Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 33
MÖRGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 33 Glæsileg menningarsaga BÆKUR Tónlistarsaga SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS SAGA OG STÉTTARTAL Bjarki Bjarnason: Sögusteinn, Reykjavík 2000. ' 395 bls. Á ÞESSU ári er hálf öld liðin frá stofnun Sinfóníuhljómsveitar Is- lands og af því tilefni er þessi myndarlega bók út gefin. Hálf öld er ekki langur tími í menningar- sögu þjóðar og í flestum nágranna- löndum okkar, austan hafs og vest- an, eru starfandi sinfóníu- hljómsveitir og aðrar tónmenning- arstofnanir, sem eiga sér miklu lengri sögu og eru taldar ómiss- andi þáttur í menningar- og lista- lífi þjóða sinna. Slíkan sess hefur Sinfóníuhljómsveit íslands náð að skapa sér í íslensku menningarlífi síðari ára, þökk sé ötulu starfi fjöl- margra hugsjónamanna og -kvenna, sem aldrei létu deigan síga í harðri glímu við fordóma, skilningsleysi og úrtölur. En saga Sinfóníuhljómsveitar íslands er í raun mun lengri en fimmtíu ár og því fór fjarri að hún sprytti fram alsköpuð eins og Aþena forðum. Þegar litið er til aðdragandans verður upphaf hljómsveitarinnar ekki ársett með neinni vissu. I inngangskafla, sem ber yfirskriftina „Ur öskustónni“, nefnir höfundur þessarar bókar Bjarki Bjarnason, árið 1921, er „fyrsta íslenska hljómsveitin á sviði sígildrar tónlistar leit dagsins ljós“. Það ár er ágætt til viðmiðun- ar og víst er, að sá þráður, sem of- inn var með hljómsveitarstofnun- inni í tilefni konungskomunnar árið 1921, slitnaði aldrei að fullu, þótt oft stæði tæpt. Iðkun sígildrar tónlistar hér á landi hófst þó nokkru fyrr og átti, að vissu leyti a.m.k., rætur í tónlistaráhuga sem vaknaði hér á landi á lokaskeiði 19. aldar. Af lestri þessarar bókar verður hins vegar ekki annað ráðið en að sígild tónlist hafi verið fram- in á íslandi samfellt frá 1921, þótt starfsemi hljómsveita hafi ekki verið alveg óslitin frá þeim tíma. Ýmiss konar flutningur sígildrar tónlistar átti sér hins vegar stað allt tímabilið frá 1921 og fram til 1950, eftir 1930 að umtalsverðu leyti á vegum Ríkisútvarpsins, en stofnun þess bætti mjög starfs- möguleika og aðstöðu tónlistar- manna. Er sú saga öll sögð á greinargóðan hátt í fyrsta hluta þessarar bókar, sem höfundur nefnir „fyrri hluta“ í sögu Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Þar greinir m.a. frá upphafi Tónlýstarskólans í Reykjavík, stofnun FÍH, Útvarps- hljómsveitinni og Symfóníuhljóm- sveit Reykjavíkur. Síðari hluti bókarinnar hefst með eiginlegri stofnun Sinfón- íuhljómsveitarinnar árið 1950 og er saga hennar rakin í sex megin- köflum. Þar greinir fyrst frá nán- asta aðdraganda að stofnun hljóm- sveitarinnar en síðan frá starfsemi hennar. Þá tekur við hljóðfæraleik- aratal, þar sem getið er allra fast- ráðinna hljóðfæraleikara við hljómsveitina, íslenskra og er- lendra, og nokkurra lausráðinna, og æviatriði þeirra og starfsferill rakinn á hefðbundinn hátt. Þessu næst eru birt lög um Sinfón- íuhljómsveitina frá 1982, þá kemur skrá um hljómplötur og geisla- diska með leik hljómsveitarinnar og loks er í lokahluta bókarinnar að finna ýtarlega tónleika- og efn- isskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar í hálfa öld, 1950-2000. Þá skrá hefur Gunnar Egilsson tekið