Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 25 ÚRVERINU Fleiri á loðnu BRÆLA var á loðnumiðunum út af Halanum á þriðjudag og miðvikudag en í gær var komið gott veður og rúmlega 10 bátar komnir á miðin. Hins vegar var enga loðnu að sjá um miðjan dag. Víkingur AK var suðvestan við Halann í gær en hafði ekki fundið neina loðnu frekar en aðrir, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn. „Pað hefur enginn séð neitt ennþá,“ sagði Sveinn ísaksson skipstjóri. „Eg ætla að reyna þessa gömlu slóð og sjá hvort ég sé eitthvað til að hanga á, en það verður bara að koma í Ijós hvern- ig gengur. Það er komið gott veður en ef ekki gengur héma dólum við áfram austur með norðurlandinu." Um 10 bátar voru norðaustur af Halanum en þegar Morgunblaðið hafði samband við Sævar Þórarins- son, skipstjóra á Erninum KE, voru bátamir nýkomnir á miðin og ekkert fundist. „Við ætium að leita eitthvað norðaustar," sagði Sævar. Tæplega 6.000 tonnum af loðnu hefur verið landað á haustvertíðinni og hefur nær allur aflinn farið í bræðslu. Víkingur hefur landað tvisvar á Akranesi, samtals rúmlega 2.500 tonnum. Grindvíkingur AK hefur landað þrisvar í Bolungarvík, samtals tæplega 800 tonnum, Örn KE hefur komið með um 920 tonn í tveimur túrum til Bolungarvíkur, en Kap VE og Birtingur NK rúmlega 100 tonn hvor. Birtingur hefur auk þess landað um 550 tonnum í Sand- gerði og Oddeyrin EA um 700 tonn- um í Grindavík, en Júpíter ÞH um 1.250 tonnum á Þórshöfn. Þar af fóm um 200 tonn í frystingu. Krefst lögbanns á Kvótaþing GUÐBJÖRN Jónsson, formaður Landssambands íslenskra fiskiskipa- eigenda, hefur krafist lögbanns á Kvótaþing vegna þess að það hafi ver- ið ófáanlegt til að láta af því að selja veiðiheimildir án þess að fyrir liggi lögmæt eignrréttindi söluaðilans. Sambandið hefur einnig óskað eftir aðstoð umboðsmanns Alþingis til að ganga eftir svöram frá sjávarútvegs- ráðherra við þremur spurningum varðandi þætti í framkvæmd fiskveið- istjómunar, en spumingamar sendi hann ráðherra 9. júní sl. Formaðurinn hefur jafnframt lagt greinargerð um fjölþætta ágalla á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar fyrir umboðs- mann. I fréttatilkynningu frá Guðjóni kemur fram að fyrr í haust hafi verið lögð beiðni fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur um að fá að reka ógildingarmál á hendur þessum lögum en beiðninni hafi verið hafnað. Guðbjörn segist einnig hafa sent ríkisskattstjóra erindi þar sem hann hafi spurt hvers vegna kvótaleiga sé undanþegin virðisaukaskatti. Ríkis- skattstjóri hafi ekki bent á lagaheim- ildir til þeirrar ákvörðunar og því sé málið í stjómsýslukæru hjá fjármála- ráðherra. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar Morgunblaðið/Golli Guðmundur R. Gíslason, bæjarfulltrúi og formaður nefndar um safn Jósafats Hinrikssonar í Fjarðabyggð, tek- ur við gjafabréfinu frá ættingjum Jósafats Hinrikssonar en Birgir Þ. Jósafatsson og Ólöf Þ. Hannesdóttir, ekkja Jósafats, afhentu það. Til hægri eru Magnús Kristjánsson bæjarfulltrúi og Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri. Neskaupstað 2002 Opnað í ERFINGJAR Jósafats heitins Hin- rikssonar hafa formlega afhent Fjarðabyggð Sjóminja- og smiðju- munasafn Jósafats Hinrikssonar en samkvæmt gjafabréfinu mun það að stofni til varðveitast í Neskaup- stað, þar sem það verður opnað árið 2002. f lok liðins árs keypti Hampiðjan véiaverkstæði J. Hinrikssonar og var þá Ijóst að safnið í Súðarvogi 4 í Reykjavík yrði að víkja. í ársbyrjun buðust Ólöf Þ. Hannesdóttir, ekkja Jósafats, og börn þeirra til þess að gefa safnið til Neskaupstaðar, en þaðan eru hjónin. í kjölfarið sam- þykkti bæjarstjórn Fjarðarbyggðar tillögu Magna Kristjánssonar um að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna að málinu. Guðmundur R. Gíslason, bæjar- fulltrúi og formaður nefndar um safn Jósafats Hinrikssonar í Fjarða- byggð, Magnús Kristjánsson, bæj- arfulltrúi í nefndinni, og Guðmund- ur Bjarnason bæjarstjóri tóku á móti gjafabréfi erfingja Jósafats í safninu í Reykjavík sl. þriðjudag, en Birgir Þ. Jósafatsson og Ólöf af- hentu þar með safnið tii flutnings austur. „Það sem eftir lifir vetrar munum við nota til að pakka safn- inu saman en stefnt er að flutningi austur til Neskaupstaðar í vor og safnið verður opnað árið 2002,“ segir Guðmundur. LUQPP6R UÆIPPeR THiitr rrr þú kaupir einar uieiPPeR galtabuxur 2.495 kr. og færð aðrar eins í kaupbæti eða 1.248 kr. stk. Jsijíiskyrtur 2,,i^ 2.995 kr. eða 1.498 kr. stk. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.