Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Níu mánaða milliuppg;iör Frjálsa fjárfestingarbankans Hagnaður 66 milljónir HAGNAÐUR Frjálsa fjárfestíng- arbankans hf. fyrstu níu mánuði ársins nam samkvæmt óendur- skoðuðu árshlutauppgjöri 111 milljónum króna en að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam hagnaður bankans 66 milljónum króna. Arð- semi eigin fjár var 6,48% fyrir skatta á tímabilinu en 3,87% eftir skatta. Er þetta lakari arðsemi en stjórnendur bankans gerðu ráð fyrir í áætlunum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bank- anum. Þar segir að meginástæða lakari arðsemi sé óhagstæð skil- yrði á tímabilinu á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Arðsemi af markaðsverðbréfum hafi verið slök en aðrir þættir rekstrar, útlána- starfsemi og þóknunartekjur hafí staðið undir væntingum. Bankinn færir öll hlutabréf og skuldabréf sem eru skráð á mark- aði á markaðsvirði og er miðað við markaðsgengi þeirra í lok upp- gjörstímabils. Vaxtatekjur námu 855 milljónum króna og vaxtagjöld námu 692 milljónum króna. Hrein- ar vaxtatekjur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum, námu 163 milljónum króna. Vaxtamunur er 2,99%. Aðrar rekstrartekjur bankans námu 343 milljónum króna, þar af þóknunartekjur 246 milljónum. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi og arðs- tekjur af hlutabréfum námu 82 milljónum króna og aðrar tekjur námu 15 milljónum. Önnur rekstr- argjöld námu 320 milljónum króna, launakostnaður nam 191 milljón og annar rekstrarkostnaður 113 millj- ónum króna. Afskriftir rekstrar- fjármuna námu 16 milljónum króna Umtalsverður kostnaður hefur fallið til við sameiningarmál hjá bankanum og er hann allur gjaldfærður yfír rekstur. Útlán í lok tímabilsins námu 9.199 milljón- um króna og hækkuðu um 14% frá áramótum. Hlutabréfaeign nam 2.426 milljónum króna og hækkaði um 835 milljónir frá áramótum. Vanskil útlána lækkuðu um 15% frá áramótum og námu vanskil í lok tímabilsins 181 milljón króna. Vanskil sem hlutfall á heildarútlán- um héldu einnig áfram að lækka og námu 1,97% af heildarútlánum. Eigið fé Frjálsa fjárfestingar- bankans hf. í lok tímabilsins nam 2.286 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall samkvæmt CAD-reglum var 18,65%. Heildarhlutafé bank- ans er 1.218 milljónir króna og hluthafar eru 486 talsins. Sænskur fjárfestir kaupir 3,5% í SH Íslandsbanki-FBA kaupir í TIVI Eignarhlutur orðinn 20% MIKIL viðskipti áttu sér stað í gær með hlutabréf í Tryggingamiðstöð- inni (TM). 364 milljónir króna skiptu um hendur í 35 viðskiptum og hækkaði gengi bréfanna um 7% og lokaði í 53,50. Islandsbanki-FBA jók hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni um 10,94% úr 8,64% í 19,58%. Gilding jók hlut sinn um 2,44% úr 4,96% í 7,40%. Fjárfestingarsjóður Búnaðar- banka íslands, ÍS-15, seldi allt sem hann átti í TM, eða 9,87%. Valur Valsson, forstjóri íslands- banka-FBA, sagði að bankinn hyggist ekki eiga þessi bréf til langs tíma heldur verði þau seld aftur. Hann sagði að það væri ekki stefna bankans að tengjast trygg- ingafélagi í gegnum stóran eignar- hluta í því. Árni Oddur Þórðarson hjá Gild- ingu sagði þegar hann var spurður um ástæður kaupanna að sam- kvæmt stefnu félagsins vildi hann ekki tjá sig um einstakar fjárfest- ingar þess. M www.microtouch.com SNERTISKJÁIR IÐNAÐARTÆKNI ehf. Þverholti 15A, siml 562 7127 FYRIRTÆKIÐ Hólshyrna ehf. gerði í fyrradag samning við Muir- field Invest AB í Svíþjóð, sem er í eigu sænska fjárfestisins Claes Kinell, um hlutabréfaskipti. Hóls- hyrna, sem átti um 7% hlut í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf. (SH), lét frá sér helming þess hlutar í skiptum fyrir um 17% hlut í Scandsea AB. I samtali við Morg- unblaðið sagðist Róbert Guðfínns- son, stjórnarformaður SH, telja það viðurkenningu fyrir