Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Trú og saga“ MYJVDLIST Víðistaðakirkja HÖGGMYNDIR ERLINGURJÓNSSON Opið virka daga frá 16-18.30, um helgar 14-17. Til 22. nóvember. Aðgangur ókeypis. í VÍÐISTAÐAKIRKJU stendur yfir sýning á nokkrum verkum myndhöggvarans Erlings Jónsson- ar, sem lengi hefur verið búsettur í Noregi, nánar tiltekið Ósló. Hún er sett upp í tilefni 1.000 ára afmæli kristni á Islandi og stendur einungis yfir til miðvikudags í næstu viku. Erlingur Jónsson er ekki þekkt stærð á íslenzkum listavettvangi og sýningar hefur hann fáar haldið, þá viðamestu í Keflavík fyrir nokkrum árum. Fyrir tveim áratugum eða svo barðist hann árangurslausri baráttu fyrir meiri og skilvirkari kennslu í mynd- og handmennt í fjölbrauta- skóla nokkrum sem hann kenndi við. Þreyttur og vonsvikinn yfirgaf hann þá landið til að hvíla sig og safna kröftum í Noregi í eitt ár. En eftir framhaldsnám í ríkiskennaraháskól- anum í Notodden og kennaraháskól- anum í Þelamörk, bauðst honum kennarastaða við framhaldsskóla í Notodden og síðar lektorsstaða við Kennaraháskólann í Ósló, hvar hann var viðloðandi fram á þetta ár er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Mál þróuðust einfaldlega þannig að Norðmenn vildu ekki sleppa manninum aftur út til Islands, ekki síst starfsbræður hans í mynd- höggvarastétt, en hann vingaðist við þá þekktustu í landinu og varð fljót- lega meðlimur í samtökum norskra myndhöggvara. Þetta er lærdóms- rík en ekki stök saga, því annað eins hefur gerst og má vera að sagan sé að endurtaka sig þar sem hér uppi á útskerinu hafa menn lítið skánað í þessum efnum, nema kannski við að leggja glansandi parketgólf eða eðalmarmara á gólf listasafna, úða marsipan- og glassúrpatínu á högg- myndir ásamt því að listaháskólinn efnir til 20-30 klukkutíma nám- skeiða í fögum sem tekur 4 ár að læra til fullnustu erlendis. Samfara kennslunni, sem var snöggtum annars eðlis en hér gerist með vinnuaðstöðu og stórum meiri frítíma, vann Erlingur alla tíð að list sinni og hefur útfært ýmis verkefni stór og smá fyrir opinbera aðila í Noregi. Erlingur er ekki allra eins og það heitir og nokkur ótemja til verka, grípur hugmyndir á lofti úr íslenzkri sagnahefð og menningu, samfara því að ljóð eru honum hugleikin og leik- ur aragrúi þeirra honum á tungu á góðri stund. Þá er hann flókin sam- setning alvöru og gamansemi og gengur til vinnu sinnar með íúlltingi hvors tveggja eftir því hvernig vind- ur blæs og verða vill, en ýmsir melta illa slíkan framgangsmáta á vett- vangi listarinnar. Satt má vera að mikill stígandi geðhrifa sé í myndverkum lista- mannsins og með nokkrum ólíkind- um að þau skuli öll vera eftir sama manninn. Á stundum veit maður síð- Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Gollý, marmari, serpentín. Lágmynd af Halldóri Laxness. ur hvert hann er að fara en í annan stað eru önnur svo meitluð að aðdá- un vekur. Þetta kemur ekki einungis fram í sjálfum höggmyndunum held- ur einnig stöllunum undir þeim, en þar ber hvikult hugarflugið oftar en ekki sigurorð af yfirveguninni. Þetta allt kemur afar vel fram á sýning- unni í Víðistaðakirkju, raunar fullvel þar sem rýmið er afar takmarkað og illa fallið fyrir jafn viðamikinn gjöm- ing á myndlistarvettvangi. Verkin eru einfaldlega alltof mörg í afar óhentugu rými og njóta sín því fæst sem skyldi. Þannig nær verkið, Huginn og Muninn, sem prýðir ann- ars skrifstofu skáldsins á blaðinu engan veginn viðlíka flugi í þessu kraðaki. Hins vegar standa nokkur