Morgunblaðið - 26.09.2000, Side 10

Morgunblaðið - 26.09.2000, Side 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 ^ QQO MORGUNB LAÐIÐ Szabo settií auka- gír... GABRIELA Szabo og Sonia O’Sullivan settu á svið æsilegan endasprett í 5.000 m hlaupi kvenna á Ólympiuleikunum i gær. Hin 42 kilógramma Szabo sýndi styrk sinn sem besta al- hliða hlaupakona heims með þvi að halda forystunni til loka og vinna gullið. O’Sullivan átti æv- intýralegan endasprett og útlit var fyrir að hún næði Szabo á siðustu 100 metrunum en Szabo gaf bara í líka og lét forystuna ekki af hendi og kom í mark á 14.40,79 minútum. Gete Wami frá Eþiópiu náði bronsinu en hún var með for- ystu í hlaupinu er um 200 metr- ar voru eftir. Hún var þó ánægð með bronsið og fagnaði líkt og um gull hefði verið að ræða. O’Sullivan setti írskt met er hún náði silfurverðlaunum á tíman- um 14.41,02. „Mér líður frábærlega. Þetta var rosalega erfitt en ég hafði hraðann," sagði Szabo en hún vann silfur i 1.500 m hlaupi á leikunum í Atlanta. Hún var val- in frjálsíþróttakona ársins í fyrra eftir sigur á heimsmeist- aramótinu. Szabo eyddi mestum tíma hlaupsins i að skiptast á um þrjú efstu sætin við Wami og Ayelech Worku frá Eþíópíu á meðan O’SulIivan var um miðjan hóp og beið færis. O’Sullivan leit út fyrir að vera sigurstranglegri undir lokin en Szabo setti i aukagír og hljóp af fullum krafti yfir endalínuna. Skot- mennimir famir heim ALFREÐ Karl Alfreðsson skotmaður, Peter Pákk þjálf- ari hans og Halldór Axelsson flokksstjóri kvöddu ólympíu- þorpið í Sydney á sunnudag- inn og héldu heim á leið, dag- inn eftir að Alfreð lauk keppni. Eru þeir félagar þeir fyrstu úr íslenska hópnum sem yfirgefa búðirnar. Næst- ur til að fara er Rúnar Al- exandersson en hann heldur til Svíþjóðar á miðvikudaginn til móts við kærustu sína sem á von á fyrsta barni þeirra á næstu dögum. Aðrir keppend- ur íslands, þjálfarar og flokk- stjórar ásamt fararstjórum verða í Sydney fram til 4. október. Ólympíuleikunum lýkur 1. október. Anier Garcia Kúbu Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi karla. Fæddur: 9. mars 1976 í Sant- iago á Kúbu. Helstu afrek: Silfur á HM 1999 og Ameríkumeistari sama ár. Heimsmeistari í 60 m grinda- hlaupi innanhúss 1997. ■ Náði besta heimstímanum í ár, 13,07 sekúndum, og hélt honum í þrjár vikur. ■ Sigurtíminn í gær, 13,00 sek- úndur, er hans besti árangur og kúbverskt met. Reuters írska stúlkan Sonia O’Sullívan varð að horfa á eftir Gabriela Szabo (2832) á undan sér í markið. Gete Wami (1676) frá Eþíópíu fékk brons. Kúbumaðurinn Anier Garcia kemur í mark sem sigurvegari f 110 m grindahlaupi. Bandaríkjamað- urinn Terrence Trammel, til hægri, fékk silfur, en Dudley Dorival frá Haiti varð sjöundi. Gabriela Szabo Rúmeníu Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi kvenna. Fædd: 14. nóvember 1975 í Bistrita í Rúmeníu. Helstu afrek: Silfurverðlaun í 1.500 m hlaupi á ÓL í Atlanta 1996. Heimsmeistari í 5.000 m hlaupi 1997 og 1999, heims- meistari innanhúss og Evr- ópumeistari í 3.000 m hlaupi. Vann gullmótin í 3.000 og 5.000 m hlaupum 1999. Frjáls- íþróttakona ársins í heiminum 1999. ■ Eftir sigurinn í Atlanta 1996 sneri hún sér að lengri hlaup- unum með mögnuðum árangri. ■ Lítil og létt, vegur aðeins 42 kíló, en er með ótrúlegt þrek og úthald. ■ Eiginmaður hennar, Zsolt Gyongyossy, er rúmenskur meistari í grindahlaupi. ■ Szabo leggur mikla áherslu á hvíld í undirbúningi sínum og sefur í allt að 16 tíma á sól- arhring. Ovæntur sigur Garcia EIN óvæntustu úrslit frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Sydn- ey urðu á mánudagsmorguninn þegar Kúbumaðurinn Anier Garcia sigraði í 110 metra grindahlaupi á 13 sekúndum sléttum. Hinn 24 ára gamli Kúbumaður átti brúðkaupsafmæli i gær og sagði að þetta væri fín gjöf til Barböru Salcedo konu sinnar, en þau giftu sig fyrir ári. Flestir höfðu búist við að ólymp- íumeistarinn frá 1996, Allen Johnson frá Bandaríkjunum og heimsmethafinn Colin Jackson frá Bretlandi myndu berjast um sigur- inn og allra augu beindust að þeim. Kúbumaðurinn virtist ekki hafa neinar áhyggjur af því hvað menn héldu fyrir hlaupið og tók forystu strax og hélt henni til loka. Banda- ríkjamaðurinn Terrance Tammell varð annar á 13,16 sekúndum, Mark Crear landi hans þriðji á 13,22 sekúndum 1/100 á undan Al- len Johnson og í 5. sæti kom heimsmethafinn Jackson. Garcia hefur verið framarlega í greininni að undanförnu og því hefðu sérfræðingar átt að muna eftir honum þegar spáð var í spil- in, en hann var til dæmis annar á síðasta heimsmeistaramóti. „Ég vissi að ég yrði að ná góðu starti og ég held að þetta sé besta start sem ég hef náð um ævina,“ sagði kappinn mjög ánægður enda setti hann persónulegt met og landsmet eins og Bandaríkjamað- urinn Tammell sem varð annar. Garcia sagðist hafa hugsað um þennan ákveðna dag í heilt ár. „Ég hef hugsað um þennan dag á hverjum degi í heilt ár og þá aðal- lega um Allen Johnson enda var hann með besta tímann í greininni. Um leið og skotið reið af var ég sannfærður um að ég gæti sigrað,“ sagði Garcia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.