saman og sýnir hún betur en flest annað, hve ótrúlega fjölbreytilegt efnisval hljómsveitarinnar hefur verið í áranna rás. Öll er þessi bók hin vandaðasta að gerð og frágangi. Hún er prýdd fjölmörgum myndum, sem margar hafa mikið heimildagildi. Myndun- um fylgja fróðlegir myndatextar og inn í lipurlega saminn megin- texta er fléttað rammagreinum, sem hafa að geyma fróðlegar frá- sagnir af minnisverðum atburðum í þeirri sögu sem hér er sögð. Út- koman er einkar læsileg og fróðleg bók. Sjálfur hafði ég mesta ánægju af því að lesa fyrsta hlutann, um fyrirennara Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þar er sögð saga, sem til- tölulega fáir munu þekkja til nokk- urrar hlítar nú orðið. Ef eitthvað má að frásögninni í þeim hluta bókarinnar finna, er það að hún sé of bundin við Reykjavík og það sem þar gerðist. Hjarta menning- ar- og tónlistarlífsins sló að sönnu í höfuðstaðnum, a.m.k. eftir 1920, en hinu má ekki gleyma, að víða um land hefur tónlistarlíf löngum verið blómlegt og sígild tónlist verið í hávegum höfð, eftir því sem að- stæðpr leyfðu. Á það ekki síst við um ísafjörð, og einnig að nokkru leyti um Akureyri. Þessari bók var aldrei ætlað að segja sögu tónlistar á íslandi, en með miklum rökum má halda því fram, að hún segi sögu sígildrar tónlistar hér á landi. Eldri sagan er enn ósögð, en vel þess virði að hún verði skráð. í inngangskafla þessarar bókar kemur fram sú skoðun höfundar, að fyi'r á tíð hafi fábreytnin ráðið ríkjum í tónlistar- lífí landsmanna. Það er í sjálfu sér rétt, a.m.k. ef borið er saman við síðari tíma, en hafa verður í huga, að sennilega hefur tónlist í ein- hverri mjmd verið iðkuð og flutt á íslandi allt frá fyrstu tíð. Brota- kenndar heimildir benda til þess að trúarleg tónlist hafi verið iðkuð hér á miðöldum. Þar hefur einkum verið um söng að ræða og eftir siðaskiptin tók grallarasöngurinn við. í heimahúsum voru rímur fluttar við kvæðalög og þótt þau hafi ekki fallið öllum í geð, fremur en eitt og annað í nútímatónlist, verður því vart neitað, að þau voru tónlist. Sama máli gegndi um dans- kvæði ýmiss konar og sálmasöng á heimilum. Nútímatónlistarunnend- um kann að þykja lítið til þessa tónlistararfs koma, en hann var engu að síður snar þáttur íslenskr- ar þjóðmenningar og á skilið sinn sess engu síður en t.d. ritmennt. Saga Sinfóníuhljómsveitar Is- lands er saga merkilegs menning- arstarfs, sem borið hefur ríkulegan ávöxt hin síðari ár. Þegar öllu er á botninn hvolft, ber saga hljóm- sveitarinnar og þess fólks, sem harðast hefur barist fyrir vexti hennar og viðgangi, hins vegar öðru fremur vott um það hverju þrautseigja og dugur fá áorkað. Forystumenn Sinfóníuhljómsveit- arinnar hafa áratugum saman bar- ist fyrir því að færa Islendingum og kynna þeim veigamikinn þátt heimsmenningarinnar. Með því hafa þeir auðgað íslenskt menning- arlíf, eflt tengsl þess við það besta sem veröldin hefur upp á að bjóða á tónlistarsviðinu. Jón Þ. Þór I hátíðarbúningi BÆKUR G u fi f r æ ð i HELGAKVER Inngangur: Einar Sigurbjörnsson. Ritstjóri: Vilhjálmur Árnason. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. títgefandi: Hið íslenzka bók- menntafélag. HELGAKVER (Kristilegur barnalærdómur eftir lúterskri kenn- ingu) birtist hér í viðhafnarútgáfu, í engu til sparað, því hún er helguð 1000 ára kristnihátíð á íslandi. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor rit- ar formála, safnar saman af mikilli elju fróðleik, og segir frá á skýru máli tilraunum kirkjunnar manna, til þess að fræða börn um hina sönnu kenning. Allt frá fyrstu tilraunum Guð- brands Þorlákssonar um sanna upp- fræðslu (1586) til okkar daga hafa prestar reynt að innræta söfnuðum sínum „rétta“ trú og góða siðu. Auð- vitað með misjöfnum ái'angri, því ekki er öllum gefið að tjá lærdóm sinn, enda hann æði misjafn, og á eg þar ekki við skólastimpluð blöð í vasa, heldur lífsins þroska. Nú, ekki skal því heldur gleymt, að guðdóm- urinn birtist mönnum ekki á einn veg, heldur marga. Því varð yfirvöld- um snemma kappsmál, að lögfesta SINN skilning. I Danmörku skeði það 1736 og 5 árum síðar hér. Eftir kauðskar tilraunir til að gera danskt íslenzkt fékk dr. Pétur biskup Pét- ursson (1866-89) Helga prestaskóla- kennara Hálfdánarson til þess að rita kver fyrir börn. 1877 rétti Helgi verk sitt fram. Biskupi þótti óráð að sleppa fræðum Lúthers (Hinum minni) úr slíkri bók, og var því kverið endurbætt og sent á markað á ný ár- ið eftir. Yfir þessu kveri hefir margt barnstárið fallið, því hart var eftir utanaðlærdómi gengið. Sumum börnum veittist þetta auðvelt, öðrum örðugt, þeim var hreinlega ýtt í minnimáttardilkinn, ýtt á tossabekk- inn, svo mörgum þótti dyrum kirkju og himna væri fyrir þeim lokað. í starfi mínu kynntist eg slíku fólki, bæði þeim, er þuldu fræðin tugum ára eftir að þau kvöddu prest sinn við fermingarmessuna, líka hinum sem töldu presta stunda óskiljanleg- an himnavaðal. Eftir slíka reynslu voru sálartetrin með sár, er seint „gi'éru", sum aldrei, í þessari jarð- vist. Því var eg Ásgeiri Ásgeirssyni, síðar forseta, þakklátur, að hann kveikti mönnum efa um óskeikul- leika Helgakversins. Dr. Einar nefn- ir, í formála, útgefnar tilraunir manna til að gera börnum trúarlær- dóminn aðgengilegri, en eg sakna í þeirri upptalningu fermingarkvers séra Páls Pálssonar, er út kom 1990. En snúum aftur að Helgakveri. Víst er það lúterskt, samið í þeirri vissu, að aðeins Lúther einn hafi skilið guðdóminn rétt, þrjár kirkju- deildir aðrar að vísu ná hálfsannleik, hinar allar villutrú. Kenningin er, að hér í heimi takast líf og dauði á um mannskepnuna, og ógnvekjandi er myrkrið, gæti maðurinn þess ekki, með guðs hjálp, að deyða hið synd- uga eðli, sem hann fæðist með. Af lærdómi miklum, á þessari kenning, semur Helgi kver sitt, syndugum börnum til hjálpar, styður af mikilli fimi með tilvitnunum í Ritninguna. Hann skiptir kverinu í tvennt, 12 fyrstu kaflarnir eru um trúarlær- dóminn, 6 næstu um siðalærdóminn. Knöpp og tyrfin er framsetningin, fremur við hæfi fullorðinna en barna, skil því ekki þá fullyrðingu, í for- mála, að framsetningin sé ljóðræn. Oftast er stafsetning höfundar færð til nýs ritháttar, þó ekki alltaf, til dæmis er ævi rituð með gamalli stafsetningu. Mjög er vandað til prófarkarlest- urs, og alls prentverks, þó kann eg aldrei við skipting orða milli lína, eins og setningarforrit bókar leikur sum orð (t.d. ev-angelíum (132); los- ar (133)). Slíkar aðfinnslur eru nart aðeins. Kverið er frábær heimild um til- raunir kristinnar kirkju til að bæta mann og heim. Hafi því Ái'ni Svanur Daníelsson, cand.theol., hvatamaður