Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 7
I ' I
SAAB 1966 HEFUR
AUKNA HESTORKU
MEÐ ÞREM
CARBURATORS
ÞÉR FINNIÐ
VIÐBRAGÐSFLÝTINN OG
ÁNÆJULEGRI AKSTUR
SVEII8JÖRNSS0N & CO.
LANGHOLTSVEGI 113
SÍMI 30530
Öhæf ráðherraíhlutun í
fjárveitingavald Alþingis
Til söId
3ja — 4ra tierb. íbúðir á
mjög góðum stað í bæn
um, útb. 350 þús.
4ra herb. íbúð í austurbæn-
um.
Verzlunarhúsnæði í Reykja
vík, Fiskverkunarstöð á
Suðurnesjum og góður 40
lesta vélbátur.
Hef kaupanda
að 3ja—4ra berb. íbúð í
gamla bænum.
4ra herb íbúð i nýlegu
húsi og litlu einbýlishúsi
á góðum stað í bænum.
ÁKI JAKOBSSON,
lögfræðiskrifstofa,
Austurstræti 12,
sími 15939 og á kvöldin
20396.
Bráðabirgðalög stjórnarinnar um byggingu
skólamannvirkja vítt á Alþingi í gær.
í efri deild í gær voru bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar um
byggingu skólamannvirkja frá í
sumar til fyrstu umræðu, og
fylgdi Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra þeim úr hlaði.
Ráðherrann
sagði að eftir
að Alþingi gekk
frá fjárlögum s.
1. vor hefði á
vegum mennta-
málaráðuneytis-
ins verið gerð
um bygg-
og hefði til
gangur hennar verið sá að stuðla
að því, að skólar væru byggðir
þar sem þörfin var mest og að
hún skilaði á hverju ári sem
mestu af fullbyggðu skólahúsnæði.
Einnig, að meira væri gert af því
en áður að bjóða út skólabygg-
ingar. Þegar rikisstjórnin ákvað
að nota sér heimild Alþingis um
að lækka framlög til opinberra
framkvæmda um 20%, hefði skóla
byggingaféð í heild lækkað í 111,5
millj. kr. Við athugun hefði kom-
ið í ljós, að mjög illa kæmi við
og mundi víða valda vandræðum,
að klipin væru 20% af hverri ein-
stakri greiðslu. Gætu þá skóla-
byggingarnar stöðvazt á óheppi-
legu stigi. Vænlegra hefði sýnzt
að geta veitt fullt framlag eða
jafnvel meira þar, sem byggingar
voru komnar vel á veg, en frestað
öðrum á byrjunarstigi, þeim er
sýnt væri að ekki kæmust í not
á þessu ári. Það hefði hins vegar
verið vafi, að heimild Alþingis
næði til slíkrar tilfærslu, og því
hefði ráðherrann orðið að fá laga-
heimild til þess að ráðstafa fénu
í samræmi við skólabyggingaáætl-
unina. Þess vegna hefðu bráða-
birgðalög með þessari viðbóta-
heimild verið gefin út 28. maí.
Las ráðherrann síðan upp skrá um
þá skóla, sem fengið hefðu fullt
framlag eða viðbót sem lán af
geymslufé skólabygginga, sem
stöðvaðar hafa verið. Ég tel hafið
yfir allan efa, sagði ráðherrann,
að skólabyggingaféð hafi notazt
miklu betur með þessum hætti,
sagði ráðherrann.
Alfreð Gíslason kvað þessa ríkis
stjórn hafa verið örláta á útgáfu
Skrafdrjúgt
um fiöurfé
í neðri deild Alþingis var í gær
rætt lengi fundar um fuglafriðun
og fuglaveiðar. Benedikt Gröndal
hafði framsögu fyrir hönd mennta
málanefndar og nokkrar breyting-
artillögur lágu einnig fyrir frá
einstökum nefndarmönnum. Kom
fram nokkur gagnrýni á ýmis at-
riði frura^-arnsins, ekki sízt ákvæði
eða ákvæðavöntun um útrýmingu
svartbaks og annarra meinfugla.
Þetta er stjórnarfrumvarp, en þó
hafði forsætisráðherra ýmislegt á
hornum sér um gerð þess og urðu
ýmsar hnippingar um það. Var
umræðunni frestað og frumvarp-
inu vísað aftur til nefndar til betri
athugunar.
bráðabirgðalaga og mundi engin
önnur ríkisstjórn hafa komizt með
tæmar, þar sem hún hefði hælana
í þessum efnum. Hann minnti á
hin frægu bráðab.l. um síldarverð-
ið, sem ollu stöðvun flotans. Hann
benti á, að aðeins hefði liðið hálf-
ur mánuður frá þinglokum til út-
gáfu bráðabirgðalaganna um skóla-
byggingarnar og spurði, hvað
hefði breytzt svo mjög á þeim
skamma tíma, sem gerði útgáfu
bráðabirgðalaganna brýna nauð-
syn? Ég tel, að þau hafi verið
gefin út gersamlega að þarflausu,
og að ríkisstjórninni hafi borið að
halda sér við ákvarðanir meiri-
hluta Alþingis í þessu máli, sagði
Alfreð. Með útgáfu laganna gaf
ríkisstjórnin sjálfri sér heimild til
þess að umbylta samþykktum Al-
þingis í því skyni að flýta bygg-
ingu sumra skóla en seinka öðr-
um, raska þeirri skipan, sem Al-
þingi hafði sett um þetta.
