Morgunblaðið - 26.09.2000, Page 11

Morgunblaðið - 26.09.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ '^QÞo OQp ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 C 11 Jonatha Edward - besti þrístökkvi allra HEIMSMETHAFINN Jonathan Edwards frá Bretlandi full- komnaði fernuna er hann sigraði í þrístökki með því að stökkva 17,71 metra, 24 sentimetrum lengra en Yoel Garcia frá Kúbu. Þar með kemst hann í sögubæk- umar sem mesti þrístökkvari allra tíma því í gærmorgun haði hann orðið heims-, Evrópu- og Samveldis- meistari og í gær bættist Ólympíu- meistaratitillinn í safnið. Edwards, sem skaust fyrst fyrir al- vöru upp á stjömuhimininn þegar hann setti glæsilegt heimsmet á heimsmeistaramótinu 1995 en þá sveif hann 18,29 metra. Hann varð annar á Ólympíuleikunum í Atlanta og hefur ekki gengið sem best síðan. Hann náði þó næstbesta stökki ársins er hann stökk 17,62 metra í ágúst og sigur í gær var hinum 34 ára gamla Breta mjög mikils virði enda hefur ferill hans verið þymum stráður und- anfarin ár. „Eg er mjög þakklátur fyrir sigurinn og em þakkir efstar í huga, þakkir til mjög margra sem hafa gert miklu meira fyrir mig en ég hef gert fyrir þá. Eg hugsa til Alison konu minnar og krakka," sagði Edwards og þakkaði Guði fyrir, enda mjög trúaður. Hann segh- almættið hafa reynst sér vel á erfiðum tímum eins og í Sydney en þá lést tengda- móðir hans í Bretlandi. Kona 1792 ÞRISTOKK KARLA Edwards sagði að hann hefði verið ákveðinn í að sigra til að fjölskyldan gæti glaðst yfir einhverju eftir erfiða tíma. Sigur hans er Bretum einnig mikil- vægur því þetta vora sjöttu gullverð- laun þeirra á leikunum og besti ár- angur íþróttamanna þeirra í áraraðir, eða frá því leikamir vora síðast haldnir í Astralíu, í Melboume 1956. . & Jonathan Edwards Bretlandi Ólympíumeistari í þrístökki karla. Fæddur: 10. maí 1966 í London, Englandi. Helstu afrek: Heimsmethafi með 18,29 metra og á fjögur lengstu löglegu stökk sögunnar. Heims- meistari 1995. Silfur á ÓL í Atlanta 1996. Evrópu- meistari 1998, brons á HM 1993 og 1999. ■ Stökk 18,43 metra í meðvindi áður en hann setti fyrsta heimsmet sitt, 17,98 metra, árið 1995. ■ Keppti ekki á HM 1991 af trúarlegum ástæðum, þar sem þrístökkskeppnin var á sunnudegi. Gerði undantekningu tveimur árum síðar og fékk brons á HM. ■ Vann 22 mót í röð 1995 til 1996 en sú sigurganga var rofín á ÓL í Atlanta þar sem hann varð annar. ■ Meiðsli í hné, hæl og ökkla hafa háð honum síð- an 1996 og Edwards segist alltaf þjáður af sárs- auka í keppni. Reuters Jonathan Edwards stekkur sigurstökk sitt. Mutola fékk loksins gull MARIA Mutola frá Mósambík sigraði með glæsilegum hætti í 800 metra hlaupi í gær. Hún hafði beðið lengi eftir gullinu á Ólympíuleikum því hún keppti fyrst í Seoul 1988 þá 15 ára og hefur síðan verið í allra fremstu röð en sjaldan á stór- mótum og aldrei á Ólympíu- leikum. Mutola hljóp mjög vel, hélt sér í miðjum hópi en Helena Fuchsova fór fyrir hópnum. Þegar um 200 metrar vora eftir tók hin breska Kelly Holmes við forystunni og virkaði mjög afslöppuð og yfir- veguð. Þegar stúlkurnar komu á beina kaflann skaust Mutola framúr og gerði það á ytri brautunum til að forðast að lenda í árekstri þegar hóp- urinn tók á rás. Hún kom íyrst í mark á 1.56,15 og verður öragglega gaman fyrir hana að koma heim með fyrsta gullpeninginn sem þjóð henn- ar fær á Ólympíuleikum. Kelly Holmes gaf eftir á enda- sprettinum og Astralska stúlkan Maria Mutola Mósambík Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna. Fædd: 