Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.11.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 41 FJÖLMIÐLUN Shaw hættir hjá CNN BANDARISKA sjdnvarpsstöðin CNN hefur skýrt frá því að frétta- þulurinn Bernard Shaw, sem hef- ur starfað hjá stöðinni frá upphafi hennar fyrir um tveim áratugum, muni hætta á næsta ári. Shaw er sextugur og segist nú vilja fá meiri tíma til að verja með fjölskyldu sinni og rita bæk- ur. Hefur hann m.a. í hyggju að skrifa sjálfsævisögu, skáldsögur og handbók fyrir fréttamenn. Hann hættir störfum 28. febrúar en mun áfram taka að sér einstök verkefni á skjánum. Ted Turner, stofnandi CNN, sagði að Shaw myndi „ávallt eiga sér samastað hjá CNN“. Shaw varð heimsþekktur er Shaw í fyrstu útsendingunni og svo við starfslok. hann var fréttamaður í Bagdad í ársbyrjun 1991, við upphaf Persa- flóastríðsins, og flutti áhorfendum sallarólegur fréttir sínar um leið og sprengjurnar féllu í grennd við hótelið þar sem hann hafði bæki- stöð. Hann starfaði hjá sjónvarps- stöðvunum CBS og ABC áður en hann fór til CNN og segir að margir af fyrrverandi vinnufélög- um hans hafi talið að um gönu- hlaup væri að ræða. En hann hafi sjálfur talið að ný víglína í sjón- varpsfréttum væri að verða til hjá stöðinni. Mál málanna í dag í blaðaheiminum ÞESSA dagana er í tísku hjá flestum að stilla upp eins konar „topp tíu“ lista yfir ögrandi við- fangsefni sem hinar ýmsu grein- ar þurfa að takast á við með til- liti til framgangs í hinni nýju fögru veröld. Slíkur listi er rétt- lættur með því að hann geti ver- ið notadrjúgt tæki til að draga fram hin stóru mál sem við blasa og ýta undir umræður um þau. Á fundi Alþjóðasamtaka dag- blaða í Ríó í sumar kynnti ráð- gjafahópurinn The Innovation International Media Consulting Group skýrslu sína þar sem ein- mitt er dreginn upp slíkur listi málefna sem forsvarsmenn dag- blaðaiðnaðarins telja standa upp úr samkvæmt könnun ráðgjafa- hópsins. Samkvæmt fréttabréfí samtakanna eru höfuðmálin þessi: Staðbundið efni: Dagblöð mega aldrei missa sjónar af þeirri staðreynd að þau eru „límið“ sem heldur hverju sam- félagi saman. Hæfileikar: Dagblöð verða að leita leiða til að hafa uppi á, ráða og halda í starfsmenn sem geta myndað ritstjórn í hæsta gæðaflokki, með hæfum stjórn- endum, samhliða því að allri skriffinnsku er rutt úr vegi. Áreiðanleiki: Smáblöð, staðar- og svæðisblöð ættu að keppa að áreiðanleika í fréttaflutningi og stefna að því að skapa sér sjálf- stæða rödd í líkingu við það sem stærri blöðin gera. Samhæfing: Fyrirtækin þurfa að taka á samskipta- og tengsla- leysi milli ritstjórnar og yfir- stjórnar. Blaðleysingjar: Ritstjórar og blaðamenn ættu að vera í betra sambandi við konur og ungt fólk. Tímaritum og ljósvaka- miðlum hefur tekist að höfða til þessa hóps; dagblöðin þurfa að tileinka sér það einnig. Rannsóknir og þróun: Of litlu fjármagni er varið til þessara sviða. Margmiðlun: í hinum nýja fjölmiðlaheimi er nauðsynlegt að samþætta netblaðamennsku og hefðbundna blaðamennsku. Andstaða við þessa hugsun leið- ir til tvíverknaðar og ofmann- aðra ritstjórna, og getur hindr- að hæfileikaríka blaðamenn í að ná tökum á stafrænni miðlun sem byggist jöfnum höndum á texta, mynd og hljóði. Snögglesning: Dagblöð ættu að íhuga að leita einföldunar í framsetningu og formi til að koma upplýsingum skilmerki- legar til lesenda. Plönun: Iðulega eru smærri og meðalstór blöð byggð upp með það fyrir augum fyrst og fremst að standast skilafresti (deadline); þau missa þannig af tækifærum til að greina og túlka atburði líðandi stundar. Sál: Utrýma þarf hálfvolgri og bragðlausri blaðamennsku sem megnar ekki að hreyfa við lesandanum, skemmta honum og koma honum til að hugsa. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA í Guomundur Rundlfssdn hf GUÐMUNDI RUNÓLFSSYNI HF. Mánudaginn 19. febrúar árið 2001 verða öll hlutabréf í Guðmundi Runólfssyni hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjómar Guðmundar Runólfssonar hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um raffæna eignarskráningu verðbréfa. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Guðmundar Runólfssonar hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hluta- skrár Guðmundar Runólfssonar hf., Sólvöllum 2, 350 Grundarfirði, eða í síma 430-3500. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá, sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknistofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hfi, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefúr engin áhrif á mögu- leika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reiknistofriun umsjón með eignarhlut sinum í félaginu með stofnun VS-reiknings til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Guðmundar Runólfssonar hf. HORIMSÓFAR HS._________, ________320__________ .__________275________. ________2M DAB0 ISLAND Pottþétt dekkl W - ÍÍCKO Wéef K> j* m m 11 C K m-\ V k,.... gn.,i ÞAÐ ER ALLT ORÐIÐ HVITT! DABO ISLAND Pottþétt dekkl Nú er vetur gengin í garð og tími til komin að setja vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bílkó færðu úrvals vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spólaðu ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 557 9110 eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði. BÍLKÓ EHF.- Bifreiðaþjónusta - Dekkjaverkstæði - Bílaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kópavogi ■ Simi SS7 9110 ■ Rouð gata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. OPIÐ 10-16 LAU. NEYÐARPJÓNUSTAN ALLTAF OPIN SÍMI800 4949.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.