Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 50

Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ ^ 50 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR EINAR ÁRNASON + Einar Árnason fæddist í Sjávar- borg á Akranesi 23. desember 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur við Hringbraut 8. nóv- ember síðastliðinn. Einar ólst upp á Akranesi og voru foreldrar hans Arni B. Sigurðsson, rak- , arameistari, f. 23. júlí 1895, d. 19. júní 1968, og k.h. Þóra Einarsdóttir Möller, húsfreyja, f. 20. júlí 1898, d. 7. júlí 1939. Einar var elst- ur ellefu systkina. Systkini Einars: Sigurður, framkvæmdasljóri, f. 24. júli 1923, d. 14. maf 1999; Þuríður húsfreyja, f. 24 mars 1925, d. 18. janúar 1989; Geirlaugur, hárskeri og síðar skrifstofustjóri, f. 24. ágúst 1926, d. 13. júlí 1981; Ámi Þór, vélvirki, f. 27. apríl 1930; Hreinn, málarameistari f. 30. ágúst 1931; Hallgrímur Viðar, húsasmíðameistari, f. 7. október 1936; Rut, verslunarmaður, f. 19. janúar 1939. Seinni kona Árna B. ^ Sigurðssonar var Viktoría Mark- úsdóttir. Dætur þeirra em: Mar- grét Ósk, ritari, f. 6. febrúar 1944; Svan- hvít, skrifstofumaður, f. 21. júní 1947, og Fjóla, myndlistar- kona, f. 31. mars 1956. Einar kvæntist hinn 14. júlí 1945 Sigríði Unni Bjamadóttur, f. 27. desember 1925. Hún er dóttir Bjarna Jónssonar frá Kletti í Reykholtsdal og Jó- hönnu Hallsdóttur frá Stóra-FIjóti í Biskups- tungum. Börn Einars og Sigríðar em: 1) Þóra, launafulltrúi, f. 24. júlí 1946, var gift Jóni Arasyni verktaka. Börn þeirra eru: a) Einar, tónlist- armaður, f. 2. janúar 1970, kvænt- ur Halldóru Jónsdóttur. Synir þeirra em Ásgrímur Ari og Jón Arnar. b) Sigríður Unnur, nemi, f. 27. mars 1976. Sambýlismaður, Ágúst Þór Jóhannsson. Núverandi eiginmaður Þóru er Ingjaldur Ásvaldsson, bifvélavirkjameistari. 2) Jóhanna, húsfreyja, f. 30. mars 1949, gift Páli Skúlasyni, pípulagningameistara. Böm þeirra eru: a) Helga, hárgreiðslu- meistari f. 15. janúar 1970. Sam- býlismaður, Valur Þór Einarsson. Synir þeirra eru Darri Már og Breki. b) Einar Árni, sjómaður, f. 17. júní 1972. Sambýliskona Lovísa Barðadóttir. Synir þeirra eru Páll Sindri og Hákon Ingi. c) Elísabet Ösp, nemi, f. 28 ágúst 1981. Unn- usti, Guðmundur Emilsson. 3) Sig- urður Már, fiskifræðingur, f. 28. desember 1955, kvæntur Önnu Steinsen, skrifstofumanni. Synir þeirra em a) Flosi Hrafn, f. 27. júní 1985, og b) Eggert Öra, f. 5. des- ember 1991. Synir Önnu eru a) Ragnar Már, hugbúnaðarfræðing- ur, f. 4. mai 1975, sambýliskona, Cecilia Larsson, og b) Friðrik Rafn, nemi, f. 6. janúar 1978. 4) Flosi, tónmenntakennari, f. 29 apríl 1961, kvæntur Kötlu Hallsdóttur, hárgreiðslumeistara. Börn þeirra eru: a) Ylfa, f. 4. sept- ember 1989, og b) Hallur, f. 1. maí 1993. Einar nam húsamálun hjá föður si'num og síðar Lárusi Árnasyni málarameistara og starfaði við þá iðn til starfsloka, 1991. Framan af sem sjálfstæður verktaki en frá 1970 hjá Sementsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi. Einar tók á yngri árum virkan þátt í íþróttum og spilaði m.a. knattspyrnu með ÍA um árabil. Á síðari árum starfaði Einar um skeið í Lionshreyfing- unni og síðar í frímúrarareglunni. Útfór Einars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn, það