Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ✓ Verzlunarmannafélagið lætur rannsaka framleiðniþróun á Islandi Jöfn og stöðug aukning' í fram- leiðni vinnuafls 130 Vísitala Framleiðníþróun á ári árin 1993 tif 1996/7 Atvinnugrein Fjölþátta- framleiðni Framleiðni vinnuafls Framleiðni fjármagns Starfsemi fyrirtækja alls 2,1% 1,8% 2,5% ; Verslun o.fl. 1,8% 1,5% 2,3% Fiskveiðar 0,6% 0,5% 0,9% Fiskiðnaður -1,3% -1,0% -2,4% Iðnaður 2,4% 2,1% 3,1% Veitur 1,7% -2,2% 3,1% Byggingarstarfsemi 1,3% 1,6% 0,7% Landbúnaður 2,6% 4,6% 2,2% Meðalvöxtur framleiðni hjá íslenskum fyrirtækjum 1981-1989 1989-1997 1993-1997 Fjölþáttaframleiðni 0,85 1,17 2,12 Framleiðni vinnuafls 1,67 1,63 1,79 Framleiðni fjármagns -0,23 0,64 2,49 FRAMLEIÐNI vinnuafls á íslandi á árunum 1973 til 1997 jókst mikið eða um 54%. Sé litið nær í tíma má nefna að meðalvöxtur í framleiðni vinnuafls var 1,8% á tímabilinu 1993 til 1997. Framleiðni fjármagns var hins vegar neikvæð á tímabilinu þannig að fram- leiðniaukning vinnuafls hefur haldið uppi fjölþáttaframleiðninni á þessu tímabili en hún mældist vera 23% frá árinu 1973 til 1997. Framleiðni vinnu- afls jókst mest á áttunda áratugnum en hefur haldist nokkuð stöðug síðan eða á bilinu 1,60% til 1,80% á ári. Þetta kemur fram í skýrslu Hag- fræðistofnunar um framleiðni innan atvinnugreina á íslandi á árunum 1993 til 1997 sem unnin var fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og er þar um ræða framhald á skýrslu sem unnin var árið 1997. Umskipti í framleiðni fjármagns Athygli vekur að á árunum 1973 til 1997 dróst framleiðni fjármagns að meðaltali saman um 0,3% á ári og var hún tæplega 8% minni í lok tímabils- ins en árið 1973. Þess ber þó að geta að framleiðni fjármagns hefur vaxið verulega á síðustu árum; árið 1992 var hún liðlega 17% minni en árið 1973 en frá árinu 1993 til 1997 hefur framleiðni fjármagns aftur á móti aukist um 10,3%. í skýrslu Hagfræðistofnunar segir að þróun framleiðni á árunum 1993 til 1997 hafi verið mun hagstæðari en áratugina tvo á undan. Af þróun efna- hagsmála á íslandi á árunum 1998 og 1999 megi ætla að þessi jákvæða þró- un hafi haldið áfram, þótt ekki séu enn fyrir hendi gögn til þess að sann- reyna það. Sveinn Agnarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Is- lands, segir í grein í nýjasta hefti VR- blaðsins að hin mikla aukning í fram- leiðni fjármagns á síðustu árum sé af- ar jákvæð en vitaskuld vakni sú spuming hvað hafi valdið þessum umskiptum. Að mati Sveins má eink- um nefna tvo þætti. I fyrsta lagi leiki grunur á að neikvæðir raunvextir á fyrri hluta tímabilsins hafi ýtt undir of miklar fjárfestingar. Hin skýringin sé sú að hlutabréfavæðing síðari ára og bætt ytri skilyrði hafi aukið fjár- hagslegan aga og að meiri kröfur séu nú gerðar til arðsemi fjárfestinga en áður. Sveinn segir ljóst að bætt fram- leiðni sé forsenda hækkana launa umfram verðlag og styrki stöðu fyrir- tækja í samkeppni hvert við við ann- að og um leið samkeppnisstöðu ís- lenski'a fyrirtækja gagnvart er- lendum íýrirtækjum. Framleiðni- aukning hljóti því að vera keppikefli launþega jafnt sem eigenda og stjórnenda iyrirtækja. Þá sé ekki síð- ur brýnt að ríkisvaldið skapi fyrir- tælgum það rekstrarumhverfi sem geri þeim kleift að auka framleiðni sína sem mest. Minnkandi bil milli íslands og Bandaríkjanna í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 1997 reyndist framleiðni vinnu- afls á íslandi árið 1993 vera 65% af framleiðni vinnuafls í Bandaríkjun- um og framleiðni fjármagns var ein- ungis tæplega 50% af framleiðni fjár- magns í Bandaríkjunum. Framleiðni