Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965
FRUMAN, FYRSTA BOK
IN í ALFRÆÐASAFNIAB
GE-Reykjavík, föstudag.
Um þessar mundir er nýr bóka
Konudagar og
Bóndadagar eftir
Willy Breinholst
GE-Reykjavík, fimmtudag
Konudagar og Bóndadagar nefn
ist bók, sem Bókaútgáían Fróði
hefur nýlega sent frá sér. Höf-
undur hennar er Willy Breiholst,
og hefur Andrés Knst.iánsson ann
ast þýðinguna.
Bókin fjallar um ýmisiegt í sam
búð hjóna, sem sumxr mundu kalla
hversdagslegt, en hefur samt harla
mikið mikilvægi í daglega lífinu.
Bókin skiptist í 14 kafla, sem
allir fjalla um óskyid málefni, svo
sem samkvæmislistina, aðferðir
til að útrýma húsamúsum, hvernig
hægt er að veggfóðra hjá sér stof-
urnar á hagkvæman hátt og þar
fram eftir götunum.
Bókin er 159 blaðsíður að stærð
og prentuð í prentssmiðju Jóns
Helgasonar.
| flokkur að hefja göngu sína hjá
almenna bókafélaginu, og nefnist
hann ALFRÆÐISAFN AB:
| í bókaflokki þessum er fjallað
| um vísindaleg og tæknileg efni
. og fjallar hver bók um afmarkað
svið. Gert er ráð fyrir að 10 bæk-
ur að minnsta kosti komi út í
þessum flokki, og þegar er ein
Fruman, um það bil að koma út,
og næsta bók, Mannslíkaminn,
er væntanleg innan skamms.
Bækur þessar eru gefnar út í:
samvinnu við 12 erlenda bókaút-;
gefendur, en frumútgefandi erj
Time-Life. Þetta útgáfufyrirkomu-.
' lag var einnig notað við bókaflokk i
iinn Lönd og þjóðir, og þótti gef-
íast vel, enda er alþjóðleg bóka-,
| útgáfa víðast hvar að færast mjög j
j í aukana.
1 Time-Life hefur í hyggju að:
j gefa út 25—30 bækur í þessum j
; flokki, en ekki er sennilegt, að ■
jAB gefi þær allar út. Jón Eyþórs;
!son veðurfræðingur hefur verið!
I bókmenntaráði AB til aðstoðar
: um val bókanna, og hefur haft í
samráð við þýðendur.
FRUMAN er þýdd af dr. Sturlu
Friðrikssyni. í bókinni er gerð ít-
'arleg grein fjTÍr frumunni, starfi
s hennar og næringaröflun, fjölgun
jhennar og vefja- og Iíffæramynd-
■ un. Bókin er mjög smekkleg, hana
prýða ótal skýringarmyndir, og
ætti hver sæmilega greindur mað-
ur að geta skilið hana, enda þótt
efnið sé vísindalegs eðlis.
MANN SLÍKAMINN er þýdd af
læknunum Páli Kolka og Guðjóni
Jóhannessyni. Það er skýrt frá
furðum mannslíkamans, líffærum,
líffærakerfum, beinagrindinni,
skilningarvitum og efnasamsetn-
ingunni, og hvernig þetta allt
vinnur saman. Eins og í FRUM-
UNNI eru í þessari bók fjöldi
skýringarmynda, og aftast í báð-
um bókunum er ítarleg atriðsorða
skrá til að auðvelda uppflett-
ingu á einstökum atriðum. Bækur
þessar eru eiginlega of nákvæmar
til að þær geti verið hentugar
kennslubækur, en ágætt væri að
hafa þær til hliðsjónar við
kennslu.
Auk þessara tveggja bóka er
ákveðin útgáfa á eftirfarandi bók-
um:KÖNNUN GEIMSIN S JVLANN S
HUGURINN, VÍSINDAMAÐUR-
INN, VEÐUR, HREYSTI og
SJÚKDÓMAR2 STÆRÐFRÆÐIN
EFNIÐ, FLUGIÐ.
