Morgunblaðið - 26.09.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 26.09.2000, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vala Flosadóttir, eftir að hafa tryggt sér bronsverðlaunin á ÓL í Sydney Aðeins þakklæti, vellíðan og heiður „í RAUN og veru áttaði ég mig ekki alveg á því hvað mér hafði tekist fyrr en ég stóð á verð- launapallínum," sagði Vala Flosadóttir, bronsverðlauna- hafi í stangarstökki kvenna, er Morgunblaðið hitti hana að máli eftir að hún hafði tekið við verðlaunum sínum. „Þegar keppninni lauk og ég var stödd úti á vellinum gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað hafði gerst. Ég þurfti að líta hvað eftir annað á töfiuna með úrslitunum til þess að trúa því sem hafði gerst. Einnig spurði ég Danann, Marie Bagger Ramsussen, hvort það væri rétt eða hvort ég væri að sjá ofsjónir. Þetta var hreinlega yndislegt og kvöldið í heild var stórkostlegt. Ég naut þess svo innilega að vera úti á vellinum, innan um þennan gríðarlega fjölda áhorfenda, sjá ólympíu- eldinn loga fyrir ofan okkur, og vera í þeim tilgangi að keppa og skemmta mér um leið. Eg á aldrei eftir að gleyma þessari stund á vellinum, þetta er það stórkostlegasta sem ég hef upplifað til þessa á ævinni,“ sagði Vala. 'Wfala segist aldrei hafa velt því fyr- W ir sér að með þessu eða hinu stökkinu væri hún hugsanlega að tryggja sér verð- Eftir laun, eða þá þegar Ivar hún fór yfir 4,50 Benediktsson sagði hún við sig íSydney gjálfa; nú er það komið. „Eg reyndi frekar að einbeita mér að keppninni, vera jákvæð og ekki að fara að velta mér upp úr ein- Vala Flosadóttir bronsverðlaunahafi, Stacy Dragila Bandarikjunum, sem fékk gullið, og ástralska stúlkan Tatiana Grigorieva silfur- verðiaunahafi, bita i verðlaunapeninga sína. Vala, þú getur þetta! ORÐIN að ofan eru þau sem Vala Flosadóttir bronsverðlaunahafi hvíslaði að sjálfri sér fyrir hvert stökkið á eftir öðru allt þar til hún hafði tryggt sér bronsverðlaunin í stangarstökki á Ólympíuleik- unum í Sydney í gær. Þessi orð blésu henni þann kraft, þann styrk sem þurfti til að vinna stórkostlegt afrek, eitt hið mesta í sögu landsins á sviði íþrótta að minnsta kosti. Vala stökk 4,50 metra og bætti eigið íslands- og Norðurlandamet um 14 sentí- metra. Aðeins heimsmethafinn og heimsmeistarinn Stacy Drag- ila frá Bandaríkjunum og heimamaðurinn Tatiana Grigorieva stukku hærra, 4.60 og 4,55. Það var svo sannarlega hátíðarstund fyrir hina fáu Islendinga sem voru meðal rúmlega 112.000 áhorf- enda á Ólympíuleikvanginum og hjá fáum var meiri gleði og stolt. jgkki einatt var þama keppt í úr- Ivar Benediktsson skrifar frá Sydney slitum kvenna í fyrsta sinn og íslendingurinn á meðal keppenda heldur vann Vala hug og hjörtu áhorf- enda strax með geislandi framkomu og frábærri frammi- stöðu á Ólympíuleikvanginum. Fyrst íslenskra kvenna í úrslitum á Ólympíuleikum gekk Vala örugg- um skrefum fram á sviðið, sýndi fum- lausa frammistöðu og uppskar sam- kvæmt því, bronsverðlaun, mesta íþróttaafrek sem íslendingur hefur unnið frá því Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó á leikun- um 1984. Og það sem meira er, á ný varð Ástralía staðurinn; þar vann Vilhjálmur Einarsson íslendingsins mesta afrek er hann vann silfurverð- launin í þrístökkskeppni á Ólympíu- leikunum í Melbourne fyrir 44 árum, afrek sem lengi hefur staðið upp úr í íslenskri íþróttasögu. Hér eftir verð- ur nafn Völu Flosadóttur skráð gullnu letri í íslandssöguna. Stundin sem hún steig upp á verðlaunapallinn og tók við verðlaunum sínum og ís- lenski fáninn blakti við hún líður þeim löndum hennar sem viðstaddir voru aldrei úr minni. Island var sýni- legt milljónum