Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐJÐ FRÉTTIR Uppsögn vagnstjóra var dæmd ólögmæt HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Reykjavíkurborg og Strætisvagna Reykjavíkur til að greiða fyrrver- andi vagnstjóra hjá SVR 900 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Vagnstjóranum var sagt upp störfum hjá SVR með þriggja mán- aða uppsagnarfresti í ágúst 1997. Hæstiréttur bendir á að forstöðu- mönnum SVR hafi borið að fara að reglum stjórnsýslulaga við ákvörðun um að segja vagnstjóranum upp störfum og hafi ákvörðunin orðið að byggjast á málefnalegum sjónarmið- um. I uppsagnarbréfinu hafi ekki verið getið ástæðna uppsagnarinnar, en að beiðni mannsins var gerð grein fyrir þeim í bréfi SVR í september 1997. Kom þar fram að ástæða upp- sagnarinnar var sú að vagnstjórinn hafði eitt sinn sleppt því að aka tæp- lega helming þeirrar leiðar, sem honum bar að aka, og hafði hann ekki svarað kalli varðstjóra sem reyndi að hafa samband við hann. Þá var þess getið að í september 1996 hefði vagnstjórinn fengið áminningu fyrir að virða ekki tímasetningar í akstri, auk þess sem hann hefði feng- ið tiltal vegna ýmissa atriða í starfi. Var vagnstjórinn boðaður á fund for- stjóra SVR, en áður en hann fékk fundarboðið hafði hann tilkynnt veikindi. Var honum ekki gefinn kostur á öðrum fundi, heldur sent uppsagnarbréfið samdægurs. Brotið gegn andmælarétti Hæstiréttur segir að með þessu hafi verið brotið gegn rannsóknar- reglu og andmælarétti stjómsýslu- laga og hafi uppsögnin því verið ólögmæt. SVR og Reykjavíkurborg séu skaðabótaskyld gagnvart vagn- stjóranum vegna þessa og var þeim gert að greiða honum bætur fyrir fjártjón við launamissi, 900 þúsund krónur, með vöxtum frá apríl 1999. -------------------- Hægt mið- ar í kenn- aradeilunni HÆGT hefur miðað í samningavið- ræðum Félags framhaldsskólakenn- ara og samninganefndar ríkisins. Deiluaðilar áttu fund hjá ríkis- sáttasemjara í gær og er annar fund- ur boðaður í dag. Samningsaðilar eru sammála um að breyta framsetningu launatöflu og endurskilgreina störf inn í ramma og flokka á sambærileg- an hátt og tíðkast hjá mörgum félög- um annarra ríkisstarfsmanna. Um- ræða á fundum síðustu daga hefur ekki síst snúist um hvernig mætti þróa nýtt launakerfi fyrir kennara. Samninganefnd ríkisins hefur ekki lagt fram nýjar tillögur til lausnar deilunni frá því hún lagði fram tillögur 3. nóvember. Deilu- aðilar hafa þó skipst á hugmyndum um ýmsa þætti málsins. Ráðherra leggur til breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt Frestun á skattlagningu sölu- hagnaðar hlutabréfa afnumin HEIMILD til frestunar á skattlagningu sölu- hagnaðar hlutabréfa verður afnumin skv. frum- varpi til laga um breytingu á lögum um tekju- skatt og eignarskatt sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Jafnframt verður allur sölu- hagnaður einstaklinga af hlutabréfum skattlagð- ur með 10% án takmörkunar, eins og gildir um aðrar fjármagnstekjur. Er þetta gert þar sem lagabreytingar sem gerðar voru 1996 hafa aðeins að hluta til náð tilgangi sínum um eflingu ís- lensks atvinnulífs með aukinni þátttöku almenn- ings, að því er fram kemur í greinargerð. Fjár- magn hafi í reynd leitað frekar úr landi í stað þess að skila sér inn í íslensk atvinnufyrirtæki eins og til stóð. í greinargerð með frumvarpinu er rifjað upp að með lagabreytingum sem gerðar voru 1996 hafi verið samþykkt að heimila frestun skattlagningar á söluhagnaði hlutabréfa hjá ein- staklingum um tvenn áramót. Ennfremur er rakið að samkvæmt núgildandi lögum er söluhagnaður einstakhnga af hlutabréf- um umfram 3,2 milljónir króna og 6,4 milljónir hjá hjónum skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur ef heimildir skv. 7. mgr. 17. gr. laga eru ekki nýttar. Kaupi einstaklingur hins vegar önn- ur hlutabréf í stað hinna seldu innan tveggja ára færist söluhagnaðurinn til lækkunar á kaupverði nýju bréfanna. Skattur á aðrar fjármagnstekjur er aftur á móti 10% án takmörkunar. Hvatning til að íjárfesta í félögum erlendis