Alþýðublaðið - 12.08.1959, Blaðsíða 2
VEÐRIÐ: S gola, síðar SV
kaldi og dálítil rigning.
☆
USTASAFN Einars Jónsson
ar, að Hnitbjörgura, er opið
daglega kl. 1.30—3.30.
☆
MINJASAFN bæjarins. Safn
deildin Skúlatúni 2 er opin
daglega kl. 2—4. Árbæjar-
safn opið daglega frá kl. 2
—6. Báðar safndeiidir eru
lokaðar á mánudögum.
. UTVARPIÐ I DAG: — 12.50
—14.00 „Við vinnuna“. •—
15.00 Miðdegisútvarp. 19.00
tÞingfréttir. — Tönleikar.
20.00 Fréttir. 20.30 „Að
tjaldabaki“ (Ævar Kvaran,
leikari). 20.50 Tónleikar —
(plötur). 21.20 Upplestur:
. Oísli Halldórsson leikari les
þýðingar Matthíasar Joch-
umssonar á kvæðum eftir
. Burns, Wergeland og Rune-
berg. 21.40 Tónleikar: —
Drengjakórinn í Vín syng-
ur. 22.00 Fréttir. — 22.10
. Kvöldsagan: „Allt fyrir
hreinlætið“ eftir E. Ramm,
I. (Frú Álfheiður Kjartans-
dóttir). 22.30 í léttum tón.
. 23.00 Dagskrárlok.
☆
FRÍMERKI. — Blaðinu hefur
borizt beiðni frá belgískri
konu, sem biður lesendur að
senda dóttur sinni 10 ára,
sem haldin er hjartasjúk-
d.ómi og getur því eklli tek-
. ið þátt í leikjum annarra
barna, nokkur íslenzk frí-
merki, þar sem söfnun frí-
merkja sé eina tómstunda-
gaman hennar. Þeir, sem
vildu sinna þessu, ættu að
skrifa til:
Mme G.L.A. Dermaut,
42, Chaussée de Graipmont
Erembodegem (Belgique).
☆
TRÚLOFUN: Nýlega opin-
beruðu trúlofun sína í París
Rebekka Haraldsdóttir —;
(Guðmundssonar, sendi-
herra í Oslo) og stud polyt.
Bent Haugsted.
☆
LISTAMANNAKLÚBBUR-
INN í Baðstofu Naustsins er
opinn í kvöld.
£
Esja
SKIPAUT(.tR» RIKtSiNS
vestur um land í hringferS hinn
18. þ. m. Tekið á móti flutningi
til Patreksfjarðar, Bíldudals,
Þingeyrar, Flateyrar, Súganda-
fjarðar, ísafjarðar, Siglufjarð-
■ar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsa-
víkur, Kópaskers og Raufar-
hafnar á föstudag og árd. á
.'i.augardag. Farseðlar seldir á
mánudag.
Herðubreið
ausrur um land í hringferð hinn
17. þ. rn. Tekið á móti flutningi
til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breðidalsvikur, Stöðvarfj arðar,
Mjóafjarðar, Borgarfjarðar,
Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og
Þórshafnar á föstudag. Farseðl-
ar seldir árd, á laugardag.
í DAG kl. 5 verður pólsk
graflistarsýning opnuð í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins. Er hér
um að ræða „ferðasýningu“, en
sýning þessi kemur hingað frá
París.
Pólverjar hafa óskað eftir að
íslenzka myndlistarsýningin,
sem að undanförnu hefur verið
haldin í Ráðstjórnarríkjunum,
komi til Póllands. Verður hún
send þangað jafnskjótt og sýn-
ingum er lokið í Rússlandi, en
þar var ætlunin að myndirnar
væru sýndar í þrem borgum:
Moskvu, Kiev og Leningrad.
PÓLVERJAR FRAMAR-
LEGA í GRAFLISTARGERÐ.
í.staðinn var bessi graflistar-
sýning send hingað, en Pól-
verjar standa mjög framar-
lega í graflistargerð og einkum
var graflist Pólverja fyrir stríð
víðfræg. Graflistin hefur á síð-
ari tímum mjög mikið verið
notuð til skreytinga bóka og
íklð náðlsl
Framhald af 12. síða.
En svo kom stórhríð. Fjór
menningarnir virtust von
lausir, — og það voru þeir
líka.