manna um allan heim, þökk sé Völu Flosadóttur, ásýnd eyj- unnar í norðri gat ekki verið glæsi- legri. Gleði 280.000 manna eyþjóðar endurspeglaðist í hetjunni. Undankeppni stangarstökks kvenna á laugardagskvöldið gaf viss fyrirheit. Greinilegt var að Vala var vel upp lögð og staðráðin í að gera sitt besta. Með sama hugarfari mætti þessi 22 ára gamla kona til leiks í úrslitunum í gær. Utgeislun hennar var sterk og greinilegt var að hún naut þess að vera kynnt fyrir þeim rúmlega 100.000 áhorfendum sem mættir voru til að fylgjast með keppni í fjöl- mörgum greinum dagsins. Víst er að Vala var komin til að gera sitt besta og það varð svo sannarlega raunin. Vala var tólfta í röð þrettán stökkvara sem allir áttu það sameig- inlegt að vera mættir til leiks til þess að kljást um verðlaun á mestu íþróttahátíð heims. Öryggið uppmál- að stökk Vala yfir 4 metra og síðan 4,15 metra. Sýnilegt var á þeim stökkum að Vala átti mikið inni. Svo var einnig um fleiri keppendur. Heimsmethafinn, Dragila, byrjaði ekki að stökkva fyrr en við 4,25 metra markið og sömu sögu var að segja af öðrum sigurstranglegum keppanda, Anzhelu Balakhonovu frá Úlö'aínu, Evrópumeistara og met- hafa og silfurhafa frá HM í fyrra. Hún náði sér ekki á strik og heltist úr lestinni eftir þrjár misheppnaðar til- raunir. Aðrir skæðir keppinautar Völu voru enn með, Dragila, Daniela Bartova frá Tékklandi, heimamaður- inn Grigorieva og Þjóðverjarnir Nicola Humbert og Yvonne Bush- baum, sem varð heimsmeistari inn- anhúss í fyrra eftir æsilega keppni við Völu. Hvert stökkið á fætur öðru var hins vegar svo öruggt hjá Völu á meðan keppinautarnir voru í basli með einhverjar hæðir. Fyrst 4,25 þá 4,35 og síðan íslands- og Norður- landamet, 4,40. Gat Vala endalaust haldið áfram? Síðan öruggt stökk yf- ir 4,45 og síðan hárfint stökk yífir 4,50. Verðlaunasæti var innan seilingar. Var ævintýrið að eiga sér stað? Var Vala enn einu sinni að standa í báða fætur þegar mest á reyndi? Já, svo var raunin. Bartova, Dragila og Grigorieva fóru einnig yfir 4,50, en Vala stóð þeim öllum fremri vegna þess að hún hafði aldrei fellt. Þegar Vala stökk yfir 4,50 í fyrstu tilraun, breikkaði brosið til muna þegar hún veifaði til áhorfenda, hún vissi að verðlaun væru innan seilingar. Þegar ráin var komin í 4,55 var komið að múmum sem Völu var of- viða. Þjár misheppnaðar tilraunir en í síðustu tilraun var ljóst að Vala var komin með bronsið, hvernig sem færi, þar sem Bartova og Humbert voru úr leik og Bushbaum hafði nokkuru áður þurft að játa sig sigr- aða. Grigorieva stökk yfir í fyrstu til- raun og komst ekki hærra, Dragila bætti 5 sentímetrum við. Ljóst var að íslendingurinn var kominn á verðlaunapall á Ólympíu- leikum, sagan var ævintýri líkust. Eftir að hafa orðið fyrsti Evrópu- meistari sögunnar í stangarstökki kvenna á EM innanhúss 1996 hefur Vala haldið sínu striki þótt ekki hafi lífið alltaf verið dans á rósum frekar en hjá öðrum afburða íþróttamönn- um. En elja, þolinmæði og einstakt keppnisskap hefur sýnt að hún er best þegar mest á reynir. Brons á EM innanhúss 1998 og tvö heimsmet á sama ári, silfur á HM innanhúss í Japan 1999, gull á EM unglinga í fyrra og silfur tveimur árum áður svo fátt eitt sé upptalið. Það er ekki hægt að biðja um glæsilegri afreka- skrá hjá 22 ára gamalli stúlku sem sagði heimsbyggðinni að keppni lok- inni að hún væri þjóð sinni þakklát fyrir að hafa veitt sér tækifæri til þess að keppa fyrir hennar hönd á Ólympíuleikum. Sú hin sama þjóð og sendi hana á að vera stolt og þakklát fyrir að eiga hetjuna, Völu Flosadótt- ur, fyrir dóttur. Vala, þú gast það!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.