Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 26

Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 26
flKÍ Av J M Ví\ íí )Í|01VÍ MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 ERLENT KYRRAHAF INDÓNESÍA Upptök skjálftanna : Wewak PAPÚA NÝJA- Madangv GÍNEA Lac \ Salamónshaf o Port Moresby ástralíáN 1 200km Flóðbylgja skall á Papúa- Nýju-Gíneu Port Moresby. AFP, AP. ÖFLUGUR jarðskjálfti varð í haf- inu skammt undan ströndum Pap- úa-Nýju-Gíneu í fyrrinótt. Skjálft- inn olli flóðbylgju sem skall yfir norðausturenda eyjarinnar Nýja- Bretlands og olli þar nokkrum skemmdum. Þó var tjón ekki talið vera mikið og ekki er vitað til þess að slys hafí orðið á mönnum. Jarðskjálftinn átti upptök sín á 33 km dýpi, um 30 km frá strand- bænum Rabaul, en styrkleiki hans mældist um 8 á Richters-kvarða. Um eins metra há flóðbylgja skall skömmu síðar á Rabaul og ná- grannabænum Kokopo. Skemmdir urðu meðal annars á stórmarkaði í Kokopo, en að öðru leyti virtist tjón hafa verið óverulegt. Síma- samband við bæina var þó stopult i gær og því gæti tjón verið meira en fregnir höfðu borist af. Astralska sjónvarpsstöðin ABC hafði eftir íbúum í Kokopo að jarð- skjálftinn hefði fundist greinilega í bænum og að hann hefði staðið yfir í um eina mínútu. Nokkrir eftir- skjálftar fylgdu í kjölfarið, sá sterkasti yfír 7 á Richter, en þeir munu ekki hafa komið af stað flóð- bylgjum. Á flekamótum Árið 1997 fórust um 3.500 manns á norðvesturströnd meginlands Papúa-Nýju Gíneu, þegar flóð- bylgja af völdum jarðskjálfta skall á ströndinni. Náttúruöflin hafa valdið miklum usla á eyjaklasan- um, en Papúa-Nýja-Gínea liggur á flekamótum í Kyrrahafí. Undan- farna mánuði hefur til dæmis eitt af þremur eldfjöllum ofan við Rab- aul spúið reyk og ösku og valdið íbúum þar og í Kokopo nokkru heilsutjóni. Höfuðstaður eyjunnar Nýja-Bretlands var fyrir fjórum árum fluttur frá Rabaul til Kokopo eftir að eldgos varð tveimur að fjörtjóni og gróf bæinn nærri því alveg í ösku. Tveggja daga leiðtogafundi aðildarríkja APEC í Brúnei lokið Hvatt til viðræðna um heimsviðskipti á næsta ári AP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heilsar Bill Clinton Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi APEC í Brúnei. Með þeim eru Goh Chok Tong, forsætisráðherra Smgapúr, og Perng Fai-Nan, fulltrúi Taívans. Bandar Seri Begawan. Reuters, AP. TVEGGJA daga fundi leiðtoga 21 að- ildarríkis Efnahagssamvinnuráðs As- íu- og Kyrrahafsríkja (APEC) lauk í Brúnei í gær með málamiðlunarsam- komulagi um að hvetja til þess að Heimsviðskiptastofnunin (WTO) hæfi nýja lotu samningaviðræðna um auk- ið írelsi í heimsviðskiptum á næsta ári. Samkomulagið náðist þrátt fyrir mótbárur þróunarlanda sem vildu að viðræðunum yrði slegið á frest. Tæpt ár er nú liðið fí-á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar í Seattle í Bandaiíkjunum þegar til- raun hennar til að hefja næstu lotu viðræðnanna fór út um þúfur. Banda- rískur embættismaður sagði að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði feng- ið aðstoð frá leiðtogum Japans, Singapúr, Nýja-Sjálands, Mexíkó og nokkurra annarra ríkja við að sann- færa leiðtoga þróunarlandanna, undir forystu Malasíu, um nauðsyn þess að viðræðumar hæfust sem fyrst. Þróunarlöndin féllust á viðræðurn- ar eftir að auðugu ríkin í APEC sam- þykktu að samið yrði um verkaskrá næstu lotu áður en öll ríki WTO hæfu viðræðumar. Ríki þriðja heimsins em staðráðin í að hindra að viðræðumar nái til umhverfisverndar og réttinda verkafólks og segja að verði samið um aðgerðir í þessum málum torveldi það þeim að nýta helstu kosti sína í efna- hagsmálum: ónýttar náttúmauðlindir ogódýrtvinnuafl. APEC getur aðeins lagt til að samningaviðræðumar hefjist