Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 72

Morgunblaðið - 17.11.2000, Side 72
72 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er föstudagur 17. nóvember, 322. dagur ársins 2000. Orð dagsins: $ Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. (Post. 10,43.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Ottó N. Þoriáksson kemur í dag. Bakafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Venus fór á veiðar í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 8.45 leikfimi, kl. 9 vinnustofa, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Sameiginleg kór- æfing Melaskóla, Afla- granda og Litla kórsins úr Neskirkju, undirbún- ingur fyrir kynslóðirnar mætast 25. nóv. vegna Reykjavíkur - menning- arborgar 2000. Árskógar 4. Kl. 9 perlu og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. f 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-12 bókband, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 13 vefn- aður og spilað í sal. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. KI. 9 hárgreiðslustofan opin, kl. 9.45 leikfimi. Fólag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Opið hús verður laugar- daginn 18. nóvember í Gjábakka frá ki. 14-17. Arnaldur Indriðason les úr verkum sínum og svarar spurningum gesta. Kaffi í boði FEBK. Gísli S. Einars- son alþm. og Ingvar Hólmgeirsson skipstjóri mæta með nikkuna og spila fyrir söng og dansi. Fjölmennum. ■ i, Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, ki. 10.30 guðþjónusta sr. Helga Soffia Konráðs- dóttir, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Ferð í Þjóð- leikhúsið að sjá Kirsu- berjagarðinn 18. nóv- ember, pantið miða í Kirkjulundi í sima 565- 6622. Spilakvöld verður 16. nóvember kl. 19.30 í boði UMF Stjömunnar í Stjömuheimilinu. Rútu- ferðir samkvæmt áætl- un. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 rammavefnaður og málm- og silfursmíði, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 17 slökun, þátttakendur hafi með sér kodda og teppi. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er 'W opin kl. 10-16, miðviku-, fimmtu- og fóstudaga, ki. 10 boceia. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Bridge kl. 13:30. Á morgun verður ganga frá Hraunseli kl. 10. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Síð- asti fræðslufundurinn á haustönn undir yfir- skriftinni "Heilsa og hamnjngjaá efri árum" verður laugardaginn 18. nóvember kl. 13.30. Verður þá fjallað um nýjar leiðir í meðferð hjartasjúkdóma: Davíð Arnar sérfræðingur um lyfjameðferð og Bjami Torfason yfirlæknir um skurðaðgerðir á hjarta. Fræðslufundirnir verða haldnir í Ásgarði Glæsi- bæ, félagsheimili Félags eldri borgara. Allir velkomnir. Ath. Opnun- artíma skrifstofu FEB er frá kl. 10-16. Upp- lýsingar í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. fóndur og bútasaumur, umsjón Jóna Guðjónsdóttir, kl. 10 „Kynslóðirnar mæt- ast 2000“ börn úr Öldu- selskóla í heimsókn. Frá hádegi spilasalur opinn, ki. 13. bókband Gott fólk gott rölt, Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugardögum. Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að. Bingó í kl. 14, góðir vinningar. Kaffiveiting- ar. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Hæðargarður 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 boccia, Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í kaffi- tímanum til kl. 16. Föstudaginn 17. nóvem- ber kl. 14.30-16 spilar Ragnar Páll Einarsson fyrir dansi. Pönnukökur með rjóma í kaffitíman- um. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hrafnista Hafnarfirði. Basar verður landinn laugardaginn 18. nóv- ember kl. 13-17. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll, kl. 10. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar vel- komnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spiiavist í kvöld kl. 20.30 i félagsheimil- inu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Breiðfirðingafélagið - hagyrðingakvöld. I kvöld mæta hagyrðing- ar til leiks í Breiðfirð- ingabúð kl. 20.30. Kaffi- veitingar. SÁÁ. Dansleikur í Hreyfilshúsinu við Grensásveg á þriðju hæð í kvöld kl 22.30. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur. Dansleik- urinn er opinn öllum þeim sem vilja skemmta sér án áfengis. Gigtarfélag íslands. Gönguferð um Laugar- dalinn laugardaginn 18. nóvember kl. 11 frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Klukkutíma ganga sem ætti að henta flestum. Einn af kenn- urum hópþjálfunar gengur með og sér um upphitun og teygjur. Állir velkomnir. Ekkert gjald. Nánari upp- lýsingar í síma 530-3600. Seyðfirðingafélagið. Vinafagnaður verður valdinn laugardaginn 18. nóvember á Hótel íslandi. Mætum stund- víslega. Borgfirðingafélagið. Spiluð félagsvist á morgun laugardag kl. 14 á Hallveigarstöðum. All- ir velkomnir. Minningarkort MS-félags íslands. Minningarkort MS- félagsins eru afgreidd á Sléttuvegi 5, Rvk, og í síma 568-8620 og myndrita s. 568-8688. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimersjúkl- inga. Minningarkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minningar- kort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, ísafírði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Parkin- sonsamtakanna á Is- landi eru afgreidd i síma 552-4440 og hjá Áslaugu í síma 552-7417 og hjá Nínu í síma 564-5304. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: 669 1111. Áakriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir569 1181, íþróttir 669 1156, 'liérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG: JiITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjaid 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasöiu 150 kr. eintakið. vi:ii\k\\m Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá tnánudegi til föstudags Frumskógar- lögmál um- ferðarinnar ÉG var að kaupa mér bíl og eftir dálítið hlé á akstri hélt ég út í umferðina. Til- litsleysið og frekjan sem lengi hefur þekkst hér hefur stóraukist. Ég er ein af þeim fáu sem keyra á löglegum hraða og ég er fyrir. Það er flautað og blikkað á mig ljósum og þannig reynt að neyða mig til þess að keyra of hratt. Hvern einasta dag er réttur minn tekinn af mér og svínað miskunnar- laust fyrir mig og það er ekki bara unga fólkið sem keyrir of hratt. Einn dag- inn kom bíll á móti mér á öfugum vegarelmingi. Ég stoppaði og konan sem með mér var æpti: „Ég vil ekki deyja!“. Ég sat frosin og hugsaði, á líf mitt að enda svona. Ég var heldur ekki tilbúin til þess að fara á besta aldri. Því bíll- inn sem kom æðandi á móti okkur sveigði rétt áður en hann skall framan á okkur. Hann rásaði til og hélt svo áfram á ofsa hraða. Það virðist ekki skila árangri þó að lög- reglan sé að mæla og sekta. Kannski ætti ekki að vera svona auðvelt að fá bílpróf. Finnst mér líka að það ætti að kenna öku- nemum kurteisi og tillits- semi og svo er það líka spurning hvort ekki ætti að endurþjálfa suma öku- menn og láta þá taka bíl- prófið aftur. Það verður að taka á þessum málum föstum tökum strax, annars verða götur og vegir sem blóð- ugir vígvellir. Gætinn ökumaður. Spilafíkn og spilakassarnir VITAÐ er að margur maðurinn og konan hefur ánetjast spilakössum sem eru víða. Til eru margir vitnisburðir um það, að fólk eyði öllu sínu í þessa kassa og eiga svo ekki fyr- ir mat fyrir sjálft sig. Eitt dæmi er hægt að taka. Kona bað manninn sinn að kaupa mjólk fyrir börnin og rétti honum 1.000 kr. I staðinn fyrir að kaupa mjólk fóru þessir pening- ar í spilakassa og börnin fengu enga mjólk þann daginn. Við erum að tala um fíkn og fíkn verður fíkn þegar hún verður stjórn- laus hjá viðkomandi manneskju. Eftir því sem mér skilst eru það nokkur samtök sem fá ágóðann af þessum kössum; Rauði kross íslands og Háskóli íslands eru tveir af þess- um aðilum og ef tii vill fleiri. Spurningin er því þessi, hvort til dæmis Rauða krossi íslands, sem kennir sig við hjálpar- starf, sé stætt á því, að fá fjármagn til sín eftir þess- ari leið þegar vitað er að menn hafi ánetjast þess- um kössum. Ég tel vera kominn tími til að skoða þessi mál af fullri alvöru. Hvort ekki þurfi að grípa þarna í taumana og kanna hvernig staðan er hjá því fólki sem hefur ánetjast spilakössunum. Konráð Rúnar Friðfinnsson. Tapað/fundið Þrettán geisladiskar töpuðust ÞRETTÁN geisladiskar í tösku töpuðust í Reykja- vík föstudagskvöldið 3. nóvember sl. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 861-6423. Kortaveski tapaðist LÍTIÐ Eurocard-korta- veski tapaðist einhvers staðar á milli Lokastígs og Lækjargötu aðfaranótt síðasta sunnudags. I vesk- inu var ökuskírteini, Atlaskort, stúdentaskír- teini o.fl. Skilvís fmnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 567- 3455 eða 897-8874... Filma týndist KODAK-filma glataðist á leiðinni frá Bergþórugötu niður í Bónus í Kjörgarði og niður Laugaveginn á þriðjudaginn í síðustu viku. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 551-1608. Dýrahald Kanína fæst gefins TIU mánaða kassavön kanína óskar eftir góðu heimili. Fæst gefins ásamt búri. Upplýsingar í síma 694-2822. Krossgáta LÁRÉTT: I skortir næringu, 8 fað- ir, 9 mastur, 10 kvendýr, II böggla, 13 ákveð, 15 flaug, 18 svera, 21 sund, 22 kút, 23 trylltir, 24 getuleysi. LÓÐRÉTT: 2 aðhlynning, 3 hafna, 4 knáa, 5 ötti, 6 fita, 7 vegg, 12 þreyta, 14 eign- ist, 15 vers, 16 ráfa, 17 skessum, 18 glæsileg, 19 Iátnu, 20 forar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hopar, 4 búkur, 7 renni, 8 rokið, 9 fót, 11 naut, 13 iðna, 14 ódæll, 15 barm, 17 lugt, 20 hal, 22 teppa, 23 ormur, 24 runni, 25 tolla. Löðrétt: 1 hóran, 2 pontu, 3 reif, 4 burt, 5 kákið, 6 riðla, 10 ófæra, 12 tóm, 13 ill, 15 bátur, 16 ræpan, 18 urmul, 19 torfa, 20 hani, 21 lost. Víkverji skrifar... EINN af vinnufélögum Víkverja velti nýlega fyrir sér undarleg- um háttum íslenska skattakerfisins. Hann keypti sér bók hjá netbókasöl- unni Amazon í Bandaríkjunum, fékk hana senda hingað með pósti. Fyrir flutninginn þarf að sjálfsögðu að greiða nokkurt burðargjald og einn- ig toll. „En þar að auki greiddi ég virðis- auka af bókarverðinu. Hverjar eru eiginlega forsendurnar? Eina fram- lagið sem íslenskt atvinnulíf leggur fram til bókarinnar er að íslands- póstur tekur við henni, kemur henni hingað. Er eitthvert vit og sanngirni í að leggja íslenskan virðisaukaskatt á bókina? Þetta er eins og hver önn- ur fjárplógsstarfsemi.“ Víkverji þekkir mann sem þurfti að fá ljósrit af gögnum í bókasafni erlendis. Tekið var ákveðið gjald fyrir hvert blað en hann lét síðan senda sér ljósritin hingað heim. Og sjá, lagður var virðisaukaskattur á gögnin! Vinnufélaginn áðurnefndi sagði sögu af kunningja sem hafði búið í London og eignaðist þar vini. Hann fékk þá hugmynd að endurbæta bóksafnið sitt hér heima, keypti slatta af nýjum bókum úti, fimm kíló af lesefni og lét vinina senda sér þær í kassa. Sendingin var í venjulegum pósti og aðeins sagt að í kassanum væru gjafir og enginn virðisauki er greiddur hér af slíkum póstsending- um. Kunninginn bókelski vissi að hann var að fara í kringum anda lagabókstafsins en sumir gera sér vafalaust enga grein fyrir því hve stóralvarlegt afbrot þeir fremja ef þeir gera slíkt hið sama. Og hvar skyldu mörkin vera? Getum við látið senda okkur hálft tonn af bókum á mánuði með þessum hætti og er ein- hvers staðar maður á launum hjá Islandspósti eða tollinum við að kanna hátterni allra sem fá pakka að utan til að góma þá ef þeir fá of stór- ar og of margar sendingar? Gramsað er í pökkum og kössum manna, þeir rifnir upp til að vega og meta virðisaukastöðuna. Næsta skrefið er líklega leynilegur gagna- brunnur stjórnvalda yfir þá undar- legu íslendinga sem lesa bækur og tímarit á útlensku og láta senda sér þessa torkennilegu hluti hingað heim. Og bæta gráu ofan á svart með því að kvarta undan opinberum álögum. xxx YÍKVERJA finnst að þessi skatt- heimta sé gott dæmi um gamla hugsun sem eigi að víkja. Einhverjir benda vafalaust á hættuna af hömlu- lausu flæði póstsendinga og segja að þær gætu orðið tilræði við efnahag þjóðarinnar. En ef seljendur bygg- ingarkrana og annarra þungavinnu- véla færu að nota íslandspóst í stór- um stíl og skilgreindu tækin sem bækur til að komast hjá því að borga virðisaukaskatt af vörunum myndi það varla fara fram hjá þjóðinni. Ríkisvaldið er að beita miklu skrifræðisumstangi og fyrirhöfn við að tryggja að einstaklingar greiði samanlagt litla fjárhæð í opinbera sjóði. Öll er þessi fjárheimta þung í vöf- um og hlýtur oft að byggjast á geð- þóttaákvörðunum starfsmanna póstsins vegna þess að gráa svæðið spannar nær allt sviðið. Eitt sinn var ætlunin að láta hvern þann sem léti senda sér er- lend tímarit í pósti borga virðis- aukaskatt en horfið var frá hug- myndinni, ekki vegna þess að hún þætti óeðlileg heldur var ástæðan óhagkvæmni. Vinnan við að inn- heimta skattinn yrði svo mikil miðað við tekjurnar að hagstæðara væri fyrir ríkið að sleppa tímaritunum í gegn. En Víkverji þekkir dæmi um að menn, sem keypt hafa áskrift að þykkum fagtímaritum, sem eru far- in að minna á bók í útliti, hafa verið krafnir um virðisaukaskatt. Einn kunningi hans stóð í löngu stappi við afgreiðslumann hjá póstinum og neitaði að ritið væri bók, benti á enska orðið „magazine“ á forsíðunni máli sínu til stuðnings. Afgreiðslu- maðurinn gafst upp á þessum þrá- kálfi og flokkaði sendinguna sem tímarit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.