Morgunblaðið - 17.09.2000, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/ÓI
Greinarhöfundur við litlu eimingartækin þar sem íslenski vallhumallinn
var fyrst eimaður.
*
Í| I •
J fmi Ímlr l Ljósmynd/SJ
vaimumallinn eimaður
í mörg ár hef ég álitið íslenskar lækninga-
jurtir hafa kraft sem mjög líklega er
umfram kraft plantna sem vaxa í öðrum
✓
löndum, skrifar Selma Júlíusdóttir. Alítur
hún að ástæður þess séu margar.
Ljósmynd/SJ
Andreas Rose eimingarmaður að störfum í rannsóknastofunni.
Vallhumallinn var tfndur í Hjaltabakka og Hvammi í A-Húnavatnssýslu.
Blómin voru þroskaðri þar en fyrir sunnan.
SLAND er bæði mjög einangr-
að frá öðrum löndum, veðrátta
okkar er öðruvísi en í ná-
grannalöndum okkar og enn 61-
íkari fjarlægari löndum sem eru
með vaxtarskilyrði fyrir sínar
plöntur allan ársins hring.
Sú planta sem ég hef mestan
áhuga á að rannsaka mjög vel og
sannreyna að sé mikil lækninga-
jurt er íslenski vallhumallinn sem
hefur í aldir verið notaður sem
hjálp við alls konar kvillum og til
að styrkja ónæmiskerfið. Víða um
heim hefur vallhumalsjurtin á
hverjum stað verið notuð til lækn-
inga og hefur í mörgum löndum
verið rannsökuð nokkuð mikið á
vísindalegan máta.
Vallhumall eimaður
Draumur minn rættist þegar ég
fékk tækifæri til að fara með blóm
vallhumalsins íslenska til fagfólks
á sviði ræktunar lækningaplantna
og nýtingar á þeim sér til lífsfram-
færis. Höfðum við hjónin fengið
hjálp til þess frá Margret Dem-
leitner aromatherapista og iðju-
þjálfa við háskólasjúkrahúsið í
Munchen, en hún er líklegast sú
fyrsta sem hefur unnið á sjúkra-
húsi sem aromatherapisti við hlið
hefðbundinna lækna í Þýskalandi,
og Erwin Haringer prófessors við
háskólann í Munchen og starfandi
læknis þar einnig.
Þau eru bæði fyrirlesarar og
kennarar í ilmolíufræðum til lækn-
inga (aromatherapy) og fara víða
um Evrópu til kennslu, sérstaklega
á sjúkrahús og kenna læknum og
hjúkrunarfólki. Þau hafa kennt við
Lífsskólann og koma í þriðja sinn í
mars 2001. Þau álíta að sá staður
sem við hjónin fórum með íslensku
vallhumalsblómin. til væri einn
besti og vandaðasti plöntueiming-
arstaður Evrópu.
Þetta er ekta plöntubóndabær
þar sem bæði eru ræktaðar alls-
konar plöntur á eigin landi og
einnig farið langa vegu til að ná í
hráefni. Þessi staður er á Korsíku
og heitir Essences Naturelles
Corses Bordeo. Þarna er til staðar
mjög góð rannsóknarstofa og eru
afar vönduð vinnubrögð viðhöfð við
alla tínslu og aðra vinnslu.
Alltaf er reynt að finna svör við
eðli plantnanna. Haft er í huga að
það eru mjög mörg svör sem ekki
hefur tekist að svara. Því meira
sem vitað er því betur sést hve lít-
ið er vitað.
Seinleg tínsla
Okkar ferð byrjaði með því að
við hjónin og vinafólk okkar, Erla
Vilborg Adólfsdóttir og sonur
hennar Skafti Ragnar Skaftason,
fórum í tínsluferð í Austur-Húna-
vatnssýslu til að tína vallhumalinn
en tókum aðeins blómin svo þetta
var mjög seinleg tínsla. Þurrkuð-
um við fyrstu tínslu en fengum þá
þær upplýsingar að best væri að fá
blómin sem ferskust og fórum við
því aðra ferð og tíndum blómin 29.
og 30. júlí 2000.
Við lögðum upp með þessi blóm
3. ágúst og fyrsti viðkomustaður
var Róm á Ítalíu. Fyrir utan
margra tíma bið á flugvelli hér tók
flugið 5 klukkutíma. Þaðan var far-
ið með lestum til Livomo en sú
ferð tók 31/2 klukkutíma. Þar var
einnig bið og seinkun áður en 4
tíma Miðjarðarhafssjóferðin hófst.
Var reynt að lofta fjársjóðinn okk-
ar eftir bestu getu og hagræða en
mikill var léttir okkar þegar kom-
ist var á leiðarenda eftir 15 tíma
ferðalag.
