Tíminn - 19.11.1965, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965
ÍÞRÓTTIR 1 TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
PUNKTAR
Málefni knattspymudómara er sí
gilt umræðuefni. Allar líkur benda
til þess, að á næstunni megi bú-
ast við stórfelldum breytingum á
kjörum ísl. knattspyrnudómara og
jafnvel verði farið inn á þá braut
að greiða þeim fyrir störf á leik-
vellinum. Skiptar skoðanir eru
um þetta mál og eflaust verður
rætt um það á ársþingi KSÍ um
helgina, þótt það sambykki ekki
neina reglugerð þár að lútandi.
En allar umræður um dómara
málin eru gagnlegar — svo fram-
arlega. sem öllum öfgum er
sleppt — og víst er, að við eigum
of fáa góða dómara. Launagreiðsl
ur gætu orðið til Þess, að starf
ið yrði eftirsóknarverðara, og
með því ættum við að geta eign
azt stærri og betri dómarastétt,
sem hægt er að gera meiri kröfur
til.
Hér á íþróttasíðu Tímans var
í febrúarmánuði s. 1. viðtal við
nokkra dómara og áhugamenn um
launagreiðslur til dómara. Hanncs
Þ. Sigurðsson, milliríkjadómari,
var einn þeirra og mælti hann
eindregið með því, að launagreiðsl
ur yrðu teknar upp. Sagði Hann
es m. a.:
„Ekki hafa dómarar sjálfir né
íbróttaforystan heldur verið á
einu máli um, hvort telja ætti
starf dómarans „íþrótt“ eða íþrótt
dómarans „starf“. Og Hannes held
ur áfram: „Eg hef ávallt fyllt
þann flokk, sem telur þjónustu
dómarans starf en ekki íþrótt.
Þess vegna hef ég verið fylgjandi
hugmyndinni um greiðslur fyrir
starfið. Rökstuðningurinn er
þessi: Það er aldrei hægt að
krefjast þess sama af manni, sem
vinnur áhugastarf, og manni, sem
tekur greiðslu fyrir þá Þjónustu,
sem hann lætur í té.“ Síðar segir
Ilannes: „I dag er ekkert það til,
sem gerir þetta starf það cftir-
sóknarvert. að áhugamenn al-
mennt hafi sérstaka löngun til
dómarastarfa. Fáir endast í starf
inu lengi, enda eru þeir fljóttald
ir, sem starfað hafa sem dómarar
í 15 ár eða Iengur.“
Þetta eru orð þekktasta knatt
spyrnudómara okkar, sem staðið
hefur í eldinum lengi og talar af
þekkingu. Það er fyllsta ástæða til
að gefa þeim gaum. Dómaramálin
— eða öllu heldur dómaravanda-
málin — Þarf að taka föstum tök-
um og má ekki dragast úr hömlu
að þeim sé sinnt. —alf.
Islandsmótið í
handknattleik
Þátttökutilkynningar fyrir ís-
landsmeistaramót íslands i hand-
knattleik þurfa að hafa borizt fyr
ir l des. til Handknattleiksráðs
Reykjavíkur. ÍÞróttamiðstöðinni
Laugardal. Þátttökugjald fyrir
hvert lið er kr. 35.00 og skal
greiðast um leið og tilkynnt er.
Handknattleiksráð Reykjavíkur
„SJáVA" TKYQOT ER VEL
Sigríður
Birgir
Leikurínn gegn Pél-
landi þegar ákveðinn
- segir Bogi Þorsteinsson, form. KKÍ.
Alf-Reykjavík, fimmtudag.
fþróttasiðan átti í dag tal við Boga Þorsteinsson, formann Körfu-
knattleikssambands íslands, og innti hann nánar eftir tilboði pólska
Iandsliðsips og bandaríska háskólaliðsins Kentucky um að leika í
Reykjavík.
Bogi sagði, að tilboði Pólverjanna hefði þegar verið tekið og myndu
þeir koma hingað á tímabilinu 16.—19. nóvember. Við bandaríska liðið
er ekki búið að semja endanlega, en Það verður á ferðinni hér nokkr-
um dögum fyrir jól — mjög óheppilegur tírni — en Bogi sagðist
búast við því, að liðið léki hér tvo Ieiki.
Þá skýrði Bogi ennfremur frá því, að KKÍ stæði í samningum við
Skota um landsleik 29. janúar n- k., en á þeim degi fyrir fimm árum
var KKÍ stofnað og vill sambandið minnast afmælisins með landsleik.