er erfitt að færa í orð þær hugsanir og tilfinn- ingar sem bærast í huga mér á stundu sem þessari. Er þú lagðist inn á sjúkrahús fyrir skömmu grun- aði engan að þú ættir svo stutt eftir sem svo í raun reyndist. Hins vegar kom þó fljótlega í ljós að veikindi þín voru alvarlegri en í fyrstu var talið og nánustu aðstandendum var tjáð að þú ættir ekki langt eftir. Því átt- um við þess kost að sitja hjá þér síð- ustu stundir ævi þinnar og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess. Það kom berlega í ljós við þessar aðstæður hve einstakur maður þú varst. Þó svo þú vissir örugglega að hverju stefndi, reyndir þú að slá á létta strengi og játaðir aldrei að þú fyndir nokkurs staðar til og jákvæðnin skein úr augum þínum allt til síðustu stundar. Er við sátum hjá þér, systkinin og mamma, streymdu fram ýmsar minningar um þær stundir er við áttum saman. Fyrstar koma að sjálfsögðu upp í hugann allar veiðiferðimar sem við fórum saman. Laxveiðamar voru þitt stærsta áhugamál og smitaðist ég snemma af þeirri bakteríu. Þú kenndir mér handtökin, hvemig ætti að lesa veiðistaðina og síðast en ekki síst að umgangast náttúmna af virð- ingu. Einnig uppgötvaði ég það síð- ar, er ég fór að hugsa um það, að þú innprentaðir mér sjálfstæði og tókst alls ekki fram fyrir hendumar á mér, þó svo ég gerði einhveijar vitleysur, heldur vildir þú að ég ynni úr hlutun- um sjálfur. Eg man hvað þú varst glaður þegar ég landaði mínum fyrsta laxi úr veiðistað sem heitir Eggert við Haukadalsá. Þú kysstir mig rembingskoss og hvattir mig til frekari dáða. Þeir urðu svo ófáir lax- amir sem við veiddum saman, ýmist við Haukadalsá, Fáskrúð eða Flekkudalsá. Ég man glöggt hvenær þú veiddir þína síðustu laxa. Við vor- um þá í Fáskrúð ásamt Kötlu, Halla bróður þínum og Árna Þór, syni hans. Þetta var í júlí 1989 og það var ekki mikið að gerast. Þú varst orðinn slæmur til gangs og því fór ég á milli veiðistaða og kannaði aðstæður. Við Laxhyl setti ég í lax og fór samstundis upp í bíl og sagði þér að koma til að renna. Þú lést þig hafa það að ganga drjúgan spöl og viti menn. Þú settir í þrjá laxa í röð og ég gleymi seint gleðisvipnum á andliti þínu er þú hafðir landað þeim öllum. Ferðir okkar urðu svo endalaus upp- spretta umræðna er við hittumst í seinni tíð. Það leiðir einnig hugann að því hversu góður sögumaður þú varst og það var alltaf jafngaman að heyra þig segja frá laxveiðum eða bara alls kyns sögur af fólki sem þú kunnir ógrynni af. Vegna vinnu þinnar varstu mikið að heiman þegar ég var barn en það var alltaf tilhlökkunarefni er þú komst heim því þá færðirðu mér gjarnan einhverjar gjafir. Þegar þú svo varst farinn að stunda vinnu þína við Sementsverksmiðjuna var ég farinn að nálgast unglingsárin. Þá man ég að þú vaktir mig oft á laugar- dagsmorgnum með heitum snúð sem þú hafðir sótt í bakaríið og færðir mér á bakka ásamt ískaldri mjólk. Notalegra gat það ekki verið. Fótboltinn átti einnig hug þinn all- an. Sjálfur spilaðir þú með Skaga- mönnum á fyrstu árum knattspyrn- unnar á Akranesi og fylgdist grannt með gengi þinna manna allt fram á síðasta dag. Það var þér einnig mikil ánægja að fylgjast með okkur strák- unum í fótboltanum og síðar barna- og barnabarnabörnum. Það var einnig frábært