Morgunblaðið - 17.09.2000, Síða 20
2Q0 B0 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Billy Bob
> gerir bíó-
myndir
Bandaríski leikarinn, leikstjórinn og
handritshöfundurinn Billy Bob Thornton
stendur í ströngu þessa dagana við gerð
'•» bíómynda. Fyrsta myndin sem hann
gerði var Sling Blade en síðan þá hefur
vegur hans farið mjög vaxandi að sögn
Arnaldar Indriðasonar, sem skoðar hvað
Thornton er að fást við.
Reuters
Leikarinn Jon Voight (t.v.) gerir sig líklegan til að sraella kossi á kinn dóttur sinnar Angelina Jolie, sem gift er
Billy Bob Thomton (t.h.). Angelina Jolie hefur dvalist á Islandi undanfarið vegna töku á nýrri kvikmynd.
Billy Bob Thornton hefur tvívegis verið
tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik
sinn. Hlaut verðlaunin eftirsóttu fyrir
handrit myndarinnar „Sling Blade“ árið
1996.
Billy Bob Thornton í
Armageddon.
max-kvikmyndafyrir-
tækið gerði samning við
Billy Bob um framleiðslu
þriggja mynda á sínum
tíma en Miramax sá
fljótt að í leikstjórann
var spunnið og
keypti á sín-
um tíma
Sling
Blade
fyrir tíu
millj-
ónir
dollara.
Fyrir-
tækið
framleiðir
ásamt
Sony All
the Pretty
Horses,
sem gerð er
eftir sögu
Cormac
McCarthy, en
að sögn banda-
ríska kvikmynda-
tímaritsins Prem-
ieré þoldi Billy
Bob ekki eftir-
litskerfið sem
fylgir gerð
stórmynda á
vegum kvik-
myndaver-
anna og
hætti af-
skiptum
sínum af
BILLY Bob er frá Arkans-
as og ólst upp við fátækt í
Suðurríkjunum og stund-
aði ýmis störf áður en
hann fékk áhuga á leiklist 28 ára
gamall. Hann tók að þróa Karl
Childers, hina treggáfuðu aðalpers-
ónjr í Sling Blade, árið 1987 en það
tók hann næstum áratug að fá
myndina um hann gerða. I millitíð-
inni lék Billy Bob í aumustu mynd-
um á borð við Chopper Chicks in
Zombietown en tók einnig þátt í
gerð afbragðsmyndarinnar One
False Move; skrifaði handritið við
annan mann og fór með eitt aðal-
hlutverkanna. Eftir að Sling Blade
var frumsýnd og vann til óskar-
sverðlauna fyrir handrit varð Billy
Bob frægur á svipstundu í kvik-
myndasamfélagi heimsins og síðan
þÁfcefur hann verið í áberandi hlut-
verkum í myndum á borð við Prim-
ary Colors, Armageddon og A
Simple Plan.
Árekstrar
Fljótlega á næsta ári verður
frumsýnd myndin The Gift sem
gerð er eftir handriti Billy Bob og
segir frá konu með miðilshæfileika
er aðstoðar lögregluna við leit að
týndum kvenmanni. Hann gerði
handritið ásamt gömlum vini og
samstarfsmanni, Tom Epperson,
en sagt er að móðir Billy Bob sé
kunnur miðill í sínu héraði og
byggir hann söguna nokkuð á
hennar lífi (hún mun hafa séð það
ívnlr til dæmis að sonur sinn ætti
eftir að starfa með æskuhetju sinni,
Burt Reynolds, og það rættist þeg-
ar þeir léku saman í nokkrum þátt-
um af Evening Shade!). Einnig hef-
ur hann leikstýrt myndinni Daddy
and Them með kærustunni sinni á
þeim tíma, Laura Dern, í aðalhlut-
verki (hann á mörg hjónabönd að
baki og kvæntist nú síðast leikkon-
unni Angelina Jolie í Las Vegas).
Billy Bob hefur átt í nokkrum
útistöðum við stóru kvikmyndaver-
in vestra að undanförnu. Hann hef-
ur hingað til verið það sem kallað
er óháður kvikmyndagerðarmaður
en Sony, eigandi Columbia/TriStar,
fékk hann til þess að gera tvær
stíýynyndir, annars vegar AU the
Pretty Horses með Matt Damon í
aðalhlutverki og The Shipping
News, sem byggð er á Pulitzer -
verðlaunasögu Annie Proulx, og
átti Billy Bob einnig að fara með
aðalhlutverkið í henni. Síðan hefur
það gerst að vegna deilna við leik-
stjórann hefur framleiðslan á AU
the Pretty Horses tafist nokkuð og
hann hætti á síðustu stundu við að
stýra The Shipping News.
Hann lenti fljótlega í árekstrum
við yfirmenn Sony vegna hennar.
Billy Bob vildi gera litla, ódýra
mynd sem var meira í ætt við
óháða bandaríska kvikmyndagerð
en Hollywood-myndir. Kvikmynda-
verið vildi hins vegar stór-
mynd með stórstjörnum.