Blómin eimuð
Við mættum eldsnemma um
morguninn 4. ágúst á rannsókna-
stofuna í Bordeo en við gengum
síðustu rúma 2 km með blómin
okkar íslensku í stórri tösku. Þar
var tekið á móti þeim með virðingu
og natni. Þau voru fyrst viktuð upp
á gramm. Reyndust þau vera
svona hálfþurrkuð 6 kg og 809 g.
Þá voru blómin sett í eimingar-
pottinn og hann settur á hita. Eftir
25 mínútur kom fyrsta olían. Eftir
1 klukkutíma og 15 mínútur var öll
olían komin en prófað var í 15 mín-
útur í viðbót. Olían sem kom frá
blómunum dýrmætu var 10,6 ml.
Var gaman að sjá vinnubrögð unga
menntamannsins sem eimaði vall-
humalinn íslenska.
Tíminn var tekinn að jafnaði á
tveggja mínútna fresti á olíumagni
og hita og skráð niður jafnóðum.
Við vorum svo lánsöm að við náð-
um nógu og miklu magni til að
hægt væri að mæla magnprósentu
olíunnar en Andreas Rose, eiming-
armaðurinn, sagði okkur að 10 ml
væri það minnsta svo það væri
hægt með nákvæmu móti.
Ut kom að olían var 0,134% eða
1,34 0/00 per mill. Var farið í fag-
bækur og kom þá fram að það er
mjög jákvætt því vorum með miðl-
ungs magnafurð við önnur lönd
sem eimuðu vallhumalsblóm. Eftir
er að margprófa hvort meira magn
kemur af alveg ferskum blómum,
hvað kemur af þurrkuðum blómum
og einnig hvað kemur frá allri jurt-
inni nema rótum og hvaða mis-
munur er þá á efnum olíunnar.
Áfram hélt þetta dásamlega fag-
fólk að vinna að jurtinni íslensku.
Nú tók ung kona við, Stefanie Her-
mann, og reiknaði út hvað olían
myndi kosta í lítratali miðað við út-
reikninga sem almennt er reiknað
út frá. Ef aðeins væru eimuð 10 kí-
ló í einu myndi lítrinn kosta mjög
mikið en ef eimuð væri 100 kg í
einu færi það niður í rúmlega einn
þriðja kostnaðarverðs þess fyrra.
Ef þetta yrði svo stóriðja og hægt
væri að eima 5 til 600 kíló í einu
eins og þarna er yfirleitt gert yrði
þetta mjög hagkvæmur búskapur.
Olían send í efnagreiningu
Að lokum var gert svo vel við
okkur að eigandi býlisins Albreicht
von Keyserlingk, sem hafði verið
ötull við að kenna okkur, bauð okk-
ur að senda olíuna okkar til Þýska-
lands í efnagreiningu, þangað sem
hann sendi sínar olíur. Auðvitað
þáðum við það með þökkum svo að
við komum aðeins með rúma 5 ml
af vallhumalsolíu til íslands úr
þessari ferð en hinn helmingurinn
er nú staddur í Þýskalandi svo það
má með sanni segja að vallhumals-
blómin frá Húnavatnssýslunni hafa
gert víðreist.
Við fengum að taka þátt í vinnu
þessa dásamlega fólks í tæplega
tvær vikur við þau margvíslegu
störf sem til falla á svona plant-
ekru. Rannsóknarstofan var nátt-
úrulega aðeins kennslustofa en þar
lærði ég margt. Kom sér vel að
Óskar Indriðason, eiginmaður
minn, er vélfræðingur og vanur
gufuvélum og var hann aðalnem-
andinn í eimingunni sjálfri.
Ónotuð tækifæri
Vonum við innilega að árangur
þessarar ferðar eigi eftir að verða
lyftistöng í að við gerum okkur
grein fyrir að við eigum mikil ónot-
uð tækifæri í náttúruauðæfum okk-
ar. Við verðum bara að fara mjög
vandvirknislega til verks við að
notfæra okkur þessi auðæfi og
gæta þess vel að ekki verði leyft að
taka neitt nema að öruggt sé að
ekki sé neitt eyðilagt en byggt sé
upp á skynsamlegan hátt. Það
verður að byggjast upp á lögum og
reglugerðum sem staðið er á.
Eg hlakka mjög til að fá að
vinna í framtíðinni við hlið landa
minna við uppbyggingu og þróun
plöntubúskapar lækningajurta á
Islandi. Margir eru þegar byrjaðir
og hefur til dæmis Háskóli Islands
verið með margskonar tilraunir til
margra ára um virkni plantna. Nú
nýverið hefur verið stofnsett félag
sem nefnist íslenskar jurtir. Mér
skilst að það muni byggja upp á
vísindaþróun og markaðsþróun og
það verði byggt upp á reynslu
þeirra sem hafa í áraraðir unnið að
rannsóknum, vinnslu og kennslu
þessa sviðs. Óska ég þeim og
landsmönnum öllum velfarnaðar
við þetta verkefni.
Höfundur er skólastjóri Lffsskólans.