Þá hefur AB sent frá sér bók-
ina Hún Antónía mín eftir banda
ríska kvenrithöfundin Willa Cath-
er. Bókin kom fyrst út árið 1918,
og var brátt þýdd 4 fjölda tungu-
mál, en þetta er í fyrsta skipti,
sem hún kemur út í íslenzkri þýð-
Framnaei oJs. 12
Stjórn Verkstjórafélagsins Þórs. Fremri röS f. v.: Jón Erlendsson for-
maður og Markús Guðjónsson, Aftari röð f. v.; Guðm. H. Sigurðsson,
Harel Halldórsson og Geirmundur Sigurðsson.
VERKSTJÚRAFÉLAG-
IÐ ÞÚR ÞRJÁTÍU ÁRA
MAL OG MALNOTKUN
Baldur Ragnarsson
Skálholt hf. hefttr nýlega sent
|| frá sér nýja kennslubók til notk-
unar viS móðurmálskennslu.
§! Nefnist hún Mál og málnotkun og
! er eftir Baldur Ragnarsson, kenn-
I, ara við Gagnfræðaskóla verknáms
| j f Revkjavík.
í inngangsorðum segir höfund-
»jUr m.a.: Markmið bókarinnar er
einkum að glæða málskilning
b' £: nemenda, vekja þá til umhugs-
I' unar um málið og notkun þess.
j Ef til vill mætti segja, að hún
, væri eins konar lítt afmarkað
|! millistig milli málfræðinems og
bókmenntalestrar og því tílraun til
að tengja það tvenut á lífrænni
hátt en almennt hefur verið gert.
Bókin Mál og málnotkun skiptist
í þrjá meginkafla, sem skiptast
síðan í undirkafla ásamt æfing-
um. Sem dæmi um fjölbreytilegt
efni þeirra má nefna markmið
málsins, orð og tilfinningar, rétt-
mæti fullyrðinga, áróður, samlík
ingar, hlutlæg orð og huglæg, sér
tæk orð og almenn, ritgerðasmíð,
stíl, orðtök og málshætti. Bók
þessi, sem er hin fyrsta sinnar teg
undar á íslandi, er einkum ætluð
skólanemendum, en einnig ættu
aðrir, sem áhuga hafa, að geta haft
hennar nokkur not.
Mál og málnotkun er 94 bls.
að stærð, og snoturlega úr garði
gerð. Formála ritar Óskar Hall-
dórsson námstjóri. Bóidn er prent
uð í Prentsmiðjimni Odda og heft
í Sveinabókbandinu.
Hinn 29. okt. s.l. hélt Verkstjóra
Ifélagið Þór hátíðlegt 30 ára af-
; mæli sitt með afmælisfagnaði í
i Þjóðleikhúskjallaranum.
Verkstjórafélagið Þór, sem er
félag verkstjóra í vélsmiðjum og
, skipasmíðastöðvum, var stofnað
12. nóv. 1935. Aðalhvatamaður að
,stofnun þess og fyrsti formaður
I var Bjarni Jónsson verkstjóri í
| Hamri og gegndi hann for-
jmennsku í alls 13 ár. Félagið hef
ur alla tíð unnið að kjaramáium
og öðrum sameiginlegum málum
verkstjóra og hefur tala félags-
manna sexfaldazt frá stofnun
þess.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Form. Jón Erlendsson
(Hamri), varaform. Markús Guð-
jónsson (Landssmiðjunni), ritari
Geirmundur Sigurðsson (Héðni),
gjaldkeri Marel Halldórsson
(Hamri) og meðstj. Guðmundur
Hafst'Sigurðsson (Slippfélaginu).
NÝTT BINDI AF MERKUM
ÍSLENDINGUM KOMIÐ ÚT
JÓN GUÐNASON
GB-Reykjavík, föstudag.
Nýtt bindi ævisagnasafnritsins
Merkra íslendinga kom út í dag,
búið tii prentunar af séra Jóni
Guðnasyni fyrrv. skjalaverði, út-
gefin af Bókfellsútgáfunni, og eru
ævisögumar tólf í þessu bindi.
