Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hluti af göngufólkinu sem tók þátt í göngudegi fjölskyldunnar. Vestmannaeyjum - Menningarmála- nefnd í Vestmannaeyjum stendur reglulega fyrir göngudegi fjölskyld- unnar og var einn slíkur í boði laug- ardaginn 11. nóvember sl. Þrátt fyrir norðankalda mætti töluverður hópur við Stafkirkjuna á Skansinum í Vestmannaeyjum kl. 14 og var áberandi kvað konur voru duglegar að mæta. Sigurður Sfmon- arson fulltrúi bauð göngugesti vel- komna og kynnti leiðsögumann hópsins sem var Ólafur Týr Guð- jónsson sem hefur ritað bók um örn- efni í Vestmannaeyjum. Ólafur rakti í upphafi sögu Skanssvæðisins fyrir göngufólki og leiddi það síðan inn í bæinn og gangan endaði í kaffiveit- ingum og fróðleik á Byggða- og skjalasafni Vestmannaeyja. Hugmyndir um nýstár- legt hótel á Seyðisfirði Morgunblaðið/Pétur Kristján.sfton Af fjölda gesta sem mættu á fundinn má ráða að heimamenn hafa mikinn áhuga á málinu. Seyðisfirði - Hugmyndir um hótelbyggingu á Seyðisfirði hafa nú fengið byr undir báða vængi að nýju. Undir- búningsnefnd hefur unnið að málinu í tæpt ár og skoðað ýmsa kosti, meðal annars nýbyggingar af ýmsum stærðum og mismun- andi staðsettar. Einnig hefur verið í skoðun hugmynd sem kölluð er „Aldamóta- bærinn Seyðisfjörður" sem Aðalheiður Borg- þórsdóttir ferða- og menningarmálafulltrúi hefur talað fyrir. Hug- myndin gengur út á það að endurbyggja eldri hús með sóma þannig að gestir geti valið um þægilegt gistirými af ýmsum stærðum. Boðið var til fundar um málið nýlega og af fjölda gesta á fundinum mátti ráða að mikill áhugi heimamanna er til staðar. Jónas A.Þ. Jóns- son kynnti mönnum málið og niðurstöður undirbúningshópsins. Þar kom fram skýr vilji til þess að feta ótroðnar slóðir í gistimálum kaupstaðarins og nýta gömul hús til gistingar. Einnig yrði stefnt á betri nýtingu gistirýmis á ársgrundvelli og nefndi þar meðal annars ráðstefnuhald. Jónas fjallaði síðan um fjár- mögnun hótels. Hann setti fram hug- mynd um að leggja Fé- lagsheimilið Herðubreið inn í slíkt fyrirtæki sem hlutafé. Með endurbót- um gæti það húsnæði orðið kjörið til ráð- stefnuhalds og fleira. Jónas sagðist jafnframt telja slíka hugmynd léttari í fjármögnun heldur en nýbygging. Fyrirliggjandi er 100 miljóna króna lánsloforð frá Byggðastofnun. Starfsmaður Nýsis ehf., Valtýr Sigurbjarnarson, sem hefur haft umsjón með áætlunargerð fyrir væntanlegt hótel taldi einnig svokallað „húsa- hótel“ vænlegasta kost- inn. Þar nefndi hann sérstaklega hve verð- mætt það gæti orðið í markaðssetningu að gisting væri „skemmti- leg“. Nokkuð almennar umræður urðu síðan um málið, en lyktir fundar- ins urðu þær að kosið var í stjórn undirbún- ingsfélags til þess að skipuleggja væntanlegt fyrirtæki og koma því á stofn. í stjórn voru kosnir Jóhanna Gísla- dóttir frá Markaðsstofu Austurlands, Egill Jóns- son á Seljavöllum og Jónas A.Þ. Jónsson, for- seti bæjai’stjórnar Seyðisfjarðar. , Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Ytt fyrir nýju íbiiðarhúsi í Brandshúsahverfí. Félagsheimilið Félagslundur í baksýn. Nýtt íbúðarhverfí að rísa Gaulverjabæ - Skipulagt hefur verið svæði með sjö íbúðarhúsum í nágrenni við Gaulverjaskóla, félagsheimilið Félagslund og Gaulveijabæjarkirkju. Fyrir nokkru var byggt íbúðarhús á vegum sveitarfélagsins en þar býr nú skólastjóri Gaulverjaskóla. Svæði þetta er nefnt Brandshúsahverfl. Nú eru hafnar framkvæmdir við annað íbúðarhús og eru það einstaklingar sem byggja það, einbýlishús með bflskúr. Verkfræðistofa Suðurlands skipulagði lóðirnar sjö. Á vegaáætlun er nú að halda áfram með klæðningu og varanlega vegagerð frá Sel- fossi að Félagslundi næsta vor. Mun þá vega- samband í þéttbýlið skána til muna en marg- ir hafa kvartað yfir slæmu ástandi vega. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Ný vínbúð á Hvolsvelli Hvolsvelli - Ný verslun ÁTVR hefur verið opnuð á Hlíðarenda á Hvols- velli. Það var Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sem afhenti Ástu Höllu Ólafsdóttur lyklavöldin að hinni nýju áfengisút- sölu í hófi sem haldið var í tilefni opnunarinnar. Það er Kaupfélag Árnes- inga, KÁ, sem sjá mun um rekstur verslunarinn- ar í þjónustumiðstöðinni á Hlíðarenda en Ásta Halla verður verslunar- stjóri. Ásta Halla, sem einnig átti afmæli þenn- an dag, fékk afhenta for- láta lyklakyppu og blóm- vönd frá forstjóranum í tilefni dagsins. Bíiafloti Alla Geira hf. er ávallt Þrír nýir bílar í reksturinn Húsavík - Fyrir skömmu fékk flutn- ingafyrirtækið Alli Geira hf. afhenta tvo nýja flutningabfla. Þeir eru af gerðinni Scania P 164 og eru tveggja drifa bílar með 480 hestafla vélum. Að sögn Sigurgeirs Aðal- geirssonar, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, er nýtt form á þessum viðskiptum því bflarnir eru teknir á rekstrarleigu hjá Heklu hf. Bflaflotinn stöðugt í endurnýjun Sigurgeir segir að bflafloti fyrir- tækisins sé stöðugt í endurnýjun og fyrirtækið eigi von á einum bfl til viðbótar innan skamms. Sá bfll er af gerðinni Benz Atego 1528 og er 15 tonna bfll með 280 hestafla vél. Mjög vel útbúnir kassar Scania-bílamir eru með kæliköss- um sem eru keyptir hjá Aflrás hf. Þetta eru kassar af gerðinni Norfrik og eru með Thermoking KD II- frystivélum. Kassamir em mjög vel útbúnir, þeir era m.a. með milliþilj- um, hillum og niðurfallstönkum. Þessir tveir bflar verða nær ein- göngu notaðir til áætlunarferða milli Húsavíkur og Reykjavíkur. endurnýjun Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hörður Axel Harðarson og Bjarni Sveinsson, bflstjúrar hjá Alla Geira hf., eru ánægðir með nýju bflana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.