Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.11.1965, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 1965 TlfVBINN T1 rannsóknum hans á fornminjum og siðum manna í Austur- löndum nær. Ein var sú bók, sem orkaði hvað sterkast á T.E., það var ”Arabía Deserta" eftir Charles Doughry. Þetta' er ein hinna sígildu ferðabóka og hafði lestur hennar geysi- áhrif á T. E. og framtíð hans. Áhugi T.E. fyrir virkjum og víggirðingum miðalda varð til þess að hann tókst á hendur ferð til Sýrlands og Palest- ínu til þess að rannsaka kastala og virkjaferðir krossfar- anna. Hann hélt í þessa ferð sumarið 1909. Ferðaðist fót- gangandi um þessi svæði og byggði herbergi með landsins innbyggjurum og lagði á sig erfiði og þrautir. Hann sýktist í þessari ferð af malaríu og taugaveiki, en þrátt fyrir alla erfiðleika og harðræði hreifst hann af íbúum og löndum aust- ur þar og bráðlega urðu þessi landsvæði og íbúar þeirra honum hans annað föður- og fyrirheitna land. Tilgangur hans með þessari ferð var einnig sá að skrifa ritgerð, sem nauðsynleg var til B.A. prófs. Þessi ritgerð var síðar gefin út sem "Kastalar krossfaranna,“ ritið var mynd- skreytt af höfundi og ljósmyndir allar voru teknar af hon- um sjálfum. Hann tók lokapróf með prýði. Hann hlaut nokk- urn styrk fyrir áhrif Dr. Hogarths, og sá styrkur gerði honum fært að vinna sem sjálfboðaliði með rannsóknarleið- angri British Museum að uppgreftri Karkemisj, hinni fornu borg Hittíta. Hann lagði stund á arabisku við ameríska trúboðsskólann í Jebail í Líbanon. Dr. Hogarth kom þangað og -tók hann með sér í rannsóknarleiðangur um Sýrland. Þeir komu til Karkemisj í marzmánuði 1911. Þar dvaldist hann næstu þrjú árin, vann að uppgreftri, flokkaði leirmuni, stjórnaði arabísk- um og kúrdískum verkamönnum bjó meðal þeirra og lærði mállýzkumar, sem þeir töluðu. Hann kynntist þeim og hög- um þeirra, hjátrú og hindurvitnum. Oft varð hann að vera sáttasemjari, þegar deilur risu með þeim. Þegar hitinn var sem mestur sumarið 1911, varð að hætta vinnu um stundarsakir. Það hlé notaði Lawrence til að fara aðra ferð um Sýrland, fótgangandi, en henni lauk með ofþreytu og hitasótt. Hann dvaldist um tíma í Oxford til að ná sér, hélt síðan aftur til Karkemisj. Þar dvaldist hann næstu tvö árin, að undanskildum smátíma, sem hann var í Oxford sumarið 1913. Hann bauð tveimur arabiskum vinum sínum með sér heim, og þeir bjuggu allir á heimili Lawrence, Polstead Road 2. Þessir vinir hans voru: Hamoudi sheik og Dahoum vatnsberi, en með þeim síðarnefnda hafði Lawrence ferðast um sýrlenzku eyðimörkina. Þeir þrémenn- ingar vöktu ekki litla athygli í Oxford, einkum eftir að Lawrence hafði kennt þeim á reiðhjól og þeir þeystu um stræti bæjarins í flaksandi Arababúningum. Árekstur við egypzkan námsmann varð til þess að auka enn andúðina á þessum furðufuglum og bæjarmenn urðu fegnir þegar þrenningin hvarf á braut. Sýrland hafði mikil áhrif á Lawrence. Hann fékk hina mestu óbeit á Tyrkjum, sem honum fannst kúga og svívirða þessa gestrisnu og kurteisu þjóð. Hann nefndi landið oft ”Yndisgarð“ og vildi að hann yrði hreinsaður af högg- ormum og blóðsugum. Hann sór að gera Damaskus að höfuðborg í Arabíu Líberata. Meðan þetta gerðist voru stórveldi Evrópu að undirbúa væntanleg átök. Kitchener lávarður var aðalfulltrúi Breta á Egyptalandi um þessar mundir og hann áleit að Tyrk- land myndi berjast við hlið Þjóðverja, ef til styrjaldar drægi. Hann hafi áhyggjur af vörnum Súezskurðarins, sem var Bretum svo þýðingarmikil samgönguleið. Bezta varnarað- staða fyrir Egyptaland var á Sínaískaga, en hann laut yfir- ráðum Tyrkja og auk þess ókortlagður. Rannsóknarsjóður Palestínu var látinn kosta rannsóknarverð um skagann undir því yfirskini að leita „þeirra leiða, sem ísraelsmenn höfðu fyrrum farið og fræg er sem fjörutíu ára dvöl þeirra í eyðimörkinni.