Tvær eru eftir Jón biskup Helga
son, um Jón helga Ögmundsson
biskup á Hólum, og um séra Skúla
Gíslason, höfund Sagnakversins
góða. Aftar í bindinu er ævisaga
Jóns biskups Helgasonar, eftir dr.
theol. Eirík Albertsson. Um. ævi
Þormóðs sagnaritara Torfasonar
ritar Halldór prófessor Hermanns
son. Þá er ævisaga Jónasar skálds
Hallgrímssonar eftir Hannes skáld
Hafstein. Æviágrip Oddgeirs
stjórnardeildarforseta Stephens-
ens er eftir dr. Jón Þorkelsson
þjóðskjalavörð, en um dr. Jón
sjálfan ritar eftirmaður hans í emb
œttinu, dr. Hannes Þorsteinss..Um
ævi Gunnars prófasts á Svalbarði
Gunnarssonar ritar séra Bjöm
Halldórsson í Laufási, en Lúðvík
rithöfundur Kristjánsson um Þor
vald Jakobsson prest í Sauðlauks
dal. Æviágrip Guðmundar próf-
essors Hannessonar er eftir Níels
prófessor Dungal, Þorsteins skálds
og ritstjóra Gíslasonar eftir dr.
Alexander prófesor Jóhannesson
og loks dr. Björns Bjarnasonar
frá Viðfirði eftir dr. Guðmund
landsbókavörð Finnbogason.
Allar hafa þessar ævisögur birzt
áður á prenti, í Andvara, Sunnan
fara, Skírni og Prestafélagsritinu.
Myndir fylgja öllum ævisögunum,
og þó hefur ekki hafzt upp á mynd
af Jóni helga.
Orgelverk að norðan og vestan
GB-Reykjavík, miðvikudag.
Út era komin 15. og 16. hefti í
nótnaritsafninu Musica Islandica,
og verk eftór tónskáld vestan af
fjörðum og norðan úr landi.
f 15. hefti eru Prelúdíur og
postlúdíur fyrir orgel eða harmón
íum eftir Jóhann Ólaf Haraldsson
á Akureyri. Fyrst er prelúdía og
postlúdía frá 1950, og loks post
lúdía samin árið 1950.
í 16. hefti eru Fimm lög fyrir
orgel eða harmóníum eftir Stein
grím Sigfússon frá Patreksfirði.
Fremst er Andante (Spurn), þá
Prelúdía (Langi fjárdagur), þá
Adagio (Hugarangur), Pastorale
(Hjarðpípur) og loks Kóralforspil
(Kær Jesú Kristi).
Útgefándi er Menningarsjóður,
en verkin voru prentuð í Vínar
borg.
SJÚKRAHÚSSLÆKNIRINN,
FEÐGARNIR Á FREMSTA
NÚPI, ADDA í KAUPAVINNU
OG JÓA GUNNA BÆKURNAR
FRÁ BOB AKUREYRI
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyrir gefur út tvær bækur
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Önnur bókin er Feðgamir á
Fremra Núpi en hin heitir
Sjúkrahússlæknirinn. Sjúkrahúss-
læknirinn er ástarsaga um unga
stúlku sem lendir í slysi. Hún fer
á sjúkrahús, og fellir hug til lækn
isins. Feðgamir á Fremra Núpi er
bústýru hjá tveim feðgum, sem
báðir vilja eiga hana. Báðar eru
bækurnar milli eitt og tvö hundr-
uð síður.
Þá hefur Bókaforlagið gefið út
í haust Jóu Gunnu, sem
er skemmtisaga fyrir krakka upp
að tíu ára aldri, Jóa Gunna er
lítil brún bjalla, sem átti heima
í rannsóknarstofu vísindamanns.
Slys verður í stofu vísindamanns-
ins, og geislar falla á bjölluna,
og verða þess valdandi, að hún
getur á eftir bæði talað og hugsað.
Jóa Gunna lendir í miklum ævin-
týrum og endar með því að gift-
ast litlum bjöllustrák sem líka
er búinn að læra að tala og hugsa.
Undanfarin ár hefur Bókafor-
lag Odds Björnssonar á Alu'reyri
verið að gefa út í endurprenntun
Öddubækurnar, sem nutu mikilla
vinsælda hér áður, þegar þær fyrst
komu út. Adda í kaupavinnu,
fimmta bókin í Öddubókaflokkn-
um, kemur út að þessu sinni, en
áður eru komnar út, Adda, Adda
og litli bróðir, Adda lærir. að
synda, og Adda kemur heim. Nú
á aðeins eftir að gefa út í 2. út-
gáfu Adda í menntaskóla og Adda
trúlofast.