Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 66

Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 66
36 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tvöfaldur sumartími? NÚ liggur fyrir Al- þingi, einu sinni enn, frumvarp um breyttan tímareikning á ís- landi. Þetta frumvarp hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í þinginu, vegna þess að það býður á ný upp á hringl fram og til baka með klukkuna, eins og ríkti frá byrj- un seinna stríðs fram til 1968, en mikið hafði verið deilt um þessar breytingar og var þvf sumartíminn (Greenwich-meðaltím- inn) fastsettur allt árið frá 1968, sem lausn til sátta og hefur sæmi- legur friður ríkt um málið síðan. Nú er hins vegar einu sinni enn blásið í herlúðrana á Alþingi og gæti svo farið að við sætum uppi með tvöfaldan sumartíma í fram- tíðinni, sem sumir hafa nefnt sum- arsumartíma. Þetta bitnar verst á fólki, sem býr hér á höfuðborgar- r svæðinu og þeim sem búa fyrir vestan tuttugustu og aðra lengdar- gráðuna. Það kann að hljóma und- arlega að þegar fólk á höfuðborg- arsvæðinu er að borða hádegismatinn kl. 12.00 er sól- klukkan eða líkamsklukkan, eins og sumir kalla hana, aðeins um 10.30 að morgni. Þegar fólk er að mæta í vinnuna klukkan 8.00 f.h. er sólklukkan aðeins 6.30 f.h. Það þarf varla að minna á tengsl nátt- úrunnar, dýra, mannsins og sólar- innar, eins augljós og þau eru. Is- ' Iand telst til tímabeltisins sem miðað er við 15° vestlægrar lengd- ar og nær sjö og hálfa gráðu til vesturs og austur. Reykjavík er því á vesturmörkunum. Fjórir bæir á Vestfjörðum tilheyra tæknilega næsta belti fyrir vestan okkur, það eru: Isafjörður, Flat- eyri, Patreksfjörður og Bíldudalur. Sumartími var ekki notaður á tímabilinu 1918 til 1939, en hins vegar íslenzkur með- altími (vetrar tími), sem var einni klukku- stund á eftir meðal- tíma Greenwich. Mjög góðar upplýs- ingar er að finna um þessi mál í Almanaki Háskóla íslands í rit- stjórn Þorsteins Sæ- mundssonar stjarn- fræðings. Verði tvöfaldur sumartími tekinn upp hér á Islandi merkir það að fólk er að borða hádegismatinn sinn klukkan 9.30 að morgni eftir sólklukkunni. Skóla- börnin, sem eiga að mæta í skól- ann klukkan 8.00 að morgni, eru Klukkur Skólabörnin, sem eiga að mæta í skólann klukkan 8 að morgni, segir Skúli Skúiason, eru samkvæmt sólklukkunni að mæta klukkan 5.30. samkvæmt sólklukkunni að mæta klukkan 5.30 í allt of miklu myrkri, með tilheyrandi hættu á slysum í umferðinni. Þessi tímaskekkja set- ur greinilega mikið álag á fjöl- skyldurnar. Lítið er um vísindaleg rök í frumvarpinu, en það litla sem þar er virðist aðalflutningsmaður mis- skilja. Helstu rökin fyrir hugsan- legum ábata af því að vera nær Evrópu í tíma eru betri verslunar- tengsl við Mið-Evrópu-tímabeltið, þá aðallega Þýzkaland. Þetta yrði þá væntanlega á kostnað sam- Skúli Skúlason skipta okkar við Vesturheim, en þar höfum við löngum átt marga góða hauka í horni, verslunarlega, varnarlega og fjölskyldulega séð, því þar er mikill frændgarður Is- lendinga. Það væri slæmt mál að halla á þessi tengsl. Lítið er gert úr þeirri gagnrýni sem frumvarpið hefur hlotið úti í þjóðfélaginu og frá geðdeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss, aðeins er rekinn einsleitur áróður fyrir þessari breytingu. Ekki er minnst á fyrri atburðarás í tímareikningi á tuttugustu öldinni og er engu líkara en reynsla líðandi aldar sé aðalflutningsmanni að fullu óþekkt. Það þykir