“ Meðal leiðangursmanna voru Woolley, T.E. Lawrence og S.F. Newcombe liðsforingi í verkfræðingadeild hersins. Árangur ferðar þeirra var "Skýrsla um öræfi Zin“, sem þeir luku við sumarið 19J4. Þeir. voru að vinna að kortunum yfir þessi svæði, þegar striðið hrauzt út. Lawrence vann að samningu leiðarvísis um Sínaísvæðið það sem eftir var ársins. Sá leiðarvísir var ætlaður hernum. í desember voru hann, Woolley, og Newcombe skipaðir starfsmenn upplýsingadeildar hersins í Kaíró. Lawrence átti að gera landakort, yfirheyra tyrkneska fanga til þess að C The New American Library í LEIT AÐ ÁST ELANORFARNES 12 — Réttið mér lykilinn, sagð Peter. — Eg skal opna bílinn.. . Hún leitaði í veskinu að lykl- inum og þegar hún dró hann upp fylgdj eitthyað með, sem féll nið- ur á jörðina. Þau beygðu sig sam tímis eftir því og rákust hvort á annað. Fíóna missti jafnvægið og Peter greip hana, svo að hún koll- steyptist ekkki. — Afsakið, sagði hann glaðlega með sinni djúpu rödd. Hann hafði enn ekki sleppt handleggn- um á henni. Fíóna sneri sér við til að opna bíldyrnar og Peter ætl aði að taka lykilinn af henni. Skyndilega stóð hún í fangi hans. Hann þrýsti henni fast að sér með snöggri hreyfingu, sem hann virtist ekki geta stjórnað. Hún var svo grönn og indæl i fangi hans og hann fann daufan ilmvatnsblæ- inn úr hári hennar. Nokkrar sek- úndnr gleymdi hann allri skyn- semi. það var svo unaðslegt að halda svona utan um hana. Fíóna varð svo undrandi, að húr, stóð kyrr. Það var einkenni- legt að vera í fangi ókunnugs | manns. Næstum treglega losaði hún sig, og var þakklát fyrii- myrkrið sem skýldi and- ; litum þeirra. Það var þögn. Peter velti óró- legur fyrir sér, hvað hefði eigin- lega komið yfir hann. Aftur fann hann villta löngum til að taka hana í fang sér. Fíóna sagði: — Ég verð að koma mér af stað. Þau fara sjálfsagt að undrast um mig heima. Hún opnaði bílhurðina og sett- ist inn. Svo setti hún bilinn í gang og áður en hún bakkaði bíln um út af stæðinu kallaði hún til hans: — Góða nótt, hr. Webber. Hún jók hraðann, þegar hún kom út á aðalveginn og hugs- aði um það sem gerzt hafði. Það var ekki skrítið þótt hann ætti í basli með einkaritara sína, ef það var svona, sem hann kom fram við stúlkurnar, hugsaði hún. Því að ekki lék minnsti vafi á, að hann var sérstaklega glæsilegur. Hún vorkenndi einkaritaranum, fyrrverandi. Henni sjálfri stafaði engin hætta af honum. Hún hafði sinn Guy! Sumar hinna stúlkn- anna voru kannski ekki eins heppnar og hún. Hafi Fíóna verið undrandi var það ekkert í samanburði við undr un Peters sjálfs. Hann var ekki aðeins undrandi, hann var gram- ur og fúll. Hann sem hafði alltaf prédikað ópersónulegt samband á skrifstofunni hafði látið þetta koma fyrir! Þetta hafði aldrei gerzt áður, hvorki með fyrrver- andi einkaritara hans né nokkra aðra stúlku af skrifstofunni. En þrátt fyrir það hafði hann boðið þessari ungu stúlku með sér heim af skyndilegri hugdettu og ekki látið þar við sitja, heldur einnig tekið hana í fang sér. Peter, drengurinn minn, sagði hann við sjálfan sig. Þú verður að reyna að hafa stjórn á þér. Hvað er eiginlega að þér? Þegar Fíóna kom loks heim, var Elísabet að skemmta nokkrum vin um þeirra. Hr. og frú Chard höfðu farið út um kvöldið svo að Elísa- bet bað Georg að koma og hún hafði hringt til nokkurra kunn- ingja líka. Nú var dansað í stof- unni við seiðandi tónlist. Guy hafði komið rakleitt af skrifstof-l unni og búizt við, að Fíóna kæmi nokkurn veginn samtímis. — Hvers vegna kemurðu svona seint? sagði Elísabet. — Veslings Guy hefur verið frávita í marga klukkutíma! — Ég þurfti að vinna, sagði Fí- óna. — En þú hefur þó varla verið allan tímann á skrifstofunni? — 0, nei, ég varð að fá mér að borða og svo tekur nú sinn tíma að komast hingað. — En nú ertu komin, sagði Guy — eigum við að dansa. Svo dönsuðu þau út á gólfið til hinna. — Elskan mín, hvíslaði hann að henni. — Ég hélt þú ætlaðir aldrei að koma. Veiztu