Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 12
TfMINN FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965 Sextugur í dag: Séra Þorgrímur Sigurðsson Staðarstað í dag er Séra Þorgrímur próf- astur að Staðarstað 60 ára. Séra Þorgrímur er sonur hins lands- kunna skólameistara Sigurðar Þór- ólfssonar á Hvítarbakka og Ás- dísar Þorgríinsdóttur konu hans. Á Ilvítárbakka, hinu forna skóla- heimili, liggja því bernsku og ung lingaspor hans, við leik , nám og vinnu. Ungur að árum hóf Þor- grímur skólagöngu sína. Stúd- ent varð hann árið 1924, þá 18 ára gamall. Hóf síðan háskólanám í guðfræði við Háskóla íslands og síðar framhalds nám erlendis. Öllu sínu námi lauk Þorgrímur með miklum glæsibrag og á undan flestum sínum jafnöldrum. Prest vígslu til Grenjaðarstaða-sókna, hlaut hann árið 1931 og þjónaði þar til ársins 1944, er hann sótti um Staðarstaðarprestakall á Snæ- fellsnesi, sem hann hefur þjónað síðan. Þar sem séra Þorgrímur fer, dylst ekki, að enginn meðalmaður er á ferð, og slík hafa kynni okkar Snæfellinga verið af honum. Prest starf sitt í þremur sóknum hefur hann rækt af mikilli trúmennsku og hvergi hlíft heilsu sinni né eigin fjármunum til eflingar og viðgangs marg háttuðu safnaðar- starfi fyrir prestakall sitt og raun ar prófastdæmið allt og verið þar sjálfkjörinn forystumaður ekki sízt í uppbyggingu sönglífs sókn- anna. Skólamál og fræðslu! ungs fólks, hefur séra Þorgrímur látið mikið til sín taka,, enda mik- ill fræðimaður og afburða kenn- ari. Á heimili sínu hefur hann ætíð haldið skóla og nemendur hans munu nú skipta hundruðum víðsvegar að af landinu. Má telja til einsdæma, hversu miklu hann hefur fengið áorkað með kennslu sinni með stóran hóp ósamstæðraj nemanda oft við erfiðar aðstæð- ur sökum þrengsla á hinu mann- marga heimili. Má fullyrða að með þessu starfi sínu hefur séra Þor- grímur gert margan manninn úr mannsefninu, sem e.t.v. átti ekki margra kosta völ til menntunar. Eiga mun við hann hið fom- kveðna „að öllum ,kom hann til nokkurs þroska“. Þetta mikla menningarstarf verður aldrei full þakkað. Séra Þorgrímur er mikill unn- andi alls gróanda og gróðurs. fs- Þórunn Sveinsdóttir í dag er gerð útför frú Þórann- ar Sveinsdóttur. Hún lézt að heim ili sínu, Öldugötu 27 hér í bænum hinn 14. nóvember. Fædd var hún að Efri-Ey í Meðallandi 17.. júlí 1872, og varð því fullra 93 ára að aldri. Foreldrar frú Þórunnar vori Sveinn Ingimundarson Syeinsson- ar, bónda að Feðgum í Meðallanöi og Karitas Þorsteinsdóttir Sverris sonar bónda i Króki í Meðallandi en hann var albróðir Eiríks sýslu manns Sverrisens, móðurföður Ei ríks prófessors Briem og þeirra systkina. Þórunn flutfist til Reykjavík- ur 1898 eftir eins árs dvöl á Vatns leysuströnd, og annað ár þar áð- ur að Höfðabrekku í Mýrdal. Á Höfðabrekku kynntist hún manni sínum, Þórði Magnússyni frá Fagradal, en hann ólst upp hjá Ólafi Pálssyni umboðsmannj á Höfðabrekku, eftir að móðir hans andaðist. Þegar til Reykjavíkur kom, réð ist Þórunn til frænda síns, séra Eiríks prófessors Briem sem starfs stúlka. Hann var þá ekkjumaður, en dóttir hans, Ingibjörg, hafði búsforráð. En eftir