þó viturra manna ráð að reyna að læra af sögunni. Vil ég benda þeim sem eru nettengdir og áhuga hafa á að frumvarpið og ágæta gagnrýni á því er að finna á heimasíðu: http://julkb.vortex.is/ timamal.htm. í þessu samhengi öllu er athygl- isverð þróunin á afgreiðslutíma verslana síðustu áratugina, sem virðist hafa aðlagast smám saman tímaskekkjunni, miðað við hnatt- stöðu og sólklukku Reykjavíkur. Fjöldinn allur af verslunum er ekki opnaður fyrr en klukkan 10.00 f.h. (sóltími 8.30 f.h.) og sum- ar ekki fyrr en á hádegi (sóltími: 10.30 f.h.). Eðlilega er lítill ábati af því að halda verslun opinni á þeim tíma sem fólk kemur ekki í búðirn- ar. Auðvelt er að sjá fyrir sér áframhaldandi þróun til seinkunar afgreiðslutíma verslana ef farið verður út í tvöfaldan sumartíma. Einnig má reikna með að verka- lýðsfélögin fari að leggja meiri áherslu á sveigjanlegan vinnutíma, þannig að starfsfólk hafi eitthvert svigrúm með vinnutíma, þar sem því verður við komið, og jafnvel aukin frí og sólarlandaferðir um háveturinn. Eg vona að sem flestir hafi sam- band við þingmenn sína, skriflega eða munnlega, og mótmæli frum- varpinu, annars gæti þjóðin setið uppi með þessa afurð Alþingis næstu 30 árin. Þeir sem eru net- tengdir geta auðveldlega tengt sig inn á Alþingi og alþingismennina á http://www.althingi.is. Sendið þeim linu. Höfundur er verslunarmaður. Er stétt fram- haldsskólakenn- ara að deyja út? SKORTUR á kenn- urum með tilskilda menntun og kennslu- réttindi hefur1 lengi verið vandamál í grunnskólum. Þessi vandi er ekki lengur aðeins bundinn grunn- skólastiginu. Hann er að verða jafnmikill vandi í framhaldsskól- um. I haust gekk verr að fá kennara til starfa við framhaldsskólana en dæmi eru um áður. Ungt fólk er hætt að sækja sér menntun í þeim tilgangi að nýta hana til kennslu. Það neitar að vinna á þeim kjörum sem bjóðast í skólunum. Afleiðingin er sú að skólarnir geta illa eða ekki rækt Kennarar 40 prósent framhalds- skólakennara eru fímm- tugir og eldri, segir Helgi E. Helgason, og 77 prósent eru fertugir og eldri. það hlutverk sitt að mennta æsku- fólk í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í byrjun 21. aldarinnar. Iskyggilegt Það eru ekki aðeins krónur og aur- ar í vasa kennara sem eru að veði í yfírstandandi kjaradeilu. Framtíð menntunar í landinu er að veði. Finnist ekki viðunandi lausn á þeirri kröfu framhaldsskólakennara að leiðréttur verði sá munur sem orðinn er á launakjörum þeirra og annarra starfsmanna ríkisins með svipaða menntun og ábyrgð er ljóst að fjöldi kennara á besta starfsaldri gefst upp og ræður sig til annarra betur launaðra starfa. Stétt fram- haldsskólakennara er að blæða út. Eins og nú horfir verður þar engin nýliðun. Fleira fólk hverfur úr stéttinni á ári hverju en kemur nýtt inn í hana. Ald- ursdreifingin er væg- ast sagt ískyggileg. Aðeins 40 undir þrítugu Af 1.237 framhalds- skólakennurum, námsráðgjöfum og stjórnendum í framhaldsskólum öðr- um en skólameisturum eru aðeins 40 einstaklingar (3,23%) yngri en þrí- tugir. 243 einstaklingar (19,6%) eru á aldrinum 30-39 ára. Fjölmennasti hópurinn, 455 einstaklingar (36,8%), er á aldrinum 40-49 ára. 348 einstakl- ingar (28,13%) eru á aldrinum 50-59 ára. 151 einstaklingur (12,2%) er sextugur eða eldri. 