Meg Ryan og Julia
Roberts fóru á fund Billy
Bobs vegna annars aðal-
hlutverksins en hann vildi
fremur fá kærustuna sína,
Lauru, í myndina. Honum
var bent á að það gengi
ekki alltaf vel þegar sam-
býlisfólk eða hjón ynnu við
sömu myndina (Nicole
Kidman og Tom Cruise í
Eyes Wide Shut, Annet-
te Bening og
Warren Beat-
ty í Love
Affair).
Einnig
vildi hann
notast við
sitt eigið
kvik-
myndatök-
ulið, menn
sem höfðu
unnið með
honum áð-
ur, en ef
það átti að
ganga upp
hefði þurft að
fresta fram-
leiðslunni
og Sony
var nóg boðið.
Skildu leiðir
fljótlega eftir
það.
Mira-
Billy Bob Thornton í hlutverki
sínu í „U-Turn“.
eftirvinnslu hennar. Sony hafði þá
skipað honum að stytta myndina
verulega en hann hafði gert hana
þriggja tíma langa. Hann fór að
leika í myndinni Wakin’ Up in Reno
og skildi „Horses“ eftir í uppnámi.
Sáttir náðust í málinu nokkru
síðar, Billy Bob varð að gefa eftir,
og er stefnt á frumsýningu í haust.
„Ég fór í keilu eitt kvöldið og það
endaði með giftingu,“ sagði Billy
Bob einu sinni í viðtali um fyrsta af
mörgum hjónaböndum sínum (þau
eru fimm eða sex talsins). „Þetta
var eitt af þeim tilfellum," bætti
hann við. Það var árið 1975. Hann
hætti háskólanámi í Arkansas og
hélt að framtíðin lægi í rokkinu og
ilutti til New York en það stóð
stutt. Hann sneri heim aftur.
Nokkrum árum síðar hélt hann
ásamt vini sínum Tom Eppson til
Los Angeles og fór um síðir að
sækja leiklistarnámskeið. Hann
hafði lítið á milli handanna og sagt
er að hann hafi nær dáið úr nær-
ingarskorti; lifði ekki á öðru en
kartöflum.
Enn sneri hann heim að safna
kröftum en flutti aftur til Los Ang-
eles og þá fóru hlutirnir að ganga
betur fyrir sig. Hann fékk hlutverk
í ódýrum trylli sem hét Hunter’s
Blood. Hún fór reyndar beint á
myndbandaleigurnar en fleiri ódýr-
ar og lélegar myndir fylgdu í kjöl-
farið og loks ein sæmileg, Maður-
inn sem sleit þúsund keðjur. Við
tökur á henni fór Billy Bob að þróa
fyrst eins og upp úr þurru sveita-
manninn trega Karl Childers, sem
hann seinna lék í Sling Blade.
Hann gerði nokkra leikþætti þar
sem hann fór með hlutverk Karls
og á sama tíma fór hann að fikta við
handritsgerð og skrifaði ásamt öðr-
um ágætt handritið í One False
Move.
Óstöðvandi
Framleiðendur tóku að fá áhuga
á Karl Childers sérstaklega eftir að
Billy Bob gerði um hann stutt-
mynd. Þeir báðu hann um að gera
mynd um Karl í fullri lengd en
Billy Bob tregaðist við. Hann sagði
í viðtali á þeim tíma að hann hefði
loks fallist á það „svo að verkefnið
lenti ekki í höndunum á einhverjum
leikstjóra með mikilmennskubrjá-
læði“. Eins og kunnugt er vakti
myndin gríðarlega athygli. Billy
Bob hreppti óskarsverðlaun fyrir
handritið og hann var ekki seinn á
sér að nýta sér frægðina og hefur
eiginlega verið óstöðvandi síðan,
leikið í hverri myndinni á fætur
annarri og undantekningarlaust
hlotið góða dóma.
Billy Bob er að íhuga að leik-
stýra mynd hjá Miramax á næst-
unni sem heitir Cindarella Man en
hún fjallar um boxara og sagt er að
bæði Brad Pitt og Nicolas Cage
hafi áhuga á henni, auk Ben Affl-
ecks. Hann sýndi á tímabili áhuga á
að leikstýra The Gift en hann lét
sér á endanum nægja að skrifa
handritið og Sam Raimi gerðist á
endanum leikstjóri myndarinnar.
Með aðalhlutverkin fara Cate
Blanchett, Hilary Swank og Giov-
anni Ribisi. Þá er Universal-kvik-
myndaverið að þróa gamanmynd
fyi'ir Billy Bob og Matt Damon sem
heitir Starker, Texas.
Billy Bob Thornton er skemmti-
leg og frískleg viðbót í kvikmynda-
samfélagið í Hollywood. Hann hef-
ur sett svip sinn á kvikmyndirnar
að vestan þótt ekki hafi hann verið
lengi að. Hann var t.d. óborganleg-
ur sveitalubbi í spennumyndinni A
Simple Plan; einnig sem bifvélavir-
kinn í U-beygju Olivers Stones;
sérlega reffilegur í Armageddon og
líklega það besta við þá mynd, og
fyndinn í hlutverki stjórnmálaráð-
gjafa í Primary Colors. Verður
fróðlegt að sjá hvað hann dregur
upp úr hatti sínum í næstu mynd-
um hvort sem hann er í hlutverki
leikarans, leikstjórans eða hand-
ritshöfundarins.
Maestro ÞUT FÉ HVAR SEM ÞU ERT
\
/