Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965 TÍMINN FÉLAGAR í HJÁLPARSVEIT SKÁTA HAFA LAGT FRAM 9000 VIHNUSTUNDIR A ÁRINU Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík var haldinn 28. okt. s. I. f skýrslu sem stjórnin lagði fram á fundinum, kom m. a. fram, að hjálpar- sveitin hafði sjúkraþjónustu á öllum helztu mannamótum á Suður- og Vesturlandi s. 1. sumar, samtals á 10 stöðum. Félagar í Hjálparsveitinni að störrfum. Þar munu rúmiega 900 ein- staklingar hafa notið aðstoðar sveitarinnar vegna margvís- legra slysa og veikinda. Leitir að týndu fólki á síðasta starfsári voru með færra móti, eða aðeins tvær. S. 1. vor gaf hjálparsveitin út í samvinnu við Slysavarnafélag ið, plastvarin kort í vasabroti með leíðbeiningum um með- ferð slasaðra, þ. á. m. leiðar- vísi um blástursaðferðina. 10. 000 eintök af þessum kortum var dreift til almennings, eink um til bifreiðastjóra og sjó manna og var gerður að þessu svo góður rómur, að til athug unar er að halda því áfram. Á starfsskýrslu kom einnig fram, að félagar í sveitinni hafa lagt af mörkum samtais 9000 vinnustundir frá síðustu áramótum. Allt starf á vegum hjálparsveitarinnar er unnið í sjálfboðavinnu. Karl Marinósson baðst und an endurkjöri sem sveitarfor- ingi og við starfi hans tók Vilhjálmur Kjartansson. Að- stoðarsveitairforingjar voru kjörnir Guðmundur Ágústsson og Tryggvi P. Friðriksson. Félagar í syeitinni er nú um 60 talsins. MB-Reykjavík, fimmtudag. Stjórn Flugfélags íslands hefur undanfarið rætt um væntanleg þotukaup félagsins, en enn hefur engin ákvörðun verið tekin og at- hugunum starfsmanna félagsins er raunar ekki fulllokið enn þá. Enn eru sömu sex tegundirnar í at hugun og hefur engin þeirra ver- ið útilokuð. Ætla má að málin fari að skýrast eftir tæpan mánuð eða svo. HZ-Reykjavík, fimmtudag. Rannsókn á láti piltsins hélt áfram í dag. Eitt vitni var yfir-1----- heyrt og gat það gefið nokkrar Sigurður Kjartansson, gjaldkeri. upplýsingar um slagsmálin, sem áttu sér stað á Hlégarði, en samt voru þær ófullnægjandi til þess að skýra málið að fullu. Niðurstaða krufningar hafði ekki borizt í hendur Hafnarfjarð- arlögreglunnar í dag. Kópavogur. Föstudaginn 12. nóv. sl. var stofnað hestamannafélag í Kópa- vogi. Samþykkt voru lög fyrir fé- lagið og kosin stjórn. Hestamanna félagið hlaut nafnið „Gustur.“ í aðalstjórn voru kosnir: Jón Eldon form. Ragnar Bjamason, ritari, RÁÐSTEFNA SAMBANDS ISLENZKRA SVEITARFÉLAGA Eins og hefur verið skýrt frá í Sveitarstjórnarmálum, efnir Samband íslenzkra sveitarfélaga til þriggja daga ráðstefnu um fjár- mál sveitarfélaga í Tjarnarbúð í Reykjavík dagana 22. til 24. þessa mánaðar. Mánudaginn 22. nóv. flytur Magnús Jónsson, fjármálaráðherra erindi um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og Bjarni B. Jónsson, deildarstjóri í Efna- hagsstofnuninni um fjármál og áætlunargerð sveitarfélaga. Þriðjudaginn 23. nóv. flytur Eggert G. Þorsteinsson, félags- málaráðherra, erindi um samstarf ríkis og sveitarfélaga um húsnæð- ismál og Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, um lánsfjármál og tekjustofna sveitarfélaga. Miðvikudaginn 24. nóv. flytur Guðlaugur Þorvaldsson deildar- stjóri í Hagstofu fslands erindi um ársreikninga sveitarfélaga, heimsóttar verða Skýrsluvélar rík- isins og Reykjavíkurborgar og efnt til sýningar á bókhaldsvélum. Seinasta dag ráðstefnunnar verður viðræðufundur