Alþýðublaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 4
££®MII3ÍÍ£ÍI0P
Útgefandi: Alþýðúflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars-
son. Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs-
son. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu-
sími: 14900. ASsetur: AlþýSuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10.
Hörð samkeppni
SENNILEGA vekur sú frétt nokkra athygli,
að tvö tilgreind dönsk vikublöð seljist á íslándi
samtals í nær 6000 eintökum. Hér skal ekki
hneykslazt á vikublöðu m þessum, þó að þau séu
ekki merkilegar bókmenntir og ólíkt æskilegra
væri, að nýjar danskar bækur fengjust hér og seld-
ust, en þær eru harla fáséðar. Og víst er fagnaðar-
efni, að tengsli okkar við Norðurlöndin rofni ekki.
Menningarskiptin þurfa hins vegar að vera önnur
og meiri en lestur danskra vikublaða, sem reynist
- naumast annað en dægrastytting.
Frétt þessi vekur hins vegar til umhugsunar.
Hún gefur vissulega til kynna, hvað íslénzku tíma-
ritin eiga í harðri samkeppni við það innflutta les-
efni, sem selst hér við vægu verði. íslenzku tímá-
ritin munu naumast til jafnaðar í svo stóru upp-.
lagi, sem sála annars af þessum tveimur dönsku
vikublöðum nemur hér á lándi. Liggur því í augum
uppi, hve ólíku er saman að jafha. Dönsku viku-
blöðin geta miklu kostað til efnis og frágangs.
íslenzku tímaritin berjast hins vegar í bökkum
vegna fátæktar og fámennis. En mörg þeirra eru
og verða harla mikils virði. Færi þess vegna vel á
því, að eitthvað væri gert til áð aðstoða þau í
samkeppninni við innflutta lesefnið. Mest myndi
um það muna, ef almenningur gæfi þeim gaum,
keypti þau og læsi. Á þetta fremur við um tíma-
ritin en bækurnar, þó að einkennilegt virðist í
fljótu bragði. En bóksalan byggist að verulegu leyti
I á jólagjöfum. Svo er ekki um tímaritin, og það
gerir gæfumuninn.
Ennfremur væri æskilegt, að nokkurs skipu-
lags gætti í innflutningi erlendra bóka hingað til
lands. Nú ríkir helzt til mikið handahóf í þessu
efni. Sést það bezt á erlendu bókasýningunum,
isem hér hefur verið til stofnað. Þar getur að líta
merkilegar bækur, sem sjaldan eða aldrei fást í
íslenzkum bókaverzlunum, þó að dálítið hafi þok-
azt í rétta átt undanfarið. Bóksalarnir ættu að
skipta með sér verkum í þessu efni og sjá, hvernig
það fyrirkomulag gæfist. Okkur er nauðsynlegt
að hafa lífrænt samband við erlenda menningu,
og vanræksla í því efni verður ekki bætt upp
með hmflutningi á erlendu lesefni, sem aðeins er
til dægrastyttingar líðandi stundar.
Þórbergur Þórðarson
■ u
í*eir sem ætla aÖ taka þátt £ samsæti fyrir Þórberg
Þórðarson á sjötugs afmæli hans, fimmtudaginn 12.
marz, í samkomuhúsinu LIDO, gjöri svo vel að rita
nöfn sín á lista er liggur frammi í bókaverzlunum ísa
foldar, Lárusar Blöndal og Máls og menningar.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þangað á miðvikudag.
FORSTÖÐUNEFNDIN.
4 10, marz 1959 — Alþýðublaðið
OEIRDIR
1 HYASALAN
F YRIR nokkrum dögum
birti enska vikublaðið Tri-
bune bréf, sem dr. Hastings
Banda skrifaði örfáum klst.
áður en hann var handtek-
inn af lögreglunni í Nyasa-
landi. Banda var nýkominn
til heimalands síns eftir að
hafa dvalizt í útlegð í Eng-
landi og Ghana í 30 ár.
í bréfi þessu segir meðal
annars: ,,Ég mótmæli flutn-
inga erlendra hersveita til
Nyasalands. Öeirðirnar í Ny-
asalandi ertí; sök Welenskys
og sanna aðj samband Rode-
síu og Nyasadands er byggt á
sandi og skáðlegt. Stjórnar-
völdin hafa gert allit til þess
að sverta málefni innfséddra
og rangfæra rök þeirra. Hyítu
lándnemarnir ráða öllu og allt
er miðað við að gefa þéim ein-
ræðisvald í málum Nyasa-
lands. En svartir menn munu
ekki lá+a ræna sig landi sínu
og áhrifum“.
