Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965
TÍMINN
9
Eins og margir höfðu að orð
taki hér á árunum í Reykjavík
að „Litla bilastöðin væri nokk-
uð stór“, þá mætti svipað segja
um Thorvaldsensfélagið. Ekki
af því að það hafi nokkurntím
ann verið fjölmennt félag, t.d.
nú eru félagskonur ekki nema
um fjörutíu, heldur er hift
merkilegra, hvers þetta félag
hefur reynzt megnugt. Þegar
lagt hafði verið saman í tekju
dálki þess eftir fyrsta árið,
varð útkoman fjörutíu og átfa
krónur, samanlögð ársgjöld
félagskvennanna. í dag, nítug-
asta afmælisdag félagsins, af-
henda konurnar Reykjavíkur-
borg að gjöf eina milljón króna
til líknarmála.
Raunar hefur félagið verið
að gefa öll þessi ár, og safnar
ekki fé í öðrum tilgangi. Á
þrjátíu ára afmælinu réðst það
í að kaupa þak yfir starfsem-
ina, húsið á sunnanverðu horni
Ein af fátækraskemmtunum Thorvaldsensfélagsins í Iðnó.
HOFÐU 48 KR. ITEKJIIR FYRSTA
ARIO - GEFA MILLJðN i DAG
Núverandi stjórn Thorvaldsensfélagslns (frá vinstri): Sigurlaug
Eggertsdóttir, Bjarnþóra Benediktssdótir, Unnur Schram formaður,
Svanlaug Bjarnadóttir og Júlíana Oddsdótir.
Austurstræfis og Veltusunds
þar sem Thorvaldsensbazarinn
alkunni hefur verið rekinn síð
an, og konurnar láta sig
dreyma um að hefja byggingu
stórhýsis á þeirri dýrmætu lóð
áður en langt um líður. En
eina húsbyggingin, sem það á
heiðurinn að hingað til, er
Vöggustofan við Sunnutorg,
ein hin fulkomnasta sinnar
tegundar á Norðurlöndum, og
hana gáfu félagskonurnar
Reykjavíkurborg 19. júní 1963.
Með því unnið mannúðarverk
sem stjórnarvöld borgarinnar
höfðu vanrækt, og er það ckki
í eina sinn, sem samtök kvenna
hafa tekið ómakið í félags- og
menningarmálum af þeim, sem
með völdin fara. Nú vilja kon-
urnar ekki láta við það sitja,
að hafa gefið þessa frábæru
stofnun, heldur afhenda í dag
eina milljón króna til stækk
unar Vöggustofunnar. Hún
rúmar nú 32 börn en tak-
mark Thorvaldsensfélags-
kvenna er að stækka hana unz
þar komist fyrir hundrað böm
Milljón króna gjöfin í dag er
fyrsta framlagið til viðbótar-
byggingar handa eldri deild,
eins og þær nefna það, fyrir
tveggja til þriggja og hálfs árs
gömul börn.
Thorvaldsensfélagið var
fyrsta kvenfélagið í Reykiavík
og er elzt allra starfandi kven
félaga landsins, var stofnað 19.
nóvember 1875, árið eftir þjóð
hátíðina. Ýmsir yngri Reyk-
víkingar og landsmenn furða
sig á því, hyers vegna þetta
félag er kennt við Thorvaldsen
og raunar er það sá eini sanni
Thorvaldsen hálfíslenzkur og
hálfdanskur, sem skímarfont-
urinn í Dómkirkjunni I Reykja
vík er eftir og sem stendur á
stalli suður í Hljómskálagarði.
En sú saga er til þess, að vegna
þjóðhátíðarinnar 1874, sem
haldin var til að minnast pús-
und ára íslandsbyggðar, sendi
borgarstjórinn í Kaupmanna-
höfn ,sem afmælisgjöf til fs-
lands sjálfsmynd myndhöggv-
arans Alberts Thorvaldsens,
steypta í kopar og var stytt-
unni valinn staður á Austur-
velli og hún afhjúpuð þar 19-
nóyember að viðstöddum öll-
um rólfæram Reykvíkingum
og fjölda fólks úr nálægum
sveitum. Fánaborg var um-
hverfis styttuna og blómsveig
ar prýddu fótstallinn, ræðu-
stóllinn og grindurnar kringum
AusturvöU var vafið fléttum
úr íslenzku lyngi. Það veik
hafði unnið álitleg sjálfboða-
Uðasveit, 24 stúlkur og ungar
konur, sem tekið höfðu hönd-
um saman til að annast þent-
an Tið hátíðahaldanna. Og að
athöfninni lokinni, lét ein þess
ara ungu kvenna þess,- oið
falla við hinar: ,Gaman væíi
ef við gætum haldið hipinn
og reynt í félagi að láta eitt-
hvað gott af okkur leiða hér í
bænum í framtíðinni“. Þá varð
Thorvaldsensfélagið til, fyrsta
kvenf élagið í höfuðborgmm
en mörg fleiri hafa síðan verið
mynduð, og unnið, ómetanlegt
starf í þágu mannúðar og menn
ingarmála. Flestr af stofnend
unum vom ógiftar heimasætur
í Reykjavík þó nokkrar innan
við tvítugt, sú yngsta 15 ára
flestar millj tvítugs og þntugs
og þær elztu um fertugt. Við
formennsku tók Þómnn Jónis
sen. 25 ára gömul og orðin hér-
aðslæknisfrú í Reykjavík. Hún
gegndj formennsku í félaginu
til dauðadags 18. apríl 1922, í
rösk 46 ár. og er minning henn
Leikaraflokkur Thorvaldsensfélagsins um aldamétin.