Þjóðverjarnir fórust,
Stephano hrapaði 17 m.
niður klettana. en vinur
hans, yfirkominn af
þreytu, skildi hann eftir,
þegar hann hafði bundið
línuna, sem Stephano
hékk í, fasta, og dróst til
byr«rða mikið kalinn.
Systir Stephanos gekkst
fyrir að leiðangurinn var
farinn til þess að sækja
lík hans. Það hefur til
þessa verið álitið ókleift
verk. Það tókst þó ■ nú
giftusamlega, en þótti
þrekraun og fylgzt var
með björgunarmönnunum
í sjónvarpi.
Loksins kemst Stephano
aftur heim til ítalíu.
eru mörfr lista.yerkin á þessari
svningu kápuskreytingar. Eftir
stríð hefur fleira breytzt í
pólskri graflist. Hún er minna
„einangruð“, þ. e. a. s., ýmsir
málarar gera jafnframt graf-
lis^armyndir, og ýmsir þeir
listartienn, sem eiri-um leggja
stund á graflist, mála einnig.
Allar bær myndir, sem hér
eru á sýningunni, eru málaðar
á tímabilinu 1956—’58. Hér eru
bví yngri listamenn í meiri-
hluta, og sýningin er fremur
vfirlitssýning en sýning á úr-
vali graflistar Pólverja,
OPNUN
SÝ.NINGARINNAR.
Sendiherra Pólverja á ís-
landi, sem aðsetur hefur í Osló
er staddur hérlendis vegna
sýningarinnar, og mun hann
halda ræðu við opnunina.
Menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gísalson, mun opna sýninguna,
sem síðan verður opin almenn-
ingi kl. 6, en framyegis dag-
lega frá 1—10.
Frú Selma Jónsdóttir, list-
fræðingur, og Svavar Guðna-
s'on, listmálari, hafa annazt
uppsetningu sýningarinnar hér.
Á sýningunni eru alls 122
listaverk.
Framhald af 1. síðu.
sig á brott. Telur hann þjófn-
aðinn yfirvegaðan og muni
þjófarnir hafa í huga að selja
hestinn til útflutnings eða
flytja hann til annarra lands-
hluta. Bændur í Mosfellssveit
segja, að hestaþjófnaður hafi
ekki komið fyrir þar um slóðir
í manna minnum.
Þeir, sem kynnu að geta gef-
ið einhverjar upplýsingar um
afdrif hestsins eða grunsam-
legar mannaferðir á ofangreind
um slóðum, eru vinsamlegagt
beðnir að láta eigandann, Jón
Guðjónsson, vjta í síma 33432
eða hafa tafarlaust samband
við næsta yfirvald.
UNDANFARIÐ hafa verið
auglýst umslög til sölu undir
fyrstadagsstimplanir flugmerkj
anna, sem út eru að koma. Þar
sem þarna er um sérstaklega
smekkleg umslög að ræða, datt
einum blaðamannanna í hug
að ná sér í svona umslag, en þá
brá undarlega við.
Fyrst var hringt á skrifstofu
Flugmálafélagsins, enda virtist
bað liegja beint við, þar sem
umslögin eru auglýst í nafni
þess. Sá, sem varð fyrir svör-
um, vissi bara ekkert um þessi
umslög, oa vísaði málinu frá
sér til eins stjórnarmeðlims.
Þá var að hringia í stjómar-
meðliminn, en hann sagðist ekk
mt vita heldur, nema nð til-
'ekinn annar stjórnarmeðlim-
•r og frímerkjakaupmaður,
em jafnframt er meðlimur í
'jórn félags frímerkjasafnara,
■•.efðu algerlega með þetta mál
■ð gera.
Leituðum við þá til sérfræð-
ngs okkar í frímerkjamálum
g spurðum hann hvort hann
liti þess virði að viðhafa svona
úkinn eltingaleik við eitt um-
;lag. Sagðist hann hafa frétt að
um lítið upplag af umslögun-
um væri að ræða og því gætu
þau orðið verðmæt. Þá var að
halda leitinni áfram. Var þá
hringt í seinni stjórnarmeðlim
Flugmálafélagsins, en hann
vissi ekkert, eða vildi ekkert
um málið segja, en vísaði því
til bróður síns, sem er frí-
merkjakaupmaður. Upplýsti
þessi maður (bróðirinn) að upp-
lag umslaganna væri 12.000 og
verðið yrði um 5—6 krónur.