verkanna í þeim mæli fyrir sínu að þau hefðu ein sér náð að móta ris- mikla heild og skilja jafnframt eftir réttari og eftirminnilegri mynd af listamanninum í heilabúi skoða- ndans. Gott dæmi sjáum við i englin- um við kór kirkjunnar sem er þama einn og sér, en nær að magna upp kyrrláta stemmningu í annars ágengu umhverfi. Eitthvað segir mér að hið einfald- asta og hrifmesta úr smiðju lista- mannsins eigi mikið erindi inn í rými listasafna okkar, jafnframt að tími sé kominn til að þau kynni verk þessa hlédræga en hugumstóra listamanns í húsakynnum sínum... Bragi Ásgeirsson Straumur verður draumur Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Libiu Pérez de Siles de Castro og Ólafs Áma Ólafssonar, The Last Minute Show, í Listamiðstöðinni Straumi við Hafnaríjörð. MYJVDLIST L i s t a m i ft s t ii ð i n S t r a ii iii ii r BLÖNDUÐ TÆKNI LIBIA PÉREZ DE SILES DE CASTRO & ÓLAFUR ÁRNIÓLAFSSON Til 19. nóvember. Opið daglega frá kl. 14-19. MARGIR muna sjálfsagt eftir stómm glerkút ofan á haugi af frauð- svampi í bogaglugga Kirkjuhússins við Laugaveg 31, sem geymdi mennskar leifar í formalíni. Verkið hét Tikk-takk og var hluti af listsýn- ingunni Flögð og fögur skinn, á Listahátíð 1998. Höfundamir voru listparið Libia Pérez de Siles de Castro, ættuð frá Madríd á Spáni og Reykvíkingurinn Ólafur Ámi Ólafs- son, en þau hafa unnið saman undan- farin ár, írá því þau stunduðu nám í Groningen í Hollandi. Libia Pérez á sér margbreytilegan feril. Meðal annars er hún lærður flamenco-dansari og má ætla að sá bakgrunnur eigi sinn þátt í leikrænni tjáningu parsins, en sýning þeirra í Straumi við Hafnarfjörð ber einmitt yfirskriftina The Last Minute Show. Þetta er tætt sýning og margræð, byggð kringum malarstíg sem hlykkjast eftir gólfinu. Á einum veggnum er orðið Imagine ritað öf- ugt en andspænis því má sjá öfugt ritaða setningu á ensku sem varar við skynseminni sem sadískum harð- stjóra. Samt sem áður er draum- kennt yfirbragð sýningar Libiu Pér- ez og Olafs Áma engan veginn laus við einkenni martraðar. Að því leyt- inu verður gestum sjálfsagt hugsað til Goya og hinnar frægu ætingar hans úr Kenjunum; Svefn skynsem- innar hleypir forynjunum lausum. Hvað varðar skipanina sjálfa í rýminu þá minnir hún þó fremur á tættan og mótsagnakenndan draum- heim bandaríska listamannsins Jon- athans Borofskys þar sem órökræn- ar samsetningar úr ólíkum áttum og ólíkar að gerð og eðli skarast og flækjast með tilheyrandi, margvís- andi áreiti. Munurinn er ef til vill sá að í samsetningum Libiu Pérez og Ól- afs Ama er um greinilegt ferðalag að ræða frá einum hlutanum til annars. Akveðnir hlutar em stúkaðir af. Þeirra verður einungis notið að inn- anverðu svo sem klefans með mál- verkum af hvers konar tagi. Yfir þessu afhýsi er stigi upp á pall þar sem myndbandsskjár, innpakkaður í svampdýnu, varpar frásögn gamallar konu. Varirnar em hið eina sem sést á skjánum. Þar við er hægt að hlýða á fuglasöng í heymartækjum. Á gólfinu fyrir neðan bíður hið sérkennilega harðneskjulega spegil- hús - kvalalostans? - og seytlandi kliðurinn í Straumnum úr snældu í útvarpstæki. Mannshöfuð vegur salt á lítLUi tunnu og utar spriklar skugga- mynd í snöm. Milli þessara sérkenni- legu mannvera er hársáta, að því er virðist úr hampi. Vissulega em einingar misjafnar að áhrifamætti og gæðum. Sem heild gengur skipanin þó prýðilega upp og veitir dágóða innsýn í hvatvis vinnu- brögð þeirra Libiu Pérez og Ólafs Áma. Kosturinn við vinnubrögð þeirra felst í dirfskunni sem