vinnuafls og fjármagns á Islandi hef- ur hins vegar vaxið verulega hin síð- ari ár og ætla má að framleiðni vinnu- afls hafi verið orðin nálægt 70% af framleiðni vinnuafls í Bandaríkjun- um árið 1997.1 aðeins einni af megin- atvinnugreinum á Islandi, það er í fiskveiðum, reyndist framleiðni vera svipuð og hún er að meðaltali í Bandaríkjunum. í skýrslu Hagfræðistofnunar er á það bent að ef til vill væri skynsam- legt fyrir samtök í atvinnulífi og stjórnvöld á íslandi að gera átak, svipað og Bretar vinna nú að, til þess að auka framleiðni á Islandi: „Ef unnt er að auka framleiðni á íslandi um 20%, úr því að vera u.þ.b. 70% af framleiðni í Bandaríkjunum í 84% myndi landsframleiðsla á íslandi aukast um eitthvað á annað hundrað milljarða króna. Sú upphæð er hærri en öll fjárveiting íslenska ríkisins til menntamála, félagsmála, heilbrigðis- mála og tryggingamála." Gunnai- Páll Pálsson, forstöðumað- ur fjármála- og hagdeildar Verzlun- armannafélags Reykjavíkur, segir að helsti vandinn við að byggja ákvarð- anir á rannsóknum sem þessari sé hversu hagtölur á íslandi séu gamlar. Menn hafi verið að fá tölur frá árinu 1997 í vetur en breytingar og hraðinn séu hins vega orðnar svo miklar að erfitt sé að draga víðtækar ályktanir. Aðspurður segir Gunnar Páll að fyrir utan framleiðniþróun í einstökum geirum finnist sér standa upp úr hversu mikið framleiðni vinnuafls hafi aukist frá árinu 1973. En vegna minnkandi framleiðni fjármagns hafi fjölþáttaframleiðnin verið mun minni en hún ella hefði verið; þetta skipti miklu máli því fjölþáttaframleiðnin segi svo aftur nokkurn veginn til um það hversu mikið kaupmáttui’ launa geti hækkað. Það sé því ljóst að þróun í framleiðni bæði vinnuafls og fjár- magns sé hreint kjaramál fyrir laun- þega. „Hin mikla kaupmáttaraukning sem orðið hefur frá árinu 1994 og 1995 skýrist fyrst og fremst af gríðar- legri aukningu í framleiðni fjármagns sem lagðist ofan á samfellda og jafna aukningu í framleiðni vinnuafls. Þessir tveir þættir ráða úrslitum um það hvort við erum að horfa upp á vaxandi kaupmátt eða hvort við stöndum hreinlega í stað.“ Aðspurður segir Gunnar Páll að verkalýðsfélögin og launþegar al- mennt hafi ekki gert sér fulla grein fyrir því hversu miklu máli þróun framleiðni fjármagns skipti þegar lit- ið sé til mögulegrar hækkunar raun- launa. Það sé raunar einn megintil- gangur Verzlunaimannafélagsins með þessari vinnu að sýna mönnum fram á þessi sannindi. Gengisþróun skiptir verulegu máli Gunnar segir að eins megi benda á það að gengisþróun íslensku krón- unnar skipti miklu máli: „Verzlunar- mannafélagið hefur tvisvar sinnum gert samanburð á lífskjörum í Dan- mörku og á íslandi. Bilið var á sínum tíma allt að 30% en síðan hefur okkur tekist að jafna og jafnvel fara fram úr Dönum. Þegar ég fór að rannsaka þetta nánar kom á daginn að launa- hækkun hér á landi skýrir aðeins hluta af þessari þróun. Það sem gerst hefur á uppgangstímunum hin síðari ár er að gengi íslensku krónunnar reyndist vera 8% hærra í seinni könnunni en þeir fyrri miðað við Dan- mörku. Launþegar hafa því fengið verulegan kaupmáttarbónus einung- is vegna hækkandi gengis íslensku krónunnar. “ Aðspurður segir Gunnar Páll að þróun í framleiðni vinnuafls undan- farna tvo áratugi sé mjög viðunandi, hún hafi verið nokkuð jöfn og stöðugt og hann hafi ekki trú á að miklar breytingar verði á þeirri þróun. Stærstu tækifærin felist þess vegna í því að bæta afköst fjárfestinga í at- vinnulífinu. Til þess að stuðla að auk- inni hagkvæmni í nýtingu fjármagns megi í fyrsta lagi nefna að skynsam- legt sé að