en í ráðinu em þó mörg áhrifamikil ríld, þeirra á meðal tvö stærstu hagkerfi heims, Bandaríkin og Japan. „Við emm öll sammála um að hnattvæðingin hefur líka sína galia,“ sagði gestgjafinn, Hassanal Bolkiah, soldán Brúnei, þegar hann sleit fund- inum. „Bilið milli hinna ríku og fá- tæku heldur áfram að stækka og margir eiga á hættu að heltast úr lest- inni. Við getum ekki sætt okkur við heim þar sem þjóðimar sem búa yfir tækniþekkingu þeysast eftir upplýs- ingahraðbrautinni meðan þróunar- löndin berjast við farsóttir, l.ungurs- neyðogfátækt." Bandaríkin og Kína ræða mannréttíndamál Samkomulagið um viðræður WTO er talið mikilvægasti afrakstur leið- togafundarins. Mörg ríki notuðu þó tækifærið til að halda áfram ýmsum tvíhliða viðræðum. Bandaríkin og Kína náðu til að mynda samkomulagi í grundvallaratriðum um að hefja á ný viðræður um mannréttindamál sem Kínverjar slitu í maí 1999 vegna árásar flugvéla NATO á kínverska sendiráðið í Belgrad i loftárásunum á Júgóslavíu. I lokayfirlýsingu leiðtogafundarins er hvatt til þess að Kína fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni sem fyrst og Taívan fylgi í kjölfarið. Lagt er til að Rússland og Víetnam gangi einnig Bandar Seri Begawan. AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti niinnti Yoshiro Mori, forsætis- ráðlierra Japans, á að Banda- ríkjamenn eru andvígir hvalveið- um, þegar þeir ræddust við í Brúnei í gær. Clinton hótaði þó ekki efnahagslegum refsiaðgerð- um vegna hvalveiða Japana, að sögn bandarískra embætf ismanna. Clinton og Mori ræddust við í hálfa klukkustund eftir að leið- togafundi APEC lauk í gær. Þeir töluðu einkum um samskipti ríkj- anna og viðræðurnar við kommún- istastjórnina í Norður-Kóreu. Leiðtogarnir ræddu hvalveiði- deiluna stuttlega og Ciinton sagði að Bandaríkjastjórn vildi að Jap- anir drægju úr hvalveiðum sínum undan Suðurskautslandinu. Japan- ir segja að veiðarnar séu liður í visindarannsóknum þeirra. Stjórn Ciintons hefur hótað að grípa til refsiaðgerða vegna deil- í stofnunina einhvern tíma síðar. Leiðtogamir létu ennfremur í ljósi áhyggjur af háu heimsmarkaðsverði á olíu. Þá sögðu þeir að stefna bæri að unnar en forsetinn vakti ekki máls á þeim möguleika, að sögn Jacks Pritchards, sérfræðings þjóðar- öryggisráðs Bandaríkjanna í mál- efnum Asiu. „Clinton sagði að hann hefði enn áhyggjur af mál- inu. Við viljum vinna með Japön- um að lausn þessa máls sem er mikilvægt fyrir Bandaríkin og önnur ríki. En þeir ræddu ekki neinar sérstakar tillögur um hvemig hægt væri að leiða deil- una til lykta og Clinton ræddi ekki refsiaðgerðir." Japanskur embættismaður sagði að Clinton hefði sagt að það væri ekki þess virði fyrir Japani að skaða mikilvæg tengsl ríkjanna með því að halda hvalveiðunum áfram. Mori hefði svarað að mikil- vægt væri fyrir hcimsbyggðina að taka ákvörðun um framhald hval- veiða sem byggðust á því að safna vfsindalegum upplýsingum. því að milljarðar íbúa APEC-ríkjanna fengju aðgang að Netinu fyrir árið 2010, þótt það krefjist mikilla fjárfest- inga í mörgum landanna. Soldáninn sagði að leiðtogamir hefðu stutt tillögu Suður-Kóreu um að Norður-Kórea fengi að skipa full- trúa í nokkrar af nefndum APEC til að auðvelda kommúnistaríkinu að ijúfa einangrun sína á alþjóðavett- vangi. Valtír leiðtogar Fundurinn í Brúnei er sá síðasti á vegum APEC sem Clinton situr áður en hann lætur af embætti í janúar. Margir leiðtoganna á fundinum eiga undir högg að sækja heima fyrir, þeirra á meðal Joseph Estrada, for- seti Filippseyja, sem stendur frammi fyrir málshöfðun til embættismissis vegna ásakana um mútuþægni. Þá hefur Alberto Fujimori, forseti Perú, neyðst til að lýsa því yfir að hann láti af embætti á næsta ári vegna spilling- armáls