að vinna með þér í málningunni á sumrin og var þá alltaf slegið á létta strengi og sögur sagðar í tíma og ótíma. Þegar ég hugsa til baka var það jákvæðni þín og trúin á hið góða í samferða- fólki þínu sem var þitt leiðarljós og þú tókst ekki þátt í því að tala illa um nokkum mann. Þú lifðir fyrir fjöl- skyldu þína og hafðir yndi af barna- og barnabarnabörnum þínum. Varst alltaf til í að spila við þau og spurðir reglulega hvort þau vildu ekki nammi eða ís. Þannig er minning mín um þig og ég gæti haldið enda- laust áfram að rifja upp hluti sem áttu sér stað bæði í æsku og á síðari árum sem sýna hversu vænt þér þótti um fjölskyldu þína. En hér læt ég staðar numið og ætla að geyma þær hugsanir fyrir sjálfan mig. Elsku mamma, systkini og nán- ustu ættingjar. Ég veit að við mun- um öll standa saman í að lina þá sorg sem fylgir fráfalli pabba. Vertu sæll, elsku pabbi minn, hvíl í friði, minn- ing þín lifir. Þinn Flosi. Aðventan nálgast og skuggar skammdegissólarinnar lengjast dag frá degi. Okkur kristnum mönnum er aðventan tákn þess að jólahátíðin er í nánd. Við hlökkum til þessarar hátíðar ljóss og friðar sem léttir af okkur oki hversdagsins og gerir okk- ur kleift að líta björtum augum fram á veginn til hækkandi sólar. í æsku var okkur systrunum aðventan ekki einungis biðtími jólanna heldur líka undanfari afmælis pabba og mömmu. Þorláksmessan, afmælis- dagur pabba, var okkur alltaf vissa þess að jólin væru að nálgast. A af- mælisdaginn hans, þegar þulurinn í útvarpinu byrjaði að lesa jólakveðjur til allra landsmanna, vissum við systkinin að jólin voru að koma. En nú verður Þorláksmessan ekki söm hjá okkur en góðar minningar lifa. Þegar pabbi veiktist fyrir rúm- um þremur vikum grunaði okkur ekki hve hratt veikindi hans myndu ganga fram. Hann hafði aldrei kvart- að, - það var ekki hans stfll. Já- kvæðnin og æðruleysið var alltaf í fýrirrúmi, allt til síðustu stundar. Við fjölskylda hans áttum þess kost að fá að sitja við rúm hans síð- ustu dægrin. Það var okkur mjög mikils virði. Við þökkum læknum og hjúkrunarfólki frábæra aðhlynningu og umburðarlyndi við setu okkar aðstandenda. Við vitum ekki hvort það er al- gengt að finna þörf hjá sér til að skrifa minningarorð um föður sinn en fyrir okkur er þetta síðbúin kveðja, upprifjun á minningum um ástkæran föður og vin, minningar sem ekki hafa sagnfræðilegt gildi en eru okkur ómetanlega mikils virði. Pabbi hafði brennandi áhuga á samferðafólkinu og var alveg sér- staklega laginn að kalla fram það góða í mönnum og fá þá til að spjalla og segja af einlægni frá sér og sín- um. Hann hafði lifandi áhuga á fólki og öllu því sem var að gerast í um- hverfi hans. Til síðustu stundar lifði hann sig inn í það sem var að gerast hjá börnum sínum og barnabörnum, sagði frá og hreifst yfir verkum þeirra, námi og velgengni. Um sína heilsu og líðan hafði hann ekki jafn- gaman af að tala. Hins vegar hafði hann gaman af að segja sögur frá þvi liðna, af því sem hann upplifði í æsku, eða síðar á lífshlaupinu, enda var hann góður sögumaður og húm- oristi. Okkur er efst í huga þakklæti fyr- ir að hafa alist upp á góðu heimili og eignast góða foreldra og þar átti pabbi sinn stóra þátt. Þegar við lít- um til baka er okkur ekki grunlaust um að