Dregið í Evrópubikarkeppninni í handknattleik:
Bai ÁNO MED MðTHERJANA
FH mætir Fredensborg, Noregi, og Valur mætir Skouen Noregi.
Alf — Reykjavík, fimtudag.
Nú hafa lið verið dregin saman í Evrópubikarkeppn-
inni í handknattleik, en eins og kunnugt er, taka íslands-
meistarar FH í karlaflokki og íslandsmeistarar Vals í
kvennaflokki þátt í keppninni. í Ijós hefur komið, að
ísl. og norsku meistararnir hafa dregizt saman. FH mætir
Fredensborg — liðinu, sem kom hingað fyrir einu og
hálfu ári á vegum Víkings — og Valur mætir norsku
kvennameisturunum Skouen.
Eg hafði samband við fyrir-
liða FH og Vals, Bírgi Björíis
son og Sigríði Sigurðardóttur
og bað þau að segja álit sitt
á mótherjum sínum.
Gott að mæta Norðmönnum.
Birgir Bjömsson sagðist hafa
orðið mjög ánægður. þegar
hann frétti það, að FH ætti
að mæta Fredensborg. „Það er
gott að mæta Norðmönnum
allra hluta vegna“, sagði hann,
„og ég er ánægður að Þvi
leytí. að við fáum stytzta ferða
lag, sem hœgt var að hugsa
sér. Eg veit ekki um styrk-
leika Fredensborg núna, en lið
ið kom hingað 1964 og lék þá
fjóra leiki og vann engan, en
gerði eitt jafntefli. FH lék
gegn liðinu að Hálogalandi og
sigraði með 14 marka mun,
32:18. Eg get vel trúað því, að
breytingar hafi orðið á styrk
leika þessa norska liðs síðan —
og það hlýtur að eiga einhverja
menn í norska landsliðinu, sem
hefur staðið sig prýðisvel að
undanförnu."
— Hefur FH-liðið æft vel að
undanförnu?
— Já, mjög vel. Það er verst.
að sennilega fáum við enga
mótaleiki áður en við leikum
gegn Norðmönnum. En við höf
um leikið nokkra æfingaleiki —
og svo ætti það að vera ákjós
anlegt fyrir okkur að fá leik
gegn tékkneska liðinu, sem
kemur hingað á vegum Fram
í desember-byrjun.
Þess má geta, að leikjum FH
og Fredensborg á að vera
lokið fyrir 9. janúar.
Stytzta ferðalagið.
— Eg er mjög ánægð með
mótherjana, sagði Sigríður Sig
urðardóttir. — Eg hef að vísu
ekki séð til þessa liðs, en við
Valsstúlkurnar höfum nokkur
kynni af norskum handknatt
leik, því við lékum í Noregi
1964. Þá unnum við 4 leíki af
6, en töpuðum hinum tveimur
og var annar leikurinn gegn
þáverandi Noregsmeisturum.
Töpuðum við Þeim leik með
tveggja marka mun.
Með því að við lendum á
móti norsku stúlkunum fáum
við stytzta ferðalagíð. Það
hefði komið sér illa, hefðum
við lent á móti t. d. þýzku liði.
— Verðið þið búnar að fá
Vigdísi Pálsdóttur aftur í lið
Ið fyrir leikina?
— Já, ég reikna með því.
Hún meiddist í öðrum lands-
leiknum gegn Dönum og virt-
ust litlar líkur til þess, að
hún gæti leikið meira á þessu
keppnistímabili. En sem betur
fer, virðast meiðslin ekki al-
varlegs eðlis og byrjar hún að
æfa með okkur á næstunni.
Þess má geta, að leikjum
Vals og norska liðsins á að
vera lokið fyrir 31. desember
n. k. Bæðí í karla- og kvenna
keppninni er leikin tvöföld um
ferð og verða leikimir hér
heima að fara fram f íþrótta
höllinni í Laugardal.
Kjörgaröur
Engin glugga-
tjöld hanga
eins fallega
og þau úr is-
lenzku ullinni,
sem Últíma
framleiöir-
Kynnið yður
verð og gæði.
Hltima
Auglýsið í TIMANUM
Skrifstofumaður
og skrifstofustúlka
óskast.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist sem fyrst.
SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS.
BLAÐBURÐARFÓLK OSKAST
til að bera blaðið til kaupenda i eftirtalin hverfi:
Tunguveg
Túnin
Laufásveg.
ÍM«M»
BANKASTRÆTI 7, SÍMI 12323.