SH að fá fjár- festi á borð við Kinell inn í félagið og að það yrði félaginu mikill styrk- ur. í gær keypti svo Þormóður VAKI DNG gerir ráð fyrir að tap verði á reglulegri starfsemi félagsins en áætlanir ársins höfðu gert ráð fyrir hagnaði. I tilkynningu til Verðbréfaþings kemur fram að helsta ástæða tap- rekstrar sé að ákveðið, mjög kostnað- arsamt vöruþróunarverkefni í mek- anískum búnaði til línuveiða gekk ekki upp og skilaði þar af leiðandi ekki þeim tekjum sem áætlaðar höfðu verið. Einnig hafi samkeppni í fram- leiðslu á vélrænum búnaði til línu- rammi - Sæberg hf. 43% hlut í Hólshyrnu, sem er eignarhaldsfélag sem á nú um 3,5% í SH og um 17% í Scandsea International AB. Aðrir eigendur Hólshyrnu eru Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor- maður, Gunnar Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri, og fyrirtækið Mar- teinn Haraldsson ehf., sem Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmda- stjóri, á hlut í. SH á 20% í Seandsea Inter- national AB, sem er sænskt fyrir- tæki sem sérhæfir sig í fjármögnun, stjómun og sölu frá skipum sem stunda veiðar víða um heim, eink- um í rússneskri efnahagslögsögu. veiða harðnað til muna með tilkomu nýrra aðila á markaði. Þá kemur fram að sala á veiðarfærabúnaði sé undir áætlunum en sala á búnaði til fiskeldis hafi gengið samkvæmt áætlunum. I tilkynningunni segir að gripið hafi verið til aðgerða til að draga verulega úr kostnaði, m.a. hafi umræddu þróunarverkefni verið hætt, fram- leiðsludeild félagsins í Garðabæ lögð niður, starfsemi flutt í framleiðslu- deild á Akureyri og starfsmönnum fækkað. Áhrif þessa muni ekki koma fram að fullu fyrr en á næsta ári. Nýr fram- kvæmdastjóri Járnblendi- félagsins NORÐMAÐURINN Frank Björk- lund hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri íslenska jámblendifélagsins hf. Hann mun taka við starfinu um næstu áramót en fram tíl þess tíma mun nú- verandi framkvæmdastjóri, Bjami Bjamason, gegna starfinu. Frank Björklund er 43 ára gamall vélaverkfræðingur með meistara- gráðu í fi'amleiðslutækni. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið fram- kvæmdastjóri kísilmálmverksmiðja í eigu Elkem í Noregi. I nýja stöðu aðstoðarframkvæmda- stjóra hefur verið ráðinn Helgi Þór- hallsson, sem hefur meistaragráðu í efnaverkfræði frá Noregi og hefur starfað hjá Islenska járablendifélag- inu í 15 ár, nú síðast sem markaðs- stjóri. ; ICELANDAIR HOTELS l H 6 T E L_F L Ú Ð I R j Hlaðin jólastemmning Á Hótel Flúðum er boðið upp á kræsilegt jólahlaðborð alla laugardaga til 16. desember. Komdu íjólaskapið á Flúðum. Afkomuviðvörun frá Vaka DNG Viðræður um kaup íslendinga á Vífilfelli að hefjast Ljósmynd/Theódór Niðurstöður fyrir áramót CARLSBERG-fyrirtækið í Dan- mörku og Coca-Cola Company gera ráð fyrir að ná samkomulagi um framleiðslu og dreifingu á Coca-Cola- gosdrykkjum á Norðurlöndum fyrir áramót. Fyrirtækin eiga saman Coca- Cola Nordic Beverages sem keypti Vífilfell á árinu 1998. í fréttatilkynn- ingu frá Carlsberg segir að fyrirtæk- in tvö, Carlsberg og Coca-Cola Company, hafi átt í samningaviðræð- um um samvinnu þeirra um fram- leiðslu og dreifingu á Coca-Cola- framleiðsluvörum í Danmörku; Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og á Islandi frá því í júní á þessu ári. Þau hafi nú tekið fyrstu tvö skrefin í áttina að því að loka samkomulagi þar um. Þá segir í tílkynningunni að viðræður fyrir- tækjanna hafi hafist í framhaldi af ákvörðun Carlsberg og norska bjór- fyrirtækisins Orkla í maí síðastliðnum að stofna nýtt fyrirtæki, Carlsberg Breweries, sem Cai'lsberg mun eiga 60% í og Orkla 40%. Orkla er í sam- starfi við Pepsi-Cola-fyrirtækið í N or- egi og Svíþjóð, helsta keppinaut Coca-Cola Company. Fagna ákvörðun um vióræöur um sölu til íslendinga í tilkynningu Carlsberg segir að samningaviðræður hafi hafist