það hafi ekki verið hans sterka hlið að taka fostum tökum á því neikvæða í fari okkar. Þar varð mamma oftast að koma að málum. En hann var duglegur við að hvetja okkur og hrósa þegar við gerðum eitthvað vel. Okkur em minnisstæð- ar stundimar sem hann fór út að keyra með okkur systurnar litlar, til þess að mamma hefði næði við ýmis heimilisstörf. Við fórum þá gjaman niður á bryggju til að skoða bátana eða fá í soðið. Marga sunnudags- morgnana ókum við kringum Akra- . ELÍN RANNVEIG HALLDÓRSDÓTTIR + Elín Rannveig Halldórsdóttir var fædd á Isafirði 4. apríl 1946. Hún lést á Landspitalanum við Hringbraut 7. nóv- ember. Hún var dótt- ir hjónanna Krist- jönu Halldórsdóttur, f. 17.9. 1927, og Hall- dórs Gestssonar f. 5.9. 1925, d. 30.3. 1976. Hún var ein af sjö bömum þeirra » hjóna. Systkini Elín- ar era: Jóna, f. 4.4. 1946, gift Erlingi Runólfssyni og eiga þau fjögur böm; Ásgeir, f. 7.12.1947, kvænt- ur Erlu Jónsdóttur og eiga þau fjóra syni; Gestur, f. 21.5. 1950. Fyrri kona Margrét Jónsdóttir og eiga þau þijú böm, þau skildu. Seinni kona Ingibjörg Ágústsdótt- ir og eiga þau einn son; Halldór, f. 31.1. 1952, kvæntur Guðmundu Jensdóttur, og eiga þau eina dótt- ur og fósturson; Sturla, f. 10.2. 1955, kvæntur Bryndísi Kjartans- dóttur og eiga þau fjögur böm; Ingibjörg, f. 1.6. 1961, gift Ólafi Petersen og eiga þau þrjú böm. Elín Rannveig giftist 6.6. 1964 Sigurði Guðjónssyni, f. 1.3. 1943. Þau skildu. Þau eignuð- ust sex börn og em fimm þeirra á lífi. 1) Guðjón Páll, f. 15.5. 1964, sambýliskona Elsa Magnúsdóttir. Hann á þrjú böm. 2) Svanhvít Anna, f. 19.10. 1965. Hún á þijú böm. 3) Sólveig Vilborg, f. 1.4. 1967, gift Jens-Peter Lar- sen og eiga þau þijú böm. 4) Stúlka, f. 9.12. 1972, d. 9.12. 1972. 5) Kristjana Dóra, f. 13.11. 1978. Sambýlismaður Geir Atle Gussiás. Þau eiga eina dóttur. 6) Ingv;u-, f. 31.1.1980. Unnusta Sig- urást Heiða Sigurðardóttir. Elín Rannveig ólst upp hjá for- eldmm sínum á ísafirði til 1964 og átti eftir það heima í Reykjavík. Elín Rannveig giftist 4.1. 1992 eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðna Auðunssyni, f. 4.10. 1951 fráÁsgarði í Landbroti. Útför Elínar Rannveigar fer fram frá Fella- og Hóiakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku bamið mitt. Mig langar til að kveðja þig með þessum versum. Þú varst elst ásamt ^tvíburasystur þinni í mínum stóra hópi og sú fyrsta sem kveður. Nú tekur pabbi þig í faðminn sinn, elsk- an mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví að laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnu aðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfín úr heimi, égWttiþigekkiumhríð, þín minning er Ijós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Þín mamma. í faðmi fjalia blárra þar freyðir aldan köld ísölumhamrahárra áhuldangóðavöid semlæturblysinblika um bládimm klettaskörð er kvöldsms geislar kvika og kyssa ísafjörð. (Guðmundur Guðmundsson.) Þetta kvæði er mér efst í huga nú þegar ég kveð systur mína. Það minnir mig á æskustöðvar okkar á ísafirði en þangað reikar hugur minn nú. Hún flutti ung að heiman til Reykjavíkur að skólagöngu sinni lokinni ásamt Jónu tvíburasystur sinni og höfðu þær aðsetur hjá ömmu okkar og afa á Langholtsveg- inum. Hún vann við