fremur en hér á landi „Ýmislegt bendir til þess að þeir sem hafa hagnast vel á sölu hlutabréfa á undanförnum ár- um hafi í vaxandi mæli nýtt sér umrædda frest- unarheimild. Þá virðast sífellt fleiri telja að hag- stæðara sé að ávaxta það fé í hlutafélögum, sem eru annars staðar en á íslandi, vegna hagstæðari skattareglna og í ýmsum tilvikum í skjóli banka- leyndar. Leiða má líkur að því að í mörgum til- vikum falli skattlagningin jafnvel niður vegna skorts á upplýsingum,“ segir í greinargerðinni. „Þetta tvennt, frestun skattgreiðslna og hag- stætt skattaumhverfi, eru án efa helstu ástæður þess að stærri fjárfestar hafa kosið að stofna eigin hlutafélög erlendis. Þannig má halda því fram að í gildandi lögum felist ákveðin hvatning fyrir einstaklinga til þess að fjárfesta í félögum erlendis fremur en hér á landi,“ segir ennfrem- ur. íslenskir fjárfestar hafi því getað takmarkað skatta sína með því að greiða sér arð frá hinu er- lenda félagi sem er skattlagður með 10% skatti hér á landi. Þetta sé gert þar sem hagstæðara er að fá fjármagnstekjur í formi arðs en söluhagn- aðar þegar fjárhæðirnar eru orðnar háar. Af öllu þessu megi aftur á móti álykta að lögin hafi að- eins að hluta til náð tilgangi sínum. Því sé rétt að afnema frestunarheimildina. Skipstjórn- armenn boða verk- fall 23. nóv. SKIPSTJÓRAR og stýrimenn á kaupskipum samþykktu á félags- fundi í gær að boða verkfall á kaup- skipum frá og með fimmtudeginum 23. nóvember. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða með 36 atkvæð- um. Kokkar og brytar, sem boðað höfðu verkfall nk. mánudag, til- kynntu í gær að þeir ætluðu að fresta boðuðu verkfalli til 23. nóvember. Boðað verkfall skipstjórnarmanna nær til 98 manna sem starfa á kaup- skipum, olíuflutningaskipum og ferj- unum Herjólfi og Grímseyjarferj- unni. í tilkynningu frá ríkissátta- semjara segir að félögin þrjú, þ.e. Félag matreiðslumanna, sem er í Matvís, og Félag bryta og Félag skipstjómarmanna, sem eru í FFSI, hafi samþykkt að mynda sameigin- lega viðræðunefnd við Samtök at- vinnulífsins. Fundur var í kjaradeilunni í gær hjá ríkissáttasemjara og sagði Níels S. Olgeirsson, formaður Matvíss, að þetta hefði verið góður fundur og báðir aðilar væru sammála um að ganga í það að semja. Annar samn- ingafundur yrði haldinn í dag. Samtök atvinnulífsins hafa sett fram efasemdir um að eðlilega hafi verið staðið að boðun verkfalls bryta og kokka. Níels sagði að vinnuveit- endur hefðu óskað eftir að þeir frest- uðu verkfalli í þrjá daga og kvaðst telja að í því fælist að þeir viður- kenndu verkfallsboðunina. Komi til verkfalls stöðvast fyrstu skip Eimskipafélagsins mánudaginn 27. nóvember. Skip Samskipa koma til landsins 28. nóvember og stöðvast þá hafi deilan ekki verið leyst. Herj- ólfur og Grímseyj arferj an stöðvast aftur á móti strax 23. nóvember. Morgunblaðið/Jim Smart Boeing 757-þota Flugleiða lenti á Reykjavikurflugvclli vegna þess að ófært var vegna veðurs í Keflavík. Boeing 757 lenti í Reykjavík BOEING 757-þota Flugleiða þurfti að lenda á Reykjavíkur- flugvelli siðdegis í gær vegna þess að ekki var hægt að lenda í Keflavík vegna ófærðar. Flugvélin var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi með rúm- lega 100 farþega. íslensku far- þegunum, um 40 talsins, var boðið að stíga frá borði í Reykjavík og þar fengu þeir farangur sinn af- hentan en hluti farþeganna var á leið til Bandaríkjanna. Skömmu eftir að vólin lenti í Reykjavík var Keflavíkurflugvöllur orðinn fær og flaug vélin með erlendu far- þegana þangað svo að þeir gætu skipt um vél. Morgunblaðið/Jim Smart íslensku farþegamir komu við í litlu fríhöfninni á Reykjavíkurflugvelli. Sjaldgæft er að svo stórar vélar lenti á Reykjavíkurflugvelli en ekki einsdæmi. Þannig segir Guð- jón Arngrímsson, blaðafulltrúi Flugleiða, að Boeing 757-vél á heimleið frá Halifax hafi lent þar í fyrravetur af sömu ástæðum og vélin í gær. mm Sé ð í dag BÍÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUIi Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.