þátt- takenda og stjórnar Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga um efni og árangur ráðstefnunnar. Fjöldi þátttakenda er þegar orðinn meiri heldur en gert var ráð fyrir að sæktu hana. Baltazar opnar málverkasýningu GB-Reykjavík, fimmtudag. Baltazar, hinn kunni spænskí teiknari, opnar fyrstu málverka- sýningu sína á laugardag í Boga- sal Þjóðminjasafnsins og sýnir þar 24 oliumálverk næstu átta dagana. Öll eru þau „íslandsmyndir“ og einar fjórar frá Flatey á Breiða- firði, sem þeir Baltazar og Jökull Jakobsson gerðu enn frægari í myndum og máli en hún áður var, með bókinni Síðasta skip suður. Fyrirmyndir sækir Baltazar hing- að og þangað um fsland og eru einna algengastar bátar í naust eða á fjörukambi og hestar á heið- um, mikið í þessum dumbgrænu og svarbláu litum, sem sýnilega eiga vel við spænska listamenn. Einu sinni áður hefur Baltazar sýnt myndir eftir sig síðan hann settist hér að og festi ráð sitt, það var sýning á teikningum í Mokka við Skólavörðustíg fyrir fjórum árum. Og næsta haust kveðst hann ætla að opna málverkasýningu í London í félagi við Gísla Sigurðs- son ritstjóra. Þeir eru búnir að leigja sér sal, Alvin Gallery í borg- inni. En sýningin í Bogasalnum verður opnuð gestum á laugardag kl. 2 e. h., en almenningi klukkan fjögur. Síðan verður hún opin næstu viku kl. 2—10 síðdegis Á stofnfundi gengu í félagið nær 60 manns, konur og karlar allt frá fermingaraldri til aldinna manna. Einstakur áhugi á hestum og hestamennsku er ríkjandi í Kópavogi. Stofnadi. ÞV-Hrísey, þriðjudag. Veðrið hér hefur verið ein- staklega gott undanfarið, dálítið frost og stillur. Dálítill fiskur hef- ur það skapað næga atvinnu fyrir ur aþð skapað næga atvinnu fyrir þær fáu hræður, sem vinna í frystihúsinu. Einn bátur héðan rær með línu og hefur fengið upp undir þrjú tonn í róðri, það er aðallega þorskur, en nokkuð smár. Færabátar fá yfirleitt rúmt tonn á dag, og það er betri þorskur og stærri. Sumir færabátar stunda kolkrabbaveiðar að næturlagi og einn hefur fengið átta tonn í róðri núna nýlega. GJ-Grímsey, þriðjudag. Hér hefur verið ágætt veður undanfarna daga og þegar gefið hefur í vetur hefur aflazt ágæt- lega héðan, mun betur en á sama tíma í fyrra, og einnig virð- ist fiskurinn vera vænni nú. Nú er talsverður strjálingur af kol- krabba fyrir Norðurlandi og bát- arnir héðan eru að eltast við hann eins og fleiri.' Héðan eru gerðir sjö trillubátar og einn dekkbátur. Félagsheimilið okkar er nú kom ið undir þak og búið er að gera það fokhelt. Það verður vonandi nothæft á næsta vetri, og þar með er stórt spor stigið hér. Langjökulsmál ið 800 síður KJ-Reykjavík, fimmtudag. Tíminn hefur það eftir góðum heimildum að Langjökulsmálið sé orðið 800 síðúr — átta hundruð — vélritaðar síður, og enn eiga nokkrar síður eftir að bætast við, þegar málið verður tekið til flutn ings fyrir sakadómi, og ef til viU fyrir Hæstarétti líka. Það er því von að ekki sé hægt að afgreiða málið frá saksóknara, þar sem það mun nú vera, á einum degi eða svo, því ef vel er að verið má búast við að taki einn mann ekki styttri tíma en viku aðeins að lesa málið yfir einu sinm, fyrir utan allar athuganir sem ákæru- valdið þarf sjálfsagt að gera vegna m,álsins, og útbúa ákæru á hendur hinum seku skipverjum. Goðasteinn Út er komið 2. hefti menningar ritsins GOÐASTEINN á árinu, en útgefendur og ritstjórar eru