lát Ingibjargar var Þórunn talin ráðskona á heim ilinu. Þann tíma, sem Þórunn heit in dvaldi á þessu heimili, taldi hún æ síðan sinn bezta lífsins skóiu oæð,- til munns og handa Er fullvíst, að frú Þórunn hafi allt sitt líf mótað orð sín og gjörð ir með hliðsjón af hinu háttprúða og göfuga lífi sem ástundað var á þessu heimili. Frú Þórunn var hannyrðasona og tilhneigingin til þess að skapa var í hennar erfð og lýsti sér Þá einnig í skrúðgarðinum við heimili hennar, en garðmenning var naumast komin til sögu í henn ar æsku, en heimilisgarðurinn að Öldugötu 7 er að upphafi fyrst og fremst hennnar verk. Þórunn undir sér vel í garði sín um við Öldugötuna, þar sem hún lenzku sveitalífi ann hann mik- ið, enda sprottinn upp af íslenzku bændafólki. Hann er ekki myrkur í máli um þýðingu sveitanna fyr- ir þjóðlífið og heitur í skapi, þeg- ar honum finnst rætt um þá hluti af litlum skilningi. Á hinu forna og nýja menntasetri Staðarstað hefur hann, ásamt umfangsmikl- um störfum rekið arðgóðan bú- skap og bætt jörð sína á ýmsan hátt. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að búskap eigi sveita prestar að stunda og deila þann- iig líka kjörum með sóknarböm- um sínum. Á menn og málefni er séra Þorgrímur glöggur gagn- rýninn en fordómalaus. Trúlegt er að eígi þyki hann góður flokksmaður pólitískra ein- stefnumanna, en mikill fengur því málefni, sem hann leggst á sveif með. Sóknarbömum sínum og öðr um er séra Þorgrímur viðkvæmur og sannur á raunastund, en hann er einnig fús til gleðifunda og þar mikill aufúsugestur, skemmt inn ræðinn og söngvinn, og setur öðrum fremur ferskan svip á hvers konar samfundi. Allir sem kynnzt hafa séra Þor grími, munu á einu máli, að þar fari saman mikill persónuleiki og góður drengur. Því munu þeir margir sem hugsa í dag hlýtt til þessa 60 ára heiðursmanns, sem gengur enn um garð beinn sem ungur væri, óbugaður af elli, and lega, sem líkamlega. Kvæntur er séra Þorgrímur Áslaugu Guð mundsdóttur frá Bóndhól í Borg- árfirði, hinni mikilhæfustu konu, sem stutt hefur mann sinn óbrot- in og af heilum hug í viðfangs- hlúði að trjám og nytjajurtum. Þeir voru ekki fáir sem komu til hennar, jafnvel snemma á vorin og fengu ljúfengt grænmeti handa sjúkum, áður en slíkt var komið í verzlaniraar. í garðinum mátti finna meðal annars graslauk og skarfakál. Þegar hún varð áttræð, fyrir 13 árum birtist viðtal við hana í Les- bók Morgunblaðsins 28. sept. 1952, og sagði hún þá við Árna Óla, blaðamanna meðal annars: „— og þetta er blessaður runni. Það er ekki furða þótt ávextirnir séu nefndir sólber, því það er sólskin í hverju beri, og að fólkið skuli ekki hagnýta sér bet ur grænmetið en eta dauða fæðu. Hér er hvert ljúfmetið öðru betra. Svo gengur hún milli hinna ýmsu jurtabeða og gamlir fingurn ir fara þýtt og ástúðlega um blöð in á hverri tegund, og segir: vinn an er lífsins viðhald — hún er lífið sjálft. Ef blómin gætu unn- ið sér til hita, þá munu þau ekki fölna í vomæðingnum. En nú skul um við koma inn og ég ætla að sýna þér dálítið. Þetta dálítið, var lítill vefstóll. f honum hefur hún ofið árum saman allskonar efni, tvistdúka, kjólaefni forláta glugga tjöld og glitvefnað. Og hér eru herðasjöl með listprjóni, og dýr- indis útsaum. Þetta er allt litað með jurtum úr garðinum. Með því að blanda þeim saman á mis- munandi hátt fæ ég mismunandi liti, sem eru bæði fagrir og skær- ir. Og hún kvaðst geta náð hinum fagurbláa lit venusvagnsins.