virkja markaðsöflin sem mest. Nokkuð hafi þegar unnist á því sviði með virkari fjármálamarkaði. „Það er þó viss hætta á að menn hafi gerst fullglannalegir í fjárfestingum á þessum uppgangstímum enda framboð á lánsfé verið nóg . Þær töl- ur sem ég hef skoðað virðast styðja þetta og því er eðli málsins sam- kvæmt hætta á að framleiðni fjár- magns hafi dregist saman. Hitt at- riðið varðandi betri nýtingu fjár- magns snýr að hinu opinbera og fjárfestingum þess. Að mörgu leyti liggur beinna við að taka þar á málum enda getum við takmörkuð áhrif haft á fjárfestingar fyrirtækjanna því það ei-u eigendur og stjórnendur þeirra sem taka ákvarðanir um slíkt.“ Skipulagsbreyt ingar hjá Baugi NÝTT skipurit hefur tekið gildi hjá Baugi, sem miðar að því að styrkja innviöi fyrir- tækisins til framtíðar. Þá eru breytingar á yfirstjóm Hagkaups framundan með það leiðarljósi að styrkja sérvöruvæng. • Jón Björnsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri sérvörusviðs Baugs. Undir sérvömsvið Baugs heyra félögin Hagkaup, Baugur AB (Debenhams, Arcadia sem rekur m.a. Top Shop) Útilíf og önnur sérvörufyr- irtæki. Jón hefur starfað sem framkvæmda- stjóri Hagkaups síð- an 1998, en hann starfaöi áður sem innkaupastjóri Hag- kaups(1997- 1998) og sem framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara (1995-1996). Jón stundaði einn- ig kennslu við Verslunarskóla íslands og Endurmenntunarstofnun HÍ1994-1998. Jón er fæddur árið 1968. Hann útskrif- aöist með BS í stjórnun frá Rider Univers- ity, New Jersey í Bandaríkjunum 1991. Eiginkona hans er Lovísa Stefánsdóttir og eiga þau tvo syni. Eitt af aðalmarkmiðum Baugs til fram- tíðar er að stækka og eflast á sérvöru- sviði og þá aðallega á erlendum mörkuð- um með opnun Arcadia- og Debenhams-verslana og mun Jón leiða þá útrás og uppbyggingu fyrir hönd Baugs. Jón tekur formlega við nýju starfi 1. júní 2001. • Finnur Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hagkaups. Finnur hefur starfað sem framkvæmda- stjóri Nýkaups frá 1998 en hann starf- aði áður sem markaðsstjóri Slát- urfélags Suðurlands frá 1989-1998. Finnurerfæddur árió 1961. Hann út- skrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands 1985 og lauk MBA- prófi í rekstrar- hagfræði frá University of Hartford Conn- ecticut I Bandaríkjunuml987. Eiginkona hans er Anna María Urb- ancic og eiga þau fjögur börn. Finnur mun taka við starfi fram- kvæmdastjóra Hagkaups 1. júní 2001 en starfa við hlið Jóns Bjömssonar fram til þess tíma. Jón Björnsson Skipurit Almannatengsl Sara L. Þorsteinsdóttir" Stjórnarformaður Hreinn Loftsson I Forstjóri Jón Asgeir Jóhannesson BAUGUR Aðstoðarforstjóri Tryggvi Jónsson I---------- Dótturfyrirtæki Stoðir, Bónus Dollar, - SMS, Ávaxtahúsið, GK Fjármálasvið Linda Jóhannsdóttir - Sjóðsstjórn Bókhald Hagdeild Upplýsingasvið Kristinn Eiríksson tUpplýsingatækni H Þróun - rekstur Uii Starfsmannaþjónusta Steinþór Þórðarson Baugsskólinn Verkefnastjórnun Ráðgjöf Matvörusvið Jón Asgeir Jóhannesson _ Bónus/Bónus birgðir Guðm. Marteinsson Nýkaup Árni Ingvarsson 10-11 Þórður Þórisson Aðföng vöruhús Lárus Oskarsson Apótekið Árni Pétur Jónsson Sérvörusvið Jón Bjömsson Hagkaup Finnur Ámason Útilíf Halldór Hreinsson Baugur Sverige AB Debenhams Bryndis Hrafnkelsdóttir Arcadia ísland Sigrún Andersen , Arcadia Norðurlönd Kristjón Grétarsson Aðrar sérvöruversl. Þróunarsvið Jón S. Thorsteinsson Ný verkefni Þróun innanlands Þróun erlendis Internet sjóður Baugs Eftirlitssvió Innra eftirlit Auðbjórg Friðgeirsdóttir Öryggisdeild ■ G uðmundur Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.