Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 38

Morgunblaðið - 17.11.2000, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ' -r, J§ji ■ -".l:. 't3 Morgunblaðió/Golli Morgunblaðið/Golli „Norsk Hydro hefur komið ár sinni ágæt- lega fyrir borð hér á landi. Þeir hafa tekið island frá fyrir sig i bili og virðast ekki órólegir yfir þvi hvort farið verði af stað í framkvæmdir fyrr eða síðar. Á meðan hafa þeir landið frátekið og orkuna líka. Þeir eru vísast býsna sáttir.“ grímsson kom með afar óprúttnum hætti með álver í föðurhendi til Austfirðinga rétt fyrir al- þingiskosningar 1995, varað menn við að gína við þessari flugu að óathuguðu máli,“ segir Steingrímur J. Sigfússon hins vegar. „Menn hefðu átt að vera reynslunni ríkari eftir öll þau ár sem Eyfirðingar þurftu að bíða eftir stóriðjunni sem aldrei kom, að láta þetta ekki raska ró sinni og draga úr sér kraft gagn- vart baráttunni á öðrum vígstöðvum." Steingrímur segir að sú verði einmitt raunin, vegna þess hvemig mál hafi verið matreidd af hálfu stjómvalda. „Þetta hefur verið sett fram þannig að nán- ast eina bjargráðið fyrir áframhaldandi byggð á Austurlandi sé að fá þangað álver. Eg hef kallað þessu stefnu álver eða dauða,“ segir hann. „Afleiðingamar em eðlilega að menn vilja trúa því að þarna sé bjargræði á ferðinni og beina sjónum að því og nánast engu öðm. Þeim mun meira verði áfallið gangi það ekki eftir. Við þessu hef ég sterklega varað og raunar óttast allan tímann að þegar upp verður staðið verði þetta Austfirðingum og baráttumönnum þar í byggðalegu tilliti til stórkostlegs tjóns en ekki góðs. í raun og vera hefur þannig verið í pott- inn búið í þessu máli, að á hvorn veginn sem fer óttast ég að verði Austfirðingum til lítillar blessunar, enda hef ég enga trú á því að álver yrði sú lyftistöng í atvinnulegu tilliti sem menn hafa viljað vera láta. Komi það hins vegar ekki er það dæmt til að verða miidll áfall.“ Halldór segist á hinn bóginn aldrei hafa talið eftir sér að leggja mikið undir í stjórnmálunum. „Ég tel mig oft hafa lagt mikið undir í stjóm- málum og ég hef aldrei séð eftir því. Ég hef stundum orðið fyrir áföllum og vonbrigðum, en það hefur ekkert stoppað mig í að hugsa um það sem mér finnst skipta miklu máli fyrir framtíðina," segir hann. Gjaldþrota byggðastefna Össur Skarphéðinsson segist telja að byggðastefna stjómvalda sé í raun gjaldþrota. Hann hafi endanlega sannfærst um það á hringferð sinni um landið fyrir skemmstu. „Það er gjaldþrota byggðastefna sem gengur út á að bjarga öllu með einu álveri. Ég hef sterka samúð með Austfirðingum vegna þess að mér fmnst sem þeir hafi verið dregnir á asnaeymnum af stjómvöldum í þessu máli. Þeim var lofað álveri sem alls óvíst var að kæmi og kom síðan ekki. Það er ekkert hægt að segja um þær fyrirætlanir sem nú era uppi, en Ijóst er að Norðmenn draga mjög lappimar. Það er engum blöðum um það að fletta.“ Hann telur að stjórnvöld verði með einhverj- um hætti að koma til móts við Austfirðinga í byggðamálunum í ljósi þess hvernig þau hafi komið fram í stóriðjumálunum. „Ég hef að undanfömu þvælst um landið og séð á mörgum stöðum, jafnvel þeim smæstu, vísi að hátæknifyrirtæki. í þessum fyrirtækjum er fólk á öllum aldri, ekki síst ungt fólk, brim- andi af hugmyndum um frekari framleiðslu og með ótrúlega góðar viskiptahugmyndir. Það sem vantar er að hægt sé að fá þjónustu ijós- leiðarans á skaplegu verði. Að mínu mati snýst nútímaleg byggðastefna einmitt um þetta, að gera atvinnulífið fjölbreyttara og skapa um- hverfi sem dregur menntafólkið út á land. Þar skiptir ljósleiðarinn öllu máli.“ Éins og áður hefur verið vikið að hér í þess- um greinaflokki blandast breytingar á kjör- dæmaskipan inn í þessi mál með athyglisverð- um hætti. Þannig verður til nýtt norðausturkjördæmi úr því sem áður vora Austurlandskjördæmi og Norðurland eystra. Halldór Ásgrímsson, sem verið hefur fyrsti þingmaður Austurlands um árabil, tilheyrir ekki sínu gamla kjördæmi eftir breytingamar, því heimabær hans, Höfn í Hornafirði, fellur undir hið nýja suðurkjördæmi, sem nær allt fram á Reykjanesið. Því hefur verið fleygt að þessar breytingar tengist á einhvern hátt þeim væringum sem verið hafa á Austurlandi vegna stóriðjumálsins. „Þetta mál kemur