27. október 1972 í Maputo í Mós- ambík. Helstu afrek: Heimsmeistari í 800 m hlaupi 1993, fékk brons á HM 1997 og silf- ur 1999. Fékk brons á ÓL í Atlanta 1996. Vann 50 hlaup í röð á árunum 1992-1996. ■ Fékk Ólympíustyrk til að stunda nám í Bandaríkjunum og valdi þar frjálsíþróttir í stað knattspyrnu. ■ Býr í Eugene, Oregon, í Bandaríkjun- um en er eftir sem áður þjóðhetja í Mós- ambík. ■ Keppti fyrst á Ólympíuleikum 15 ára gömul árið 1988 í Seoul. ■ Varð fyrsti heimsmeistari frá Mós- ambík árið 1993 og fyrsti samveldismeist- ari landsins árið 1998. ■ Mutola á öll landsmet í Mósambík frá 200 metram upp í 3.000 metra hlaup. Maria Mutola fagnar sigri í 800 m hlaupi. Reuters Stephanie Graf náði öðra sætinu við mikinn fögnuð heimamanna. „Ég vissi að ég yrði að útfæra hlaupið mjög vel ætlaði ég mér sigur og sem bestur fer tókst það fullkom- lega. Ég hitti nákvæmlega á rétta augnablikið til að hefja endasprett- inn og það var mjög tilfinningarík stund þegar ég fór yfir endamarkið," sagði þjóðhetja Mósambík. Fjölskyldu- vænir ÓL Ingibjörg Hinriksdóttir skrifarfrá Sydney Það hefur verið sérlega til þess tekið hvað Ólympíuleikarnir í Sydney eru fjölskylduvænir. Miða- verði á marga við- burði hefur verið stillt í hóf og foreldr- ar hafa boðið börn- um sínum að taka þátt í þessum sérstæða viðburði sem Ólympíuleikar era. „Ég var þar“ er viðkvæðið sem flestir vilja láta eftir sér hafa. Ein fjölskylda keypti sér ódýra miða á Netinu, á handbolta, sem er ekki vel þekkt íþrótt hér í Ástralíu. „Krakkarnir skemmtu sér konung- lega, og finnst handbolti skemmti- legri íþrótt heldur en körfuknattleik- ur,“ sagði fjölskyldufaðirinn John Talbot. Við byrjuðum daginn á því að fara í Ólympíugarðinn og soga að okkur andrúmsloftið sem þar ríkir. Fyrir framan okkur í handboltahöll- inni var reglulega stór hópur af Egyptum, sem stuttu sitt land. Við voram ákveðin í að eyða nokkrum dögum hér, en aðeins fara á hand- boltann, en núna eram við að leita að miðum á hvað sem er, þetta er stór- kostlegt og það væri skömm að því að missa af þessu,“ sagði John. Basl með fánann ILLA gekk að taka niður fána Rússlands eftir verðlaunaafhend- ingu fyrir spjótkast karla, en keppandi Rússa varð þriðji. Um tíma leit út fyrir að fáni Rússlands myndi hanga uppi það sem eftir væri kvölds og það yrði að fresta verðlaunaafhendingu i öðrum greinum um óákveðinn tima. Um síðir tókst að draga fánann niður og næsta verðlaunaafhending gat hafist, nokkuð of seint að vísu. Vel borgað SJÁLFBOÐALIÐAR, sem starfa við ÓL, hafa verið beðnii- um að bæta við tveimur til þremur dögum eftir leikana til að ganga frá og þrífa. Flestir hafa aðeins ráðið sig til loka- dags leikanna, en forsvarsmenn hafa biðlað til þeirra um að framlengja vinnu sína og aðstoða við frágang. Sjálfboðaliðunum hafa verið boðnir 45 ástralskir dollarar á tímann, sem samsvarar um 2.200 ísl. kr. Þetta þykir vel boðið hér í landi. Farsímar valda vand- ræðum ÁHORFENDUR á ÓL hafa verið hvattir til að slökkva á farsímum sínum. Nokkur atvik hafa komið upp þar sem farsímar hafa truflað keppendur. Keppni var t.d. stöðvuð á meðan Monica Seles var í keppni í tennis og áhorfendur beðnir um að slökkva á sfmum. Þá hcfur því verið haldið fram að í keppni í lyft- ingum hafl liðsmenn andstæðinga stundað það að hringja hver í ann- an á meðan á keppni hefur staðið, með það eitt að markmiði að trufla einbeitingu þess keppanda sem var við stöngina á hveijum tfma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.