fyrrverandi bandamanns síns og Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, reynir að veijast tilraunum nokkurra flokksbræðra sinna til að fella stjómina með vantrauststillögu á þinginu. Orðrómur var jafnvel á kreiki um að Fujimori hygðist óska eftir hæli sem pólitískur flóttamaðui- í Malasíu eftir fundinn en forsætisráðhema landsins, Mahathir Mohamad, sagði að það væri algjörlega úr lausu lofti gripið. Clinton varar Japani við hvalveiðum Umdeild nefnd velur rótarlén til úthlutunar Marina del Rey. AP. ÁKVÖRÐUN hinnar bandarísku netnefndar um úthlutun nafna og númera, Icann (Intemet Corporat- ion for Assigned Names and Numb- ers) um hvaða nýju rótarlénum verð- ur úthlutað og til hvaða fyrii-tækja átti að liggja fyrir í gærkvöldi að ís- lenskum tíma. Langmest notaða rótarlén í heimi er .com og er nú svo komið að öllum góðum vefföngum á því léni hefur verið úthlutað, en um 20 milljónir veffanga em skráðar á því léni. Lík- legt er talið að um sex rótarlénum verði úthlutað nú í þessari umferð og myndi það auka verulega möguleika á einfóldum vefföngum. Meðal þeirra rótarléna sem rætt er um að verði úthlutað em .web og .biz til fyr- irtækja og stofnana og .nom, .per, .i og .name til einstaklinga. 43 fyrirtæki tóku þátt í útboðinu en það kostaði 50.000 dollara að taka þátt í því eða 4,4 milljónir króna. Fyrirtækin sem verða valin munu síðan geta krafist nokkurra doliara gjalds fyrir hvert veffang á sínu léni. Það getur þýtt mörg hundmð millj- arða króna til þeirra fyrirtækja sem verða hlutskörpust. Nefndin, sem hefur verið mjög umdeild, var sett á laggimar af Bandaríkjastjóm fyrir tveimur ár- um. Fráfarandi formaður hennar, Esther Dyson, sagði að nefndin hefði þurft að kljást við það vandamál að starfa á gmnni almenns samkomu- lags sem væri stundum mjög óljóst. Fyrirtækið Network Solutions Inc. efaðist t.d. um rétt Icann til að efna til útboðs um rótarlén og þrátt fyrir að nefndin sé ekki jafnumdeild nú á hún enn í erfíðleikum með að fylgja ákvörðunum sínum eftir. Málaferli í uppsiglingu Hluti stjórnenda rótarléna utan Bandaríkjanna hefur t.d. tekið þá ákvörðun að virða nefndina að vett- ugi. Þess utan tók hópur fulltrúa not- enda Netsins sig til og mætti á ár- legan fund nefndarinnar til að krefjast afsagnar fjögurra stjómar- meðlima. Einnig hafa nokkur mál verið höfðuð á hendur nefndinni og önnur jafnvel í uppsiglingu vegna út- hlutunarinnar. Handhafar .bz lénsins höfðuðu t.d. mál á hendur Icann til að reyna að koma í veg fyrir úthlutun .biz á þeim forsendum að það væri of líkt ,bz. Það rótarlén tilheyrði landinu Belize sem er í Mið-Ameríku sem seldi rétt- inn á því til fyrirtækis í St. Louis. Fyrirtækið tapaði reyndar málinu en mörg önnur mál vofa yfir. Icann á t.d. á hættu að lenda í meiðyrðamálshöfðun vegna þess að nefndin varaði notendur við vefþjón- um sem starfa undir rótarlénum sem hefur ekki verið úthlutað. Þar á með- al er rótarlénið .web en Image On- line Design Inc. hefur sl. 5 ár skráð veffong á því. Fyrirtækið er meðal umsækjenda um .web rótarlénið. Einnig efast stjórnendur rótar- léna ríkja, en þá er átt við endingar eins og .is sem er lén íslands og .fr fyrir Frakkland, um hlutverk Icann. Icann væntir þess að fá yfir millj- ón dollara á ári í gjöld frá þessum stjómendum sem hafa verið að draga í efa að þeir verði nú að greiða fyrir þjónusu sem áður var ókeypis. Raddir hafa heyrst sem krefjast aukinna áhrifa þessara stjómenda á stefnu nefndarinnar. Seta nefndar- manna, sem voru tilnefndir en ekki kosnir af notendum Netsins eins og nú tíðkast, er líka umdeild. Hætta er talin á að þeir hafi fyrst og íremst hagsmuni fyrirtækja að leiðarljósi en ekki notenda Netsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.