við ís- lenska fjárfesta um kaup þeirra á Víf- ilfelli. Morgunblaðið fékk staðfest hjá Coca-Cola Company í gær að Þor- steinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, væri í forsvari íslensku fjárfestanna. Heimildarmaður blaðsins hjá Coca- Cola Company sagði að ekki yrði rætt við aðra hugsanlega kaupendur Vífil- fells á meðan viðræður við Þorstein M. Jónsson og félaga hans færa fram, en vonir stæðu til að niðurstöður við- ræðnanna yrðu jákvæðar og að þeim yrði lokið fyrir áramót, en þær hefjast fyrir lok þessa mánaðar. Þorsteinn M. Jónsson sagðist í gær fagna því að Carlsberg og Coca-Cola Company hefðu tekið þá ákvörðun að hefja viðræður við íslenska fjárfesta um kaup á Vífilfelli. Hann sagðist þó vilja minna á að um væri að ræða samningaviðræður, en bjartsýni ríkti um að jákvæðar niðurstöður fengjust úr þeim. Þoi'steinn staðfesti að auk hans mynduðu Sigfús Sigfússon í Heklu og Kaupþing þann hóp fjár- festa sem Carlsberg og Coca-Cola Company ætluðu að ræða við. Þor- steinn sagði að hann hefði fallið frá kröfu um að áreiðanleikakönnun færi fram áður en til kaupa á Vífilfelli gæti komið. Slík könnun tæki alla jafna nokkm'n tíma og tefði því oft fyrir við- skiptum. Miki] endurskipulagning virðist vera að eiga sér stað á gos- drykkjamarkaði hér á landi um þess- ar mundir. Íslandsbanki-FBA er að kaupa Ölgerð Egils Skallagrímsson- ar, Kaupþing hefur keypt meirihluta í Sól-Víkingi og auk þess er Kaupþing meðal hugsanlegra kaupenda Vífil- fells. Þá má geta þess að Þorsteinn M. Jónsson er stjómarformaður Sólar- Víkings. Landsbankmn tjáir sig ekki um viðskiptavini FYRIR viðskiptavini Landsbanka ís- lands er mikilvægt að geta treyst því að bankinn tjái sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina, að sögn Hall- dórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. Að hans mati er það allra mikilvægasta í bankastarfsemi að af hálfu banka sé gætt fullkominn- ar viðskiptaleyndar um öll málefni milli hans og einstakra viðskiptavina. „Með hliðsjón af þessu mun ég ekki Krónan aldrei veikari GENGISVÍSITALA krónunnar náði i gær hæsta gildi sem hún hefur hingað til náð, eða 119,74 stigum inn- an dagsins. Lokagildi var 119,51 stig, sem jafnframt er hæsta lokagildi sem skráð hefur verið. Gengisvísi- tala er í raun verð erlendra gjald- miðla. Þegar hún er há er krónan til- tölulega lág miðað við þá. Þetta þýðir að gengi krónunnar var í gær lægra en það hefur áður verið. Viðskipti á millibankamarkaði vora um 5 milljarðar króna, sem era um tvöföld meðalviðskipti. Á þriðju- dag og miðvikudag vora hins vegar engin viðskipti á millibankamarkaði. tjá mig um viðskiptí einstakra við- skiptavina," segir Halldór, aðspurður um frétt Morgunblaðsins þess efnis í gær að Tal hf. hefði ákveðið að flytja viðskiptí sín frá Landsbankanum til Íslandsbanka-FBA. „I tilefni af því sem fram kom í fréttinni að öðra leytí, þ.e. að það geti hugsanlega virkað traflandi á við- skipti að bankinn fjárfesti í fleiri en einu fyrirtæki í sömu grein, sem Landsbankinn gjaman gerir, þá er ekki svo að okkar mati. Við virðum hins vegar algjörlega ákvarðanii- ein- stakra fyrirtækja um hvar þau teija sér best þjónað í viðskiptum. Ef það er eitthvað í viðskiptum Landsbank- ans sem stjómendur tíltekins fyrir- tækis telja að skapi erfiðleika í sam- skiptum við bankann þá er það algjörlega þeirra mat. Við höíúm hins vegar ekki fundið fyi-ir því þegar þannig staða kemur upp,“ segir Hall- dór. Fjárfesting Landsbankans í ís- landssíma er að sögn Halldórs ekkert frábragðin fjölmörgum öðram fjár- festingum bankans í upplýsinga- og tæknifyrirtækjum. Sú fjárfesting kalli því ekki á sérstaka athugun Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlit- ið hafi hins vegar verið upplýst um þessi mál af hálfu Landsbankans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.