Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 17.11.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 27 ERLENT 156. líkið fundið? LEITARMENN í toglestar- göngunum í austurrísku Ölpun- um, þar sem að minnsta kosti 155 manns fórust í lestarbruna sl. laugardag, hafa fundið fleiri líkhluta í brunarústunum. Eftir að leitarmenn töldu sig hafa fjarlægt allar jarðneskar leifar fómarlamba brunans fundu þeir einn mannsbúk til viðbótar í fyrrakvöld. Talsmaður yfir- valda sagði að hér gæti verið um 156. fómarlambið að ræða, en einnig gæti verið að þetta væri hluti Uks sem þegar hefði verið talið; þörf væri á frekari rannsókn til að fá úr því skorið. Hershöfðingi ESB-herliðs ÞÝZKUR hershöfðingi, Klaus Schuwirth að nafni, hefur verið valinn til að stýra uppbyggingu hins væntanlega viðbragðsher- afla Evrópusambandsins, sem ákveðið hefur verið að allt að 80.000 hermenn muni tilheyra. Mun það meðal annars verða hlutverk Schuwirths að verða fyrsti yfirmaður varanlegra höfuðstöðva hins sameiginlega ESB-herafla. Kohl gefur út dagbækur HELMUT Kohl - sem lýsti því eitt sinn yfir að hann myndi aldrei skrifa bók um kanzlara- tíð sína - er í þann mund að gefa út tvær slíkar bækur. Áð- ur lét hann hafa eftir sér, að ef hann skrif- aði endur- minningar sínar kæm- ist hann ekki hjá því að ljúga eða hætta á að fá alla upp á móti sér sem hann skrifaði um. Nú hefur hann hins vegar ákveðið að birta á prenti sína hlið á „leynireikningshneykslinu" svokallaða, sem skekið hefur flokk hans, Kristilega demó- krata, og rúið kanzlarann fyrr- verandi virðingu og orðstír. Valdir útdrættir úr fyrstu bók- inni, sem ber hinn einfalda titil „Helmut Kohl. Dagbókin mín 1998-2000,“ munu byrja að birtast í vikublaðinu Welt am Sonntag um helgina, en bókin sjálf kemur á markað 27. nóv- ember. Líklegt er talið að hún muni rífa upp bæði gömul og ný sár í tengslum við hneykslis- málin. Næsta bindi dagbóka Kohls er síðan væntanleg eftir um það bil eitt ár. Enskum skól- um lokað? YFIR eitt hundrað framhalds- skólar í Englandi eiga á hættu að vera lokað eftir að skipulagt mat á frammistöðu skóla í land- inu leiddi í ljós að þeir stæðust ekki lágmarkskröfur þær sem kveðið er á um í nýjum reglum sem ríkisstjórn Verkamanna- flokksins hefur sett. Innan við 15% nemenda í 101 skóla náðu viðmiðunarárangri í „A-gráðu“- prófum, hliðstæðu stúdents- prófs. Þar með falla viðkomandi skólar í flokk skólastofnana sem stjórnvöld gætu tekið til al- gerrar uppstokkunar eftir tvö ár ef árangur þeirra batnar ekki. 3.400 framhaldsskólar eru starfandi í Englandi. Helmut Kohl ráðherra segir af sér Þýzkur Berlín. AFP, AP. REINHARD KJimmt, sam- göngui'áðherra Þýzkalands, sagði af sér embætti í gær, í kjölfar þess að hann var sak- felldur fyrir aðild að fjár- svikamáli fyrr í vikunni. I yf- irlýsingu frá Gerhard Schröder kanzlara segir, að Klimmt hafi með afsögn sinni viijað firra ríkisstjórnina vandræðum vegna þessa máls. Talsmenn stjórnarandstöðunnar og áhrifa- menn í Jafnaðairnannaflokki þeirra Schröders og Klimmts höfðu gagnrýnt Klimmt harkalega frá því hann var dæmdur til að greiða 13.800 Hlaut dóm fyrir aðild að fjársvikamáli evrur, andvirði rúmlega einnar milljónar króna, á mánudag fyrir aðild að fjársvikamáli sem tengist knattspyrnufélagi í Saarlandi sem hann var áður í forsvari fyrir. Við samgönguráðherraembættinu tekur Kurt Bodewig, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu frá því í marz sl. Forysta SPD vill fyrir alla muni forðast hneykslismál Klimmt sagði á miðvikudag, að hann myndi áfrýja dómi réttarins í Trier, sem felldi sektar- dóminn yfir honum. Forystumenn SPD óttuðust að þessi slagur ráðherrans við réttarkerfið myndi valda almenningsálitinu á ríkisstjórninni og flokknum skaða og töldu honum því ekki stætt á öðru en að víkja úr embætti. Klimmt hefur lagt mikla áherzlu á að hann hafi aldrei fengið neitt fé í eigin vasa í tengslum við umrætt fjársvikamál, en það er röksemd sem Helmut Kohl hefur einnig ríkulega notað í vörn sinni fyrir gerðum sínum í „leynireikn- ingahneykslinu“ svokallaða. Forysta SPD vill fyrir alla muni forðast að flokkurinn flækist í fjármálahneykslis- og sakamál svipað og Kristi- legir demókratar, flokkur Kohls, eiga nú í og hefur svipt þá sóknarfærum í stjórnmálabarátt- unni. Reinhard Klimmt Varðan er víðtæk fjármálaþjónusta sem veitir þér persónulega og sveigjanlega þjónustu á öllum sviðum. 1 Vörðunni færð þú greiðsluþjónustu sem losar þig við óþarfa biðraöir og gluggapóst á meðan þú nýtur þess öryggis að hafa öll fjármálin á einum staö. Vöröufélagar eru traustir viöskiptavinir og eiga því kost á fjölbreyttum lánamöguleikum. Auk fjölbreyttra tilboða og friöinda færð þú gullkreditkort og gulldebetkort sem tryggja þér þjónustu um allan heim og veita m.a. punkta hjá Vildarklúbbi Flugleiöa. Nýttu þér einstaka þjónustu Vörðunnar og láttu bankann sjá um fjármálin. Varöan er alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk iJXMinw'jrm'iM.irB oji.a i,í s m is \MmJm Landsbankinn Betri banki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.