þeir Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri og Þórður Tómasson safnvörður, báð ir á Skógum undir Eyjafjöjlum. í ritínu eru margar greinar, má þar telja grein Jóns Árnason ar um örnefni við Veiðivötn, grein Jóns R. Hjálmarssonar um Ans- gar, postula Norðurlanda, greinar um dulræn fyrirbrigði, frásagnir af merkilegu fólkl og margar fleiri. Nokkur kvœði eru í ritinu, m. a. er birt kvæði eftir dr. phil. prófessor Richard Beck, sem hann kallar — Dagstund í Skóga- safni. — Menningarritið er 106 bls. að stærð og er frágangur vandaður. ÍSLENZKIR IR SÝNDIR HZ-Reykjavík, fimmtudag. Glit h.f. og framkvæmdastjóri „Icelandic Arts and Crafts, Harry Sooker af nafni, boðuðu i dag til blaðamannafundar til þess að skýra frá aukinni framleiðslu og aukinni kynningu leirmuna frá Glit h.f. Einar Elíasson, framkvæmda- stjóri Glits h.f. skýrði frá því, að 15 munir hefðu verið sendir á sýningu í Genf i Sviss í sumar og hlotið góða dóma. Nú stæði yfir sýning í Bandaríkjunum sem hófst 29. okt. og lýkur 13. des. Sendiherra fslands í Bandaríkjun- um hr. Pétur Thorsteinsson var viðstaddur opnun sýningarinnar og hélt þar ræðu. Mr. Harry Sooker frkv.stj. „Ice- landic Arts and Crafts“, hefur nú með höndum sölu á framleiðslu 22 íslenzkra fyrirtækja og sagðist hann vera vongóður um framtíð leirkera frá Glit. Einar kvað Sooker mjög dug- legan og ötulan í starfinu og hef- ur trú á aukinni sölu „Icelandic Arts and Crafts,“ sem eingöngu starfar sem heildsala og sem stend ur á fyrirtækið viðskipti við u. þ. b. 30 ríki Starfsfólk Glits h. f. sýndu muni sem Það hefur gert og eru hlutirnir mjög vandaðir. Verði er stillt í hóf, en innflutningstollur til Bandaríkjanna hækkar munina um c.■ 171? Nýir ostar FB-Reykjavík, fimmtudag. Mjólkurbú Flóamanna hóf í vor tilraunir með framleiðslu á sterk- um smurosti og sveppaosti, og kom þá nokkurt magn á markað- inn. I sumar var osturinn ekki til sölu, en hefur nú sala hafizt á honum að nýju, samkvæmt upp- lýsingum skrifstofustjóra Osta- og Smjörsölunnar. Báðar þessar nýju ostategundir eru seldar í 200 gr. plastdósum, og munu kosta í verzlunum kr. 29,70. Hafa þær hlotið góðar und- Framh, á bls. 14 SENDISVEINAR , Sendisveinar, 14 ára og eldri, » óskast í nokkra daga. Gott kaup- ( Skrifstofa Framsóknarflokksins Tjarnargötu 26. LEIRMUN- ERLENDIS Helztu framleiðsluvörur eru skál ar, diskar, borð- og gólfvasar. Hinnstu ekki á það igrátandi. Iðulega kemur það fyrir, að* menn gera sér upp hlátur, en að menn geri öðrum upp hlátur, er öllu sjaldgæfara. Það henti þó „Austra“ Þjóðviljans s. 1. fimmtu- dag, og var mér þó sízt hlátur í hug. . Vera má, að á einhvern hátt hafi mátt sjá það af viðtalinu, að ástandið í Hafnarfirði hlægði mig. Ég get þó ómögulega komið auga á það. Þrátt fyrir þennan misskilning átti smágrein Magnúsar Kjartans- sonar fullan rétt á sér. Hún er bráðsnjöll ofanígjöf til þeirra, sem hlæja að bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, en þeir eru margir. Má t. d. benda á, að hlutur Hafnar- fjarðar í Speglinum er stór. En við Hafnfirðingar hlæjum ekki. Það gera þeir, sem málið er óskyldara og geta hlegið að óför- um annarra. Mér þykir leitt, ef ummæli mín hafa á einhvem hátt orkað tví- mælis um hug minn til þessara mála, því að þar er ég fyllilega sammála M. K. Það er helzt ekki hægt að minnast á bæjarmál Hafnfirðinga ógrátandi. Guðjón Ingi Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.