Nú höfðum við upplýsingar
um að þetta væru umslög prent
uð í Danmörku og eru þau
prentuð hjá fyrirtæki, sem
lengi hefur prentað fyrir eihn
frímerkjakaupmann bæjarins,
sem selt hefur umslögin á 2
eða 2.50. Það verður því tvennt
sem athygli vekur í þessu máli.
30.000—40.000 þúsund króna
aukaágóði virðist verða af
þessum sérstöku umslögum,
Guðiaugur Gísla-
son flylur jóm-
frúrræðu
GUÐLAUGUR Gíslason, —
þingmaður Vestmannaeyinga,
flutti jómfrúræðu sína í gær í
umræðum um stjórnarskrár-
breytinguna í efri deild. Deildi
hann á Framsóknarmenn fyrir
að ætla sér og sínum flokki sér-
stöðu og sérréttindi í landinu
þrátt fyrir ótvíræðan þjóðar-
vilja um réttmætari kjör-
dæmaskipan.
Hv.ert rennur hann þegar skrif-
stofa Flugmálafélagsins veit
ekkert um bau og stjórnarmeð-
limir takmarkað? Hvernig
stendur á því að einstaklingar,
að því er virðist- fá hiklaust
yfirfærslur fyrir prentun slíkra
umslaga, meðan póststjórnm
stendur í baráttu fyrir að f§
yfirfærslu íyrir prentun frí-
merkjanna sjálfra?
GEIR GUNNARSSON, fram-
bjóðandi kommúnista í Hafn-
arfirði tók í gær sæti á þingi
sem varamaður fyrir Kari Guð
jónsson, sem farinn er til út-
landa með lúðrasveit Vestm,-
eyja. Var kjörbréf hans tekið
fyrir á skyndifundi í Samein-
uðu Þingi í gær og samþykkt
með 32 samhljóða atkvæðum.
1
ISTANBUL: — Þrír menn
menn létu lífið og 13 særðust
í gærkvöldi, er 160 pund af
dýnamiti sprungu um borð í
skipi hér. Allmargir smábátar
eyðilögðus.t ■ og lögreglustöð
skemmdist,
S.L. föstudagskvöld var stol-
ið útvarpsviðtæki í Lithoprent,
Var hér um að ræða Telefun-
ken-tæki í brúnum plastkassa.
Frá þessum stuldi var skýrt I
blöðunum í fyrradag.
Það kvöld er hringt í eig-
anda útvarpstækisins. Segist
sá, sem hringdi, vera bifreiða-
stjóri á Hreyfli og kynnir sig
með nafni. Spyr hann síðan
hvað sú ósvífni eigi að þýða að
auglýsa eftir útvarpstæki i
blöðunum og segja það stolið,
en sjálfur hafi eigandinn selt
honum (bifreiðastjóranum)
tækið fyrr um daginn fyrii?
þúsund krónur.
Eigandinn varð svo hvumsa
við þessa sögu, að hann gætti
sín ekki fyrr en maðurinn hafði
skellt á, ep stóð með heyrnar-
tólið í hendinni jafn nær og
áður, því. að hann hafði ekki
tekið efíir nafni mannsins.
Eigandinn biður nú þennaa
mann að vera svo vinsamlegan.
að hringja aftur, og verðuí
hann þá betur búinn undirl
samtalið.
fDmiiMiiiuiiimiiiiiitiumnDimniin'Diiu.Minimuw
Samsæf!
§
i
s . ; s
| VINIR og kunningjar |
I frú Kristínar Kristjáns- |
| sonar koma sarman í Sjálf- |
í stæðishúsinu í kvöld, mið- |
i ■ vikudag, kl) 8,30' til að |
§ kveðja hana. Ollum er |
| heimil þátttaka. Vinsam- |
| legast tilkynnið þátttöku 1
| í bókaverzlanir Lárusar 1
| Blönjdal, Skólavörðustíg f
s o<r Vesturveri.
-. 3
"•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiniiii)
Beztu þakkir færi ég ykkur öllum, seim beiðruðu
mig á 80 ára afmæli mínu með gjöfum, blómum og
skeytum.
Sérstaklega þakka ég þeim, sem heiðruðu tmig með
samsæti í samkomuhúsinu í Garðahreppi.
Guðbjörg Sveinsdóttir
Urðarstíg 7, Hafnarfirði.
■ . ■
2 12. ágúst 1959 — Alþýðublaðið