útgáfunnar, dr. Einar, Vilhjálmur og lið þeirra allt þökk fyrir alúðina við að rétta okkur Helgakver betur búið og aðgengilegra en nokkru sinni fyrr. „Álagadýr" Einars Más frá 1997 í grískan marmara eru á meðal um fjörutíu höggmynda á sýningunni í Ljósaklifi. Steinskúlptúrar í Ljósaklifi SOLUSYNING verður opnuð á höggmyndum Susanne Christensen og Einars Más Guðvarðarsonar í sýningarrými Ljósaklifurs í Hafnar- firði á morgun, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru um fjörutíu verk í ýmsar steintegundir sem þau hafa gert á síðastliðnum sjö árum. Susanne og Einar Már hafa haidið fjölda sýninga, unnið stór útiverk í stein og eru verk eftir þau í eigu safna, bæjarfélaga og fyrirtækja hérlendis og erlendis. Einar Már er nýkominn heim eftir þriggja inán- aða starfsdvöl erlendis, þar sem hann vann m.a. stór útiverk í stein í Danmörku og Finnlandi. OIl verkin eru til sölu og geta væntanlegir kaupendur farið með verkin strax og kaup eru frágengin, en sýningin er m.a. haldm til að fjár- magna áframhaldandi framkvæmd- ir í Ljósaklifi, vettvangi fyrir skúlpt- úr og umhverfislist. Yfir sumartímann bjóða Susanne og Einar Már framsæknum og við- urkenndum erlendum og innlendum listamönnum að vinna og sýna verk í sýningarrýminu, sem eru unnin út frá og í tengslum við vemdað hraun- svæðið umhverfis Ljósaklif, þar sem þau búa einnig og hafa vinnustofu. Síðastliðið sumar sýndu Steina Vasulka og Halldór Asgeirsson slík verk, auk þess sem japanski skúlpt- úristinn Keizo Ushio vann þar skúlptúr í íslenskan grástein sam- tímis og hann sýndi steinskúlptúra í Hafnarborg. Vinna hans og sýning var hluti af verkefninu Japanskir Iistamenn og listviðburðir, sem var á dagskrá M-2000 og Susanne og Ein- ar Már voru í forsvari fyrir. Næsta sumar em væntanleg í Ljósaklif Hreinn Friðfinnsson, franski myndlistarmaðurinn Paul- Armand Gette og bandaríski vídeó- Iistamaðurinn Gary Hill ásamt gjörningalistamanninum Pauline Wallenberg. Sölusýning Susanne og Einars Más stendur til 20. desember og er opin virka daga kl. 16-19 og á laug- ardögum og sumiudögum kl. 14-18 eða eftir samkomulagi í síma 555 0535. Aðgangur að sýningunni jafnt og öðrum sýningum í Ljósaklifi er ókeypis. Leiðin að Ljósaklifi liggur vestur Heijólfsgötu sé komið frá miðbæ Ilafnarfjarðar en suður Herjólfs- braut sé komið frá Álftanesvegi. Leiðarvísir og nánari upplýsingar um Ljósaklif em á heimasíðunni www.lightcliff-art.is Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Saga stjörnu- merkjanna eftir IHuga Jökulsson. í fréttatilkynningu segir: „Flestir þekkja nöfn stjörnumerkjanna sem teljast til dýrahringsins en færri vita hvemig þau urðu til. Hver var Hrút- urinn í raun og veru, eða Tvíburam- ir? Af hverju búa Krabbinn og Ljónið í himinhvolfinu. Hver var eiginlega Meyjan í lausgirtri veröld grískrai' goðafræði? Einstaklega skemmtilegar frá- sagnir um losta, ágirnd og öfundsýki hinna grísku guða en heimskupör þeirra leiddu til þess að stjörnu- merkin tólf festust á himninum. Illugi Jökulsson segir frá af sinni alkunnu snilld og leiftrandi kímnigáfu." Útgefandi er JPV forlag. Bókin er 113 bls., prentuð í Danmörku. Soffía frænka hannaði bók ogkápu. Leiðbeinandi verð: 2.680 krónur. Sig. Haukur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.