Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• ÚT er komin ljóðabókin Hnattflug
eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.
JPV forlag hefur sent frá sér
ljóðabókina
Hnattflug eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur.
I fréttatilkynn-
ingu segir: „Sá
sem opnar þessa
bók þiggur boð
um heimsreisu.
Hvert ljóð er
Sigurbjörg áfangastaður á
Þrastarddttir ferð sem hefst á
íslandi en heldur áfram í austur all-
an hringinn. Stiklað er á lengdar-
baugum frá einu kennileiti til annars
og úrinu flýtt eftir atvikum.
Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd
árið 1973 á Akranesi. Hún hefur vak-
ið athygli fyrir frumlega texta, bæði
skáldskap og pistla, en hún starfar
sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
Ljóðabókin Blálogaland kom út árið
1999. Sigurbjörg hefur hlotið ýmiss
konar viðurkenningar fyrir ljóð sín
og sögur.
Hnattflug hlaut viðurkenningu
dómnefndar í samkeppni um Bók-
menntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar árið 2000.“
Útgefandi er JPV forlag. Bókin er
116 bls., prentuð í Danmörku. Hun-
ang hannaði bók og kápu. Leiðbein-
andi verð: 2.680 krónur.
---------------------
• ÚT er komin bókin Allir með
strætó eftir Guðberg Bergsson með
myndskreytingum Halldórs Bald-
urssonar.
í fréttatilkynn-
ingu segir: „Bók-
in er tileinkuð
Strætisvögnum
Reykjavíkur.
Aður fyrr ók
strætó um borg-
ina fullur af fólki.
í vagninum ríkti
sátt og samlyndi
-ríkir ogfátækir,
ungir og gamlir, kunnugir og ókunn-
ugir sátu saman. í strætó lærðu
menn að sýna hver öðrum tillitssemi
og háttvísi. En farþegum fækkaði
því allir eignuðust eigin bíla nema
gamlir karlar og kerlingar, rónar og
krakkar. Borgarstjórinn ákveður þá
að strætó megi aðeins aka um fimm
götur. Lítið kraftaverk gerist þegar
barn og tré koma til sögunnar.
Strætisvagninn og tréð er spenn-
andi og gáskafullt nútímaævintýri
fyrir börn á öllum aldri.
Dæmafá hugmyndaauðgi og
óvænt sjónarhorn Guðbergs njóta
sín einkar vel í þessari barnasögu.
Guðbergur hefur áður skrifað
barnabókina Tóta og táin á pabba
(1982).
Halldór Baldursson teiknari er
menntaður frá grafíkdeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands. Hann
hefur myndskreytt fjölda bóka und-
anfarin ár.“
Útgefandi er JPV forlag. Leið-
beinandi verð: 1.980 krónur.
---------------------
• ÚT er komin unglingabókin Fing-
urkossar frá Iðunni eftir Hallfríði
Ingimundardóttur.
í fréttatilkynn-
ingu segir: „Ið-
unn hefur nýlega
misst mömmu
sína og vinirnir
virðast upptekn-
ari en nokkru
sinni fyrr. Svo
ekki sé minnst á
pabba hennar
sem dvelur öllum
stundum hjá pæj-
unni Dúfu - tannþræði með brjóst!
En það er óþarfi að láta sér leiðast
og með hjálp „frekjunnar í húsinu á
móti“ og fleiri góðra vina tekur Ið-
unn málin í sínar hendur. Fjörug
saga um ljósar og dökkar hliðar
mannlífsins eins og það horfir við
fimmtán ára stelpu. Enginn vafi leik-
ur á niðurstöðunni: lífið er bara
þokkalega fínt!“
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 191bls., prentuð í Svíþjóð.
Kápu gerði Áslaug Jónsdóttir. Leið-
beinandi verð er 2.290 krónur.
Hallfríður
Ingimundardðttir
Dómkórinn.
Sálumessa Faurés í Dómkirkjunni
DÓMKÓRINN flytur sálumessu
Gabriels Faurés í Dómkirkjunni á
morgun, laugardag, kl. 17.
Tónleikarnir eru liður í Tónlist-
ardögum Dómkirkjunnar sem stað-
ið hafa undanfarnar þrjár vikur.