“ Hún var áhugasamur félagi í Heimilisiðnaðarfélagi íslands. Hún fylgdist með og las dagblöð in til hinztu stundar. Með henni er hniginn merkur aldamótamaður! G. M. miklu lífsstarfi. Börn eiga þau hjón fjögur og auk þess einn fósturson. Öll eru þau uppkomin og hin mannvænlegustu, sem mik ils má af vænta. Nafnið Staðarstaður (Staður á Ölduhrygg) hefur jafnan verið feitletrað á spjöldum sögu þjóðar vorrar. Þangað hafa valizt marg ir hinir ágætustu menn sinnar tíð ar og þaðan hafa margir straumar legið, til menntunar og mann- dóms. f tíð þeirra Staðarhjóna hefur merkið ekki fallið, síður en svo, því sé þeim heiður og þökk. Ég persónulega færi Séra Þor- grími og fjölskyldu hans innileg- ar hamingjuóskir í tilefni afmæl- isdagsins. Þórður Gíslason Ölkeldu II. FRUMAN Framhald af bls. 8 ingu. Sögupersónur eru landnem ar í Nebraskaríki í Bandaríkjun- tun, og eru aðalpersónur tveir ungl ingar af ólíkum stofni og frá- brugðnu umhverfi. Willa Cather var á sínum tíma álitin einn allra bezti skáldsagnahöfundur Banda- ríkjanna, og hafa bækur hennar náð feykilegri útbreiðslu. Skáld- sagan Hún Antónía mín er al- mennt álitin eitt allra bezta verk þessa þekkta höfundar. STEFNIR DE GAULLE Framhald af 5. síðu gerðu Zorin, einn af sínum færustu mönnum, að sendi- herra í París. í april fór Gromyko utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Parísar. Rússar völdu franska kerfið í litsjónvarpi til Þess að sýna sinn góða hug í verki. Og nú hafa þeir tekið á móti Couve de Murville með alveg sér- stakri alúð. Stjórnir beggja landa hugsa hvor um sig um eigin hag fyrst og fremst og allur meginágrein ingurinn er óleystur eftir sem áður. Þegar gengið var frá fréttatilkynningunni að lokínni för franska utanríkisráðherrans til Moskvu, neituðu Frakkar að hafa þar nokkuð, sem talizt gæti óbein viðurkenning á Austur-Þýzkalandi. Rússar hafa engan áhuga á hugmyndum de Gaulles um Evrópu, sem nái frá Atlantshafi til Úralfjalla. Samkomulag er ekki í afvopn unarmálum, þar sem Rússar taka þátt í Genfar-ráðstefnunni, en Frakkar virða hana að vett- ugi. Þegar alls þessa er gætt vek ur það verulega atthygli, að stjórnir ríkjanna skyldu koma sér saman um að hafa í frétta tilkynningunni setningu, sem viðurkennir áhættuna við út- breiðslu kjamorkuvopna, þó að með fáum almennum orðum sé. Sýnilega er Þýzkaland ofarlega í hugum beggja. Frakkar eru ekki aðeins andstæðir öllum vestrænum áformum í kjarn- orkumálum, heldur hafa þeir einnig neitað að taka Þátt í fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkj anna, en hann á að hef jast í París 29. nóvember. Frakkar bera fyrir sig, að þeir hafi ekki einu sinni áhuga á að stofna fastanefnd til við- ræðna um kjarnorkumál. And- staðan gegn allri aðild Þjóð verja að kjarnorkuáformum kann að knýja Frakka til enn nánari samstöðu meo