Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oddviti sjálfstæðismanna Slæm fjárhags- staða er heima- tilbúinn vandi V erkfalls verðir í fullum rétti HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkiir og sýknað Verkalýðsfélagið Baldur á Isaíirði og einn félagsmann þess af kröfum Samtaka atvinnulífsins. Sam- tökin höfðu krafist skaðabóta vegna tjóns, sem þau töldu verkalýðsfélagið og félagsmanninn hafa valdið með ólögmætum hætti við verkfallsvörslu, þegar komið var í veg fyrir löndun úr ísfirskum togara í Reykjavík. Hæsti- réttur segir að áform um löndun í Reykjavík hafi verið ætluð til að sneiða hjá áhrifum verkfallsins. Hópur félagsmanna úr Verkalýðs- félaginu Baldri, undir forustu Aðal- heiðar Steinsdóttur, kom að kvöldi 20. maí 1997 og næsta dag í veg fyrir að landað væri fiskafla í Reykjavík úr togaranum Stefni, í eigu Ishúsfélags ísfirðinga hf. Togarinn var að koma úr veiðiferð fyrir sunnan land og héldu Samtök atvinnulífsins því fram að útgerð hans hafi verið óháð verk- fallinu, sem ekki hafi náð til sjó- manna. Fyrirtækið Löndun hf. átti að annast löndunina, en flestir starfs- menn þess voru félagsmenn í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Við komu togarans höfðu verkfallsverðir tekið sér stöðu á bryggjunni og lagt bifreið- um sínum við skipshlið. Hæstiréttur segir að útgerð togar- ans og rekstur vinnslustöðvar eig- andans á ísafirði hafi verið samþætt- ur atvinnurekstur, og fyrirhuguð áform atvinnurekandans um löndun í Reykjavík verið ætluð til að sneiða hjá áhrifum verkfallsins og falið í sér brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og gegn réttmætum hagsmunum verkalýðsfélagsins og fé- lagsmanns þess. Þá segir Hæstirétt- ur það tilheyra verkfallsrétti að lands- lögum að fólki og félögum í lögmætu verkfalli væri rétt að verjast því með friðsamlegum aðgerðum, að reynt væri að draga úr áhrifum verkfallsins af hálfu þeirra, sem það beindist gegn, með því að fá aðra til að leysa af hendi vinnu að þeim störfum, sem lögð hefðu verið niður. Hæstiréttur bendir á að engin átök hafi orðið við togarann og beinar hót- anir um valdbeitingu ekki verið hafð- ar uppi, að því er séð yrði. Uppskipun- armenn úr Dagsbrún virtust hafa látið athafnir aðkomufólksins af- skiptalausar og ekki hafi verið leitt í ljós hvort stjórnendur togarans hafi leitað eftir atbeina þeirra um löndun. Taldi Hæstiréttur ósannað að ákvörð- un stjómenda skipsins um að sigla því til annarrar hafnar, í Vestmannaeyj- um, hafi ráðist af beinum hindrunum írá hendi verkfallsvarða. Hefðu verk- fallsverðir ekki kallað yfir sig og stétt- arfélag sitt ábyrgð á þeim aukna kostnaði, sem af því hlytist að ráð- stafa afla skipsins í annarri höfn. Morgunblaðið/Sigga Glóbryst- ingur í fæði og húsnæði GLÓBRYSTINGUR nokkur hefur gert sig heimakominn í bílskúr á Grundartanga í Mosfellsbæ. Þetta er smáfugl af þrastaætt sem er fremur óalgengur hér við land og verpir í Evrópu, Asíu og N-Afr- íku. Silvía Ingibergsdóttir sagði að fuglinn hefði flogið inn í opinn bflskúrinn og virst kaldur og hrakinn. Hann var töðraður á fuglafræi og baðaði sig í vatni sem sett var í bala fyrir hann. Silvía segir að fuglinn sé afar spakur og skemmtilegur. Líklega fær hann frítt fæði og húsnæði í bflskúrnum í vetur því hann er orðinn of seinn í farflugið suður á bóginn. Gluggi verður hafður op- inn á bflskúrnum svo að fuglinn geti viðrað sig líka. Miðað við glóandi litinn á brjósti fuglsins má telja vfst að hann sé fullorð- inn. Á heimilinu eru tveir dreng- ir, 8 og 14 ára, sem eru mjög hrifnir af fuglinum. Einnig er köttur á heimilinu og mýs í búri í þvottahúsinu. Helsta vandamálið yrði ef Keli heimilisköttur sækti í fuglinn en Silvía segir að hann sé latur og ekki mikið fyrir veiðar gefinn. INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, gagnrýndi fjárhagsáætlun