Einsöngvarar með kórnum eru
Margrét Bóasdóttir og Bergþór
Pálsson og Anna Guðný Guðmun-
dsdóttir leikur undir á píanó. Á tón-
ieikunum syngur kórinn einnig lög
eftir Grieg, Bruckner og Saint
Saéns. Stjórnandi Dómkórsins er
Marteinn H. Friðriksson.
„Svona sé ég dauðann: sem gleði-
lega lausn, þrána eftir hamingju
handan grafar og dauða fremur en
einhverja kvalafulla reynslu."
Þannig komst Fauré sjálfur að orði
um verk sitt. Margir te|ja Requiem
Faurés fallegustu sálumessu sem
samin hefur verið. Hún er blíð, hún
er melódísk og undursnotur síðróm-
antískur hljómagangurinn gerir
huggunarmátt hennar mikinn. Hún
er voldug en einlæg tilbeiðsla þar
sem segja má að tvær hendingar úr
messutextanum fái sérstaka vigt:
„Drottin veit þeim hina eih'fu hvfld"
og „Megi kór englanna bjóða þig
velkominn" og það er augþóst af
þessari bón Faurés t.il almættisins
að hann sækir til þess vissuna fyrir
áðurnefndri skoðun sinni að dauð-
inn sé lausn; þráin eftir hamingju
handan grafar og dauða.
Draugar í glaðasólskini
BÆKUR
H r o 11 v e k j a
NÁGRANNA-
DRAUGURINN
eftir R.L. Stine.Salka. 2000.108 bls.
Karl Emil Gunnarsson þýddi.
NÁGRANNADRAUGURINN er
spennandi bók. „Eg fann Harry
Potter-tilfinninguna," sagði sonur
minn 11 ára eftir lesturinn og átti við
að hann hefði ekki getað hætt lestr-
inum fyrr en sagan var búin. Textinn
var nógu spennandi. Ná-
grannadraugurinn er fyrsta bókin í
ameríska bókaflokknum „Goose-
bumps“ eða Gæsahúð sem eru hroll-
vekjusögur sem eiga að kalla hressi-
lega gæsahúð fram hjá ungum
lesendum. Þessi er eftir R.L. Stine
og er í þýðingu Karls Emils Gunn-
arssonar.
(Hér verður ekki kjaftað frá.) Sag-
an er um Hönnu, 12 ára stúlku, sem
er heima hjá sér í sumarfríinu á með-
an vinir hennar eru í sumarbúðum.
Það undarlega er að einn góðan veð-
urdag uppgötvar hún að í mannlausa
húsinu hinumegin býr Danni, dreng-
ur á sama aldri og hún, og er bókin
um samskipti þeirra. Danni veldur
henni miklum heilabrotum.
„„Þekkir þú Alla Miller?“ spurði
Danni og sneri sér að henni um leið
og hann skyggði hönd fyrir augu til
að skýla þeim fyrir síðdegissólinni.
Hanna hristi höfuðið. „Nei.“
En Frissa Drake?“ spurði hann.
„Nei,“ svaraði hún. „í hvaða bekk
ertu?“
„Ég fer í áttunda bekk,“ sagði
hann og sneri aftur að húsveggnum.
... „Eg hka!“ hrópaði Hanna.“ (bls.
28)
Hún spyr svo hvort hann þekki
vini hennar Jönu og Jonna. En það
gerir hann ekki og hún spyr án þess
að fá svar: „Hvernig getum við verið
í sama bekk og ekki þekkt neina
sömu krakkana?“ (28).
Þetta er stórfurðulegt. Böm í
sama árgangi í sama skóla en hafa
aldrei sést áður og þekkja ekki vini
hvort annars. Það er ekki nema von
að gmnur um draugagang læðist að
söguhetjunni.
Hanna er einmana barn, árang-
urslaust sendir hún vinkonu sinni
bréf og sambandið við foreldrana
ristir ekki djúpt. Hún reynir því,
þetta bjarta sumar, að ná sambandi
við nýja nágrannann, Danna Ander-
son.
I íslenskri hefð hefst draugasagan
í skammdeginu; sólin dregur sig í hlé
og endalaus nóttin gengur í garð.
Þjóðsagan nærist í myrkrinu. At-
burðir í þessari draugasögu verða
aftur á móti í glaðasólskini og hita-
bylgju hásumarsins.
