Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 1
mmm ŒQfííDKD STJÓRNARSKRÁR- BREYTINGIN á kjör- dæmaskipun landsins var í gær samþykkt endanlega í efri deild og þar með af- greidd til ríkisstjórnarinn ar sem lög frá alþingi. Samtímis var í neðri deild afgreitt til efri deildar frumvarp til nýrra kosn- ingalaga og má nú ætla, að sumarþingið ljúki störf um á föstudag og að nýjar kosningar fari ’fram 18. eða 25. október. Landinu verður nú skipt í átta stór kjördæmi og kosnir aS viðhöfðum hlutfallskosning- um 5 til 6 þingmenn í þeim öll- um nema í Reykjavík, sem vel- ur sér 12 fulltrúa. Samkvæmt nýju lögunum verður upp tek- in réttlátari skipan alþingis bæði hvað snertir hlut ein- stakra flokka og einstakra landsmanna eftir því hvar þeir eru búsettir, en þó hafa íbúar dreifbýlisins drjúgum meiri á- hrifarétt á skipan alþingis held ur en íbúar þéttbýlis, svo sem allir flokkar hafa orðið sam- mála um. Um hina nýju kjördæma- skipan hefur verið meira rætt og ritað á síðastliðnu misseri en nokkurt annað þjóðmál óg í kosningunum 28. júní kusu: nær 73 af hundraði allra at- kvæðisbærra manna í landinu þá þrjá flokka, sem að kjör- dæmabreytingúnni stóðu, en Framsóknarflokkurinn. sem barizt hefur harðlega gegn. þessari breytingu, bætti við sig tveimur þingsætum. Áður en frumvarpið kom til atkvæðagreiðslu eftir þriðju umræðu málsins í efri deild í g'ær, tóku til máls allir þing- menn Framsóknarflokksins í deildinni og lýstu allir, þrátt ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ !■■■■■■■■■■■■■•< 476 flultir FLUGFÉLAG íslands hóf að flytja farþega frá Vest- mannaeyjum kl. 6 í gær- morgun. AIls voru farnar 17 ferðir í gær, 15 til Reykjavíkur, 1 til Skóga- sands og 1 til Hellu. Sam- tals 47G farþegar. Kl. 9 í gærkvöldi varð ófært, en þá voru aðeins eftir 1—2 ferðir. Gekk flugið í gær mjög vel og voru tvær Douglas-vélar í förum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■!] RÁN, fluvvél Landhelgis-j gæzlunvpr, fór í fyrradag til Dýrafjarðar að sækia 15 ára gamlan pilt, er hafði stórsias- azt, er hann var að vinna með rájsstrarvéh Drógu hestar rakstrarvéhna og fældist einn þeirra m"ð þeim afleiðingum, að nilturinn féll af henni og stakkst rakstrarteinn í höfuð hornm. Ekk' var fhigveður fvrir flug vél BjöT,ns Pálssonar og þess vegna var óskað eftir að Rán færi ves+ur en hún er búin radar. Só+tj Rán piltinn og var hann lagður á sjúkrahús í Reykjavík. BARN sótt TIL HÓLMAVÍKUR. Þá var einnig 1 fyrrakvöld ætlunin að fá Björn Pálsson til •þess að sækia eins árs gamalt barn til Hólmavíkur. Var barn- ið með.stífkrampa. Með því að ekki var flugveður fyrir vél Björns Pálssonar, var áætlun- arvél Flugfélags íslands beðin • að koma við í Hólmavík á leið- inni til Akureyrar. Gerði vél- in það og flut'i barnið til Ak- urevrar. Var líðan þess góð í gærkvöldi. SJÚKRAFLUG TIL STYKK- ISHÓLMS f GÆR. Björn Pálsson flaug sjúkra- flug til Stykkishólms í gær og sótti þangað veika konu, er koma þurfti á sjúkrahús í Reykjavík. Meistaramótiðs A MEISTARAMÓTI íslands í frjálsíþróttum, sem hélt áfram í gærkvöldi náðist ágætur ár- angur í nokkrum greinum, þrátt fýrir óhagstætt veður, norðan strekking og kulda. Hilmar Þorbjörnsson, Á, sigr aði í 100 m. hlaupi á 10,5 sek. og Valibjörn Þorláksson, ÍR varð annar á 10.8 sek. í þrí- stökki stökk Vilhjálmur Einars 'sön, ÍR, ; 15,70 m. Þorsteinn Löve sigraði í kringlukasti, 48,16 m. Björgvin Hólm, ÍR, í 110 m.-'gxindahlaupi á 15,0 sek. í- þessum greinum var meðvind ur of mikill. Svavar Markússon KR, varð fyrstur í 1500 m. hlaupi á 4:15,0 mín. og Hörður Haraldsson, Á, j 400 m. á 51,0 sek. — Nánar ,á Íþróttasíðu á morgun. . í GÆRKVÖLDI kepptu ÍBH og Knattspyrnufélagið Reynir •og sigraði Reynir með 2 mörk- um gegn 1. þjófarnir' voru fveir á bifreið EFRI myndin var tekin í gær, þegar Eggert G. Þorsteinsson, forseti efri deildar alþingis, lýsti Því ýfir, að kjördæmamálið sé orðið að lögum. — Neðri myndin er tekin í deild- inni meðan atkvæða- greiðsla um málið-stend- ur yfir. Forystugreinin í dag heiti”: — RÉTTLÆTIÐ SIGRAR. daginn. Bóndinn í Helgadal sá til tveggja manna, sem komið höfðu í fólksbifreið, þar sem þeir teymdu hestinn á eftir sér. Hann taldi hins vegar víst, að þarna vaeri um að ræða eig- anda hestsins og hugði því ekki nánar að mannaferðunum. Skeði þetta laust eftir miðjan dag á fimmtudag eða föstudag; bóndi man ekki nákvæmlega hvorn daginn. í girðingunni voru 10 hestar, eign fimm manna hér í bæ. DÖKKJARPUR HESTUR. Hinn stolni hestur er fjög- urra vetra gamall, dökkjarp- ur, heldur smávaxinn og einfextur. Hann er mjög góðgengur, dauðspakur og mannelskur, marklaus, al- járnaður. Hestsins var saknað á .sunnu- dag, er nokkrir eigenda komu upp eftir. Að því er eigandinn tjáði blaðinu í gær, hafði hest- urinn verið þarna í girðing- unni í tvö ár og aldrei hreyft Framhaid ó 2. súðu. ÞJÓFAR lögðu leið sína í hestagirðingu í landi Helga- dals í Mosfellssveit fyrir helg- ina og stálu þar hesti, hinum ágætasta grip, um . hábjartan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.