Reykja- víkurlistans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi og sagði hana bera með sér að fjármál borgarinnar væru komin í óefni. Á tímum góðæris væri sjálfsagt að lækka skuldir. Hún sagði slæma fjárhagsstöðu vera heimatilbúinn vanda og hún bæri ekki vott um trausta fjármálastjórn. „Ég leyfi mér að fullyrða að á síð- ustu árum hefur tekist að ná fram meiri breytingum, bæði í stjómsýslu og þjónustu borgarinnar, en flestir væntu. Þetta endurspeglast í því frumvarpi að fjárhagsáætlun sem ég mæli fyrir í dag,“ voru lokaorð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arstjóra, er hún mælti fyrir frum- varpi um fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir næsta ár. Borgarstjóri sagði að markvisst hefði verið unnið að því að aðlaga stjórnun borgarinnar og þá þjónustu sem hún veitir breyttu samfélagi. Ingibjörg Sólrún gerði samskipti ríkis og sveitarfélaga að umtalsefni, meðal annars í samgöngumálum, vegna tekjustofna sveitarfélaga og málefna fatlaðra. Sagði hún oft hafa skorist í odda milli borgaryfirvalda og ríkisvalds, sérstaklega þegar póli- tískur litur á landstjórninni væri annar en á borgarstjórn. Um vega- mál sagði borgarstjóri að framlög ríkisins til þeirra á þessu ári hefðu líklega ekki verið lægri frá árinu 1992 og eina ferðina enn væri boðað- ur niðurskurður á næsta ári. Fjármálin komin í óefni Inga Jóna Þórðardóttir gagnrýndi meirihlutann meðal annars fyrir að nýta að fullu leyfilega hækkun út- svarsálagningar sem gæfi borginni 2,2 milljarða kr. tekjuauka en nota aðeins 500 milljónir kr. til að greiða niður skuldir. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvarshlutfallið skuli hækkað úr 11,99% í 12,32% í stað 12,7% eins og Reykjavíkurlistinn leggur til. Það myndi þýða um 500 milljóna króna tekjulækkun en á móti mætti, að þeirra mati, lækka fjárfestingar á næsta ári. Sjálfstæðismenn lögðu einnig til að fella niður holræsagjald í áföng- um næstu tvö árin. Það myndi þýða 500 milljóna króna tekjulækkun á næsta ári sem mætti einnig mæta með lækkun fjárfestingarútgjalda. Inga Jóna sagði að yrði breytingar- tillaga sjálfstæðismanna um lægri útsvarshlutfall samþykkt væru sjálf- stæðismenn reiðubúnir að draga til baka tillögu um lækkun holræsa- gjalds. Tillaga sjálfstæðismanna var hins vegar felld með 8 atkvæðum Reykjavíkurlistans gegn sjö atkvæð- um sjálfstæðismanna. Síðari umræða um fjárhagsáætl- unina fer fram á borgarstjórnar- fundi 7. desember. Þrjár umsóknir um Dómkirkjuna ÞRJÁR umsóknir bárust um emb- ætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu en umsóknarfrest- ur rann út að kveldi 15. nóvember sl. Þeir sem sóttu um embættið eru: Séra Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisílokksins á Norðurlandi vestra, séra Jón Aðalsteinn Bald- vinsson, sendiráðsprestur í Lundún- um, og séra Sigurður Árni Þórðar- son, verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Núverandi Dómkirkjuprestur, séra Hjalti Guðmundsson, lætur af störfum hinn 1. febrúar á næsta ári fyrir aldurs sakir. Fimm manna valnefnd presta- kallsins ífjallar um umsóknirnar og leggur fram tillögur fyi-ir biskup í samráði við viðkomandi prófast og vígslubiskup. Að sögn séra Sigurðar Sigurðssonar, vígslubiskups í Skál- holti, má búast við að þessir aðilar komist að niðurstöðu fyrir næstu mánaðamót. Dómsmálaráðherra skipar síðan í stöðuna, að fenginni tillögu biskups, frá og með 1. febrúar árið 2001. Rannsóknarnefnd umferðarslysa skilar skýrslu um rútuslysið á Kjalarnesi Sýnt að ökumaður sofnaði undir stýri RANNSÓKNARNEFND umferð- arslysa telur sýnt að meginorsök þess að jeppabifreið og langferðabif- reið skullu saman á Vesturlandsvegi við Grundarhverfi á Kjalamesi 25. febrúar sl. megi rekja til þess að öku- maður jeppabifreiðarinnar hafi sofn- að undir stýri með þeim afleiðingum að bifreiðin sveigði yfir á rangan veg- arhelming og í veg fyrir langferðabif- reiðina. Þrír létust í slysinu og marg- ir slösuðust. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að frágangur á festingum sæta í langferðabifreiðinni hafi ekki verið nægjanlega traustur til að þola umferðaróhappið. Rannsóknai'- nefndin leggur til að sett verði á lagg- imar nefnd sérfræðinga er geri út- tekt á öllum langferðabifreiðum í notkun. Rannsóknamefndin hefur að und- anlornu unnið að rannsókn þriggja rútuslysa frá þessu ári. Auk bana- slyssins við Gmndarhverfi hefur nefndin rannsakað slys sem varð þegar langferðabifreið á leið um Hvalfjörð hafnaði utan vegar og valt á hliðina við Múlafjall 14. maí sl. og þegar langferðabifreið var ekið á brúarhandrið og hún féll ofan í á við Hólsselskíl 16. júlí sl. Farþegi í bif- reiðinni lést og nokkrir aðrir slösuð- ust. Jeppinn yfir hámarkshraða þegar áreksturinn varð I bréfi rannsóknamefndarinnar til dóms- og kirkjumálaráðherra segir að framburðir vitna og aksturslag jeppabifreiðarinnar í slysinu við Grundarhverfi styðji þá niðurstöðu nefndarinnar að ökumaður jeppans hafi sofnað undir stýri. Af ökurita langferðabifreiðarinnar megi telja að ökuhraði hennar hafi verið um 50-55 km á klst þegar áreksturinn varð. Miðað við það tjón sem á bifreiðunum varð og framburð vitna megi telja víst að jeppanum hafi verið ekið yfir hámarkshraða á vegi. Áætlaðan áreksturshraða í slysinu megi af þessu telja hafa verið um 140-150 km hraða á klst. Fjórar af sex sætaröð- um langferðabifreiðarinnar losnuðu frá festingum við það að farþegar köstuðust á þær. Upphafsaðgerðir nærstaddra á slysstað fólust í því að losa sætin, sem komin vom í eina kös, frá farþegum sem lágu fremst í bif- reiðinni. I bréfinu segir að áreksturs- hraði í slysinu og sú staðreynd að sætaraðir losnuðu í heild sinni veki spurningar um frágang sæta. Á það er bent að ákvæði í reglugerð um gerð og búnað ökutækja skilgreini ekki nákvæmlega hvernig frágangi slíks búnaðar skuli hagað. Fram kemur í bréfinu að farþegi sem lést í slysinu notaði ekki öryggisbelti og hafnaði undir bifreiðinni þegar hún valt á hliðina. Annar farþegi stóð fremst í bifreiðinni og við áreksturinn kastaðist hann út úr henni um fram- rúðuna. Mátti minnstu muna að hann hafnaði undir bifreiðinni þegar hún valt á hliðna. Bifreiðin var ekki búin öryggisbeltum nema í fremstu sæt- um og í þeim sætum sem ekki hafa sætisbak fyrir framan. Slíkur búnað- ur er í samræmi við gildandi ákvæði um gerð og búnað þessara ökutækja. Allar rútur verði með öryggisbeltum í bréfi nefndarinnar segir að slys þetta og slysin 14. maí og 16. júlí veki upp hugleiðingar um öryggisbelti í langferðabifreiðum. Telja megi fúll- víst að mun verr hefði farið í Hvalfirði 14. maí ef farþegar hefðu ekki að meirihluta verið í öryggisbeltum en sú rúta var með slíkum búnaði í öllum sætum. Fram kemur að í slysinu við Hólsselskíl 16. júlí hafi sá er lést fengið tvo farþega ofan á sig úr tölu- verðri fallhæð þegar rútan féll til hægri á hliðina út af bi-únni. í bréfinu segir að það sé skoðun nefndarinnar að fyiir því séu komin fullgild rök að svo verði um búið að allar langferða- bifreiðar í notkun verði búnar þess- um mikilvæga öryggisbúnaði. Rannsóknarnefnd umferðarslysa leggur það til að sett verði á laggimar nefnd sérfræðinga er geri úttekt á öllum langferðabifreiðum í notkun. Hugað verði að öllum öryggisbúnaði, sérstaklega öryggisbeltum, með það í huga hvort ekki sé unnt að koma fyrir slíkum búnaði í öllum langferðabif- reiðum. Nefndin hugi einnig að öðr- um öryggisþáttum, s.s. sætafesting- um og móti tillögur um hvaða lágmarksöryggiskröfur sé rétt að gera í þeim efnum. Bjöm Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið fallist á tillögur rann- sóknarnefndar umferðarslysa. Hann segir að vænta megi þess að nefnd sérfræðinga verði skipuð á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.