Páll Þorsteins-
j' son kvaðst vilja
'é meðferð " þessa
M um rekstur og
arfélög reka saman væri svo kveð
ið á, að Alþingi ákvæði hvernig
framlögum til skólabygginga væri
hagað. Alþingi hefði við afgreiðslu
fjárlaga jafnan farið eftir þeim
lögum. Það hefði jafnan leitað
álits þeirra embættismanna, sem
gerzt þekktu nauðsyn og þarfir í
þessum málum og undirbúið skipt-
ingu sína þannig eftir beztu
manna yfirsýn. Það hefði síðan
ákveðið nákvæmlega fjárhæðir til
hvers mannvirkis, og síðan ekki
verið frá því vikið. Þannig hefði
skólabyggingafénu líka verið skipt
1964 og að fullu verið frá þessu
gengið að venju, þegar þingið fór
heim 12. mai.
Nú kæmi menntamálaráðherra
hins vegar fram og segði, að
hinn 28. maí, rúmum hálfum mán
uði síðar, hefði komið í ljós, að
ekki hefði reynzt unnt að fram-
fylgja þessari úthlutun Alþingis
vegna skólabyggingaráætlunar,
sem gerð hefði verið. Ætla yrði,
að gerð slíkrar áætlunar hefði tek
ið nokkurn tíma, því að það væri
ekki vandalaust mál, og hefði ráð-j
j herra því hlotið að vita um hana
: meðan þingið stóð. Á hana hefði
ráðherrann þó aldrei minnzt við
þingið né vikið að því, að miða
yrði skiptingu fjárins við hana.
Það hlýtur að hafa legið fyrir 12.
maí, hvers þyrfti við og því hefði
ástæða verið til þess, að ráðherr-
ann gerði þinginu grein fyrir
þessu, áður en það fór heim. Það
var ekki gert, heldur þagað og
' gefin út bráðabirgðalög, sem ger-
; breyttu gerðum fjárveitingavalds-
j ins á Alþingi fáum dögum eftir
heimför þess. Ég ætla, sagði Páll,
j að þessi málsmeðferð sé svo ein-
i stæð og eftirtektarverð, að ástæða
sé fyrir Alþingi að staldra við og
hugleiða, hvað hér hefur gerzt.
I Sú ríkisstjórn, sem fer þannig að,
j hlýtur að fá harða dóma á Al- j
þingi.
Páll sagði það augljóst orðið, að ,
náið samband væri milli skerð-1
ingarheimildar fjárlaganna og
útgáfu bráðabirgðalaganna og
mjög dregið í efa, að þessi al-
menna skerðingarheimild veitti
framkvæmdavaldinu heimild til
þess að breyta hlutföllum þeirrar
skiptingar, sem fjárveitingavald-
ið á Alþingi hefði gert. Þama
væri augljóslega gengið lengra í
frávikum frá fjárlögum en nokk-
ur heimild væri tfl. En ef það
hefði verið nauðsyn að skerða
þannig skólabyggingar í landinu,
mætti ætla, að slík nauðsyn hefði
ekki verið minni um takmörkun
á öðrum framkvæmdum, t.d. verzl-
unarhúsum, bankahúsum og ýmsu
öðru. Fyrst ríkisstjómin teldi sér
fært að beita heimild til útgáfu
bráðabirgðalaga til þess að hrista
saman skiptingu Alþingis á skóla-
fé og leggja stein í götu sveitar-
félaga við byggingu skóla, hefði
mátt ætla að hún hugleiddi, hvort
ekki mætti með svipaðri lagagerð
minnka eitthvað framkvæmdir
fjársterkra einkaaðila, til þess að
ná svipuðu markmiði, en sú leið
virðist ekki hafa hvarflað að rík-
isstjórninni.
Málinu var síðan vísað til 2.
umræðu.
• 400 W MÓTOR — 2 SKÁLAR — HNOÐARi — ÞEYTARI
• VERÐ INNAN VIÐ 4000 KR.
• ÚRVAL AUKATÆKJA JAFNAN FYRIRLIGGJANDL
• BRAUN HRÆRIVÉLIN FÆST I RAFTÆKJA
VERZLUNUM í REYKJAVtK OG VtÐA UM LAND.
BRAUN-UMBOÐIÐ
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF., REYKJAVtK.
SRflun
KM 32
K.Á.,
SELFOSSI
SÍMAR:
VESTMANNAEYJUM 1202
REYKJAVÍKURFLUGVEUI 22120
EYJAFLUG
VÉLAHREINGERNING
Vanir
menn.
Þægileg
Fljótleg
Vönduð
vinna
Þ R I F —
sími 41957
og 33049.
MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965
ÞINGFRÉTTIR
TÍMINN
ÞINGFRÉTTIR
B8LLINN
Bent an loecar