„Ilmurinn af hlýju loftinu var sæt-
ur og hressandi. Hún horfði á tvö gul
og rauð fiðrildi flögra hlið við hlið yf-
ir blómagarðinn.“ (10). „Hanna
horfði upp í heiðbláan himininn. Sól-
in vermdi andlit hennar." (10) Sög-
una alla er glampandi sólskin þótt
eitthvað beri á öðrum blæ og and-
vara, og stöku skugga sem fylgir
söguhetjunni. „Skuggamir flöktu og
dönsuðu þegar hún hljóp meðfram
trjánum. Skuggar á skugga ofan,
mnnu saman í eina bendu, gráir,
svartir og bláir.“ (23). Ef til vill er
kostur að bókin kemur nú út í ís-
lensku skammdegi, árstíð drauga,
afturgangna og annarra skufsa.
Bókin er hnitmiðuð draugasaga.
Höfundurinn er augljóslega vanur
að skrifa sögur sem halda athygli
lesenda. Hann vísar lesandanum
rangar leiðir í völundarhúsinu og
birtir svo útgönguleiðina óvænt. Ég
held að foreldrar hefðu gaman af því
að lesa þessa sögu upphátt fyrir næt-
ursvefn bama sinna. Ég býst við að
það sé alveg óhætt því sagan er fyrst
og fremst spunnin vegna fléttunnar
- en snýst ekki um óhugnað og óg-
leði. Flestir aðrir lesendur verða
sennilega á aldursbilinu 10-14 ára.
Virðing fyrir íslensku máli opin-
berast í þýðingunni. „Það var erfitt
að henda reiður á þessum sunnudög-
um.“ (6). „Hanna rýndi inn í iðandi
síðdegisskuggana. Hún renndi aug-
unum yfir rannana og gerðin við göt-
una.“ (24). „Dökkur vomurinn sveif
við hlið hennar með útrétta arma.“
(40). „Gullið sólskinið streymdi í
gegnum hann. Hann hvarf og birtist
á víxl eins og í tíbrá.“ (48). Orðin eiga
ekki að vefjast fyrir ungmennum.
Niðurstaðan er að sagan nær
mai-kmiði sínu að vera góð drauga-
saga (í sólskini). Fléttan er ágæt og
söguhetjan hugrökk. Jafnvel er
hægt að greina boðskap um að
heillavænlegt sé að hjálpa náunga
sínum og að bregðast ekki vinum á
ögurstund.
Gunnar Hersveinn
Nýjar bækur
• ÚT er komin bamabókin Hunda-
eyjan - Lítið ævintýri um undrun,
frelsi og fyrirgefningu eftir Sindra
Freysson. Halla Sólveig Þorgeirs-
dóttir myndskreytti söguna.
í fréttatilkynningu segir: „Hund-
amir á Krítey hafa stofnað leynifé-
lag. Þeir vilja komast í burtu til
Hundaeyjunnar, þar sem allir hvutt-
ar eru frjálsir. Én Níðingur, erki-
óvinur frjálsra seppa, hefur illt í
hyggju og ætlar að koma í veg fyrir
að draumar þeirra rætist. Hundarn-
ir deyja ekki
ráðalausir því
frelsisþráin er
sterkari en ótt-
inn.
Ævintýrið um
Hundaeyjuna
fjallar um mikil-
vægi þess að eiga
sér drauma og
láta þá rætast.
Sagan er óður til
frelsisins, fegurðarinnar og fyrir-
gefningarinnar.
Falleg og spennandi saga fyrir 5-9
ára fjörkálfa.
Sindri Freysson hefur áður sent
frá sér skáldsöguna Ljósin í bænum
og ljóðabókina Harði kjaminn sem
var tilnefnd til íslensku bókmennta-
verðlaunanna árið 2000. Hundaeyjan
er fyrsta bamabók hans.
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir lauk
nýverið námi í bókaskreytingum í
Bandaríkjunum og fékk The Charles
Salisbury verðlaunin fyrir fram-
úrskarandi námsárangur. Hunda-
eyjan er önnur bókin sem hún mynd-
skreytir."
Útgefandi er JPV forlag. Bókin er
31 bls., prentuð í Danmörku.