Þetta sagðí Banda og
nokkrum klukkustundum síð-
ár var hann handtekinn á-
samt fjölmörgum öðrum á-
hrifamönnum meðal inn-
fæddra. Óeirðir hafa magn-
ast dag frá degi og í brezka
þinginu eru háðar einhverj-
ar hörðustu deilur, sem um
getur hin síðari ár.
NyASALAND og Norður-
og Suður-Rodesía voru sam-
einuð í sambandsríki árið
1953. Þjóðbing Afríkumanna
var mótfallið þessari skipan
mála þar eð það óttaðíst að
með því væri verið að koma
landinu endanlega undir
stjórn hinna hvítu landnema.
Innfæddir menn undir for-
ustu Banda kjósa frekar að
' vera áfram beint undir landi vil ekki vera í sambandi
brezku stjórninni heldur en við Rodesíu verður að finna
að eiga yfir höfði sér að land- lausn á vandanum, svo ekki
nemarnir fái öll völd í land- rísi upp ný Kýpur.
inu.
TLIJN brezku stjórnar-
ínnar var, að stofnað yrði sam
bandsríki í Mið-Afríku þar
sem allir kynflokkar hefðu
nokkurn veginn sömu aðstöðu
og áhrif á stjórn landsins. En
innfæddir hafá ætíð viljað
frekar vera undir nýlendu-
stjórninni í London héldur en
að komast undir stjórn hvítra
landnema eihs ög raunin virð
ist vera.
S PECTATOR segir að
morð og handtökur inn-
fæddra manna í Nyasalandi
séu hryllilegar. Kröfugöngur
og mótmælafundir í Nyasa-
Iandi hafi verið sízt ófriðlegri
en venjulegt verkfallsástand
í Englandi, en samt hafi
stjórnin séð ástæðu tíl áð
skjóta’á mánnfjÖldánh.
V FIRLEITT er tónninn
; MáL brezka Verkamanna-
flokksþingmannsins Stone-
house varð til þess að almenn-
ingur í Bretlandi fékk skyndi- '
lega áhuga fyrir atburðunum
í. Nyasalandi. Welensky, for-
sætisráðherra Rodesíu-Nyasa-
landssambandsins, skipaði '
svo fyrir, að Stonehouse
skyldi ekki fá leyfi til að fara
ínn í Nyasaland þar eð hann !
hefði æst Afríkubúa tií upp-
reisnar gegn hinum löglegu
stjórnarvöldum. Þingmenn
Verkamannaflokksins kröfð-
ust umraéðu um málið í þing-
inu og ríkisstjórnin yar harð-
léga gagnrýnd fyrir að vera
að koma á stað styrjöld í Mið-
Áfríku. Flest brezku blöðin
eru þeirrar skoðunar; að með
framferði sínu sé stjórnin í
Nyasalandi og brezka ríkisr
stjórnin séu að skapa nýja
Kýpurdeilu. íhaldsbláðið
Daily Mail skrifar, að ekki
sé nóg að kalla út lögreglu og
herlið til þess að , ,vernda‘*
hvíta landnema fyrir inn-
fæddum. Ef fólkið í Nyasa-
þannig í enskum blöðúm, að
íjóst er, að. Bretar óttast al-
varlega að hin óskynsamlega
afstaða stjórnarinnar í Ny-
asalandi verði til þess að þeir
fái innan skamms yið sams
konar. vandamál að stríða óg
Frakkar hafa orðið að glíma
við í Alsír- undanfarin ár. Óg
háværar raddir eru uppi um
það, að aðeins stjórn Verka-
mannaflokksins geti leyst
málið á friðsámíegum grund-
velli, og Ijóst er, að atburð-
irnir í Afríku gera að engu þá
hylli, meðal þjóðarinnar, sem
Macmillan ávann sér í
Moskvuförinni.
Hastings Banda er nú
í fangelsi en sú hreyfing, sem
hann hefur komið á stáð, verð
ur ekki stöðvuð. Og handtaka
hans verður éinnig tilþess að
þáu öfl meðal innfæddra, sem
hvað Iengst viíja ganga í sjálf
stæðiskröfum, e'flast og sam-
koínulag við Breta getur orð-
ið óhugsandi ef ekki verður
strax gripið í taumana og rétt
læti látið ríkja í stað hefndar.
fH a n n es
á h o r n i n u
★ Óhæfur verzlunarmáti.
