Alþýðublaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.03.1959, Blaðsíða 5
Kafli úr þingrœðu eftir dr. Gunnlaug Þórðarson. DR. GUNNLAUGUR ÞÓRÐ- ARSON flutti nýlega á al- þingi frumvörp um nafngiftir fyrirtækja. Fer hér á eftir kafli úr ræðu, er hann flutti um mál þetta í alþingi: í GREINARGERÐ er vikið að ástæðum fyrir flutningi þessara frumvarpa og þarf ég litlu við að bæta. Það skal þegar tekið fram í upphafi, að þótt ég hafi í greinargerð vikið aðeins og einu veitinga- húsi og að einu fyrirhuguðu gistihúsi hér í bæ, þá er það aðeins af því, að þessi dæmi eru einna nærtækust, þar sem hér er um ný nöfn að ræða, en þetta er hins vegar engan veginn gert fyrirtækjum þess um til hnjóðs né til þess að beina skeytum að þeim sem slíkum. Enda er af nógu að taka í þessu efni. Eins og vikið er að í grein- argerð, hefur Alþingi verið mjög strangt varðandi nöfn þeirra erlendra mann, er feng ið hafa íslenzkan ríkisborg- ararétt. Sama er að segja, þeg ar jarðeigendur hafa viljað breyta um nafn á jörðum sín- um eða þegar stofna skal ný- býli. Engar slíkar nafnabreyt- ingar eða nafngiftir eru levfð ar, án þess að sérstök nefnd, örnefnanefnd, hafi fjallað um þær áður. Hins vegar hefur Alþingi látið sig einu gilda, þótt hvers konar fyrirtæki beri hvaða nafnskrípi sem er. En þó er mála sannast, að nafn einstaks manns eða bóndabýlis varðar almenning miklu minna en nafn fyrir- tækis, sem ef til vill auglýsir nafn sitt með gríðarstóru ljósa skilti og lætur það klingja í eyrum hlustenda í auglýsinga þætti ríkisútvarpsins dag eft- ir dag. Að mínum dómi er nafnsift fyrirtækis menning- aratriði, sem ekki má virða að vettugi. Og kominn er tími til þess, að Alþingi stemmi stigu fyrir því menningar- leysi, er átt hefur sér stað í þessu efni. Sumar þessar nafngiftir gefa til kynna furðulegt sam- bland af vanmetakennd og of- látungshætti. íslenzkan virð- ist að dómi þessara manna ekki nógu fínt mál, til þess að geta séð fyrir nofnum á fyrir- tækjum þeirra. Erlendar stór- borgir eða merkisstaðir verða þá fyrir valinu í þessu efni, og er mér einna minnisstæð- ast nafn á veitingastað, ó- merkilegum veitingastað, sem rekinn var fyrir nokkrum ár- um, sem hét Café Broadway. Skylt er að geta þess, að íslenzkir veitingamenn eða kaupsýslumenn eru ekki und- ir sömu sök seldir og eru þeir allmargir, sem skýrt hafa at- vinnutæki sín þjóðlegum nöfn um. Má í því sambandi nefna Hótel Borg, en eigandi þess veitinga- og gistihúss hafði áratugum saman dvalizt með erlendum þjóðum og kunni þess vegna e.t.v. betur en ella að meta þjóðleg verðmæti, enda varð bær Egils Skalla- grímssonar fyrir valinu, þeg- ar hann gaf fyrirtæki sínu nafn. Ennfremur má nefna nöfn . eins og veitingahúsin: Röðul, Vík og Hressingar- skálinn; verzlanirnar Gull- foss, Feldur, Markaðurinn; verksmiðjurnar Vífilsfell, Frón, Esja o.s.frv. Tel ég ó- þarft að fjölyrða frekar um þessi tvö frumivörp; sem hér eru á dagskrá. Vil ég víkja að einu framkvæmdaratriði. Nú kann að vera álitamál, hvort tiltekið nafn getur talizt ís- lenzkt og að sitt sýnist hverj- um. Tel ég bæjarfógetum, sýslumönnum og lögreglu- stjórum treystandi til þess að skera úr í þessu efni og legg þvf til, að komið verði á fót sérstakri stofnun til þess að skera úr um það, en einnig mætti þó hugsa sér að færa út valdsvið örnefnanefndar að þessu leyti. Þá vil ég ítreka tilmæli um, að hlutaðeigandi stjórnarvöld hlutist til um, að gerð verði heildarskrá yfir lögskráð firmanöfn og að tilmælum verði síðan beint til hlutað- eigandi um, að erlendum nöfn um verði breytt í samræmi við tilgang þessa frumvarps. IIIIHttlMIIIIIIIIIIII»ailHIIII|l!llllin||l||IIII|||||||||||||lll I Hin þunga l I stjarna9 I sem hvarf Washington (UPI). —| | Stjörnufræðingar telja að | | þeir hafi fundið „Neutron111 | stjörnu þar sem efnið er í | | óvenjulega þéttu ástandi, | | svo þéttu, að einn kúbik-1 | sentimetri vegur milljónir | | tonna. Á tímabilinu frá á- | | gúst 1954 og nóvember | | 1958 splundraðist stjarnan § | og hvarf af sjónarsViðinu. \ | Vinna stjörnufræðingar nú I | að því að finna leifar | | hennar. | „Neutron“ stjarnan hef-f | ur aldrei sést fyrr, en vís- | | indamaður við Kaliforníu- | I háskóla hefur sagt fyrir | | um tilveru þeirra. Hann i | segir, að sumar „deyjandi“ | | stjörnur séu svo samþjapp- | | aðar að