íylgir hverri samsetningu Gjaman er tvenns konar efniviði steypt saman í eina heild, oft með krafti sem er fúll- ur af óþoli og eldmóði. Þetta eftir- tektarverða listpar sparar ekki til- fmningamar. I því felst ef til vill sérstaða þessara tveggja óvenjulegu samstarfsmanna. Halldór Björn Runólfsson Norræn höf- undaréttarlög verði fyrir- mynd en ekki fórnarlamb NORRÆNA rithöfunda- og þýð- endaráðið hefur sent frá sér eftirfar- andi menningarmálayfirlýsingu: „Tungumálið er sá gmnnur sem byggja verður á í samskiptum manna, tækið sem er notað til að miðla þekk- ingu, söguvitund, framtíðarsýn og túlkun bókmennta á lífi okkar. Nú á dögum einkennist framboð á menningar- og afþreyingarefni um allan heim af því sem á að seljast í stómm stíl og það verður sífellt ágengari viðmiðun hjá hundmðum milljóna manna meðal ólíkra þjóða á hinum ýmsu mál- og menningarsvæð- um. I hraðfara hag- og tækniþróun færist eignarhald á útgáfufyrirtækj- um, kvikmyndaframleiðslu, sjón- varpsstöðvum, kvikmyndahúsum og netfyrirtækjum til sífellt færri fjöl- þjóðlegra stórfyrirtækja. Þess gætir einnig á norræna bókamarkaðinum og í framboði á menningarefni yfir- leitt. Norræn tungumál tala hlutfalls- lega fáir og þau verða fyrir sífellt sterkari ytri áhrifum. Því er nú á dög- um afar mikilvægt að varðveita og þróa tungumál okkar, gera þau sem hæfasta burðarása menningarinnar og að tryggja fjölbreytni bæði í sköp- un bókmenntanna og útgáfu þeirra; fjölbreytt lesefni þarf að vera í boði. Það er eitt helsta skilyrði þess að þjóðimar búi áfram yfir þeim sameig- inlega skilningi sem lýðræði byggist á. Félög norrænna höfunda fagur- bókmennta og fræðirita og þýðenda leggja með þessari yfirlýsingu áherslu á gildi þess að menningar- stefna á Norðurlöndum sé virk og framsækin. Við gerum kröfú um eftirfarandi: Aðgangur að upplýsingum og tján- ingarfrelsi í öllum miðlum verði tryggt. Gildi bókmenntanna sé virt í hvers konar miðlun. Staða bókmennta verði styrkt og ýtt undir lestur með ríkulegum inn- kaupum menningar- og mennta- stofnana. Bókasöfn geti sem víðast boðið gott efnisval. Stuðningur við góðar og gefandi bókmenntir, bæði fiumsamdar og þýddar, verði aukinn til þess að mark- aðurinn mótist af fleira en sölulíkum. Þýðingastyrkir til norrænna bók- mennta fyrir böm, unglinga og full- orðna verði auknir. Engar hömlur verði lagðar á styrkveitingu til menn- ingarmála innan einstakra ríkja og unnið þannig gegn áhrifum fjölda- framleiðslu fjölþjóðlegra stórfyrir- tækja. Norræn höfundaréttarlög verði fyrirmynd en ekki fómarlamb í evrópsku samræmingarstarfi. Bókamarkaðurinn verði efldur með föstu bókaverði og lækkun virð- isaukaskatts á bækur þar sem slíkur skattur er lagður á. Hlutverk námsefnis sem undir- stöðu í uppeldi og menningu verði tryggt með útgáfu og notkun á vönd- uðu innlendu fræðsluefni. Útvarp og sjónvarp í almannaeigu, sem gegnir lögbundinni skyldu að sinna menningarlegum markmiðum og almannahag, fái sterka stöðu þannig að unnt sé að miðla efni sem varðar miklu fyrir einstök svæði, þjóðir og norræna menningu." Þórarinn B. Þorláksson LISTMUNAUPPBOÐ sunnudagskvöld kl. 20.00 á Hótel Sögu VERIÐ VELKOMIN AÐ SKOÐA VERKIN í GALLERÍI FOLD, RAUÐARÁRSTÍG 14-16, í DAG KL. 10.00-18.00, Á MORGUN KL. 10.00-17.00 EÐA Á SUNNUDAGINN KL. 12.00-17.00. SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA. HÆGT ER AÐ NÁLGAST UPPBOÐSSKRÁNA Á NETINU: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 Sími 551 0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.