því ekkert við,“ segir Hall- dór hins vegar. „Ég er ekki með neitt slíkt í huga þegar ég berst fyrir þessum málum og ég tel þetta mál vera miklu stærra en svo að það varði aðeins Austurland." Halldór vill hins vegar ekkert upplýsa um áform sín í ljósi umræddrar breytingar. Hyggst hann bjóða sig fram í suðurkjördæm- inu, þar sem hann þarf að kynnast nýjum kjós- endum, eða fer hann fram í nýju norðaustur- kjördæmi, þar sem hann er mun staðkunnugri? Hyggst hann ef til vill fara fram í Reykjavík í næstu kosningum, eins og margir hafa spáð? „Halldór á eftir að gefa út yfirlýsingu um þessi mál, en það væri auðvitað ákjósanlegt að hann gerði það sem fyrst,“ segir Þorvaldur. Við blasir því sú staða að Valgerður Sverris- dóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, verði leiðtogi Framsóknarflokksins í hinu nýja kjör- dæmi, þar sem hún var fyrsti maður flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. „Valgerður hefur áunnið sér traust okkar með framgöngu sinni. Eins og við unnum þétt við bakið á Finni Ingólfssyni geram við þáð nú með Valgerði. Hún er landsbyggðarþingmaður og er nú komin í þetta kjördæmi og hefur látið til sín taka í stóriðjumálunum. Mér þykir raun- ar sem hún eigi sérstakan heiður skilinn fyrir það hversu upplýstum hún hefur haldið okkur Austfirðingum í þessu máli,“ segir Þorvaldur Jóhannsson. Hann bætir því við að fari svo, sem margir spái, að Halldór Asgrímsson færi sig um set til höfuðborgarinnar, sýnist honum einsýnt að iðn- aðarráðherra verði efstur á lista flokksins í næstu kosningum. Hverjir eru á undan í röðinni? Jóhannes Nordal sagði í Morgunblaðinu á dögunum að hann teldi nánast siðferðilega kvöð stjórnvalda að gefa Norðuráli kost á að stækka álverið á Grundartanga og það sem fyrst. Steingrímur J. Sigfússon tekur undir þetta, enda segir hann að samningar séu í gildi og vandséð sé hvernig megi túlka þá með öðram hætti. „Mér sýnist að stjórnvöld séu hér í miklum vanda. í þessu tilfelli liggja fyrir tilteknar stækkunarheimildir og fyrirtækið er þar á ofan að fara fram á aukningu á þeim. Norðurál er í fullum rekstri og á auðvitað rétt á að fá einhver efnisleg svör. Það sýnir auðvitað best hversu mikið óðagot- ið hefur verið í þessum málum, að menn hafa ekkert hugað að þáttum sem þessum og fengið mönnum í hendur óútfylltar ávísanir út á stækkunarmöguleika á stóriðju. Ekki síst þeg- ar verið var á sama tíma í viðræðum við aðra aðila um stórfelldar framkvæmdir annars stað- ar á landinu. Nú vakna menn upp við þann vonda draum að líklega sé þetta fullmikið af því góða. Stjórnvöld hafa haft hér opið hús fyrir alla þá erlendu stóriðju sem hingað hefur viljað koma. Þetta hefur ekki takmarkast af einhverri meðvitaðri og yfirvegaðri stefnu stjórnvalda, heldur tilviljunarkennt og ráðist af áhuga út- lendinga. Þetta er þvílíkt metnaðar- og meðvit- undarleysi í jafnafdrifaríkum stórmálum að engu tali tekur,“ segir hann. Hann telur líklegt að Norðurál fái að stækka sína verksmiðju, en hefur meiri efasemdir um framkvæmdirnar fyrir austan. „Það skyldi þó ekki fara svo? Það yrði háðu- legt ef sú yrði niðurstaðan að lokum og skrítið að enginn skuli hafa spurt að því í þessari um- ræðu allri hvers vegna Norðurál reisti ekki ál- ver á Austurlandi á sínum tíma. Þyrftu ekki þau stjórnvöld sem réðu því að svara þeirri spum- ingu? Hvers vegna mundu menn ekki eftir Austfjörðum þá?“ Steingrímur segir að lengi hafi verið Ijóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki lagst á stór- iðjumálin með sama offorsi og Framsóknar- flokkurinn. „Það er ekkert nýtt og kom greinilega í ljós í Eyjabakkamálinu í fyrrahaust. Það varð til þess að Framsóknarflokkurinn fór af stað með hina undarlegu þingsályktunartillögu um þau mál, sem varð að lokum myllusteinn um þeirra eigin háls. Þeir sem þekkja til á bak við tjöldin í pólítíkinni að megintilgangurinn með því var að binda íhaldið með í málinu og gera það sam- sekt. Það reyndist hins vegar mjög mislukkuð aðgerð; stjórnarandstaðan fékk tækifæri til málflutnings og kostaði á endanum Finn Ing- ólfsson sitt pólítíska líf. Sjálfstæðisflokkurinn hafði efasemdir þá og mér sýnist að aftur sé tekið að gæta tortryggni í þeirra röðum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.