Leiðbeinandi verð: 1.980 krónur.
Sindri
Freysson
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Blómið sem
þú gafst mér eftir Nínu Björk Arna-
dóttur. Hún hefur að geyma úi-val
ljóða Nínu en um-
sjón með útgáf-
unni hafði Jón
Proppé.
í fréttatilkynn-
ingu segir: „Nína
Björk Árnadóttir
(1941-2000) var
án efa ein mikil-
vægasta röddin í
skáldskap síðustu
áratuga. Einlæg
og nærgöngul
ljóð hennar tjá sterkar tilfinningar
og áhrifamikla sýn á ástina og ótt-
ann, söguna, samfélagið og hlutskipti
kvenna. Enginn sem lesið hefur ljóð
hennar er ósnortinn af heitum til-
finningunum og hreinskilninni sem
var eitt helsta höfundareinkenni
Nínu Bjarkar.
Blómið sem þú gafst mér hefur að
geyma meira en helming ljóðanna
sem Nína birti á ferli sínum en að
auki ljóð og nokkrar kvenlýsingar úr
handriti sem ólokið var þegar hún
lést. Jón Proppé valdi ljóðin og ritaði
eftirmála en hann aðstoðaði Nínu við
frágang nokkurra síðustu bóka
hennar.
Hér gefst lesendum tækifæri til að
rifja upp kynni sín af ljóðum Nínu,
rekja þá sterku þræði sem liggja
gegnum alla ljóðagerð hennar og lesa
ljóðin sem hún skildi eftir sig óbirt.
Fyrir þá sem ekki þekkja til Nínu
Bjarkar er bókin inngangur að dul-
mögnuðum Ijóðaheimi þessarar ein-
stöku skáldkonu.“
Útgefandi er JPV forlag. Bókin er
195 bls., unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf. Soffía frænka hannaði kápu.
Leiðbeinandi verð: 2.980 krónur.
-------♦-♦-♦--------
• ÚT er komin skáldsagan Spegil-
sónata eftir Þóreyju Friðbjörnsdótt-
ur.
í fréttatilkynn-
ingu segir: „Speg-
ilsónata er áleitin
og erótísk saga
um það sem alltaf
er en aldrei verð-
ur: Ævaforn lög-
mál sem hefðin
horfir fram hjá,
ástina sem neitar
að deyja, syndina
sem byltist í
fylgsnum, fómina sem skiptir sköp-
um. Þetta er sagan um það sem býr á
bak við spegilmyndina.
Með einstæðum tökum á frásagn-
arhætti og stíl fjallar höfundur um
miskunnarlausar en um leið ómót-
stæðilegar mótsagnir í lífi aðalpers-
ónanna og glímu þeirra við gömul ör-
lög. Hann segir sögu karls og konu
sem leiðast um lífið á laun eins og tré
sem flétta rætur djúpt í mold, sög-
una sem allir þekkja en enginn sér.
Þetta er fjórða skáldsaga höfund-
ar og sú fyrsta fyrir fullorðna en
Þórey hlaut Islensku barnabóka-
verðlaunin fyrir Eplasnepla árið
1995.“
Útgefandi JPV forlag. Bókin er
162 bls., prentuð í Danmörku. Leið-
beinandi verð: 3.680 krónur.
-------♦-♦-♦--------
• ÚT er komin ljóða- og vísnabókin
Út við ysta sæ eftir Rúnar Kristjáns-
son á Skagaströnd.
í fréttatilkynningu segir: „Þetta
er fjórða bók höf-
undar og era yrk-
isefni hans fjöl-
breytt að vanda.
Ljóð eftir Rúnar
hafa undanfarin
ár birst í Lesbók
Morgunblaðsins,
ýmsum héraðsrit-
um og víðar.
Höfundur held-
ur sig alfarið við
n'm og stuðlasetningu, hina þjóðlegu
kveðskaparíþrótt, og kýs ekki að
leita á mið rímleysunnar. Fyrir þá
sem kunna slíkt að meta er hér á
ferðinni ákjósanleg bók með lifandi
innihaldi."
Útgefandi er Rúnar Kristjánsson.
Bókin er prentuð í prentsmiðju
Hafnarfjarðar.
Nína Björk
Arnadóttir