ekki, hvað það er óttalegt fyrir mig að bíða svona. — En Guy, ég hafði ekki hug- mynd um að þú yrðir hér. — Elísabet hringdi til mín rétt fyrir fimm, svo að auðvitað kom ég. Hún vissi heldur ekki, að þú þyrftir að vinna lengur. Var það virkilega nauðsynlegt að þú ynnir eftirvinnu, Fíóna? — Ég átti ekki hægt með að neita. — Finnst þér starfið skemmti leggra en þú hafði búizt við? — Já, ég hef mikla ánægju af því. Ert þú ekki sama sinnis hvað þitt starf snertir, Guy? — Nei, það er fráleitt. Það er bara venjulegt leiðindastarf, en ég hef þó vel í mig og á, þótt ekki verði mikið afgangs. Eg byrja ekki að lifa fyrj- en vinnu- dagurinn er á enda. Eg lifi bara þegar ég er með þér, Fíóna. — En góði bezti, þetta er hreinasta della! — Það gerir ekkert til, sagði hann og kyssti hana á kinnina. Fíóna var langt frá því að vera ánægð, en þetta var hvorki stund né staður til að andmæla. Þau heyrðu lágværan hlátur frá hin- um og lögin voru hæg og seið- andi, þar sem þau dönsuðu í rökkrinu. Auk þess var hún þreytt eftir erfiði dagsins. Skömmu seinna kom Helga inn með kaffi og snittur handa þeim. — Við skulum taka það með okkur út í garðinn, stakk Elísa- bet upp á. — Það er svo yndis- legt veður í kvöld. Láttu piltana bera það út, Helga. Og hópur- inn tók veitingarnar og gekk út og settist fyrir utan stofuglugg- ann. Elísabet hellti í bollana og Georg útbýtti þeim. — Guy, sagði einn úr hópnum, — Hvar er gítarinn? Nú væri ekki amalegt að þú tækir eitt lag. — Já, gerðu það, Guy. Eitt- hvað reglulega hugljúft, Guy, heyrðist úr öllum áttum. Einhver fór og sótti gítarinn og rétti hann að Guy, þar sem hann sat í skugganum við hliðina á Fíónu. ÚTVARPIÐ Föstudagur 19. nóv. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg Iisútvarp. 13.15 Lesin daj skrá næstu viku.. 13.30 Við vinnuna: Tón leikar. 14.40 Við, sem heima sitj um. Þóra Borg les framhaldssög una „Fylgikona Hinriks VII.“ eft ir Noru Lofts þýðingu Kolbrún ar Friðþjófsdóttur (4). 15.00 Mið degisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp 17.00 Fréttir. 17.05 Stund fyrir stofutónlist. Guðmundur W. Vii hjálmsson kynnir tónverkin. 18. 00 Sannar sögur frá liðnum öld- um. Alan Bouclier býr til flutn ings fyrir börn og uhglinga, Sverrir Hólmarsson les ' þriðju söguna frá Kína. 18.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöld vaka: a. Lestur fomrita: Jóms. víkinga saga. Ólafur Halldórsson cand. mag. les (4). b. Vínlands kortið. Þórhallur Vilmundarson prófessor flytur erindi. c. Tök um lagið! Jón Ásgeirsson og for söngvarar hans hvetja fólk til heimilissöngs. d. Gömlu lögin. Páll Bergþórsson Jes rímur eftir Sveinbjöm Beinteinsson. 21.35 Útvarpssagan: „Paradísarheimt" eftir Halldór Laxness. Höf. flytur (8). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 íslenzkt máí. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 22. 30 Næturhljdmleikar; Tvö verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 23.30 Dagskrárlok. í dag Laugardagur 20. nóvember '.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp kl. 13.00 Óskalög sjúklinga Sristín Anna Þórarinsdóttir kynn r lögin 14.30 í vikulokin þáttur Imdir :tjóm llónasar Jónas onar. 16.00 Veðurfregnir Þetta 'il ég heyra Brian Holt ræðis- naður velur sér hljómplötur. 17. 10 Fréttir. Fónninn gengur Ragn íeiður Heiðreksdóttir kynnir nýj istu dægurlögin. 17.35 Tóm- tundaþáttur bama og unglinga fón Pálsson flytur. 18.00 Útvarps laga barnanna: „Úlfhundurinn" :ftir Ken Anderson. Benedikt \mkelsson les söguna í eigin >ýðingu (9). 18.20 Veðurfregnir .8.30 Söngvar í léttum tón 18.45 .9.30 Fréttir. 20.00 Á tímum æisara og ráðstjórnar. Guðmund ir Jónsson kvnnir rússneska öngvara, eldri og yngri. 20.40 Leikrit: „Vorgróður" eftir Jhon dark. Leikstjóri: Baldvin Hall- iórsson. 22.00 Fréttir og veður regnir. 22.10 Útvarpsdans. 24.00 eðurfregnir 01.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.