★ Er bannað hafa tal af
gestum á Hótel Borg?
★ Laun 175 vísitölustíg.
★ Ellilaun 185 vísitöíu-
stig.
FRIÐSEMD segir í bréfi til
mín: „Fyrir nokkru fór ég í
vefnaðarvöruverzlun og ætlaði
að kaupa tvo metra af ðýru
efni. Meterinn kostaði þrjú
hundruð krónur. í búðinni var
ekki til nema tveir og sjö-
tíu cm. Það var að vísu meira
en nóg fyrir mig, því að ég ætl-
aði ekki að fá nema tvo metra
en mér brá heldur en ekki í
brún þegar mér var tilkynnt,
að ég yrði að kaupa það sem tií
var, tvo metra gæti ég ekki
fengið.
ÉG TRÚÐI VARLA mínum
eigin eyrum, og ég sagði það að
svona verzlunarmáti tíðkaðist
ekki í borginni, að minnsta kosti
hefði ég ekki orðið vör við hann
fyrr. En við þetta sat, ég gat
ekki fengið þennan eina meter,
sem mig vantaði, nema að kaupa
líka sjötíu cm, sem ég hafði ekki
þörf fyrir. Þetta finnst mér ekki
ná nokkurri átt, og ég sendi þér
þessar línur í von um að það
verði nógu mikil ábending til
kaupmanna ym að taka ekki
upp slíkan verzlunarmáta.11
KOLBRÚN segir íbréfi: „Fyr
ir nokkru bar svo við að ég
þurfti að ná tali a£ einum gest-
anna í veitingasal Hótel Borgar.
Ég átti brýnt erindi við hann og
vissi að hann var þarna staddur.
Ég fór því í fordyri hótelsins, en
af því að ég vildi ekki ganga
inn í veitingasálinn í kápunni,
sneri ég mér að stúlku í fata-
geymslunni og bað hana að
geyma kápuna meðan ég gengi
í salinn.
EN STÚLKAN SVARAÐI snúð
ugt, að það kæmi ekki til mála.
Ef ég væri gestur veitingahúss-
ins, þá væri allt í lagi, en éf ég
ætlaði aðeins að ganga í salinn
til þess að hafa tal af gesti, þá
tæki hún alls ekki kápuna til
ivörzlu. Ég mótmælti þessu ,en
stúlkan breytti ekki um skoðun.
Ég lagði því kápuna á afgreiðslu
borðið og snaraðist inn, hitti
gestinn, lauk'érindi niiinu og fór
út. En þegar ég kom aftur til
þess að táká kápuna, réðist stúlk
an á mig með skömmum upp
yfir alla.
ÞETTA TEL ÉG ekki sæmi-
legt.Þeir, sem eiga erindi í veit-
ingasalina, hljóta að eiga heimt
ingu á því, að þeún sé sýnd kurt
eisi og hjálpfýsi, en ekki hróki
og ónærgætni. Annars skortir
mjög á alla umgengnismenningu
hjá okkur íslendingum, og þessi
þjóðarlöstur er sérstaklega eft-
irtektarverður í veitingahúsum,
þar sem í raun og veru á að bera
minnst á honum.“
AÐ MARGGEFNU TILEFNI
og vegna misskilnings, sem mn-
mæli mín hafa valdið sérstak-
lega hjá öldruðu fólki, sém nýt-
ur ellilauna, vi! ég taka þetta
fram enn einusinni: Það er rétt,
sem ég héf sagt, að ráðstafanir
ríkisstjórnarinanr, lögin, sem
samþykkt hafa verið um stöðv-
un dýrtíðarinnar, ná alls ekki til
aldraðs fólks, sem nýtur elli-
Iamia. Þetta fólk fær ellilaunin
greidd samkvæmt vísitölu 185.
Allir launþegar gáfu eftir tíu
vísitölustig og .liafa fengið laun
sín greidd eftir þessu, eða tíu
stigum lægra en gamla fólkið.
HINS VEGAR hafa beinar
verðlækkanir valdið því að vísi-
talan hefur lækkað niður í 185
stig og áhrifin, sem það hefur á
verðlagið, lækka ellilaunin.
Þannig fær gamla fólkið ellilaun
miðað við 185 vísitölustig, en
Iaunþegar laun sín eftir 175 vísi
tölustigum. Ég vona að þetta sé
ljóst, enda hef ég áður tekið
þetta fram. Méf þykir miður ef
orð mín hafá -valdið misskiln-
ingi. I
Hannes á horninu. }