77% yfir fertugu Með öðrum orðum: 40% fram- haldsskólakennara eru fimmtugir og eldri og 77% eru fertugir og eldri. I þessu sambandi þarf að hafa í huga að þeir sem eru í aldurshópnum fimmtugir og eldri hætta störfum og fara á eftirlaun á næstu um það bil fimmtán árum. Er nema von að spurt sé: Er stétt framhaldsskóla- kennara að deyja út? Þetta er ekki vandamál kennara einna. Þetta er samfélagslegt vanda- mál sem hægt er að leysa. En til þess þarf eitt: Pólitískan vilja þeirra sem bera ábyrgð á stjórn landsins. Höfundur er upplýsinga- og kynningarfulltrúi Kennara- sambands íslands. Helgi E. Helgason Sumartími á íslandi? ir FYRIR Alþingi liggur nú frum- varp til laga um að taka upp sumar- tíma á íslandi fi'á apríl til október. Við nánari skoðun á frumvarpinu kemur í Ijós að fjöldamörg rök mæla gegn þessari hugmynd. Fyrstu mótrökin eru þau augljós- ustu: Tímareikningur á Islandi er nú miðaður við miðtíma Greenwich ,GMT), þegar strangt til tekið miðað við legu landsins ætti mið- og austur- hluti þess að vera á GMT-1 og vestur- hluti þess á GMT-2. Þetta misræmi hefur það í fór með sér að nú er há- degi (sól hæst á lofti) um kl. 13:30 í Reykjavík. Gangi ofangreint frum- varp í gegn mun ísland færast yfir á GMT+1 yfir sumarið og hádegi í . Reykjavík því verða um kl. 14:30. Morgnar að vori og hausti yrðu því æði dimmir. Island er nú á sumartíma allt árið og ef taka ætti upp breytilegan tíma sumar og vetur væri eðlilegast að breyta yfii- í vetraitíma og færa þá klukkuna aftur um 1 klst. yfir vetur- inn frá því sem nú er en ekki fram um ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. 1 klst. yfir sumarið eins og frumvarp- ið gerir ráð fyrir. Greinargerð frumvarpsins vísar til skýrslu ESB þar sem fjallað er um áhrif sumartíma. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að með sumartíma er orkunotkun minni. Þetta á við í Mið- Evrópu þar sem algengt er að á kynd- ingum séu sjálfvirkir tímastillar. Fólk kyndir ekki nema þegar það er á fót- um og alls ékki þegar húsnæðið stendur autt. Eins og íslendingar kynda mætti ekki búast við miklum spamaði. Ástæðan er einfaldlega sú að meðalútihiti á íslandi er ekki næg- ur til að viðhalda hita húsnæðis yfir nótt eða meðan fólk er í vinnu og því er kynt stöðugt. Skýrslan vísar til þess að betri birt- uskilyrði hafi áhrif á möguleika fólks til að stunda útivist og einnig leiddi rannsókn á umferðaröryggi, sem gerð var í Bretlandi, í ljós að á sumar- tíma er slysatíðni almennt lægri en á vetrartíma og er það fyrst og fremst rakið til aukinnar birtu á kvöldin. Þá kom og í jjós að aukin birta síðdegis hefur jákvæð áhrif á ferðamanna- þjónustu. Hvemig ofangreind atriði eiga við ísland að sumarlagi er illskiljanlegt, öll þau birturök sem færð em fyrir þessum breytingum em miðuð við meginland Evrópu og falla dauð og ómerk í íslenskri miðnætursól. Það dimmir hraðar í Mið-Evrópu auk þess sem munur dags og nætur er rneiri. Birtutími á Islandi er mun lengri yfir sumartímann en í Mið- Evrópu og því myndi sumartími litlu breyta til batnaðar á Islandi í þessu tilliti. Það má öllu fremur færa rök fyrir Tími Obreytt fyrirkomulag, fastur tími árið um kring (GMT), er að mati Erlendar S. Þorsteinssonar, besta málamiðlunin. því að sumartími hefði slæm áhrif, t.d. að slysum að morgni myndi fjölga vor og haust. Birtutími á Bretlandi og Is- landi er svipaður á þeim tíma árs, en Bretland er þá einungis 1 klst. frá réttum staðartíma meðan Reykjavík yrði 2,5 klst frá réttum tíma, svo myi’kur að morgni yrði meira hér en þar. Einnig gæti þetta haft slæm áhrif á ferðamennsku á íslandi. Með tilkomu sumartíma myndi t.d. lágnætti (sól lægst á lofti) færast aftur um 1 klst. svo ferðamenn yrðu því að vera leng- ur á fótum til að sjá íslensku miðnæt- ursólina. Greinargerðin segir að fyrirtæki lendi í „vandræðum" á sumrin við að eiga samskipti við Evrópu og segir að „mjög erfitt getur verið íyrir fólk að ná saman í síma“. Þessi fullyrðing er engum rökum studd en satt að segja erfitt að trúa því að tímamunur upp á 2 klst. geti verið til mikilla vandræða, til þess er skörun vinnudaga á Islandi (GMT) og í Mið-Evrópu yfír sumarið (GMT+2) nægjanleg. Þessu til stuðn- ings má benda á að tímamismunur á milli vestur- og aust- urstrandar Bandaríkj- anna [BNA] er 3 klst. en það virðist ekki hafa háð bandarískum efnahag mikið á und- anfömum árum. Það er athyglisvert að greinargerðin hunsar algjörlega þau íslensku fyrirtæki sem eiga samskipti við BNA. Einn af kostun- um við legu íslands er að við emm mitt á milli N-Ameríku og Evrópu. Með þessum breytingum verður 5-8 tíma munur á ís- landi og BNA yfir sumarið í stað 4-7 tíma. Það þýðir að öll samskipti við austurströnd BNA verða erfiðari yfir sumarið og við vesturströndina nær ómöguleg. Sér í lagi verða síma- samskipti til vandræða en jafnvel tölvupóstur sendur að morgni vinnu- dags á vesturströnd BNA berst eftir lok vinnudags á íslandi ef sumartími yrði tekinn upp. I greinargerðinni er einnig fjallað um flugsamgöngur milli íslands og Evrópu. Vísað er til þess að sumar- tími myndi leiða til þess að morgun- flug til Evrópu frá Keflavík yrði 1 klst. síðar eins og á vetmm. Þessi full- yrðing stenst ekki nánari skoðun og líkt og áður era samskipti íslands og BNAhunsuð. Mikill hluti viðskipta Flugleiða felst í því að flytja fólk milli BNA og Evrópu. Farið er frá BNA á kvöldin, flogið yfir nóttina og lent á megin- landi Évrópu eins snemma dags og hægt er, til að tími þeirra sem eru að koma frá BNA nýtist sem best. Þó er reynt að koma til móts við íslendinga með því að koma ekki inn til Keflavík- ur um miðja nótt heldur snemma morguns. Auðvelt er að sannreyna að allar vélar sem eru að koma frá BNA lenda í Keflavík milli kl. 6:30-45 hvort sem er sumar eða vetur og halda síðan áfram til meginlands Evrópu eins fljótt og kostur er. Þótt að surnartími yrði tekinn upp á íslandi myndi það engu breyta þar um. Ekki er vikið að því í greinargerðinni hvaða kostnaður yrði af því að taka upp sumartíma á Islandi. Ljóst má þó vera að hann verður töluverð- ur, t.d. þarf að athuga og hugsanlega breyta tölvukerfum fyrir- tækja. Oll sérsmíðuð tölvukerfi á Is- landi hafa hingað til ekki þurft að taka tillit til sumartíma og ekki víst að þau ráði við þessa breytingu án lag- færinga. Greinargerðinni lýkur með því að segja að upptaka sumartíma sé mikið hagsmunamál almennings í landinu. Staðreyndirnar tala hinsvegar öðra máli. Upptaka sumartíma er almenn- ingi eingöngu til hinnar mestu óþurft- ar og fyrirtækjum sem eiga samskipti við BNA til mikilla vandræða; betra væri fyrir þau fyrh-tæki að klukkan yrði færð aftur en ekki fram. Gagn- semi fyrir fyrirtæki sem eiga sam- skipti við Evrópu er í besta falli mjög óljós en að horfa einungis til Ewópu í þessu sambandi er mikil skammsýni. Ljóst má vera að óbreytt fyrir- komulag, fastur tími árið um kring (GMT), er besta málamiðlunin. ís- lendingar lenda þá ekki í þeim hópi minnihluta jarðarbúa sem „hringlar með klukkuna". Höfundur er tölvunar- og slærðfræðingur. Erlendur S. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.