ýmis störf í gegnum tíðina ásamt því að sjá um heimili sitt og ala upp börn sín. Aðstæður okkar höguðu því þann- ig að leiðir okkar skildu þar sem hún flutti til Reykjayíkur og síðar for- eldrar okkar en ég varð eftir á ísa- firði og ólst upp hjá fósturfoður mín- um. Við héldum þó alltaf góðu sambandi símleiðis eða með heim- sóknum þegar ég átti leið til Reykja- víkur eða hún til ísafjarðar. Avallt var hún fús að passa börn mín þegar ég þurfti á því að halda. Örlögin ollu því að samskipti okkar jukust mikið undanfarna mánuði með heimsókn- um og símtölum. Systir mín var glaðlynd mann- eskja að eðlisfari þó svo að lífið hafi oft verið henni þrautaganga. Það er rúmt ár síðan hún greindist með þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli eftir hetjulega baráttu. Þrátt fyrir að henni hefði ekki verið ætlaður langur tími á meðal okkar eftir að hún greindist var hún ávallt ákveðin í að beijast. Hún kvartaði aldrei en hvatti í staðinn aðra til dáða. Fyrir tæpum 10 árum kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðna Auðunssyni. Með honum átti hún góð ár og sýndi hann henni ætíð umhyggju og hlýju. Margar ferðir fóru þau á hans æskuslóðir austur að Klaustri. Á leið úr einni af síðustu heimsóknum sínum þangað kom hún við á heimili mínu á Selfossi. Þá skynjaði ég hversu ánægjulegar þessar ferðir voru henni auk þess sem hún hafði oft orð á því hversu hlýjar móttökur hún fékk hjá ætt- ingjum eiginmanns síns. Síðustu ferð sína á æskuslóðimar fór hún í maí síðastliðnum til þess að halda upp á 40 ára fermingarafmæli sitt ásamt fermingarsystkinum sín- um. Sú ferð var henni afar mikils virði og hafði hún orð á því hvað henni hefði þótt vænt um þessa ferð, ekki síst vegna þess hversu vel tekið var á móti henni á heimili frænku hennar og eiginmanns hennar, þeirra Diddu Annasar og Ómars Ellertssonar. Vil ég þakka þeim fyrir þann stóra þátt sem þau áttu í að gera hennar síðustu ferð sína á æskuslóðimar svo eftirminnilega. Að endingu vil ég votta eigin- manni hennar, bömum, bamabörn- um og tengdabömum samúð mína. Að auki vil ég þakka móður minni, sambýlismanni hennar og systkinum mínum þá miklu umhyggju sem þau sýndu henni í veikindum hennar. Gestur Halldérsson. í dag verður borin til grafar mín uppáhalds og kærasta frænka, hún Elín Rannveig Halldórsdóttir. Hún Ella mín var ekki bara frænka mín. Hún var tvíburasystir móður minnar og óaðskiljanlegur hluti hennar. Ég hef alist upp við mikið samneyti milli foreldra minna og fjölskyldu Ellu. Þær systur hafa haft samband nær því daglega frá því ég man eftir mér. Þannig varð hún Ella mín „hin mamrnan" í uppeldi mínu. Oft á tíð- um hefur það komið sér vel að eiga tvær mömmur. Það var gott þegar mig langaði til að fara sem au-pair til Bandaríkjanna, þá var móðir mín ekki par hrifin af því. Þá spurði ég bara Ellu mína og henni leist ágæt- lega á áformin og hvatti mig til þess að fara. Einnig var mjög gott að eiga tvær mömmur þegar vel gekk hjá mér, til dæmis ef vel gekk í prófum, átti ég tvær mömmur sem hrósuðu mér. Ella átti alltaf auðvelt með að sýna hrós sitt. I dag bý ég á Isafirði, í heimabæ þeirra. Þar finn ég glöggt hve nánar þær voru því nöfnin .EUa og Jóna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.