rúmmál þeirra | | verði sama og ekki neitt en | | haldi þyngd sinni. Stjörnu- | | fræðingar hafa lengi þekkt | I hinar svonefndu „hvítu | | dverga“, sem eru svo þétt- | | ar í sér, að einn kúbiksenti § I metri vegur um 20—30 i 1 tonn, en „Neutron“ stjörn- \ | ur geta vegið allt að 100 f f milljónum tonna hver kú- | | biksentimetri. Þessi þétta f | stjarna fannst fyrst í f | stjörnuathugunarstöðinni | 1 á Palomarfjalli í Banda- f | ríkjunum. | rí » IIMIHUIIIUIIUIllUIIUMUUIlUlUUUUlUlltUlUHUaHIIIH Frá Fáskrúðfirði: Rabbað við Sigurð Hjarfarson, frétfaritara Albýðublaðsins ÞRÍR nýlegir þilfarsbátar eru gerðir út frá Fáskrúðs- firði í vetur og hafa þeir afl- að vel, sérstaklega framan af, áður en brá til ótíðarinnar, sem verið hefur að undan- förnu. Athyglisvert þykir það, hve fiskurinn er góður og að meira veiðist nú af ýsu en áður. Þykir sjómönnum þetta merki þess, að árangurs megi vænta af stækkun fisk- veiðilögsögunnar, ef svo fer fram sem á horfist. Auk þilfarsbátanna eru margir smærri trillubátar gerðir út á handfæri og línu frá Fáskrúðsfirði og’ bærinn á hlutdeild í tog'urunum Vetti og Austfirðingi, sem eru sam- eign Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar og' Eskifjarðar. MKD BE7TA MÓTI. Er blaðið átti samtal við Sigurð Hjartarson, fréttarit- ara sinn á Fáskrúðsfirði, og innti hann eftir atvinnuhátt- um austur þar, lét hann vel yfir og kvað atvinnu á síðast- liðnu ári hafa verið mikla og' afkomu manna með bezta móti. Hún bygsist öll á út- gerð, tvö frystihús vinna úr aflanum og hefur mikil at- vinna verið við þau. 50 M. HAFNARBRYGGJA. Af framkvæmdum er helzt að geta þess, sagði- Sigurður, að 50 metra löng hafnar- brvggja var fullgerð á síðast- liðnu ári og geta nú öll ís’- lenzk hafskip lagzt þar að brvggju. í fvrravor hófst bvgping félagsheimilis, sem öll félög í bænum standa að, hafnarsióður bvggði af- greiðsluhús við höfnina og minnst fimm íbúðarhús eru í smíðum. Af þeim eru þrjú reist á vegum Byggingarfé- lágs verkamanna. VFGIR AKFÆRIR. Unnið var í fyrrasumar að lag'ningu vegar milli Fáskrúðs fjarðar 0g Stöðvarfjai'ðar og hugsa Stöðfirðingar gott til hins nýja vegar, enda var gamla leiðin illfær öllum venjulegum bifreiðum. Vegar samgöngur eru líka orðnar sæmilega góðar frá Fáskrúðs- firði yfir til Reyðarfjarðar og Norðurfjarðanna og um þess- ar mundir eru til dæmis allar ýmsar minjar um dvöl Fransk manna enn sjáanlegar, svo sem spítalagrunnur og fransk ur kirkjugarður rétt utan við þorpið og segir hann sína sögu. NÆG VINNA HEIMAVIÐ. íbúar í Fáskrúðsfirði voru árið 1930 um 640 talsins en eru nú laust innan við 600. Síðustu árin hefur íbúum ekki fækkað, og í vetur mun verkafólk ekki hafa farið til annarra staða í atvinnuleit. Undanfama daga hafa nokkr- ir Færeyingar komið til Fá- skrúðsfjarðar og verið ráðnir á bátana. Sigurður Hjartarson leiðir opnar eftir leysingarn- ar um daginn. RAFMAGN AÐ VORI. Síðustu tvö árin hefur ver- ið unnið að vatnsveitu til handa öllu þorpinu. Er hún nýlega komin að fullum not- um og var mikið mannvirki. Þá var nýlega byggð spenni- stöð inn af bænum og lagn- ingu raflinunnar frá Gríms- árvirkjun miðaði vel. Mun Fáskrúðsfjörður fá rafmagn þaðan snemma næsta sumar. FRÁ TÍMUM FRANS- MANNA. Fáslcrúðsfjörður átti sitt mesta blómaskeið á fyrstu áratugum aldarinnar, en þorp ið tók að byggjast skömmu upp úr aldamótunum. Áður hafði þar verið mikil viðlega hjá frönskum skútum og' eru 5000 króna ÞEGAR undrabarnið Gitta skemmti á Selfossi nýlega, var aðsókn að samkomunni afar mikil, eins og nærri má geta. Er líða tók á kvöldið, fór að bera mjög á ölvun, enda var þröngt í salnum og menn í há- tíðaskapi. Þó var einn a.m.k. ekki sem aðrir til skapsmunanna, því að berserkur nokkur gerðist all- uppvöðslusamur. Ruddi sá sér braut gegnum mannfjöldann, unz liann staðnæmdist hjá pilti einum og skipti það engum tog- um, að berserkur greiddi pilt- inum högg mikið í andlitið með knýttum linefa. Pilturinn féll við höggið og hlaut sprungna vör og brotna framtönn í efri góm. Daginn eftir skoðaði tann- læknir brotið og mat tönnina á 1000—2500 krónur. Þar næsta dag kom málið fyrir rétt og urðu niálalok þau, að árásar- maður féllst á að greiða tæpar 5000 kr. upp í viðgerðina og skaðabætur. Alþýðublaðið — 10. marz 1959 — §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.