ar mjög í heiðri höfð innan fé
lagWns, svo sem af öllum er
kynntust þeirri merku kor.u,
Fyrsta verkefni félagsins var
að gangast fyrir samskotum inn
an félagsins til kaupa á álna-
vöru, sem félagskonur saum-
uðu úr ýmsar flíkur og gáfu
fátækum bömum fyrir jólin.
Og er fiskileysi og bjaigar-
skortur dundi yfir, tóku féiags
konur hús á leigu og matseld-
uðu sjálfar fyrir fátæk börn,
einstæðinga og gamalmenni.
stúlkubörn og saumanámskeið
Handavinnukennsla fyrir
fyrir konur voru iðulega hald-
in, og önnuðust félagskonur
kennsluna endurgjaldslaust.
En helzt var aflað tekna með
því að halda hlutayeltur alls
konar skemmtanir og sjónleiki
í hópi félagskvenna fyrstu ár-
in vom slyngar hannyrðakonur
t.d. systurnar Jarþrúður og
Þóra Jónsdætur háyfirdómara
og Þóra Pétursdóttir, biskuups
sem réðust síðar í að gefa ú:
„Leiðarvísi til 'að nema allar
kvenlegar hannyrðir“, og varð
sú bók vinsæl um land rilt.
í blaðinu Þjóðólfi stendur m.
a. 17. nóv. 1876, er Matthtas
Jochumsson var ritstjóri:
,Bazar og tombóla txi jó;a-
glaðningar fátæku fó'ki var
haldin á sjúkrahúsinu 4.—5.
þ-.m. Gengust fyrir þessu fagra
og umsvifamikla fyrirtæki íá
einar.frúr ásamt fjölda af yng
ismeyjum bæjarins. Munir þeir
sem seldir voru (á bazarnum)
voru flestir handbrögð Reykja
víkurkvenna. og svo ýmsir
nettir munir aðkeyptir, ýmist
til gagns eða prýði, og var allt
selt með hæzta verði. Aftur
þóttu munir þeir sem þeir
fengu, er gripu í lukkupott
tombólunnar. ekki mikils virði.
Ágóðinn eftir bæði kvöldin
hafði hlaupið á nærfellt 800
kr.“
Þetta varð upphafið að Thor-
valdsensbazamum, sem síð-
an hefur dugað félagskonum
Thorvaldsensfélagsins drýgst i
tekjuöflun. Umræddur bazar
og tombóla fóm fram i húsx,
sem gekk undir nafninu SkanHi
navia. í öðram enda þess vai
sjúkrahús, en í hinum endan-
um allstór salur, sem notaður
var fyrir dansskemmtanir ieik
sýningar og fundi. Til al’s
þessa var húsið notað til árs-
ins 1884, er nýtt sjúkrahús var
reiist. en til skemmtanahalds
var það notað til árs 1895. er
Hjálpræðisherinn keypti það.
Þá fékk það heitið Herkastal
inn og síðar „Gamlj Herkast-
alinn“. En 1901 tók Thorvald-
sensbazarinn til starfa í Aust
urstræti 6, húsi Eyjólfs Þórðar
sonar úrsmiðs. Seinna réðust
félagskonur I að kaupa hasið
Veltusund 3, og heitir það hú.s
nú Austurstræti 4, þar sem
Thorvaldsensbazarinn hefur
verið síðan, og allur ágóði af
honum rannið til líknarmá'a.
íslenzkar konur hafa frá upp-
hafi komið heima-
vinnu sinni á markaðinn, og
tekur bazarinn á móti vörum í
umboðssölu enn þann dag í
dag.
Árið 1906 var stofnaéur inn
an félagsins Barnauppeldis-
sjóður Thorvaldsensfélagsins.
Oft hafa þeim sjóði borizt góð
ar gjafir frá velunnurum félags
ins, og er skemmst að minnast
tveggja stórgjafa.
Félagið stofnaði txl bílhapp-
drættis fyrir nokkruvn áruni.
Þá gerðist það að vinnlngsmið-
inn var póstsendur félaginu að
Pramhald á bls 12