitt nafh og sögu.
við sjá vitann blikka í austur ekki sjálf-
virkt heldur manúalt.
Við remm suður á bóginn fyrir
Smiðjuvíkurbjarg og þaðan fyrir Barð
og inn Barðsvíkina. Þar tókum við land
í sandinum neðan við slysavamaskýlið.
Sumir kveiktu bál, aðrir komu kolun-
um til og allir borðuðu sig sadda. Gall-
amir hengdir til þerris og tjöldin sett
upp eða útisvefnpokamir, sem sumir
völdu frekar, breiddir út. Við sofnuðum
hamingjusamir.
Á tjaldstæðinu í Barðsvíkinni hittum
við fyrir „hálendishópinn" frá Hinu
húsinu sem var að ganga úr Ingólfs-
firði í Homvík. Áttum við með þeim
fjömga morgunverðarstund og síðan
skoðuðum við bakpokana þeirra og þau
fengu að skoða bátana okkar. Þau ýttu
okkur síðan á flot áður en þau þrömm-
uðu sína leið í stuttbuxunum. Fallegur
hópur.
Sumir deyja
Við dóluðum út með Straumnesinu
og svo inn með því sunnan megin. Þar
heitir Bolungarvík. Innst í Bolungar-
víkinni er hvít sandströnd. Þar var
kaffitími og gott sólbað. Eitt lítið bál,
og síðan aftur í bátana. Við þveraðum,
eða „krossuðum", eins og við köllum
það, Fumfjörð yfir í þar sem heitir
Kanna, klettur yst á nesi því sem skilur
að Furufjörð og Þaralátursfjörð.
Kanna er réttnefni. Kletturinn er alveg
eins og nýmóðins hraðsuðukanna, með
handfangi og allt. Kannan var mynduð
í bak og fyrir, og síðan róið áfram.
Krossuðum Þaralátursfjörð, út með
Þaralátursnesi. Örh'tið sólbað þar yst
og síðan inn Reykjaijörðinn.
Eyþór á ættir að rekja í Reykjafjörð
og þar stoppuðum við heilan sólahring.
Þar er myndarleg þjónusta við ferða-
fólk. Við fóram í heita laugina, dmkk-
um kaffi hjá Lillu frænku, fengum
nýbakaða snúða og okkur langaði eig-
iniega ekkert burt. Um nóttina þegar
við sátum við bálið trítlaði minkur eftir
fjömnni og gerði kríumar vitlausar.
Stuttu síðar ýtti Ragnar bóndi út
skektu. Hann var vopnaður. Hann reri
út í sker og stuttu síðar ómaði eitt
búmm, og Ragnai- reri til baka með
þennan óvin númer eitt í varpinu. Af
stuttu færi og það vantaði afturhelm-
inginn á dýrið. „Hann drepur ekki fleiri
kollur þessi,“ sagði Ragnar ánægður,
og við hjálpuðum með skektuna upp á
fjömkambinn aftm-.
Þar sem við remm út Reykjafjörð,
þar sem heitir Sigluvík, urðum við vitni
að undarlegu háttalagi náttúrunnar.
Hátt í klettinum var álftapar með
hreiður. Þau dembdu sér til flugs bæði
með stuttu millibili og ekki veit ég
hvort við voram sökudólgamir, en
allavega fannst ungunum vissara að
drífa sig líka. Þeir létu sig allir gossa
fram af. Við fómm í land til að athuga
með þá. Aðeins einn af ijómm var með
lífsmarki. Hann jafnaði sig furðu fljótt
og dreif sig syndandi á eftir foreldmn-
um. Við reram áfram hálf daprir,
blanda af samviskubiti og pirringi út í
kæruleysi foreldranna.
Ljóslifandi saga
Áfram fyrir Geirólfsnúp og inn í
Skjaldabjarnarvík. Ekki kann ég sög-
una nógu vel til að hafa hana eftir en
þar er leiði eitt og hvílir þar fyrrver-
andi ábúandi, Hallvarður Hallsson.
Það var búið að leggja okkur lífsregl-
umar með það að fara ekki þama
framhjá án þess að heimsækja leiðið og
helst snyrta aðeins í kring. Einhver
hafði verið þar rétt á undan okkur og
málað krossinn og grindveridð í kring.
Við reyttum smá arfa og kveiktum ör-
lítinn eld. Espressó eða kakó og síðan
áfram.
Þar sem við remm inn með Randar-