leiðtog unum í Moslrvu. En hve náin getur þessi sam staða orðið? Gert er ráð fyrir, að frönsk stjórnarvöld hefji á næsta ári. eða að afloknum kosningum, meginaðgerðir sín ar bæði á Evrópuvígstöðvunum og Atlantshafsvígstöðvunum. Þégar þar að kemur —en fyrr ekki — ætti að verða unnt að sjá, hvort de Gaulle hefir að- eins ætlað sér að nota Rússa sem grýlu til þess að knýja stjórnarvöldin í Bonn til meiri eftirlátssemi í skoðunum en áður, eða hvort Frakkar séu í raun og veru að reyna að reisa alveg nýja stefnu í utanríkis málum á rústum síns mikla áforms. (Eftir fréttaritara The Econo mist í París) HÖFÐU 48 KR. Framhald af bls 9 gjöf, og vildi gefandina ekki láta nafns síns getið Hin stórgjöfin var . sú, að er erfðaskrá Elísabetar Halls- aóttur, hjúkrunarkonu var opn uð eftir hennar dag, hafði hún ánafnað Barnauppeldissjóði félagsins, ásamt Kvenfélaginu Hringnum, íbúð sína að Hnng- braut 47, og sýnir þetta hug hennar til minnstu borgaranna í Reykjavík, eins og þær Thor- valdsensfélagskonur orða það. Jólamerki Baraauppeldis- sjóðsins koma út árlega, hið fyrsta 1913. Og í tilefni afmæl- isins nú gefur sjóðurinn út að auki sérsfakt hátíðarmerk. i litlu upplagi. Leikfangahapp- drætti sjóðsins hafa orðið mjög vinsæl og er ákveðið, að þau verði annað hvert ár. Á 80 ára afmæli félagsins var stofnaður , Hjálpar- og likn ar,sjóður“ og er árlega veitt úr honum til bágstaddra Auk þess berast ótal hjálparbeiðnir frá fólki, sem einhverra hluia vegna hefur orðið undir í lxfs- baráttunni, og hafa félagskon ur ætíð talið sér skylt að leysa þau mál af fremsta megni. Þar sem þetta í flestum tilvikum hefur verið tilfinningamál hlut aðeigandi, hefur verið farið með þau sem einkamál, og aldrei tilkynnt opinberlega um það. En í dag gefur félagið fimmtíu þúsund krónur til líknarstofnana í borginni. Formennskustarfj í Thorvald sensfélagi hafa þessar konur gegnt: Þórunn Jónassen, María Ámundason, Fransiska Olsen, Ragnheiður Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Svanfríður Hjartar dóttir. Aðeins tvær fyrrverandi formanna eru enn á lífi, Ragn heiður Gíslason sem var for maður 1932—36, og Svanfriður Hjartardóttir, er var formaður 1943—64. að undanskildum 3 árum, er hún var fjarv., en í fjarvist hennar gegndi Sigur- björg Guðmundsdóttir íot- mennsku. í núverandj stjórn íe lagsins eru: Unnur Schram, for maður. Bjarnþóra Benedikts- dóttir, Svanlaug Bjaraadóttir Sigurlaug Eggertsdóttir og Júl íana Oddsdóttir. f stjóm Bama uppeldissjóðs eru Steinunn Guðmundsdóttir, Guðný Al- bertsson og Halldóra Guð- mundsdóttir. Auk þess. sem áður segir um fyrsta formann félagsins má geta þess að Rósa Þórarinsdóttir gegndi gjald- kerastörfum í 47 ár samfleyft. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s. Hekla fer austur um land í hringferð ■ 25. þ.m. — Vörumóttaka ár- | degis á laugardag og mánudag til Djúpavogs Breiðdalsvíkur Gtöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð- ar, Norðfjarðar Seyðisfjarðar j Borgarfjarðar. Vopnafjarðar, R/aufarhafnar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á miðvikudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.